Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

20. Desember 2005

RÍKISÚTVARPIĐ 75 ÁRA

...Jón Múli rćddi um menningarlegt hlutverk Ríkisútvarpsins og ţar á međal um varđveisluhlutverkiđ; í ţessari gamalgrónu stofnun hefđu veriđ varđveittar menningarminjar, sem mikil áhöld vćru um ađ hefđu varđveist ef fallvölt gróđafyrirtćki hefđu haft varđveisluhlutverkiđ á hendi. Inn á ţetta kemur Ólafur Páll Gunnarsson, hinn kunni útvarpsmađur á Rás 2 – umsjónarmađur Rokklands međ meiru – í aldeilis stórgóđu viđtali í nýútkomnu Stúdentablađi. Málflutningur Ólafs Páls sver sig rćkilega í ćtt viđ ţćr hefđir sem gert hafa Ríkisútvarpiđ ađ stórveldi. Hann sýnir sögunni virđingu en er jafnframt opinn fyrir nýjum tímum, víđsýnn og vill nema ný lönd...

12. Desember 2005

...OG GUĐI ŢAĐ SEM GUĐS ER

...Svo var ađ sjá ađ ţađ hefđi líka veriđ á forsendum fyrirtćkjanna sem efnt var til helgistundar í Grafarvogskirkju um helgina. Fulltrúar Baugs Group, VÍS og Landsbankans reiddu ţar fram fyrir framan altariđ milljónatugi til kaupa á orgeli fyrir kirkjuna. “Ţegar inn kom settust ţeir inn í ađra leikmynd kristninnar kaupsýslumennirnir. Nú settust ţeir fyrir fram altariđ, ţéttir á velli, í afskrćmt afbrigđi af síđustu kvöldmáltíđinni í gerđ Michelangelós og voru allt í senn persónur, leikendur og gerendur í sjálfum kristindómnum og vestrćnni menningu. Ţeir voru ađ gefa orgel, eđa leggja fram innborgun, ţađ skiptir ekki máli. Presturinn rétti ţeim eitthvađ sem gat líkst ...

6. Desember 2005

HVER ER BESTUR? – UM GOTT AUĐVALD OG VONT AUĐVALD


...En ţetta var semsé, ađ mati Matthíasar Johannessen, "gott auđvald". Margir kölluđu ţetta "góđa auđvald" Matthíasar Kolkrabba, en um áratugskeiđ hafđi hann undirtökin í íslensku ţjóđlífi, og ekki alltaf til góđs – fjarri ţví...Á sama hátt má beina spurningu til Barnahjálpar Sameinuđu ţjóđanna á Íslandi: Er alveg sama hvernig peningum til barnahjálpar er safnađ?  Ég er ekki í vafa um ađ börnin í Gíneu-Bissá  kćra sig kollótt um ţađ hvernig fjármununum sem ţau fá send er aflađ. En gćtu fjáröflunarleiđir UNICEF orđiđ ţess valdandi ađ samtökin  réđust síđur í verkefni sem ganga gegn hugmyndum og hagsmunum hinna auđugu velgjörđarmanna en ella hefđi orđiđ? Spyr sá sem ekki veit, en...

5. Desember 2005

YFIRVOFANDI BREYTINGAR Á REKSTRI RÚV EĐA VĆRI RÉTT AĐ HUGSA MÁLIĐ BETUR?

Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráđherra og Páll Magnússon, útvarpsstjóri eiga ekki Ríkisútvarpiđ. Ţjóđin á ţá stofnun. Í Kastljósi í kvöld hafđi ég á tilfinningunni ađ ţau gerđu sér ekki grein fyrir ţessu. Ţau rćddu lagafrumvarp sem ekki hafđi einu sinni veriđ lagt fram á Alţingi um hlutafélagavćđingu Ríkisútvarpsins, hvađ ţá ađ ţađ byggđi á breiđri samstöđu og sátt sem einhvern tímann var lofađ varđandi breytingar á lögum um Ríkisútvarpiđ. Engin slík viđleitni hafđi veriđ uppi. Stjórnarandstađan kom af fjöllum – hafđi ekki einu sinni séđ frumvarpiđ í drögum. Samt var ţetta rćtt eins og allt vćri klappađ og klárt og sjónvarpsmenn voru svo ljónheppnir ađ menntamálaráđherra og útvarpsstjóri voru reiđubúin ađ sameinast í kynningarátaki í Kastljósi...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

16. Janúar 2018

SÖGULEGIR SIGRAR EĐA HVAĐ?

Því er slegið upp að atvinnuveganefnd Alþingis verði nú í fyrsta skipti stýrt af konum. Af þessu stærir formaðurinn sig, Lilja Rafney Mgnúsdóttir. Inga Sæland, Flokki fólksins, verður fyrsti varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknarflokki, annar varafromaður. Lítið vitum við um stefnu þeirra í atvinnumálum. Á sama tíma berast fréttir frá Noregi að ný stjórn sé á teikniborðinu. Saman komu þær fram á fréttamannafundi til að skýra frá þessu þær Erna Solberg, Hægri flokknum, Siv Jensen, Framfaraflokknum og Trie Skei Grande, Frjálslynda flokknum. Allt konur. Allar afturhald að mínu mati! Kynin eiga að standa jafnt að vígi í stjórnmálum. En þá á líka að sýna þeim þá virðingu að taka konur jafnt sem karla alvarlega, óháð kyni og spyrja um stefnu og innihald. Eitthvað er rangt við þessa framsetningu og ótrúlega afturhaldssamt á árinu 2018. Kannski líka svoldið niðurlægjandi - fyrir konur.
Kona

13. Janúar 2018

VALHÖLL OG BORGARSTJÓRN

Baráttan er byrjuð þar
og bjartsýnir eygja von.
Útsvars-stjarnan valin var
Vilhjálmur Bjarnason.

Eyþór Arnalds ætlar sér
oddvitasætið þarna.
En Villi víst með sigur fer
enda vinur Bjarna.
Pétur Hraunfjörð

8. Janúar 2018

SKORIĐ NIĐUR HJÁ LANDHELGIS-GĆSLUNNI Í GÓĐĆRI!

Eftir hrun voru varðskip leigð til útlanda til að mæta óhjákvæmilegum niðurskurði. Það var ekki gott en menn féllust á að það væri óhjákvæmilegt. En er óhjákvæmilegt að skera niður fjárframlög til Landhelgisgæslunnar við núverandi aðstæður þar sem peningum er hlaðið á degi hverjum inn í hagkerfið m.a. með stórauknum straumi ferðamanna? Stenst Landhelgisgæslan þetta? Nei, það gerir hún ekki enda ...
Starfsmaður Landhelgisgæslunnar

7. Janúar 2018

ÁBYRGĐ Í VERKI?

Formaður flokks sem segist vera vinstri flokkur og er kominn í samstjórn með Sjálfstæðisflokknum og er forsætisráðherra í þokkabót, segir að mál málanna sé að gera vinnumarkaðinn ábyrgan. Hvað þýðir það? Auðvitað skilja allir skilaboðin, enda höfum við margoft heyrt þau áður - úr munni Sjálfstæðisflokksins. Fólk á að þegja og sætta sig við það sem því er skammtað. Nema átt sé við að forsvarmsmenn SA og Viðskiptaráðs lækki við sig launin og stuðli að kjarajöfnun, er ríkisstjórnin  ef til vill til í það líka og biskupinn og Hæstiréttur? Þá skulum við fara að tala saman. En á meðal annarra orða, var það ábyrgt að auka framlag úr ríkissjóði til stjónmálaflokkanna á þingi - til sjálfra sín -  um 362 milljónir? Var það ábyrgð í verki?
Jóel A.

7. Janúar 2018

UM HVAĐ SNÝST DÓMARAMÁLIĐ?

Um hvað snúast stjórnmálin á Íslandi? Veit það einhver? Stjórnarandstaðan vill að Sigríður dómsmálaráherra segi af sér, finnst það mikilvægast af öllu! En hvað gerði hún rangt? Var það ekki svokölluð matsnefnd sem klúðraði málum? Hvernig væri að fjölmiðlar reyndu að skýra þetta dómaramál? Það er orðið augljóst í mínum huga að málið er ekki eins svart hvítt og margir vilja vera láta - er ég þó enginn aðdáandi dómsmálaráðherrans né Sjálfstæðisflokksins. 
Sunna Sara

7. Janúar 2018

ENGIN ÁBYRGĐ

Ef landinn brýtur löginn hér
leiddur er til sakar
En Sigríður enga ábyrgð ber
ef skaða mörgum bakar
Pétur Hraunfjörð

7. Janúar 2018

SAMTRYGGING Á ALŢINGI

Það er rétt sem þú segir Ögmundur að alltaf er það mest sannfærandi þegar menn byrja á sjálfum sér! Það má til sanns vegar færa með ríkisstjórnina að hún geri þetta en með undarlegum og öfugsnúnum áherslum. Hún byrjar á því að skrúfa frá peningstreyminu úr ríkissjóði og eykur framlag til eigin þarfa um 362 milljónir! Þetta er kostnaðurinn við lýðræðið er gjarnan viðkvæðið þegar kostaðar eru heilsíður í blöðum með auglýsingum sjálfum sér til dásemdar. Annars eru ríkisstjórnarflokkarnir ekki einir um þetta, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkurinn eru þarna í liði með VG, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það er þetta sem kallað er ...
Jóel A.

5. Janúar 2018

HVAR FĆ ÉG HLJÓMDISKINN?

Þakka þér fyrir skrif þín um Andrés Björnsson og Einar Benediktsson, Tími er svipstund ein sem aldrei líður. Mér þóttu þessi skrif þín vera orð að sönnu. Ég las viðtalið við Andrés sem þú lést okkur lesendur fá aðgang að og las ljóð Einars Benediktssonar, Kvöld í Róm. Nú verð ég að eignast hljómdiskinn með ljóðalestri Andrésar Björnssonar, en hvar er hann að fá? Geturðu upplýst um það Ögmundur?
Jóhannes Gr. Jónsson 

3. Janúar 2018

YFIR STRIKIĐ

Katrín færði mikla fórn
og fór yfir strikið
Situr nú í samherjastjórn
al-sæl fyrir vikið.
Pétur Hraunfjörð

15. Desember 2017

SAMHERJA-STJÓRN?

Í fjölmiðlum hefur komið fram að ríkisstjórnin er með 80% stuðning þjóðarinnar. Þetta er afrek VG. Veita Bjarna Ben., skjól fyrir skattaskjólsávirðingum og þar með uppreisn æru, heiðra Sigríði Andersen fyrir dómararáðningar væntanlega.  Og VG eiga þeir það að þakka Kristján Þór  og Björn Valur að þeir njóta nú vinsælda hjá 80% þjóðarinnar. Ekki að undra að Samherji sé ánægður. En finnst vinstra fólki í lagi að gerast samherjar með Samherja og mynda Samherjastjórn?
Jóhannes Gr. Jónsson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta