Forsíða, síða: 4

MANNRÉTTINDASTEFNAN Í VERKI?

ríkisstjórnm.JPGríkisstjórnm.JPG

... Afsakið, en er það ekki “Creditinfo” og þess vegna líka “Group” sem hundeltir skuldugt fólk og hengir það upp svo forðast megi viðskipti við það? Er ríkisstjórnin, fyrir hönd íslenskra skattgreiðenda, að veita þeim stuðning til að koma upp því sem kallað er “lánshæfisgreining” í Afríku? Við vitum að mannréttindastefna Íslands er mjög hnarreist á Filippseyjum og alls staðar þar sem óhætt er að þykjast vera “alvöru”. Innan NATÓ, þar sem menn gætu verið “alvöru”, þegir hins vegar Ísland. En er þetta ekki svoldið langt gengið, að  ...

Lesa meira

LEYFIST AÐ SPYRJA VG?

vg alþingi.PNG (1)

... Forsætisráðherra kynnti í morgun tillögu um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, verði sett til að fara með og taka ákvörðun um samningsgerð um afnot af vatnsréttindum og landi innan ríkisjarðarinnar Þingmúla í Fljótsdalshéraði. Fjármála- og efnahagsráðherra vék sæti í málinu vegna fjölskyldutengsla ...

Lesa meira

Á TÓNKEIKUM MEÐ JUDITH – MEÐ HJÁLP TÆKNINNAR

Judith.JPG

... Judith er prófessor í tónlist við Johns Hopkins háskólann í Baltimore en Vladimir er eftirsóttur einleikari á píanó bæði vestanhafs og austan. Á dagskrá tónleikanna í dag voru tónverk eftir Beethoven. Ekki ætla ég að halda því fram að áhrifin hafi verið þau sömu á þessum stofutónleikum okkar og því sem tónleikagestirnir í Baltimore fengu að njóta. En við nutum engu að siður hverrar mínúntu. Íslendingum eru þau af góðu kunn, Judith og Vladimir, því margoft hafa þau ...

Lesa meira

TEKIÐ UNDIR MEÐ ÁHUGAFÓLKI UM SPILAFÍKN


Birtist í Morgunblaðinu 07.03.20.
... Það var mitt mat að þannig mætti byrja að ná utan um þessa myrku starfsemi sem gerir viðtakendur spilagróðans að engu minni fíklum en spilarana sjálfa. Það sjáum við á viðbrögðunum þegar þeir óttast að kassarnir verði teknir af þeim eða aðgengi að þeim takmarkað. Brýnt væri að frelsa stofnanir og samtök, sem okkur öllum þykir vænt um, frá þeirri niðurlægingu og skömm sem þessu fygir ...

Lesa meira

OFT SAKNA ÉG ÞJÓÐVILJANS

Þjóðviljaforsíða.JPG
Ég sakna ekki Þjóðviljans vegna þess að ég telji að hann hafi alltaf haft rétt fyrir sér. Það hafði hann að sjálfsögðu ekki. Og ekki hefði ég viljað búa í landi þar sem Þjóðviljinn einn hefði borið okkur fréttir af heimsmálunum. Ennþá síður Morgunblaðið. En samt er það nú orðið þannig að nánast Moggalínan ein er við lýði í fjölmiðlum hins vestræna heims. Morgunblaðið er þannig ekkert eyland. Fréttaveitur sem flytja okkur fréttir af heimsmálum eru að jafnaði mjög hallar undir hagsmuni ... Dæmi ...

Lesa meira

KVÓTANN HEIM: HLJÓMAHÖLLINNI, REYKJANESBÆ, SUNNUDAGINN 15. MARS!

Reykjanesbæ1.JPG

Næsti fundur í fundaröðinni Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim, verður haldinn í Hljómahöllinni – Stapasalnum, í Reykjanesbæ eða Keflavík,  sunnudaginn 15. mars klukkan 12. Talsvert hefur verið spurt hvar við efnum næst til fundar, ég og Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður, en hann hef ég fengið til liðs við mig í þessari fundasyrpu um fiskveiðikerfið. Nú er það sem sagt komið á klárt - hvar og hvenær - og óhætt að ...

Lesa meira

SENDIHERRAR BANDARÍKJA NORÐUR AMERÍKU

us bus.JPG

Myndin hér að ofan er af vinnustað sendiherra BNA. Vinnustaðurinn er ekki það sem kallast sendiráð og þeir sem ég kalla sendiherra BNA eru heldur ekki sendiherrar í hefðbundinni merkingu. Þeir eru með öðrum orðum ekki hluti af vel höldnu stofnanakerfi, njóta engra fríðinda, eru almennt á lágum launum en engu að síður sendiherrar þjóðar sinnar, koma fram fyrir hennar hönd. Þeir eru ...

Lesa meira

ÞÁ KVAÐ KRISRTJÁN UM ÞORRABLÓT ÞINGHÓLS

þorrablót4.JPG... Ég fyrir mitt leyti hef ekki þakkað gestgjöfum mínum fyrir skemmtilega kvöldstund og frábæran mat. Það geri ég nú hér með! En hvað varðar kvótafundinn þá nota ég nú tækifærið að segja þeim Þinghólsmönnum að sunnudaginn 15. mars gefst tækifæri til að sækja slíkan fund í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ klukkan 12. Sjáumst þá!  ...

Lesa meira

EINFÖLDUN Í BOÐI SJÓNVARPSINS EÐA EITTHVAÐ ENNÞÁ VERRA?

NATÓTYRKLAND.JPG

... Er hægt að bjóða okkur upp á slíka trakteringu? Þetta er ekki bara einföldun heldur gróf rangtúlkun. En hún er svosum ekki alveg ný af nálinni. Það gerir hana hins vegar ennþá verri! En hvers vegna ekki tengja ábyrgðina á vandanum alla leið? Og spyrja svoldið út í NATÓ fundinn síðastliðinn föstudag þar sem Íslendingar tóku þátt í að blessa innrásarher Tyrkja, mannréttindabrjótana, sem nú eiga drjúgan þátt í að reka fólk á flótta ...  

Lesa meira

Frá lesendum

TRAUSTVEKJANDI MEININGARMUNUR

Gaman er að finna fyrir samstöðu Íslendinga í baráttunni við kórónaveiruna. Heilbrigðisyfirvöldum og almannavörnum er mætt á jákvæðan hátt og farið að þeirra ábendingum. Einhver meiningarmunur kemur öðru hvoru fram innan heilbrigðiskerfisns og er það traustvekjandi. Umræðulaus hlýðni er aldrei góð og meiningarmunur málefnalega fram settur er ekkert annað en jákvæður.
Haffi

Lesa meira

ÓÚTSKÝRÐ VAÐLAHEIÐI

Ég vil þakka Grími sem skrifar í dálkinn “frjálsir pennar” fyrir að hreyfa Vaðlaheiðarmáli. Ég hef saknað þess að fjölmiðlar færu í saumana á því máli. “Orsök VHG-19 kreppunnar eru gamlir misreikningar. Sérfróðir búast við að þá gjaldfallnar, enn vaxandi skuldir VHG hf við ríkið gætu orðið 19 milljarðar 2021.” Þetta skrifar Grímur. Eru þessir 19 milljarðar ekki helmingi meira en lagt var upp með? Væri hægt að ...

Jóel A.

Lesa meira

HEIÐURSDOKTOR MERITUS, INGA SÆLAND?

Margir hæddust að Ingu Sæland, alþingiskonu, þegar hún vildi loka landinu og helst smala öllum aðkomumönnum til landsins í sóttkví, eins konar fangabúðir. Á Aþlingi ver hlegið að Ingu og hún var síðan fengin sérstaklega í Kastljós  svo þjóðin fengi líka að hlæja. Svo lokaði Trump Bandaríkjunum, síðan var Danmörku lokað og Noregi og svo Evrópusambandinu. Á Ítalíu fór fólk að deyja í hundraðavís á dag… Nú er ekki lengur hlegið að Ingu Sæland. Ef fer fram sem horfir ...
Sunna Sara

Lesa meira

VEXTI NIÐUR Í NÚLL OG BANNA INNHEIMTUKOSTNAÐ

Í rauninni er þessi krafa þín um 0% vexti, Ögmundur, mikilvægari en afnám verðtryggingarinnar, eins mikilvæg og hún þó er. Ef vextir yrðu 0% þá kann einhverjum að þykja óþarfi að lögbinda bann við dráttarvöxtum. Fjámálastofnunum væri þó trúandi til þess að viðhalda þeim væru þeir ekki bannaðir. Þess vegna þyrfti bann við dráttarvöxtum og innheimtukostnaði að vera líka í frumvarpi um 0% vexti. 
Þetta þarf ríkisstjórnin að leggja til strax og Alþingi að samþykkja strax! Ef ríkisstjórnin gerir þetta ekki þarf Alþingi að taka frumkvæðið. 
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

ERU MENN NOKKUÐ AÐ MISSA SIG?

... Ekki fylgdi sögunni hvort hinn grunaði hefði verið borinn út á börum, eða hvort hann gekk úr vélinni með geimverunum, eftir að hafa setið í þrjá klukkutíma með öllum hinum farþegunum. Eru menn nokkuð að missa sig? Mátti ekki taka á móti hinum grunaða með grisjur sem þá einnig væru settar yfir vit farþegans og þess vegna hafa fólk í geimbúningum í bílnum á leið í sóttkví ...
Jóel A.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Grímur skrifar: KRÍSUVIÐVÖRUN: VHG-19 2021

Orsök VHG-19 kreppunnar eru gamlir misreikningar. Sérfróðir búast við að þá gjaldfallnar, enn vaxandi skuldir VHG hf við ríkið gætu orðið 19 milljarðar 2021. Furðufyritækið á við mikið rekstrartap að stríða, er ógjaldfært í óbærilegri skuldakreppu. Því ber að selja ótrygg Vaðlabréf í áhættuflokki á markaði 2021, svo gert verði upp við ríkið. Sú aðgerð er kjarni gildandi viðskiptaáætlunar ...

Lesa meira

Ámundi Loftsson skrifar: HVAR ER ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ?

... Snúast alþjóðastjórnmál kannski eingöngu um það hverjir fara með völdin í heiminum?  Snúast þau kannski bara um hernað með tilheyrandi eyðileggingu, dauða og hruni samfélaga. 
Þjóðir heimsins hafa komið upp um sig.  Alþjóðastjórnmál eru í raun ekki sá trausti þáttur í lýðræðisskipulagi þjóðanna sem flest okkar hafa bundið vonir okkar við ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ – FRAMHALDSUMRÆÐA - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

Hér á eftir verður haldið áfram þar sem frá var horfið síðast, fyrir áramót, að rekja í stuttu máli innihald raforkutilskipunar ESB nr. 2018/944. Síðast var fjallað um 9. gr. tilskipunarinnar og endað þar. Er þá komið að 10. gr., III kafla. Sá kafli fjallar um „valdeflingu neytenda“ [consumer empowerment] og „neytendavernd“. Í 1. mgr. 10. gr. segir efnislega að aðildarríki [ESB] skuli tryggja að lokakaupendur (viðskiptavinir) hafi rétt til þess að fá rafmagn frá veitu, samkvæmt samningi hennar, óháð því í hvaða aðildarríki veitan er skráð, að því gefnu að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: PÓLITÍSK MORÐ OG RÍKISHRYÐJUVERK  - AFLEIKUR TRUMPS

Abdul-Mahdi forsætisráðherra Íraks segir Soleimani yfirhershöfðingja hafa verið í opinberum erindagjörðum þar í landi þegar hann var myrtur, að Bandaríkin hafi óskað eftir milligöngu Mahdis í deilu BNA og Írans og Soleimani stefnt á hans fund af þeim ástæðum. Hann kom í venjulegu áætlunarflugi til Bagdad ... Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Soleimani var næstvaldamesti maður í Írans og þjóðhetja. Það er erfitt að hugsa sér nokkra grófari ögrunaraðgerð gagnvart Íran né heldur grófari íhlutun í málefni Íraks. Þetta er utanríkisstefna sokkin niður í glæpamennsku ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BREXIT OG BREYTTAR ÁTAKALÍNUR Í STÉTTABARÁTTUNNI

Bresku kosningarnar 12. desember snérust um Brexit og niðurstaðan speglaði stéttalínur. Alveg eins og Brexitatkvæðagreiðslan 2016 gerði það, þótt margur tregðaðist við að sjá það þá. Nú blasir þetta við, breskur verkalýður öskrar það svo skýrt að ekki verður misskilið. Verkalýðurinn segist tilbúinn að búa við stéttaróvin sinn Boris Johnson næstu fjögur árin til þess eins að reyna að tryggja að staðið verði við það Brexit sem hann valdi 2016. Atkvæðagreiðslan 2016 opinberaði mikla gjá á milli valdakerfisins og kjósenda. Ekki bara hafði almenningur á móti sér ...

Lesa meira

Berta Finnbogadóttir skrifar: ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU

Þriðji leki Wikileaks um Efnavopnastofnun Evrópu (OPCW) vegna meintrar efnavopnaárásar í Douma, Sýrlandi, þann 07. apríl 2018 var birtur þann 14. desember. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um málið síðan Stundin birti leka 1 þann 24. nóvember. Hann grefur enn frekar undan trúverðugleika útgefinnar lokaskýrslu sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar Fernando Arias hefur lýst stuðningi við þrátt leka 1 og 2. Í nýjum leka kemur fram að 20 meðlimir rannróknarteymis á vegum FFM (Fact finding mission UN) í Douma hafi lýst yfir áhyggjum vegna breytinga sem gerðar voru á niðurstöðum þeirra í lokaskýrslu OPCW. Nýtt teymi sem var ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar