Forsíða, síða: 7

Fyrir 50 árum og einum degi betur, hinn 25 ágúst 1970, var komið fyrir sprengju í stíflu sem var í byggingu við Laxá í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. 113 lýstu verkinu á hendur sér. þar af voru 65 ákærðir. Grímur Hákonarson, kvikmyndagerðarmaður gerði prýðilea heimildarmynd um þennan viðburð ... Ævar Kjartansson, útvarpsmaður var í hópi þeirra sem voru ákærðir. Hann heldur upp á sjötugsafmæli sitt í dag. Var því nánast tuttugu ára þegar sprengt var. Til hamingju með afmælin tvö Ævar, þitt afmæli og aðgerðar ykkar til bjargar Laxá í Aðaldal! Margt gott hefur verið skrifað um þennan viðburð. Björn Jónasson lýsir honum sem herhvöt til varnar umhverfinu. Í grein hans sem ...
Lesa meira

Um nýliðna helgi var Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í viðtali á Spengisandi Bylgjunnar hjá Kristjáni Kristjánssyni um strandveiðar. Í stuttu máli þá var umræðan afbragðsgóð. Mikilvægar spurningar komu fram og ígrunduð og upplýsandi svör. Yfirvegaður og rökfastur talaði Örn Pálsson, máli vistvænna veiða, huagsmuna sjávarbyggðanna, fjölbreyttara atvinnulífs, kjara sjómanna, nýtingar afla, verðmætasköpunar … Hans rödd var rödd skynseminnar þegar hann færði rök fyrir því að ...
Lesa meira

Athyglisverð grein sem ráðherrar þróunaraðstoðar í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Íslandi birtu sameiginlega í Fréttablaðinu í vikunni ... Þetta er mjög gott - svo langt sem það nær. Líka heitstrengingin í greininni en hún er svona:“Við, ráðherrar Norðurlandanna, trúum á menntun fyrir alla, alltaf og alls staðar. Allir í skólann!” ...
Lesa meira

Þessi hér að ofan voru í umræðuþætti Samstöðvarinnar í kvöld. Öll voru þau góð. Ég var sammála þeim um margt, ekki allt, fremur en stjórnandanum Gunnari Smára Egilssyni. Auðvitað ætti mynd af honum að tróna hér yfir. Frá í vor hefur hann haldið úti umræðum á Samstöðinni sem risið hefur yfir flest sem flutt hefur verið annars staðar.
Slíkir menn fá sjaldnast að njóta sannmælis. Ég vil að þeir geri það...
Lesa meira

... Nú mætti segja mér að Jónas Hallgrímsson, listaskáldið góða, hefði orðið glaður, væri hann á meðal okkar, sæi hann hvað gera má með “vindum þýðum” fyrir land og þjóð, enda örugglega það sem hann átti við þegar hann kvað ...
Lesa meira

Sigríður Knudsen var ekki systir mín. Samt var hún það okkar í milli. Þegar hún kynnti sig fyrir mér í síma einhvern tímann í kringum aldamótin sagðist hún vera bekkjarsystir mín úr Melaskóla. Eftir nánari samræður sagði ég að það gæti ekki staðist því eitt ár væri á milli okkar í aldri. Gott og vel sagði Sigga, þá var ég alla vega skólasystir þín. Og þar við sat en til styttingar sleppti hún skóla-tilvísuninni og úr varð einfaldlega Sigga systir ...
Lesa meira

... Skyldi þetta duga til að sefa gagnrýnisraddir? Þetta er aðeins önnur nálgun en sú sem reynd var á Dalvík eftir Namibíuþátt Kveiks. Þá var forstjóri Samherja látinn birtast í kaffistofu fiskverkafólks starfandi hjá fyrirtækinu á Dalvík. Frelsandi faðmurinn var útbreiddur, manni hefði ekki komið á óvart á sjá naglaför í lófum. Verið róleg sagði forstjórinn við starfsfólkið, ég stend með ykkur nú þegar að ykkur er ráðist ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 15/16.08.20.
... Það sem ég sennilega er að reyna að segja er að þótt Ævar sé genginn í þeim skilningi sem hér hefur verið lýst þá er verkefnið að sjá til þess að hann gangi aftur – verði afturgenginn. Slíkir reimleikar á útvarpsstöð geta aðeins orðið til góðs ...
Lesa meira

Í dag fór fram útför Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur, útvarpsþular með meiru, frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Athöfnin var áhrifarík og verður eftirminnileg eins og Ragnheiður Ásta sjálf. Ég minnist hennar nokkrum orðum í minningargrein í Morgunblaðinu í dag og fer hún hér á eftir. Hér á heimasíðu minn hefur Ragnheiður Ásta stundum komið við sögu og fann ég eina slíka tilvísun með leitarvél. Þar segir frá ...
Lesa meira

Veit ekki alveg hvað á að segja um frétt sem biritst í Morgunblaðinu 17. júlí síðastliðinn og virðist ekki hafa vakið mikla athygli; ekki viss hvort þetta hafi verið stórfrétt að smáfrétt. Hún fjallar um aðgengi að landinu fyrir erlent fólk, hverjir megi koma til Íslands í Covid-fári og hverjir ekki. Og hér voru það einstaklingar utan Schengen sem voru til skoðunar. Þeir mættu ekki koma hingað sem væru einfaldlega að fara í frí. Þar væru engar undantekningar gerðar sagði í fréttinni. Væru þeir í viðskiptaerindum þá gegndi hins vegar öðru máli ...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum