Fara í efni

Greinar

  • 28.11.2025

    ÍSLANDSSPILUM SVARAÐ

    Birtist í Morgunblaðinu 28.11.25. Tveir fulltrúar Íslandsspila skrifa í sameiningu grein í Morgunblaðið 15. nóvember síðastliðinn um spilavandann á Íslandi, hvað gert hafi verið og þó sérstaklega það sem ógert hafi verið af hálfu þrettán dómsmálaráðherra, þar á meðal mín. Yfirskrift greinar þeirra ...
  • 28.11.2025

    ÞJÓNN HERGAGNAIÐNAÐARINS Í HEIMSÓKN

    Einhver kann að halda að Mark Rutte, aðalframkvæmdastjóri NATÓ sé sér á parti í undirgefni og fleðulátum gagnvart Donald Trump froseta Bandaríkjanna. Svo er ekki, Jens Stoltenberg forveri hans flutti ræður þar sem hann dásamði vopnaiðnað Bandaríkjanna og þakkaði alveg sérstaklega fyrir leiðsögn Trumps til aukinnar vígvæðingar .... Áhyggjuefni er að íslensk stjórnvöld skuli lúta sama boðvaldi og þessir menn ...
  • 24.11.2025

    RÆTT UM ESB AÐILD, FULLVELDI ESB OG VÍGVÆÐINGU ESB

    Í spjalli okkar Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, núverandi talsmann Viðreisnar, við þá Egilssyni Gunnar Smára og Sigurjón, á Samstöðinni í dag, kom fram að alla fyrirsögnina eins og hún leggur sig styður Þorsteinn. Þorsteinn Pálsson talar frá hægri, telur markaðsvæðingu samfélagsins hafa verið lyftistöng þess og svo ...
  • 22.11.2025

    ALFRED DE ZAYAS UM ALÞJÓÐASTJÓRNMÁL – ON THE RULE OF LAW AND WESTERN DOUBLE STANDARDS

    ...Annað veifið hef ég vitnað í Alfred de Zayas en hann býr yfir mikilli reynslu, ekki aðeins sem háskólakennari, fræðimaður og rithöfundur heldur einnig sem sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna. Ég vil vekja athygli lesenda á nýlegum skrifum hans í CounterPunch um Sameinuðu þjóðirnar, réttarríkið og tvöfeldni Vesturlanda. Í greininni vekur hann ...
  • 22.11.2025

    EIGUM VIÐ AÐ ÞJÓÐNÝTA MORGUNBLAÐIÐ?

    Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 22/23.11.25. ... Ég minnist þess að Hrafn Gunnlaugsson, um skeið dagskrárstjóri, talaði fyrir því að Ríkisútvarpið ætti að vera eins og bókasafn sem dreifði aðfengnu efni. Ég sagði á hinn bóginn að svo ætti vissulega að vera í bland en ef stofnunin hætti að framleiða efni kæmi að því að henni héldist ekki á færu fólki ... Síðar kom Illugi Gunnarsson í menntamálaráðuneytið og talaði á sömu lund og Hrafn hafði gert, vildi ...
  • 18.11.2025

    Á LEIÐ TIL FRELSIS

    Það er hressandi að hitta gríska sósíalista. Í vikunni sem leið var í Aþenu, gestur á þingi Plefsi Eleftherias, sem á ensku er þýtt Course to Freedom, og þá væntanlega Leiðin til frelsis á íslensku. Þetta er flokkur vinstra fólks, sósíalista, og hafði mér verið boðið að ...
  • 17.11.2025

    ÞURA Í GARÐI OG SÚRU BERIN

    Í dag birtir Heimildin framhaldsskrif Indriða H. Þorlákssonar um furðulán lífeyrissjóðanna til HS orku sem ég fæ ekki skilið öðru vísi en ráðagjörð sem ætluð er til að auðvelda skattasniðgöngu. Áður, það er 29. október, hafði ég fjallað um skrif Indriða sem þá höfðu birst í Vísbendingu 10. og 17. október sl. ... Titillinn sem ég vel vísar tl Þuru í Garði og skýrist sú fyrirsögn í lok greinar Indriða...
  • 09.11.2025

    ERU HÍ OG ÍSÍ sátt við að vera í ruslflokki?

    Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.11.25. ... Þegar ég fylgdist með viðtali við foreldra og systur sem nýlega sáu á eftir syni og bróður sem tapað hafði tugum milljóna í fjárhættuspilum kom upp í hugann maður sem bankaði upp á hjá mér fyrir allmörgum árum. Þessi maður hafði stundað atvinnurekstur, átti vörubíla, skurðgröfur og krana. Bjó í einbýlishúsi og hafði allt til alls eftir langa vinnusama ævi. ...
  • 07.11.2025

    Á EINELTISDAGINN MINNUM VIÐ Á EINELTISDAGINN

    Birtist í dálkinum Skoðun á vísi.is 07.11.25. Höf.: Helga Björk Magnúsd. Grétuudóttir og Ögmundur Jónasson. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt laugardaginn 8. nóvember. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf ...
  • 02.11.2025

    LÖG, STÉTTARFÉLÖG OG VANHÆFIR STJÓRNENDUR

    Í vikunni skrifaði trúnaðarmaður stéttarfélags harðorð mótmæli gegn uppsögn 65 ára konu, starfsmanns á Landakoti til langs tíma ... En hvað skal gera til að forðast fordæmingarskrif eins og þau sem birtust eftir trúnaðarmanninn í kjölfar uppsagnarinnar og jafnframt yfirlýsingu eins og kom frá Sameyki um könnun á réttarstöðu viðkomandi einstaklings? ...
  • 29.10.2025

    EINKAVÆÐING ORKUNNAR, SKATTASNIÐGANGA OG LÍFEYRISSJÓÐIR

    Birtist í dálkinum Skoðun á vísi.is 29.10.25. Sú var tíðin að orkuiðnaðurinn var allur að heitið geti í almannaeign. Um aldamótin komu tilmæli frá Evrópusambandinu um að hann skyldi markaðsvæddur ... Þessar breytingar hafa verið teknar í áföngum, svokölluðum orkupökkum 1,2,3 og svo 4. Síðan kom að því eins og vænta mátti að ...