Forsíða, síða: 2

... Svavar Gestsson var áhrifamaður hvar sem hann kom, hreif fólk auðveldlega með sér með eldmóði og krafti. Ég hef, eins og aðrir landsmenn, fylgst með því hvar hann hefur lagt leið sína í seinni tíð, um gamla átthaga og ættarslóð og víðar, en alls staðar þar sem hann hefur komið við, hefur það leitt til vaxtar og nýjabrums, þeirrar fullvissu að nú sé hægt að gera á gömlum stað eitthvað nýtt, gott og skemmtilegt ...
Lesa meira

... Ásdís galt þess að sjálfsögðu hve málstaður hennar var slæmur. En Guðrún hafði afgernadi yfirburði í rökræðum þeirra ekki aðeins vegna þess, heldur vegna hins hve röksemdir hennar voru meitlaðar og sannfærandi. En þetta var mitt mat. Svo eru það allir hinir og þá sérstaklega fjárfestar sem vilja græða á sölu Íslandsbanka. Þeir hafa eflaust sjaldan heyrt talað jafn vel fyrir sína hönd og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerði í dag ... Í kvöldfréttum var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, síðan mættur ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16/17.01.21.
... Inntakið í yfirlýsingum valdafólks hins vestræna heims var að ráðist hefði verið að vöggu lýðræðisins; myndlíkingin eflaust valin vegna þess að í vöggu er eitthvað nýfætt og þar er að finna nokkuð sem er viðkvæmt ...
Lesa meira

Rúnar Sveinbjörnsson skrifar athyglisvert bréf til síðunnar þar sem hann vekur athygli á bókhaldssvindli Íslendinga í orkumálum. Eftir að Evrópusambandið markaðsvæddi andrúmsloftið með kaupum og sölu á loftslagskvótum sáu Íslendingar sér leik á borði og dengdu sér í svínaríið af fullum krafti. Þar sem við værum mengunarfrírri í raforkuframleiðslu en aðrar þjóðir (vegna þess að forlögin gáfu okkur land með virkjanlegum ám og jarðvarma – hreinni orku) þá gætum við skipt á ...
Lesa meira

Hvers skyldi áhættan hafa verið þegar einkavæðing bankanna var um garð gengin á fyrsta áratug aldarinnar og fjármálahrunið í kjölfarið? Svarið er einfalt. Hrunið bitnaði á samfélaginu og verst á þeim sem verst stóðu. Nú eru sömu álitsgjafar komnir á kreik og í aðdraganda hrunsins og stjórnmálamenn eru með nákvæmlega sömu formúleringar og áður. Það sem vantar er sú rödd sem á þeim tíma kom frá VG. Fínt sé að selja, nú sé komið svo gott regluverk, allt svo gagnsætt, heyrist einng úr þeirri átt. Hvað nákvæmlega er eiginlega verið að ...
Lesa meira

Í Þrettándanum sem er í dag, lýkur jólum og héðan af verður tilfinningin ríkari með hverjum deginum sem líður að sól fari hækkandi á lofti og daginn að lengja. Birtutíminn hefur að sönnu verið að lengjast frá vetrarsólstöðum, 21. desember, en þann dag var sólin fjærst frá norðurpóli jarðar á árinu, og fyrir vikið var þá stysti dagur ársins. Það fer vel á því að lýsa heimilin og byggðirnar upp í myrkrinu um jólin og sjálfur játa ég ... Frá Washington berast nú fréttir af innrás í Bandaríkjaþing. Ógnvekjandi atburðarás gæti verið hafin sem ekki sér fyrir endann á ...
Lesa meira

... Nú bregður svo við að í dag berast þær fréttir að arabísk útgáfa af bókinni hefur verið gerð upptæk á flugvellinum í Düsseldorf í Þýskalandi. Spurningin er sú hvort þetta séu mistök – það á eftir að koma í ljós. Hinu eru menn vanir að í þýskalandi séu samkomur til stuðnings Kúrdaleiðtoganum bannaðar. Það þekki ég af eigin raun ...
Lesa meira

... Ég hef fylgst með framvindu málsins og hef ég dáðst að staðfestu og dugnaði þeirra sem staðið hafa í innsta hring í vörn fyrir Julian Assange og þar með málfrelsið. Þar hefur verið í forystu Kristinn Hrafnsson, aðalritstjóri Wikileaks. Hann á lof skilið og hamingjuóskir! Hér er slóð á athyglisvert viðtal við Kristin Hrafnsson í Kastljósi í kvöld ...
Lesa meira

Frábærar þóttu mér áramótahugleiðingar Arnars Atlasonar, formanns Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, sem birtist á vefritinu Kjarnanum í árslok.
Þar er árið gert upp gagnvart sjávarútvegnum, horft til Namibíu- og Samherjamálsins, strandveiða, tilrauna sjávarútvegsráðherra til að kvótasetja grásleppuna, þeirrar staðreyndar að 8% af veiddum þorski, 50 – 55 þúsund tonn, eru flutt óunnin úr landi, skaðabótakröfu stórútgerðarinnar á hendur ríkinu og ...
Lesa meira

Fyrst játning til félaga minna í þjóðkirkjunni með smá formála þó. Formálinn er þessi: Konan mín var svo heppin að fá gefins bókina um Óðinn til lífsins. Ég ber ábyrgð á því. Þessi bók fjallar um speki indíána um almættið. Þar segir á meðal annars ... Bjarni Benediktsson braut reglur sem hann sjálfur setti. Fyrir það hlýtur hann harða gagnrýni og sú gagnrýni hlýtur að teljast réttmæt. En svo vindur málið upp á sig ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum