Fara í efni

Greinar

  • 04.08.2025

    ER RÉTTARRÍKIÐ AÐ BROTNA NIÐUR?

    Látum liggja á milli hluta hvað mönnum finnst um Hvammsvirkjun. Hugleiðum það eitt hvað það þýðir þegar yfirvöld hunsa lög og reglur og dómsniðurstöður. Þetta á við um Hvammsvirkjun og þetta á við um ólglega áfengissölu. Þótt úrskurðanefnd umhverfis og auðlindamála hefði gefið út bráðabirgða kröfu um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar yrðu stöðvaðar tafarlaust ...
  • 03.08.2025

    ÆFING Í JAFNAÐARGEÐI

    ... En þegar ekki er einu sinni svo gott að hægt sé að spá breytilegu veðri eru galvaskir skipuleggjendur hátíðahalda teknir tali þar sem þeir segja að mikill hugur sé í mönnum og gríðarleg eftirvænting og stemming aldrei verið betri. Við svo búið er brugðið sumarmelli á fóninn í hljóðstofu og við heyrum hljómsveit Ingimars Eydal syngja og leika Í sól og sumaryl eða einhverjir yngri músíkantar kyrja svipaða lofgjörð um sæla sumardaga ...
  • 02.08.2025

    ER ÓÞÆGILEGT AÐ HORFA Á ÞESSAR MYNDIR?

    Auðvitað þykir öllum óþægilegt að horfa á þessar myndir. Og enn óþægilegri er tilhugsunin um að þetta skuli vera að gerast að öllum heiminum ásjáandi ... Mér þóttu hugleiðingar Gunnars Smára Egilssonar á samfélagsmiðli um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu góðar og birti þær hér ... ( also in English) ...
  • 02.08.2025

    ER HÆGT AÐ HUGSA SÉR AUMARA HLUTSKIPTI?

    Netið logar í auglýsingum frá ólöglegum áfengissölum, okkur er sýnt inn í lagera fulla af bjór, léttvíni og sterku. Heimsending í boði. Ódýrast, hraðvirkast, frábærast er okkur sagt en þess látið ógetið að allt er þetta ólöglegt - svindl. Og Gallup spyr í ...
  • 02.08.2025

    SAMNEFNARI OKKAR BJÖRNS OG GUNNARS

    Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 01/02.08.25. Um eitt held ég að við Björn Bjarnason, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gætum orðið sammála og það er að um fátt séum við sammála þegar kemur að svokölluðum öryggismálum. Björn er mjög eindregið fylgjandi veru okkar í NATÓ og jafnframt stuðningsmaður ”varnarsamnings” Íslands við Bandaríkin, ég hins vegar er hvoru tveggja andsnúinn, tel þennan ...
  • 01.08.2025

    EKKI GLEYMA PLASTINU

    Gísli B. Björnsson spurði í vikunni hvort “við” værum gengin af göflunum. Hann spurði reyndar ekki heldur fullyrti: Þið eruð ekki í lagi. Undir þessari fyrirsögn birtir hann grein í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag ... Matsáætlunin lofar góðu um margt – og vel að merkja við getum öll sent inn athugasemdir – en athygli vekur engu að síður í upptalningu á umhverfisþáttum sem kannaðir verða er hvergi minnst á plast ...
  • 28.07.2025

    VINDMYLLUFÁRIÐ: LANDVERND ÁLYKTAR, KÁRI UPPLÝSIR, JÓNA VEKUR ÞING OG ÞJÓÐ OG MÓTVINDUR SAFNAR LIÐI

    Ég ætla ekki að hafa mörg orð sjálfur í þessum pistli heldur gefa öðrum orðið ... Fyrst er það Landvernd ...„Aðalfundur Landverndar ... skorar á Alþingi Íslands að banna nú þegar, með lögum, uppsetningu á vindorkuverum á og í kringum Ísland. Vindorkuver munu valda óbætanlegum og óafturkræfum náttúruspjöllum ...
  • 24.07.2025

    LÖGÐU NIÐUR VOPN EN LEGGJA UPP Í NÝJA VEGFERÐ – HINA LÝÐRÆÐISLEGU

    ... Mér var boðið að vera viðstaddur hina sögufrægu athöfn þar sem baráttusveitirnar úr Qandil fjöllunum kvöddu vopnin. Því miður var ég svo bundinn í báða skó að ég gat ekki með nokkru móti þekkst boðið. Fátt hefur mér þótt eins erfitt að afþakka og þetta boð um að ... (See also in English) ...
  • 19.07.2025

    BJÖRGUM LÝÐRÆÐINU MEÐ LÝÐRÆÐI

    Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.07.25. Þingveturinn 2012 til 2013 fluttu þrettán þingmenn undir forystu Sivjar Friðleifsdóttur þingmál sem stefnt var gegn málþófi á Alþingi. Málið náði ekki fram að ganga. Ég var í ríkisstjórn á þessum tíma en þingreynsla mín var þegar hér var komið sögu að mestu leyti ...
  • 18.07.2025

    HERMÁLASAMNINGUR ER VARLA PRÍVATMÁL

    “Varnarsamningur” við Evrópusambandið krefst skuldbindinga og fjárframlaga. Svona samningaviðræður kalla þess vegna augljóslega á umræðu í þjóðfélaginu og síðan á Alþingi og eiga ekki að hefjast án slíkrar umræðu. Enda punkturinn á svo að vera hjá þjóðinni, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Milliríkjasamningar koma nefnilega ...
  • 16.07.2025

    RELLA Á LOFTI, SELUR Á SKERI OG GRÆN HVÖNN VIÐ FAGRAN SKERJAFJÖRÐ

    Ægisíðan í Reykjavik er mín nánasta náttúruperla. Alltaf er hún perla en stundum er hún þó fegurri en ella og þessa góðviðrisdaga hefur Skerjafjörðurinn skartað sínu fegursta. Ég geng drjúgan hluta Ægisíðunnar á degi hverjum með henni Móu sem er í fóstri hjá okkur hjónum. Þótt ekki sé Móa barn heldur ...