Forsíða, síða: 3

Í sakleysi mínu leyfði ég mér í gær að dreifa ákalli Tomma, góðvini þjóðarinnr, um að loka spilakössum til frambúðar. Í ákalli sínu segir Tommi að hann sé einn af 86% þjóðarinnar sem Gallup sagði síðastliðið vor að væri þessarar skoðunar eftir ítarlega könnun meðal landsmanna. Facebook slökkti á þessari deilingu minni því hún samræmdist ekki ...
Lesa meira

... Á Bjarna fjármálaráðherra er að skilja að svo rækilega hafi kvótanum verið stolið til frambúðar að tilgangslaust sé að setja ákvæði í stjórnarskrá um eign þjóðarinnar á auðlindum. Hvað þýðir eiginlega þjóðareign, spurði hann á Alþingi í vikunni sem leið.
Já, hvað skyldi það nú þýða Bjarni og ...
Lesa meira

... Haukur hafði skýra samfélagssýn, hafði trú á ágæti hennar og bjó auk þess yfir prýðilegu sjálfstrausti. Þess vegna var auðvelt að skiptast á skoðunum við hann og þá einnig að vera honum ósammála ef því var að skipta. Hann gat tekið öllu, fullviss um ágæti eigin skoðana og eigin sýnar á lífið.
En það var ekki bara ...
Lesa meira


Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30/31.01.21.
... Samkoma auðhringa heimsins og handlangara þeirra í Davos í Sviss kallar sig World Economic Forum og þykist sú samkoma nú vera rödd heimsins í umhverfis- og samfélagsmálum. Hrokinn verður skiljanlegur þegar haft er í huga að World Economic Forum hefur gert samkomulag við Sameinuðu þjóðirnar um að leiða heiminn inn á farsælar brautir undir slagorðinu „Strategic partnership“ og sjálft skilgreinir World Economic Forum sig sem ...
Lesa meira

Það tók mig nokkurn tíma að lesa nýjustu áskriftarbók Angústúru útgáfunnar: Uppljómun í eðalplómutrénu.
Kannski varla að undra því lengi vel reikaði ég um skilningsvana í mörg þúsund ára sögu Írans, þar sem ég var kynntur fyrir sendiboðum Zaraþústra, sem uppi var fyrir þrjú þúsund árum rúmum, skógarpúkum og svo fólki menningarandans, lifandi og liðnu, að ógleymdum Khomeny erkiklerki og handlöngurum hans, sem hrintu keisarastjórninni írönsku frá völdum 1979. Þarna var í reynd upphafsreitur sögunnar ...
Lesa meira

... Getur verið að Íslendingar leggi svo mikið upp úr því að sýna fullkomna undirgefni gagnvart NATÓ að þeir þori ekki að mótmæla kjarnorkuvopnum, afdráttarlaust, óháð því hver í hlut á, helsprengjunni, sem vel að merkja hefur aðeins verið beitt af einu ríki, forysturíkinu í NATÓ, Bandaríkjum Norður-Ameríku. Ef Ísland stæði afdráttarlaust með yfirýstri eigin stefnu legðu íslensk stjórnvöld þegar í stað fyrir Alþingi tillögu um að ...
Lesa meira

... Svavar Gestsson var áhrifamaður hvar sem hann kom, hreif fólk auðveldlega með sér með eldmóði og krafti. Ég hef, eins og aðrir landsmenn, fylgst með því hvar hann hefur lagt leið sína í seinni tíð, um gamla átthaga og ættarslóð og víðar, en alls staðar þar sem hann hefur komið við, hefur það leitt til vaxtar og nýjabrums, þeirrar fullvissu að nú sé hægt að gera á gömlum stað eitthvað nýtt, gott og skemmtilegt ...
Lesa meira

... Ásdís galt þess að sjálfsögðu hve málstaður hennar var slæmur. En Guðrún hafði afgernadi yfirburði í rökræðum þeirra ekki aðeins vegna þess, heldur vegna hins hve röksemdir hennar voru meitlaðar og sannfærandi. En þetta var mitt mat. Svo eru það allir hinir og þá sérstaklega fjárfestar sem vilja græða á sölu Íslandsbanka. Þeir hafa eflaust sjaldan heyrt talað jafn vel fyrir sína hönd og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerði í dag ... Í kvöldfréttum var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, síðan mættur ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16/17.01.21.
... Inntakið í yfirlýsingum valdafólks hins vestræna heims var að ráðist hefði verið að vöggu lýðræðisins; myndlíkingin eflaust valin vegna þess að í vöggu er eitthvað nýfætt og þar er að finna nokkuð sem er viðkvæmt ...
Lesa meira

Rúnar Sveinbjörnsson skrifar athyglisvert bréf til síðunnar þar sem hann vekur athygli á bókhaldssvindli Íslendinga í orkumálum. Eftir að Evrópusambandið markaðsvæddi andrúmsloftið með kaupum og sölu á loftslagskvótum sáu Íslendingar sér leik á borði og dengdu sér í svínaríið af fullum krafti. Þar sem við værum mengunarfrírri í raforkuframleiðslu en aðrar þjóðir (vegna þess að forlögin gáfu okkur land með virkjanlegum ám og jarðvarma – hreinni orku) þá gætum við skipt á ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum