Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

30. Júní 2006

FRÁ FĆĐINGU KÓLUMBUSAR AĐ VINNA UPP Í STARFSLOKASAMNING


...Blađiđ
segir ađ ţessi samningur hafi veriđ gerđur á milli forstjórans og ţáverandi stjórnarformanns. Í fréttinni er svo haft eftir honum ađ hann myndi“ekkert eftir ţví hvernig samningar voru gerđir á sínum tíma.”  Milljarđur til eđa frá, hver man eftir slíku smárćđi? Ţađ er tímanna tákn ađ starfslokasamningur af ţessu tagi skuli varla vekja athygli sem nokkru nemur enda ţjóđin orđin vön ađ fylgjast međ slćttinum í milljarđamćringunum. Hér er ţó um ađ rćđa upphćđ sem tćki láglaunamann međ 150 ţúsund á mánuđi “einungis” fimm hundruđ fimmtíu og fimm ár ađ vinna fyrir. Hann hefđi međ öđrum orđum veriđ sleitulaust ađ frá árinu 1451, ţví herrans ári sem landkönnuđurinn mikli Kólumbus fćddist, en óţarfi er ađ kynna ţann frćga Ameríkufara til sögunnar. Fyrir nokkrum árum var mikil gagnrýni uppi í ţjóđfélaginu vegna ...

29. Júní 2006

SAMGÖNGURÁĐHERRA TALAR FYRIR AUKINNI GJALDTÖKU

Birtist í Morgunblađinu 28.06.06.
...Ađ undanförnu hafa landsmenn fengiđ ađ heyra alls kyns uppástungur um veg hér og veg ţar, sem einkaađilar vilja leggja. Síđan er ćtlunin ađ rukka okkur fyrir afnotin. Samgönguráđherra er ábyrgur fyrir samgöngukerfi landsins. Ţađ á ađ vera okkur öllum til afnota. Ráđherrann verđur ađ fćra haldbćr rök fyrir máli sínu áđur en hann veitir fyrirtćkjum frekari ađgang ađ pyngjum okkar en ţegar hefur veriđ gert.
Samgönguráđherra leggur til dýrara fyrirkomulag en viđ búum nú viđ og jafnframt aukna skattheimtu. Ţetta gengur ekki án nánari skýringa og umrćđu...

27. Júní 2006

GOTT FRAMTAK HJÁ ÁLFHEIĐI OG HELGA

Álfheiđur Ingadóttir og Helgi Hjörvar, sem sćti eiga í stjórn Landsvirkjunar kröfđust ţess á stjórnarfundi í gćr ađ aflétt yrđi leynd yfir verđi á raforku til stóriđjufyrirtćkja.
Forstjóri Landsvirkjunar mćtti í kjölfariđ í alla fjölmiđla og sagđi ađ slíkt vćri af og frá ţví ţá gćtu vćntanlegir stóriđjukúnnar boriđ sig saman viđ fyrri kúnna og ţađ vćri Landsvirkjun ekki hagstćtt. Les: Svo slćma samninga hefur Landsvirkjun gert ađ ekki er rétt ađ upplýsa vćntanlega viđskiptavini í stóriđjubransanum um kjörin! ...Helgi Hjörvar var eini Samfylkingarfulltrúinn í stjórn Landsvirkjunar sem greiddi atkvćđi gegn samningunum viđ Alcoa á sínum tíma, hinir studdu hann. Á ţeim tíma átti VG ekki fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar.  Ţađ var ekki fyrr en voriđ 2003 ađ Álfheiđur Ingadóttir var kjörin stjórnarmađur í Landsvirkjun og hún stóđ ađ fyrrnefndri tillögu í gćr. Hvernig skyldi standa á ţví ađ í fjölmiđlum skuli hún ekki innt álits á málinu, ađeins Helgi Hjörvar? Hafi Morgunblađiđ og Fréttablađiđ ekki fundiđ myndir af Álfheiđi Ingadóttur í safni sínu, ţá bćti ég úr ţví međ ţví ađ birta hér mynd af fulltrúa VG í stjórn Landsvirkjunar og er fjölmiđlum frjálst ađ nýta hana í frekari fréttaflutningi af ţessu máli..

13. Júní 2006

EINAR ÖGMUNDSSON ALLUR: GEKK HVERGI SPORLAUST YFIR JÖRĐ

Í dag var borinn til grafar Einar Ögmundsson, frćndi minn og náinn vinur. Útför hans var gerđ frá Dómkirkjunni í Reykjavík og var prestur séra Ţórir Stephensen en hann var ţremenningur viđ Einar ađ frćndsemi og var međ ţeim vinátta. Séra Ţóri mćltist einstaklega vel og flutti hann einhverja sterkustu rćđu sem ég hef heyrt flutta viđ slíka athöfn. Var ţetta almennt mál manna. Hinn pólitíski litur séra Ţóris Stephensens er ekki rauđur heldur blár eins og ţeir vita sem til ţekkja. En vini sínum – skođunum hans og hugsjónum -  var hann trúr. Ţess vegna var rćđan undir áhrifum hinna rauđu baráttufána hins unga Einars Ögmundssonar...

12. Júní 2006

MÖGNUĐ MENNINGARHÁTÍĐ Í MUNAĐARNESI


Einhverjar ánćgjulegustu samkundur sem ég kem á eru hinar árlegu Menningarhátíđir BSRB í Munađarnesi. Ţar rekur BSRB öflugustu orlofsbyggđ verkalýđshreyfingarinnar í landinu, hátt í hundrađ sumarhús ásamt ţjónustumiđstöđ. Í Munađarnesi er á hverju sumri – og hefur veriđ allar götur frá byrjun tíunda áratugar síđustu aldar – efnt til málverkasýningar en viđ opnun hennar er síđan haldin Menningarhátíđ sem viđ BSRBarar skrifum međ stórum staf ţví svo heitir ţessi viđburđur.  Á Menningarhátíđinni er bođiđ upp á ţađ besta á sviđi ljóđlistar og í söng og músík. Listamađurinn sem sýnir í Munađarnesi ađ ţessi sinni er Gísli B. Björnsson og kallar hann sýningu sína, Ljós og litur í landslagi. Verk hans...

4. Júní 2006

EFTIRÁFRÉTTAMENNSKA

Í kvöldfréttatíma RÚV í dag var prýđilega unnin og upplýsandi frétt um ný lög um flugleiđsöguţjónustu og flugvallarekstur. Ţessi starfsemi, sem í eđli sínu er einokunarstarfsemi, verđur markađsvćdd, ţ.e. gerđ ađ hlutafélagi. Ţessi lög voru samţykkt á Alţingi í gćr gegn mótmćlum starfsmanna, bćđi ţeirra sem eru í Félagi flugumferđarstjóra og Félagi flugmálastarfsmanna. Ţessi félög höfđu reitt fram ýmis gögn máli sínu til stuđnings. Ég hef grun um ađ fáir hafi kynnt sér ţau. Ekki ćtla ég ađ lasta fréttaflutning RÚV í kvöld. Hann var ţvert á móti prýđilegur sem áđur segir. En hvers vegna fengum viđ ekki slíka umfjöllun fyrr, áđur en lögin eru samţykkt og allt um seinan?  Í fréttatímanum var rćtt viđ Loft Jóhannsson, formann Félags flugumferđarstjóra. Hann var greinargóđur ađ vanda. Hann...

3. Júní 2006

ŢAGAĐ UM LÚĐVÍK JÓSEPSSON: ÁSETNINGUR EĐA AULAHÁTTUR HJÁ MORGUNBLAĐINU?

Nýlega var fjallađ um landhelgisdeiluna í blađakálfi Morgunblađsins. Umfjöllunin hefur vakiđ hörđ viđbrögđ, sem međal annars hafa teygt sig inn á ţessa síđu. Hin gagnrýnu viđbrögđ ganga út á, ađ hlutur ţess manns sem fremstur stóđ í ţessari baráttu var fyrir borđ borinn í umfjölluninni. Sá mađur er Lúđvík Jósepsson, en hann gegndi stöđu sjávarútvegsráđherra á ögurstundu í deilunni og gekk harđast fram og af mestri stađfestu í ađ fá hana til lykta leidda.
Hér á síđunni ...Ţessar greinar skrifa menn sem vita hvađ ţeir syngja og hvet ég lesendur til ţess ađ ...

2. Júní 2006

OPIĐ BRÉF TIL ALŢINGIS FRÁ ŢREMUR RÁĐHERRUM


Í Morgunblađinu í gćr birtist opiđ bréf til alţingismanna um málefni Ríkisútvarpsins ţar sem varađ er viđ ţví ađ stofnuninni verđi breytt í hlutafélag. Ţessi blađagrein er merkileg fyrir ýmissa hluta sakir, gott ef hún er ekki söguleg, ţví höfundar eiga ţađ sammerkt ađ vera allir fyrrverandi menntamálaráherrar landsins úr ţremur stjórnmálaflokkum. Ekki minnist ég ţess ađ ţrír fyrrverandi ráđherrar úr ţremur flokkum sameinist í blađaskrifum um frumvarp sem er til umfjöllunar á Alţingi. Ingvar Gíslason var sem kunnugt er, menntamálaráđherra Framsóknarflokksins, Ragnar Arnalds var menntamálaráherra úr Alţýđubandalagi og Sverrir Hermannsson var menntamálaráherra fyrir Sjálfstćđisflokkinn en siđar varđ hann formađur Frjálslyndaflokksins. Í Morgunblađsgreininni segir m.a. : " …Viđ undirritađir ítrekum ţađ, sem fyrr hefur komiđ fram, ađ viđ teljum ađ best fari á ţví ađ Ríkisútvarpiđ haldi stöđu sinni sem sjálfstćđ ţjóđareign og mćlum gegn ţví ađ breyta rekstrarformi ţess í hlutafélag. Sérstaklega leyfum viđ okkur ađ beina ţví til alţingismanna ađ ţeir greini muninn sem er á ţjóđmenningarstofnun og viđskiptafyrirtćki."


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

16. Janúar 2018

SÖGULEGIR SIGRAR EĐA HVAĐ?

Því er slegið upp að atvinnuveganefnd Alþingis verði nú í fyrsta skipti stýrt af konum. Af þessu stærir formaðurinn sig, Lilja Rafney Mgnúsdóttir. Inga Sæland, Flokki fólksins, verður fyrsti varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknarflokki, annar varafromaður. Lítið vitum við um stefnu þeirra í atvinnumálum. Á sama tíma berast fréttir frá Noregi að ný stjórn sé á teikniborðinu. Saman komu þær fram á fréttamannafundi til að skýra frá þessu þær Erna Solberg, Hægri flokknum, Siv Jensen, Framfaraflokknum og Trie Skei Grande, Frjálslynda flokknum. Allt konur. Allar afturhald að mínu mati! Kynin eiga að standa jafnt að vígi í stjórnmálum. En þá á líka að sýna þeim þá virðingu að taka konur jafnt sem karla alvarlega, óháð kyni og spyrja um stefnu og innihald. Eitthvað er rangt við þessa framsetningu og ótrúlega afturhaldssamt á árinu 2018. Kannski líka svoldið niðurlægjandi - fyrir konur.
Kona

13. Janúar 2018

VALHÖLL OG BORGARSTJÓRN

Baráttan er byrjuð þar
og bjartsýnir eygja von.
Útsvars-stjarnan valin var
Vilhjálmur Bjarnason.

Eyþór Arnalds ætlar sér
oddvitasætið þarna.
En Villi víst með sigur fer
enda vinur Bjarna.
Pétur Hraunfjörð

8. Janúar 2018

SKORIĐ NIĐUR HJÁ LANDHELGIS-GĆSLUNNI Í GÓĐĆRI!

Eftir hrun voru varðskip leigð til útlanda til að mæta óhjákvæmilegum niðurskurði. Það var ekki gott en menn féllust á að það væri óhjákvæmilegt. En er óhjákvæmilegt að skera niður fjárframlög til Landhelgisgæslunnar við núverandi aðstæður þar sem peningum er hlaðið á degi hverjum inn í hagkerfið m.a. með stórauknum straumi ferðamanna? Stenst Landhelgisgæslan þetta? Nei, það gerir hún ekki enda ...
Starfsmaður Landhelgisgæslunnar

7. Janúar 2018

ÁBYRGĐ Í VERKI?

Formaður flokks sem segist vera vinstri flokkur og er kominn í samstjórn með Sjálfstæðisflokknum og er forsætisráðherra í þokkabót, segir að mál málanna sé að gera vinnumarkaðinn ábyrgan. Hvað þýðir það? Auðvitað skilja allir skilaboðin, enda höfum við margoft heyrt þau áður - úr munni Sjálfstæðisflokksins. Fólk á að þegja og sætta sig við það sem því er skammtað. Nema átt sé við að forsvarmsmenn SA og Viðskiptaráðs lækki við sig launin og stuðli að kjarajöfnun, er ríkisstjórnin  ef til vill til í það líka og biskupinn og Hæstiréttur? Þá skulum við fara að tala saman. En á meðal annarra orða, var það ábyrgt að auka framlag úr ríkissjóði til stjónmálaflokkanna á þingi - til sjálfra sín -  um 362 milljónir? Var það ábyrgð í verki?
Jóel A.

7. Janúar 2018

UM HVAĐ SNÝST DÓMARAMÁLIĐ?

Um hvað snúast stjórnmálin á Íslandi? Veit það einhver? Stjórnarandstaðan vill að Sigríður dómsmálaráherra segi af sér, finnst það mikilvægast af öllu! En hvað gerði hún rangt? Var það ekki svokölluð matsnefnd sem klúðraði málum? Hvernig væri að fjölmiðlar reyndu að skýra þetta dómaramál? Það er orðið augljóst í mínum huga að málið er ekki eins svart hvítt og margir vilja vera láta - er ég þó enginn aðdáandi dómsmálaráðherrans né Sjálfstæðisflokksins. 
Sunna Sara

7. Janúar 2018

ENGIN ÁBYRGĐ

Ef landinn brýtur löginn hér
leiddur er til sakar
En Sigríður enga ábyrgð ber
ef skaða mörgum bakar
Pétur Hraunfjörð

7. Janúar 2018

SAMTRYGGING Á ALŢINGI

Það er rétt sem þú segir Ögmundur að alltaf er það mest sannfærandi þegar menn byrja á sjálfum sér! Það má til sanns vegar færa með ríkisstjórnina að hún geri þetta en með undarlegum og öfugsnúnum áherslum. Hún byrjar á því að skrúfa frá peningstreyminu úr ríkissjóði og eykur framlag til eigin þarfa um 362 milljónir! Þetta er kostnaðurinn við lýðræðið er gjarnan viðkvæðið þegar kostaðar eru heilsíður í blöðum með auglýsingum sjálfum sér til dásemdar. Annars eru ríkisstjórnarflokkarnir ekki einir um þetta, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkurinn eru þarna í liði með VG, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það er þetta sem kallað er ...
Jóel A.

5. Janúar 2018

HVAR FĆ ÉG HLJÓMDISKINN?

Þakka þér fyrir skrif þín um Andrés Björnsson og Einar Benediktsson, Tími er svipstund ein sem aldrei líður. Mér þóttu þessi skrif þín vera orð að sönnu. Ég las viðtalið við Andrés sem þú lést okkur lesendur fá aðgang að og las ljóð Einars Benediktssonar, Kvöld í Róm. Nú verð ég að eignast hljómdiskinn með ljóðalestri Andrésar Björnssonar, en hvar er hann að fá? Geturðu upplýst um það Ögmundur?
Jóhannes Gr. Jónsson 

3. Janúar 2018

YFIR STRIKIĐ

Katrín færði mikla fórn
og fór yfir strikið
Situr nú í samherjastjórn
al-sæl fyrir vikið.
Pétur Hraunfjörð

15. Desember 2017

SAMHERJA-STJÓRN?

Í fjölmiðlum hefur komið fram að ríkisstjórnin er með 80% stuðning þjóðarinnar. Þetta er afrek VG. Veita Bjarna Ben., skjól fyrir skattaskjólsávirðingum og þar með uppreisn æru, heiðra Sigríði Andersen fyrir dómararáðningar væntanlega.  Og VG eiga þeir það að þakka Kristján Þór  og Björn Valur að þeir njóta nú vinsælda hjá 80% þjóðarinnar. Ekki að undra að Samherji sé ánægður. En finnst vinstra fólki í lagi að gerast samherjar með Samherja og mynda Samherjastjórn?
Jóhannes Gr. Jónsson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta