Nú er sótt að Rojava í norðanverðu Sýrlandi, merkilegustu tilraunastofu lýðræðis í heiminum um þessar mundir. Kúrdar og vinir Rojava mæta við Hallgrimskirkju á sunnudag klukkan 14 til þess að ...
Síðastliðinn laugardag efndi ég til fundar á KEA hótelinu á Akureyri undir hatti fundaraðarinnar Til róttækrar skoðunar. Fundurinn fjallaði um þróun Evrópusambandsins og var yfirskriftin ESB: Frá samvinnu til miðstýringar. Fundinn sóttu á ...
Biritst í Vikublaðinu á Akureyri 23.01.26.
Sennilega væri heppilegri titill á þá leið að ríkisstjórnin þarfnist aðhalds af þinni hálfu – og okkar allra – ekki síst þegar Evrópumálin eru annars vegar.
Staðreyndin er nefnilega sú að án þrýstings utan úr þjóðfélaginu mun hún ótrauð halda áfram aðlögun að Evrópusambandinu til þess að gera endanlega innlimun Íslands sem smurðasta. Og það hugtak á svo ...
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 24/25.26.
Fyrir fáeinum dögum birtist viðtal í Morgunblaðinu við fjármálaráðherra landsins undir fyrirsögninni, PPP-leiðin möguleg með innviðafélagi. Við hliðina á þessu viðtali var svo viðtal við fulltrúa Samtaka iðnaðarins. Þar var fyrirsögnin, Bíða eftir útfærslu innviðafélagsins. Allt í rétta átt, yfirbragðið framfarasinnað. PPP hljómar vel, P er fallegur stafur og ...
Við Guðbjörg Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, bjóðum ykkur til fundar á Hótel KEA á Akureyri klukkan 14:00 laugardaginn 24. janúar að ræða Evrópusamrunann og áform ríkisstjórnarinnar um að fá samþykki þjóðarinnar við því að Ísland verði innlimað í Evrópusambandið. Sjá nánar um ...
Í dag fór fram minningarathöfn um Sturlu Böðvarsson í Dómkirkjunni í Reykjavík. Sturla var samstarfsmaður minn á þingi í nær hálfan annan áratug frá 1995 til 2009 og á ég góðar minningar af okkar kynnum. Í þingsal vorum við ekki sammála um margt en þó um sumt og þá margt af því sem máli skiptir þegar upp er staðið ...
... Á meðal þeirra sem töluðu var Alma D. Möller, læknir og heilbrigðisráðherra. Hún talaði skýrt og henni mæltist vel. Sölumennska ólöglegra vínsala ylli miklu félagslegu tjóni, þeir græði en samfélagið tapi ...
... Það sem hreyfði við mér þegar ég sá þessi nýtilkomnu viðbrögð danska NATÓ forstjórans fyrrverandi var sú kúvending sem hann hefur nú tekið. Ég minnist þess nefnilega hve mjög þessi maður tilbað bandarísk yfirvöld og hve ákaft hann talaði fyrir því að þau ættu að gegna leiðtogahlutverki í heiminum öllum - og gera það óhikað og opinskátt. ...
Viðtalið sem hér má sjá og heyra við bandaríska stjórnmálagreinandann Jeffrey Sachs er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Þessi merki stjórnmálaskýrandi er ómyrkur í máli gagnvart Trump og ráðandi öflum í Bandaríkjunum ... Evrópa sé hins vegar í slæmri stöðu hafandi verið undirgefin Bandaríkjunum, í þjónustuhlutverki við þau áratugum saman. Sama gildi um NATÓ sem eigi sök á því hvernig komið sé í Úkraínu ... Athygli hljóti að vekja að frá Evrópu heyrist stuðningsraddir við “regime change” í Venezualea, Íran og víðar í anda Donalds Trumps. Og öll horfðu þau aðgerðalaus á þjóðarmorð í Gaza ...
Ekki er annað að skilja á ríkisstjórninni en að hún hyggist efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem við verðum spurð hvort við viljum að Ísland gangi í Evrópusambandið. Mikilvægt er að þessi atkvæðagreiðsla, ef af verður, fari ekki fram umræðulaust og er þessi fundur liður í því að örva umæðu um þetta málefni ...
Í vikunni sem leið sýndi Sjónvarpið heimildarmynd um rithöfundinn Þórarin Eldjárn. Mér finnst ástæða til að vekja athygli á þessum þætti og mæla með honum við þau sem ekki sáu hann.
Og það geri ég af þremur ástæðum ...