Fara í efni

Greinar

  • 22.01.2026

    VIÐ BJÓÐUM YKKUR TIL FUNDAR

    Við Guðbjörg Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, bjóðum ykkur til fundar á Hótel KEA á Akureyri klukkan 14:00 laugardaginn 24. janúar að ræða Evrópusamrunann og áform ríkisstjórnarinnar um að fá samþykki þjóðarinnar við því að Ísland verði innlimað í Evrópusambandið. Sjá nánar um ...
  • 22.01.2026

    STURLA BÖÐVARSSON GENGINN

    Í dag fór fram minningarathöfn um Sturlu Böðvarsson í Dómkirkjunni í Reykjavík. Sturla var samstarfsmaður minn á þingi í nær hálfan annan áratug frá 1995 til 2009 og á ég góðar minningar af okkar kynnum. Í þingsal vorum við ekki sammála um margt en þó um sumt og þá margt af því sem máli skiptir þegar upp er staðið ...
  • 22.01.2026

    HVORIR EIGA AÐ RÁÐA, LÆKNAR EÐA LÖGBRJÓTAR?

    ... Á meðal þeirra sem töluðu var Alma D. Möller, læknir og heilbrigðisráðherra. Hún talaði skýrt og henni mæltist vel. Sölumennska ólöglegra vínsala ylli miklu félagslegu tjóni, þeir græði en samfélagið tapi ...
  • 21.01.2026

    AF SEM ÁÐUR VAR: ANDERS FOGH VILL AÐ MENN SMJAÐRI EKKI FYRIR TRUMP

    ... Það sem hreyfði við mér þegar ég sá þessi nýtilkomnu viðbrögð danska NATÓ forstjórans fyrrverandi var sú kúvending sem hann hefur nú tekið. Ég minnist þess nefnilega hve mjög þessi maður tilbað bandarísk yfirvöld og hve ákaft hann talaði fyrir því að þau ættu að gegna leiðtogahlutverki í heiminum öllum - og gera það óhikað og opinskátt. ...
  • 20.01.2026

    SACHS SITUR FYRIR SVÖRUM – SVÖRIN VERÐA AÐ HEYRAST

    Viðtalið sem hér má sjá og heyra við bandaríska stjórnmálagreinandann Jeffrey Sachs er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Þessi merki stjórnmálaskýrandi er ómyrkur í máli gagnvart Trump og ráðandi öflum í Bandaríkjunum ... Evrópa sé hins vegar í slæmri stöðu hafandi verið undirgefin Bandaríkjunum, í þjónustuhlutverki við þau áratugum saman. Sama gildi um NATÓ sem eigi sök á því hvernig komið sé í Úkraínu ... Athygli hljóti að vekja að frá Evrópu heyrist stuðningsraddir við “regime change” í Venezualea, Íran og víðar í anda Donalds Trumps. Og öll horfðu þau aðgerðalaus á þjóðarmorð í Gaza ...
  • 20.01.2026

    AKUREYRARFUNDUR UM ESB Á LAUGARDAG

    Ekki er annað að skilja á ríkisstjórninni en að hún hyggist efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem við verðum spurð hvort við viljum að Ísland gangi í Evrópusambandið. Mikilvægt er að þessi atkvæðagreiðsla, ef af verður, fari ekki fram umræðulaust og er þessi fundur liður í því að örva umæðu um þetta málefni ...
  • 20.01.2026

    ÞÓRARINN ELDJÁRN Í MÁLI OG MYND

    Í vikunni sem leið sýndi Sjónvarpið heimildarmynd um rithöfundinn Þórarin Eldjárn. Mér finnst ástæða til að vekja athygli á þessum þætti og mæla með honum við þau sem ekki sáu hann. Og það geri ég af þremur ástæðum ...
  • 19.01.2026

    LISTENING TO LEO - HLUSTAÐ Á PÁFA – GREETINGS TO FRIENDS

    Ávarp Leo XIV páfa til sendiherra erlendra ríkja í Páfagarði föstudaginn níunda janúar hefur vakið verðskuldaða athygli og þykir mér talað þar af meira viti en gerist og gengur í heiminum um þessar mundir ,,, As I send my foreign friends new years greetings I share some thoughts in the light of recent developments ...
  • 19.01.2026

    VANGAVELTUR UM ÍRAN Í FORTÍÐ, SAMTÍÐ OG FRAMTÍÐ

    Fyrir nokkrum dögum birti Jan Oberg grein eftir Farhang Jahanpour, breskan ríkisborgara af írönsku bergi brotinn, fyrrum prófessor við háskólann í Isfahan í Íran ... Hann telur að svo hafi fjarað undan klerkastjórninni í Íran að þungi atburðarásarinnar sé orðinn slíkur að hann muni bera stjórnina ofurliði. ...
  • 16.01.2026

    ÞAKKIR TIL KRISTÍNAR, MÖGGU STÍNU, HJÁLMTÝS, BJARKAR OG ALLRA HINNA ...

    Í dag settist sama sólin á Gaza svæðinu og hér við Ægisíðuna mína í Reykjavík þar sem ég tók þessa mynd. Og það sem meira er að hún gekk til viðar á svipuðum tíma uppúr fjögur hjá mér en klukkutíma fyrr að íslenskum tíma við austanvert Miðjarðarhafið enda á öðru tímabelti. En hvað eigum við Íslendingar og Gazabúar annað sameiginlegt en sólina? Ég er hugsi eftir lestur Dagbókar frá Gaza eftir Atef Abu Saif ...
  • 15.01.2026

    TALAR MÁLI STJÓRNVALDA Í TEHERAN OG/EÐA SANNLEIKANS?

    ... Í þeim þætti sem má nálgast hér ræðir Napolitano við Seyed Mohammad Marandi, prófessor við háskólann í Teheran um stöðu mála í Íran. Hann talar máli stjórnvalda en sú rödd er ekki hávær í vestrænum fjölmiðlum þessa dagana. Mér þótti fróðlegt að hlusta á prófessorinn og þá ekki síður að heyra hvað Trump og félagar hans ...