Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

29. Mars 2005

RÚV, SINFÓNÍAN OG PÁSKARNIR


...En skyldi nú ekki eitthvađ ţurfa ađ greiđa fyrir tónlist frá Sinfóníuhljómsveit Íslands í Ríkisútvarpinu ţótt núverandi kostnađarskuldbindingar RÚV verđi numdar brott. Eđa á ađ líta á Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hverja ađra sinfóníuhljómsveit sem fyrirfinnst í heiminum? Ţetta vćri í samrćmi viđ hćgri sinnađa hugmyndafrćđi markađshyggjunnar: Allir jafnir á markađi. Á Íslandi hefur okkur hins vegar tekist ađ byggja upp mjög traustar menningarstofnanir á allt öđrum hugmyndagrunni: Međ samvinnu...Ég er ekki viss um ađ fólk úr stjórnarherbúđunum sem er velviljađ Ríkisútvarpinu – fólk sem alls ekki vill grafa undan RÚV - hafi hugsađ ţessi mál til enda. Ég get ađ sjálfsögđu ekki gert kröfu um ađ allir fallist á mínar skoađanir. En vonandi fáum viđ...

28. Mars 2005

MAĐUR EN EKKI HVALUR

Birtist í Morgunblađinu 27.03.05
Nú kemur á daginn ađ stuđningshópur Bobbys Fischers ćtlar ekki ađ láta stađar numiđ heldur skođa mál fleiri einstaklinga sem frelsa má úr ómannúđlegri prísund. Ungur mađur af íslensku bergi brotinn, fórnarlamb fordóma og miđaldahugsunar í bandarísku dómskerfi, hefur veriđ nefndur í ţví sambandi.
Ţannig gćti mál Fischers orđiđ fordćmi ađ tilraunum Íslendinga til ađ láta gott af sér leiđa í mannréttindabaráttu. Ţađ er hins vegar ein hćtta í málinu...

28. Mars 2005

PÁSKABOĐSKAPUR FRÁ REYNIVÖLLUM

...Menn tengja gjarnan ţađ besta í gjörđum okkar kristinni arfleifđ. Ţađ sćkir mjög á hugann ađ ţetta sé hreinlega rangt. Hvađ međ upplýsinguna, heimspeki almennt og hvađ međ heilbrigđa skynsemi, er virkilega ekki eitthvađ innbyggt í okkur öll sem má kalla ţví nafni? Mjög hrár bókstafsbođskapur sem berst úr kirkjunum – stundum útvarpađ – finnst mér hreinlega óţćgilegur, áreitinn án ţess ađ vera vekjandi og uppbyggilegur. Iđulega hefđi ég fremur kosiđ ađ heyra heimspekifyrirlestur eđa gott ljóđ. Séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum í Kjós höfđađi hins vegar mjög sterkt til mín í útvarpsmessu á föstudaginn langa. Kannski vegna ţess ađ predikun hans var í senn heimspeki og ljóđ. Efinn fćr líka ađ vera til í bođskap hans: ".. Raunar er efinn samofinn trúnni, ţví ađ engin trú er hugsanleg án efa – og skyldi nokkur efi vera til án trúar? Trú er ekki í ţví fólgin ađ leggja trúnađ á hvađeina sem sagt er og ţađan af síđur ađ ...

25. Mars 2005

HLUTHAFA TILKYNNT UM ARĐ

Fyrir nokkru síđan fćrđi Pétur H. Blöndal, ţingmađur Sjálfstćđisflokksins, mér ađ gjöf hlutabréf í Landsbankanum hf. Hlutabréfiđ var upp á 300 krónur og sagđi Pétur ađ hér eftir gćti ég ekki talađ um braskarana á hlutabréfamarkađi án ţess ađ horfa í eigin barm, og minnast ţess ađ ég vćri sjálfur í ţessum hópi. Handhafi hlutafjár í Landsbankanum hf hlyti ađ gćta hófs í yfirlýsingum sínum. Margir höfđu lúmskt gaman af ţessu uppátćki Péturs H. Blöndals. Ţó held ég ađ flestum finnist innst inni ađ ...

18. Mars 2005

ERU ALLIR SJÁLFSTĆĐISMENN Á MÓTI RÍKISREKSTRI?

...Í Útvarpsráđi sitja nú af hálfu Sjálfstćđisflokksins tveir harđir frjálshyggjumenn ţeir Gunnlaugur Sćvar Gunnlaugsson og Andri Óttarsson. Sá fyrrnefndi er sjálfur á kafi í fjárferstingabraski og gefur lítiđ fyrir opinberan rekstur nema ađ sjálfsögđu ţegar ţađ ţjónar persónulegum hagsmunum hans. Andri er einnig á hćgri kantinum og skrifar ákaft gegn ríkisrekstri, ţar međ taliđ Ríkisútvarpinu, m.a. á vefritinu deiglan.com ţar sem hann er í ritstjórn. Eftrifarandi má lesa í grein sem birtist sem ritstjórnarpistill og ţví á hans ábyrgđ á deiglunni.com. Greinin er prýđileg og málefnaleg fyrir hans hatt. Ţađ sem ég hins vegar gagnrýni er ađ Sjálfstćđisflokkurinn komi til áhrifa í Ríkisútvarpinu mönnum sem vilja stofnunina feiga. Sú var tíđin ađ Sjálfstćđisflokkurinn var breiđur flokkur sem...

15. Mars 2005

EINFÖLD LEIĐ TIL AĐ LAGA RÚV

Röksemd Ţorgerđar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráđherra, fyrir ađ breyta Ríkisútvarpinu í markađsstofnun/SF er ađ innihaldi til eftirfarandi: Ţá losnar stofnunin viđ afskipti stjórnmálamanna; fólk eins og mig, ţađ er ađ segja ráđherrann sjálfan. Ef ţetta er vandamáliđ kann ég eitt ráđ viđ ţví. Ţađ er ađ ...

14. Mars 2005

FRJÁLSHYGGJUMENN TIL HÖFUĐS RÚV OG "MEININGARMUNUR" MARKÚSAR

...Sjálfstćđisflokkurinn setur yfirleitt til valda og áhrifa menn í ríkisstofnunum sem hafa ţađ yfirlýsta markmiđ ađ eyđileggja ríkisrekstur. Ţađ er aumt hlutskipti frjálshyggjumanna, sem stćra sig af andstöđu viđ ríkisrekstur og almannastofnanir, ađ hafa ekki meiri sjálfsvirđingu en svo ađ taka ađ sér stjórn og umsjá ríkisfyrirtćkja ţegar ţeir sjá sér persónulegan hag í ţví. Nema ţeir telji ţađ vera sérstaka köllun ađ láta planta sér innanbúđar til ađ valda tjóni og usla og grafa ţannig undan ţeim ríkisstofnunum sem ţeim er treyst fyrir. Er ţađ ef til vill skýringin á framferđi formanns útvarpsráđs, frjálshyggjumannsins Gunnlaugs Sćvars Gunnlaugssonar í ţessu og öđrum ámóta málum sem upp hafa komiđ? Hefur hann sett sér ţađ takmark ađ eyđileggja RÚV? Hann hefur alla vega gefiđ menntamálaráđherra Sjálfstćđisflokksins...

10. Mars 2005

BROTAMENN KENNA KERFINU UM

Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráđherra, kom fram í sjónvarpsfréttum og reyndi ađ sefa menn vegna reiđi yfir hegđan meirihluta útvarpsráđs viđ ráđningu fréttastjóra útvarps. Ţađ er ađ koma frumvarp sem bođar breytta stjórnsýslu í RÚV, segir ráđherrann. Og undir ţetta sjónarmiđ taka margir, og segja ađ pólitískt kjörnir útvarpsráđsmenn eigi ađ heyra sögunni til...Hin nánu tengsl Ríkisútvarpsins viđ Alţingi eru einmitt ţess valdandi ađ spilling og misbeiting valds er í fyrsta lagi öllum ljós og í öđru lagi veldur fyrirkomulagiđ ţví ađ enginn velkist í vafa um ađ öllum koma málefni stofnunarinnar viđ. Ţegar eitthvađ bjátar á er máliđ umsvifalaust tekiđ til umrćđu á opinberum vettvangi. Viljum viđ breyta ţessu? Viljum viđ Stöđvar 2 fyrirkomulagiđ ţar sem tiltölulega nýráđinn fréttastjóri, Sigríđur Árnadóttir, var rekinn skýringarlaust enda ţótt hún vćri sögđ hafa stađiđ sig afbragđs vel í starfi. Grunur leikur á ađ mat eigenda vćri ađ hún yrđi ţeim ekki leiđitöm. Ţess vegna burt međ hana. Vilja menn slíkt fyrirkomulag...

6. Mars 2005

ALLIR SENDIBOĐAR HIMNARÍKIS Á FJÁRLÖGUM?

Erindi á fundi SARK – Samtökum um ađskilnađ ríkis og kirkju 05.03.05.
Ég var beđinn um ađ svara ţví á ţessum fundi hvađa skýringar ég teldi vera á ţví ađ ţađ virtist pólitískt viđkvćmt ađ rćđa spurninguna um ađskilnađ ríkis og kirkju.
Svar mitt er á ţá lund ađ viđfangsefniđ er nokkuđ flókiđ og ađ ýmsu ađ hyggja ţegar framtíđarstefna í afstöđu hins opinbera til trúmála almennt er mótuđ. Máliđ er tilfinningaţrungiđ og af ţeim sökum viđkvćmt – líka pólitískt. Ég sá í orđsendingu ţar sem ţessi fundur er auglýstur ađ einn málshefjandinn um ţetta fundarefni vćri...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

19. Nóvember 2017

UPPREISN ĆRU

Vinstri/Grænir vilja nú
vinina sína kæru.
Á Íhaldinu hafa trölla trú
og fá því uppreisn æru.
Pétur Hraunfjörð

 

16. Nóvember 2017

KLÓKT?

Þá eru þeir mættir, Gylfi frá ASÍ og Halldór Benjamin frá SA, yfir sig hrifnir af stöðugleikanum sem nú er boðaður á forsendum SALEK. Það þýðir að enginn má hækka í launum nema þeir  félagar samþykki. Sigurður Ingi, framsóknarmaður, sagði að það hafi verið "klókt" að fá þá á fund flokksformannanna sem nú eru að ganga frá stjórnarsáttmála sínum. Allt þetta er nú ekki klókara en svo að þessi málatilbúnaður hefur hrakið framkvæmdastjóra Starfsgeinasambandisns, Drífu Snædal, frá borði. Hef ég þó grun um að hún hafi ekki sagt sitt síðasta orð. Er það vel.
Jóhannes Gr. Jónsson 

15. Nóvember 2017

HVERJIR HRÓSA HAPPI?

Ýmsir geta nú hrósað happi yfir að fátt er um illa-smalanlega ketti í VG. En hverjir skyldu það vera sem hrósa happi yfir því? Almenningur eða Sjálfstæðisflokkurinn?
Jóel A.

13. Nóvember 2017

VILJANDI TÝNA TÖLU

Vinstri Grænir velja brátt
viljandi týna tölu.
Við Íhaldið þeir semja sátt
og enda á útsölu.


Nú er allt farið sem farið getur
fjandans Íhaldið áfram situr
Og mikið grætur nú gamli Pétur
gott er að vera eftir á vitur.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

ÚTFÖRIN

Vinstri-Grænum fer nú frá
Þeir fóru yfir strikið.
Með Íhaldinu margir sjá
útför fyrir vikið.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

HĆGRI STEFNA Í BOĐI VG?

Hvað er eiginlega að gerast í íslenskum stjórnmálum? Þarf fleiri Borgunarmál, áframhaldandi aðgang einkavæðingarsinna að stjórnsýslunni, meiri misskiptingu, meiri stóriðju, með öðrum orðum, meira af Sjálfstæðisflokknum - og allt þetta, HÆGRI STEFNA í boði VG? 
Jóhannes Gr. Jónsson

8. Nóvember 2017

SLEGINN

Vinstri-Grænir vilja nú
vera hægramegin.
Á þeim hafði trölla trú
töluvert er nú sleginn.
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

LJÓĐMĆLI

Að kosningum komið er
kannski velurðu rétt.
En sitt sýnist hverjum hér
svo það verður ekki létt.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

MUNIĐ AĐ KJÓSA RÉTT

Í Panama hafa pokann geymt,
peningar og valdastétt.
Mörgu logið, margt er gleymt,
munið þó að kjósa rétt.
Kári

28. Október 2017

KOSNINGAŢANKAR

Nú bíður oss bláahöndin
betri sultarkjör
krjúpum og kysum vöndinn
ei verðum á lofið spör.
...
Pétur Hraunfjörð


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta