Forsíða

... Ásdís galt þess að sjálfsögðu hve málstaður hennar var slæmur. En Guðrún hafði afgernadi yfirburði í rökræðum þeirra ekki aðeins vegna þess, heldur vegna hins hve röksemdir hennar voru meitlaðar og sannfærandi. En þetta var mitt mat. Svo eru það allir hinir og þá sérstaklega fjárfestar sem vilja græða á sölu Íslandsbanka. Þeir hafa eflaust sjaldan heyrt talað jafn vel fyrir sína hönd og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerði í dag ... Í kvöldfréttum var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, síðan mættur ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16/17.01.21.
... Inntakið í yfirlýsingum valdafólks hins vestræna heims var að ráðist hefði verið að vöggu lýðræðisins; myndlíkingin eflaust valin vegna þess að í vöggu er eitthvað nýfætt og þar er að finna nokkuð sem er viðkvæmt ...
Lesa meira

Rúnar Sveinbjörnsson skrifar athyglisvert bréf til síðunnar þar sem hann vekur athygli á bókhaldssvindli Íslendinga í orkumálum. Eftir að Evrópusambandið markaðsvæddi andrúmsloftið með kaupum og sölu á loftslagskvótum sáu Íslendingar sér leik á borði og dengdu sér í svínaríið af fullum krafti. Þar sem við værum mengunarfrírri í raforkuframleiðslu en aðrar þjóðir (vegna þess að forlögin gáfu okkur land með virkjanlegum ám og jarðvarma – hreinni orku) þá gætum við skipt á ...
Lesa meira

Hvers skyldi áhættan hafa verið þegar einkavæðing bankanna var um garð gengin á fyrsta áratug aldarinnar og fjármálahrunið í kjölfarið? Svarið er einfalt. Hrunið bitnaði á samfélaginu og verst á þeim sem verst stóðu. Nú eru sömu álitsgjafar komnir á kreik og í aðdraganda hrunsins og stjórnmálamenn eru með nákvæmlega sömu formúleringar og áður. Það sem vantar er sú rödd sem á þeim tíma kom frá VG. Fínt sé að selja, nú sé komið svo gott regluverk, allt svo gagnsætt, heyrist einng úr þeirri átt. Hvað nákvæmlega er eiginlega verið að ...
Lesa meira

Í Þrettándanum sem er í dag, lýkur jólum og héðan af verður tilfinningin ríkari með hverjum deginum sem líður að sól fari hækkandi á lofti og daginn að lengja. Birtutíminn hefur að sönnu verið að lengjast frá vetrarsólstöðum, 21. desember, en þann dag var sólin fjærst frá norðurpóli jarðar á árinu, og fyrir vikið var þá stysti dagur ársins. Það fer vel á því að lýsa heimilin og byggðirnar upp í myrkrinu um jólin og sjálfur játa ég ... Frá Washington berast nú fréttir af innrás í Bandaríkjaþing. Ógnvekjandi atburðarás gæti verið hafin sem ekki sér fyrir endann á ...
Lesa meira

... Nú bregður svo við að í dag berast þær fréttir að arabísk útgáfa af bókinni hefur verið gerð upptæk á flugvellinum í Düsseldorf í Þýskalandi. Spurningin er sú hvort þetta séu mistök – það á eftir að koma í ljós. Hinu eru menn vanir að í þýskalandi séu samkomur til stuðnings Kúrdaleiðtoganum bannaðar. Það þekki ég af eigin raun ...
Lesa meira

... Ég hef fylgst með framvindu málsins og hef ég dáðst að staðfestu og dugnaði þeirra sem staðið hafa í innsta hring í vörn fyrir Julian Assange og þar með málfrelsið. Þar hefur verið í forystu Kristinn Hrafnsson, aðalritstjóri Wikileaks. Hann á lof skilið og hamingjuóskir! Hér er slóð á athyglisvert viðtal við Kristin Hrafnsson í Kastljósi í kvöld ...
Lesa meira

Frábærar þóttu mér áramótahugleiðingar Arnars Atlasonar, formanns Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, sem birtist á vefritinu Kjarnanum í árslok.
Þar er árið gert upp gagnvart sjávarútvegnum, horft til Namibíu- og Samherjamálsins, strandveiða, tilrauna sjávarútvegsráðherra til að kvótasetja grásleppuna, þeirrar staðreyndar að 8% af veiddum þorski, 50 – 55 þúsund tonn, eru flutt óunnin úr landi, skaðabótakröfu stórútgerðarinnar á hendur ríkinu og ...
Lesa meira

Fyrst játning til félaga minna í þjóðkirkjunni með smá formála þó. Formálinn er þessi: Konan mín var svo heppin að fá gefins bókina um Óðinn til lífsins. Ég ber ábyrgð á því. Þessi bók fjallar um speki indíána um almættið. Þar segir á meðal annars ... Bjarni Benediktsson braut reglur sem hann sjálfur setti. Fyrir það hlýtur hann harða gagnrýni og sú gagnrýni hlýtur að teljast réttmæt. En svo vindur málið upp á sig ...
Lesa meira

Ég sendi lesendum ogmundur.is hjartanlegar kveðjur á jólum. Myndina sem ég vel af þessu tilefni er af geisladiski þeirra Gerðar G. Bjarklind og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur.
Þennan disk spila ég gjarnan á aðventunni til hátíðabrigða enda vel staðið að lagavalinu!
Ragnheiður Ásta féll frá á árinu og er að henni mikil eftirsjá.
Gerður er hins vegar í fullu fjöri og þau okkar sem fylgdust með skemmtiþætti Baggalúts í Sjónvarpinu í vikunni sem leið sáu og heyrðu ...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum