Fara í efni

Greinar

  • 23.04.2024

    HVER TÖLUÐU MÁLI ÍSLANDS Í ICESAVE DEILUNNI?

    Að undanförnu hefur Icesave deilan frá hrunárunum komið til umræðu í fjölmiðlum og þá hver hafi gert hvað og sagt hvað ... En það breytir því ekki að málstað Íslands skilgreindu menn með mismunandi hætti ...
  • 23.04.2024

    GOTT AÐ FÁ ÁMINNINGU

    Þá er ég kominn vestur um haf til sjálfrar höfuðborgar BNA, Washington DC. Margt gott er um þá borg að segja, það er búi maður í góðu hverfi, því hin eru til líka þar sem skorturinn ríkir og óöryggið. Þar þykir vissara að hafa byssu við hendina. Í stærri matvörubúðum eru vopnaðir verðir þannig að ...
  • 22.04.2024

    HOLL LESNING UM MENNTUN OG FJÁRHÆTTUSPIL

    Hinn 14. mars síðastliðinn birtist umhugsunarverð grein í Morgunblaðinu eftir Tryggva Brynjarsson, sagnfræðing og doktorsnema við við Háskóla Íslands, um spilakassa, spilafíkn og siðferði. Höfundi svíður að æðsta menntastofnun landsins skuli ekki hafa til að bera næga siðferðisvitund til að hafna fjáröflun sem byggir á fólki sem haldið er spilafíkn ...
  • 22.04.2024

    SANNLEIKURINN Í NÝJA TÍMANUM

    ... Um allnokkurt skeið hefur kastljós Johns beinst að mannréttindum og málfrelsi og þá ekki síst að ofbeldinu á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Í síðasta tölublaði norska vikublaðsins Ny Tid, Nýi Tíminn, er grein eftir John Jones á forsíðu undir fyrirsögnini Når sannheten blir truende, Þegar sannleikurinn ógnar ...
  • 20.04.2024

    ÉG STAL ÞVÍ FYRST

    Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20/21.04.24. Mér kom ný­lega upp í hug­ann saga sem vin­kona mín sagði mér fyr­ir um fjöru­tíu árum. Hún var flug­freyja. Ein­hverju sinni var hún send með sér­stöku teymi til þess að þjálfa áhafn­ir hjá flug­fé­lagi í landi þar sem mút­ur viðgeng­ust – voru nán­ast tald­ar eðli­leg­ar ...
  • 07.04.2024

    SAGNFRÆÐINGAR TALA UM NATÓ OG 30. MARS 1949

    Til þess að aðstoða ríkisstjórnina við hátíðahöldin hefur verið gerður samstarfssamningur við Varðberg, helsta stuðningsfélag NATÓ hér á landi til áratuga og snýr samstarfið að “kynn­ingu og fræðslu á sviði ör­ygg­is- og varn­ar­mála ...
  • 06.04.2024

    24/7/365

    Birtist í helgarblaði Morgunblaðasins 06/07.04.24. ... Það sem hins vegar er einfalt í mínum huga er hve mikilvægt það sé að varðveita litbrigði daganna, að við gerum okkur dagamun og helst að við gerum það saman í samfélagi hvert við annað. En þá er líka að skipuleggja samfélagið þannig að það verði gerlegt ...
  • 05.04.2024

    NATÓ VIÐ RAUÐA BORÐIÐ

    ... Ríkisútvarpið fagnaði afmæli NATÓ strax í morgunsárið en Samstöðin bauð mér að Rauða umræðuborðinu síðdegis til að minnast atburðanna sem tengdust stofnun NATÓ og ræða jafnframt líðandi stund. Engin afmæliskaka var á borði Gunnars Smára þegar við hófum spjall okkar enda þótti hvorugum ...
  • 02.04.2024

    GUANTANAMÓ Í DAGFARA

    Í nýútkomnum Dagfara, tímariti hernaðarandstæðinga, kennir margra grasa ... Minnst er atburðanna á Austurvelli 30. mars árið 1949 ... Hernaðurinn og loftslagið er áhugaverð grein, þar sem við erum minnt á það að í mælingum á mengun eru herir undanþegnir slíkum mælingum ... Dagfari biritr einnig ítarlega grein – þarfa mjög – um kjarnorkuvána eftir Tjörva Schiöth, sagnfræðing. Ég á eininng grein í Dagfara að þessu sinni og nefnist hún, Guantanamó fangi á Íslandi ...
  • 31.03.2024

    ÖÐRU VÍSI FRELSARI

    Ekki er þetta frelsarinn með stórum staf þótt þeim hjá Frjálsri verslun finnist án efa varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, boða mikinn fögnuð. Og gjafir vill hún gefa ...
  • 30.03.2024

    75 ÁR FRÁ INNGÖNGU Í NATÓ – ÚTGÖNGU VILJA 75

    Í dag eru 75 ár liðin frá því að meirihluti Alþingis meldaði Íslendinga inn í hernaðarbandalagið NATÓ. Þjóðin var ekki spurð álits og þeir sem mótmæltu fengu framan í sig táragas lögreglu og síðan fangelsisdóma og sviptingu kjörgengis og kosningaréttar. Með þessu ofbeldi var settur ...