20.01.2026
SACHS SITUR FYRIR SVÖRUM – SVÖRIN VERÐA AÐ HEYRAST
Viðtalið sem hér má sjá og heyra við bandaríska stjórnmálagreinandann Jeffrey Sachs er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Þessi merki stjórnmálaskýrandi er ómyrkur í máli gagnvart Trump og ráðandi öflum í Bandaríkjunum ... Evrópa sé hins vegar í slæmri stöðu hafandi verið undirgefin Bandaríkjunum, í þjónustuhlutverki við þau áratugum saman. Sama gildi um NATÓ sem eigi sök á því hvernig komið sé í Úkraínu ... Athygli hljóti að vekja að frá Evrópu heyrist stuðningsraddir við “regime change” í Venezualea, Íran og víðar í anda Donalds Trumps. Og öll horfðu þau aðgerðalaus á þjóðarmorð í Gaza ...