Fara í efni

Greinar

  • 20.01.2026

    SACHS SITUR FYRIR SVÖRUM – SVÖRIN VERÐA AÐ HEYRAST

    Viðtalið sem hér má sjá og heyra við bandaríska stjórnmálagreinandann Jeffrey Sachs er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Þessi merki stjórnmálaskýrandi er ómyrkur í máli gagnvart Trump og ráðandi öflum í Bandaríkjunum ... Evrópa sé hins vegar í slæmri stöðu hafandi verið undirgefin Bandaríkjunum, í þjónustuhlutverki við þau áratugum saman. Sama gildi um NATÓ sem eigi sök á því hvernig komið sé í Úkraínu ... Athygli hljóti að vekja að frá Evrópu heyrist stuðningsraddir við “regime change” í Venezualea, Íran og víðar í anda Donalds Trumps. Og öll horfðu þau aðgerðalaus á þjóðarmorð í Gaza ...
  • 20.01.2026

    AKUREYRARFUNDUR UM ESB Á LAUGARDAG

    Ekki er annað að skilja á ríkisstjórninni en að hún hyggist efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem við verðum spurð hvort við viljum að Ísland gangi í Evrópusambandið. Mikilvægt er að þessi atkvæðagreiðsla, ef af verður, fari ekki fram umræðulaust og er þessi fundur liður í því að örva umæðu um þetta málefni ...
  • 20.01.2026

    ÞÓRARINN ELDJÁRN Í MÁLI OG MYND

    Í vikunni sem leið sýndi Sjónvarpið heimildarmynd um rithöfundinn Þórarin Eldjárn. Mér finnst ástæða til að vekja athygli á þessum þætti og mæla með honum við þau sem ekki sáu hann. Og það geri ég af þremur ástæðum ...
  • 19.01.2026

    LISTENING TO LEO - HLUSTAÐ Á PÁFA – GREETINGS TO FRIENDS

    Ávarp Leo XIV páfa til sendiherra erlendra ríkja í Páfagarði föstudaginn níunda janúar hefur vakið verðskuldaða athygli og þykir mér talað þar af meira viti en gerist og gengur í heiminum um þessar mundir ,,, As I send my foreign friends new years greetings I share some thoughts in the light of recent developments ...
  • 19.01.2026

    VANGAVELTUR UM ÍRAN Í FORTÍÐ, SAMTÍÐ OG FRAMTÍÐ

    Fyrir nokkrum dögum birti Jan Oberg grein eftir Farhang Jahanpour, breskan ríkisborgara af írönsku bergi brotinn, fyrrum prófessor við háskólann í Isfahan í Íran ... Hann telur að svo hafi fjarað undan klerkastjórninni í Íran að þungi atburðarásarinnar sé orðinn slíkur að hann muni bera stjórnina ofurliði. ...
  • 16.01.2026

    ÞAKKIR TIL KRISTÍNAR, MÖGGU STÍNU, HJÁLMTÝS, BJARKAR OG ALLRA HINNA ...

    Í dag settist sama sólin á Gaza svæðinu og hér við Ægisíðuna mína í Reykjavík þar sem ég tók þessa mynd. Og það sem meira er að hún gekk til viðar á svipuðum tíma uppúr fjögur hjá mér en klukkutíma fyrr að íslenskum tíma við austanvert Miðjarðarhafið enda á öðru tímabelti. En hvað eigum við Íslendingar og Gazabúar annað sameiginlegt en sólina? Ég er hugsi eftir lestur Dagbókar frá Gaza eftir Atef Abu Saif ...
  • 15.01.2026

    TALAR MÁLI STJÓRNVALDA Í TEHERAN OG/EÐA SANNLEIKANS?

    ... Í þeim þætti sem má nálgast hér ræðir Napolitano við Seyed Mohammad Marandi, prófessor við háskólann í Teheran um stöðu mála í Íran. Hann talar máli stjórnvalda en sú rödd er ekki hávær í vestrænum fjölmiðlum þessa dagana. Mér þótti fróðlegt að hlusta á prófessorinn og þá ekki síður að heyra hvað Trump og félagar hans ...
  • 11.01.2026

    ESB FÉKK FALLEINKUNN UM HELGINA - FULLT ÚT ÚR DYRUM Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSI – VINSTRI MENN STOFNA FÉLAG

    Boðið var til fundar í Safnahúsinu/Þjóðmenninarhúsinu í Reykjavík undir merkjum Til róttækrar skoðunar. ... Síðar um daginn var efnt til fundar á Horninu í Hafnarstræti í Reykjavík. Þar fór fram formleg stofnun samtakanna Til vinstri við ESB ...
  • 10.01.2026

    ÍSLAND Í KJÖRSTÖÐU

    Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10/11.01.26. Ekki er um það að villast að stórveldapólitíkin er komin upp í flæðarmálið til okkar Íslendinga. Ekki svo að skilja að Íslendingar hafi ekki fundið fyrir henni áður því ekki fórum við varhluta af næðingsvindum kaldastríðsáranna. Þjóðin klofnaði í afstöðunni til erlendrar hersetu og lengi vel einkenndu heift og heitingar umræðu um utanríkismál ...
  • 09.01.2026

    VIÐ BJÓÐUM YKKUR TIL FUNDAR

    Við Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur, bjóðum ykkur til fundar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík, klukkan 12 á hádegi, laugardaginn 10. janúar að ræða Evrópusamrunann og áform ríkisstjórnarinnar um að ...
  • 09.01.2026

    Á SPJALLI Í SAMSTÖÐINNI UM ESB OG FLEIRA

    ... Ræddar voru nýjustu vendingar í heimsmálunum en þó einkum áform ríkisstjórnarinnar um að freista þess að innlima Ísland í Evrópusambandið. Það hefur alla tíð verið slæm hugmynd en sennilega aldrei vitlausari en nú ...