Forsíða, síða: 2

HRANT DINK

Hrant.JPG

Í sumar var ég á ferð í Grikklandi. Hitti þar merkilega konu frá Armeníu. Ég sagði henni frá áhuga mínum á málefnum Kúrda. Hún sagðist hafa á þessu skilning, með þá væri illa farið. “En þekkr þú til þjóðarmorðsins á Armenum sem Tyrkir hófu árið 1915”, spurði hún. Og hún hélt áfram, “Kúrdar voru þar ekki alsaklausir, þvert á móti, voru þeir þar gerendur ásamt Tyrkjum.” Eitthvað þóttist ég hafa heyrt af þessu en ekki mikið. Svo ég hef verið óþreytandi að leita mér upplýsinga og hef ...

Lesa meira

FARIÐ FRÁ SÝRLANDI, LYKILLINN ER Í IMRALI!

SýrlandImrali.JPG
Kúrdar í Tyrklandi eru miður sín yfir innrás Tyrkja í Norður-Sýrland sem er til höfuðs byggðum Kúrda í Rojava. Þetta hef ég fengið að heyra á fundum mínum með talsmönnum Kúrda í Tyrklandsheimókn minni einsog við var að búast. Skilaboðin eru skýr til tyrkneskra stjórnvalda: Hverfið með innrásarliðið á brott, lykillinn að lausn er í Imrali. Það sem Tyrkir nú hafast að og eru að undirbúa er að...

Lesa meira

TIL FUNDAR MEÐ KÚRDUM Í TYRKANDI

Ankara.JPG

Þessa viku er ég á ferð í Tyrklandi að afla upplýsinga um mannréttindi einkum um það sem snýr að hlutskipti Kúrda. Markmiðið með förinni er einnig að sýna stuðning við mannréttindabaráttu þeirra og andæfa meðferðinni á þeim. Í þessari för er ég í sendinenfnd sem kennd er við Imrali en það er fangelsiseyjan í Marmarahafinu sem Öcalan, leiðtaga Kúrda í Tyrklandi og norðanverðu Sýrlandi, hefur verið haldið fangelsuðum í rúma tvo áratugi eða allar götur frá árinu 1999. Þetta er þriðja Imralisendinefndin sem ég tek þátt í en áður ...

Lesa meira

HÚSFYLLIR Í ÞORLÁKSHÖFN!

Þorlákhöfn2.JPG

Þriðji opni fundurinn í fundaröðinni Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim! var haldinn í Þorlákshöfn í dag. Fullt var út úr dyrum og taldi ég á sjötta tug fundargesta. Góður rómur var gerður að framsöguræðu Gunnars Smára Egilssonar, blaðamanns, og voru umræðuranr í kjölfarið mjög góðar og uppbyggilegar. Næst stefnum við á Ólafsvík ...

Lesa meira

DAGUR TVÖ Á KÚRDAFUNDI Í BRUSSEL

Simon dubbins.JPG

Myndin að ofan sýnir Simon Dubbins frá bresku verkalýðshreyfingunni sýna forystumenn hreyfingarinnar hefja plaköt á loft með kröfum um að rjúfa einangrun Öcalans. Í dag var síðari dagurinn á ráðstefnu sem ég sæki í Brussel um málefni sem tengjast Kúrdum, Tyrklandi og Mið-Austurlöndum almennt. Hann hófst á umræðu um áhrif og afleiðingar innrásar Tyrkja í norðurhluta Sýrlands ...

Lesa meira

MÁLEFNI KÚRDA TIL UMRÆÐU Í BRUSSEL

tyrkjafundur.JPG

Í dag og á morgun sæki ég fund í þingi Evrópusambandsins, sem vinstri flokkarnir, sósíalistar, kratar og græningjar standa að um málefni Kúrda undir fyrirsögninni: Evrópusambandið, Tyrkland, Mið-Austurlönd og Kúrdar. Fundurinn er formlega á vegum European Union Turkey Civic Commission, EUTCC. Þetta er nefnd sem sett var á laggirnar upp úr aldamótum til að fjalla um aðildarumsókn Tyrkja að Evrópusambandinu... Þetta er sextánda ráðstefnan á vegum nefndarinnar og er að jafnaði ein ráðstefna á ári. Þetta er þriðja ráðstefnan af þessu tagi sem ég sæki og þótt ég hafi verið hvattur til að koma er ég hér algerlega á eigin vegum í leit að fróðleik ...

Lesa meira

NÆST ER ÞAÐ ÞORLÁKSHÖFN!

v mynd.JPG
Sunnudaginn 9. febrúar verður efnt til fundar í Þorlákshöfn undir yfirskriftinni 
Gerum Ísland heilt á ný – Kvótann heim. Fundarstaður verður á veitingastaðnum Hendur í höfn – Selvogsbraut 4. Fundurinn verður að þessu sinni á sunnudegi og hefst hann klukkan 12 en lýkur eigi síðar en kl. 14. ... Fundurinn í Þorlákshöfn er opinn eins og fyrri fundir og eru allir velkomnir! ... 
Sjá nánar um viðburð.

Lesa meira

EVRÓPURÁÐIÐ TEKUR UNDIR KRÖFU UM AÐ JULIAN ASSANGE VERÐI LÁTINN LAUS

Assangeályktun.JPG

Í ályktun þings Evrópuráðsins sem kom saman í Strassborg í síðustu viku er tekið undir staðhæfingar og kröfur í rannsóknarskýrslu Sameinuðu þjóðanna varðandi Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann á yfir höfði sér framsal frá Bretlandi til Bandaríkjanna þar sem hans bíða ákærur sem auglóst er að myndu leiða til áratuga fangavistar ef bandarísk yfirvöld fá sínu framgengt. Þing Evrópuráðsins krefst þess að komið verið í veg fyrir framsal ...

Lesa meira

UM KVÓTANN FYRIR FULLUM SAL Á AKRANESI

Akranesfundur.JPG

... Myndin að ofan sýnir hluta fundarmanna en að neðan má sjá Vilhjálm Birgisson, verkalýðsleiðtoga, sem fyrstur tók míkrófóninn úr sal og flutti upplýsandi eldræðu um stöðu mála á Akranesi sem misst hefur frá sér veiðiheimildir sem gert hefur það að verkum að útgerð er að leggjast niður á sjálfum Skipaskaga. Fleiri eldræður voru fluttar og fram settar upplýsingar sem vörpuðu ljósi á viðfangsefnið. Þótt ýmis sjónarmið kæmu fram ...

Lesa meira

Frá lesendum

TIL ÓLAFSVÍKUR HÖLDUM

Til Ólafsvíkur leggjum leið
líka fólk í hrönnum
Á Skerið liggur gata greið
og kvótamál þar könnum.

Landsbyggðin vill lífsins njóta
í líkingu við Reykjavík
Við köllum til baka gjafa kvóta
og kynnumst því að verða rík.
Höf. Pétur Hraunfjörð.

 

 

Lesa meira

NÚ ER ÞAÐ OSCE, ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR TVÍSKINNUNGI?

Mér sýnist fjölmiðlar, sumir hverjir alla vega, ætlist til að við gleðjumst yfir að alþjóðastofnunin hennar Ingibjargar Sólrúnar, OSCE, ætli “að aðstoða” í Klaustursmálinu; engu skuli til sparað svo við fáum endurheimt sjáfsvirðingu okkar. Að vísu svolítið skrítið að fá þessa “sérfræðinga” núna til að rífa ofan af sári sem kannski var að gróa. Steingrímur forseti þingsins mætti - ekkert mjög óhamingjusamur - í fréttir Sjónvarps til að andvarpa yfir syndugum mönnum. En fyrirgefið, sá yðar sem syndlaus er … og var fjármálaráðherrann, yfirmaður skattamála í landinu, ekki í Panamaskjölunum; er sjávarútvegsráðherrann ekki “okkar maður” Samherja … og er VG ekki að ...
Ársæll

Lesa meira

GUNNAR SMÁRI KEMUR Á ÓVART

Ég sótti fund þinn í Þjóðmenningarhúsinu um kvótann fyrir skömmu. Fyrir fundinn fannst mér það orka tvímælis að fá Gunnar Smára Egilsson, sósíalistaforingja, til að flytja höfuðerindið á fundinum. Ég verð hins vegar að segja að mér þótti hann gera þetta mjög vel, ný og góð og róttæk nálgun. Ekkert galdrabrennutal en krafa um uppstokkun á kerfinu í anda yfirskrifatar fundarins: Kvótann heim! Þessu er ég sammála.
Jóel A.

Lesa meira

GÓÐ UPPRIFJUN, GÓÐ SPURNING!

Afhverju var þessu máli ekki áfrýjað til Hæstaréttar á sínum tíma sem fjallað var um í þessari grein ,,Kvótakerfið hangir á bláþræði'' fyrir bráðum 14 árum ? Úgerðarmenn þorðu ekki með málið lengra því Hæstarréttur hefði líklega staðfest dóminn sem hefði líklega framkallað bankahrun 2 árum áður en bankahrunið varð flestum ljóst í okt. 2008 https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1067864/
B
aldvin Nielsen

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ – FRAMHALDSUMRÆÐA - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

Hér á eftir verður haldið áfram þar sem frá var horfið síðast, fyrir áramót, að rekja í stuttu máli innihald raforkutilskipunar ESB nr. 2018/944. Síðast var fjallað um 9. gr. tilskipunarinnar og endað þar. Er þá komið að 10. gr., III kafla. Sá kafli fjallar um „valdeflingu neytenda“ [consumer empowerment] og „neytendavernd“. Í 1. mgr. 10. gr. segir efnislega að aðildarríki [ESB] skuli tryggja að lokakaupendur (viðskiptavinir) hafi rétt til þess að fá rafmagn frá veitu, samkvæmt samningi hennar, óháð því í hvaða aðildarríki veitan er skráð, að því gefnu að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: PÓLITÍSK MORÐ OG RÍKISHRYÐJUVERK  - AFLEIKUR TRUMPS

Abdul-Mahdi forsætisráðherra Íraks segir Soleimani yfirhershöfðingja hafa verið í opinberum erindagjörðum þar í landi þegar hann var myrtur, að Bandaríkin hafi óskað eftir milligöngu Mahdis í deilu BNA og Írans og Soleimani stefnt á hans fund af þeim ástæðum. Hann kom í venjulegu áætlunarflugi til Bagdad ... Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Soleimani var næstvaldamesti maður í Írans og þjóðhetja. Það er erfitt að hugsa sér nokkra grófari ögrunaraðgerð gagnvart Íran né heldur grófari íhlutun í málefni Íraks. Þetta er utanríkisstefna sokkin niður í glæpamennsku ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BREXIT OG BREYTTAR ÁTAKALÍNUR Í STÉTTABARÁTTUNNI

Bresku kosningarnar 12. desember snérust um Brexit og niðurstaðan speglaði stéttalínur. Alveg eins og Brexitatkvæðagreiðslan 2016 gerði það, þótt margur tregðaðist við að sjá það þá. Nú blasir þetta við, breskur verkalýður öskrar það svo skýrt að ekki verður misskilið. Verkalýðurinn segist tilbúinn að búa við stéttaróvin sinn Boris Johnson næstu fjögur árin til þess eins að reyna að tryggja að staðið verði við það Brexit sem hann valdi 2016. Atkvæðagreiðslan 2016 opinberaði mikla gjá á milli valdakerfisins og kjósenda. Ekki bara hafði almenningur á móti sér ...

Lesa meira

Berta Finnbogadóttir skrifar: ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU

Þriðji leki Wikileaks um Efnavopnastofnun Evrópu (OPCW) vegna meintrar efnavopnaárásar í Douma, Sýrlandi, þann 07. apríl 2018 var birtur þann 14. desember. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um málið síðan Stundin birti leka 1 þann 24. nóvember. Hann grefur enn frekar undan trúverðugleika útgefinnar lokaskýrslu sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar Fernando Arias hefur lýst stuðningi við þrátt leka 1 og 2. Í nýjum leka kemur fram að 20 meðlimir rannróknarteymis á vegum FFM (Fact finding mission UN) í Douma hafi lýst yfir áhyggjum vegna breytinga sem gerðar voru á niðurstöðum þeirra í lokaskýrslu OPCW. Nýtt teymi sem var ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÞAÐ GETUR ALDREI ÞÓTT GÓÐ LÖGFRÆÐI AÐ SELJA ÞAÐ SEM MENN EIGA EKKI

... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i] og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar