Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

28. Apríl 2007

FJALLAGRÖS OG SAUĐSKINNSSKÓR

Sveinn Hannesson, framkvćmdastjóri Samtaka iđnađarins, tók sig vel út í rćđustól á málţingi sem haldiđ var í dag undir yfirskriftinni FJALLAGRÖS OG SAUĐSKINNSSKÓR  en ţađ fór fram í Straumi í Hafnarfirđi. Á málţinginu var sjónum einkum beint ađ nýsköpun í atvinnurekstri. Sveinn flutti mjög fróđlegt erindi. Hann varđi nokkrum tíma í skilgreiningar á hugtökum. Sagđi t.d. ađ fólk tengdi stundum sprotafyrirtćki stćrđ og umfangi starfseminnar. Ţađ vćri á misskilningi byggt. Um vćri ađ rćđa ađ viđkomandi fyrirtćki vćri ađ minnsta kosti ađ tíunda hluta veltunnar byggt á rannsókna- og ţróunarverkefni. Sveini varđ tíđrćtt um verđmćtasköpun og varađi viđ "fölskum hagvexti", "hagvexti sem tekinn vćri ađ láni". Okkur vćri lífsnauđsynlegt ađ tryggja hagvöxt sem...

26. Apríl 2007

JÓNÍNA BJARTMARZ, UMHVERFISVERĐLAUNIN OG HINAR SYRGJANDI MĆĐUR


Á degi umhverfisins – sem var í gćr -  taldi Jónína Bjartmarz umhverfisráđherra Framsóknarflokksins rétt ađ veita auđhringnum Bechtel  sérstök verđlaun, Kuđunginn, sem er umhverfisviđurkenning Umhverfisráđuneytisins. Vel kann ađ vera ađ fyrirtćkiđ hafi stađiđ sig vel hvađ varđar öryggisreglur viđ byggingu álversins á Reyđarfirđi, en vandséđ er hvernig mengandi stóriđja á skiliđ sérstök umhverfisverđlaun. Ađ verđlauna fyrirtćkiđ af ţví ţađ “vinnur eftir umhverfiskerfi sem dregur stórlega úr líkum á umhverfisslysum og mengun” er umhugsunarefni. Hefđi mátt ćtla ađ ríkisstjórnin hefđi gert ítrustu kröfur í ţeim efnum ađ skilyrđi fyrir leyfisveitingu. En ţetta minnir okkur líka á ađ ...

22. Apríl 2007

Í HEIMSÓKN HJÁ TALSMANNI NEYTENDA

...Ţađ má segja ađ stjórnmálamenn séu á hálum ís ađ agnúast út í auglýsingamennsku á sama tíma og stjórnmálaflokkarnir auglýsa án afláts. Í ţví sambandi vil ég ţó segja fyrir mitt leyti ađ ég hef aldrei veriđ á móti auglýsingum. Ţćr eru mikilvćgar ef ţćr gefa réttar og góđar upplýsingar. Ţađ getur ţannig veriđ réttlćtanlegt ađ birta mynd af frambjóđanda til ađ minna á ađ hann er í frambođi en ţarna er hinn gullni vegur vissulega vandratađur. Sú krafa sem fólk hlýtur ađ gera til stjórnmálaflokka eins og fyrirtćkja er ađ auglýst sé á réttum forsendum eđa svo vitnađ sé aftur í fyrrnefnda grein á heimasíđu Talsmanns neytenda: "Auđvitađ eigum viđ ađ gera kröfu til fyrirtćkja ađ ţau auglýsi vörur sína og ţjónustu á réttum forsendum og segi okkur satt og rétt frá. Viđ viljum ekkert fá ađ heyra um fífilbrekkur og gróin tún eđa ást á landi og ţjóđ ţegar viđ heyrum frá Kaupţingi, Glitni eđa Landsbanka. Viđ viljum heyra um lánakjörin, hve háir vextir eru, til hve langs tíma sé lánađ, um verđtryggingu, uppgreiđslugjöld og ...

19. Apríl 2007

SKÁTAMESSA OG NESHRINGURINN


...Margrét Tómasdóttir, skátahöfđingi, minntist ţess ađ fljótlega eftir stofnun skátafélaga hér á landi hefđi sr. Friđrik Friđriksson fariđ međ skátaflokk, Vćringja, um götur Reykjavíkur, á sumardaginn fyrsta ađ ţví er mér skildist, syngjandi sálma á latínu! Einhvern veginn var ţessi frásögn – eđa öllu heldur svipmynd - sem brugđiđ var upp sérlega grípandi vegna stórbrunans í Austurstrćti í gćr ţar sem ...Mynd hér ađ ofan er frá göngunni um Seltjarnarnesiđ ţegar stađnćmst var viđ Kviku sem er útilistaverk sem hćgt er ađ dýfa í fótum. Verkiđ, sem er eftir Ólöfu Nordal, stendur á Kisuklöppum í fjörunni viđ Norđurströnd og er óvenjulegt ađ ţví leyti ađ gestir og gangandi geta bađađ fćtur sína í ţví. Verkiđ er gert úr heilum grágrýtissteini sem í er sorfin hringlaga fótbađs- eđa vađlaug...Göngutúrinn var mjög fróđlegur og stórskemmtilegur. Til hamingju Seltirningar međ framtak Kristínar Ţorsteinsdóttur. Megi fyrirtćki hennar, NESHRINGURINN, eiga bjarta framtíđ. 

17. Apríl 2007

TÖKUM ŢÁTT Á UNDIRSKRIFTASÖFNUN TIL STUĐNINGS SAMFÉLAGSŢJÓNUSTUNNI!


...Verkalýđshreyfingin í Evrópu (ETUC, sem BSRB og ASÍ eiga ađild ađ, og EPSU, sem BSRB á ađild ađ) hefur skoriđ upp herör gegn ţessari ţróun og hvetur nú til undirskriftasöfnunar í ţví skyni ađ verja velferđarţjónustuna...Vilji fólk á annađ borđ verja ţessa ţjónustu verđur ađ sýna ţađ í verki. Á heimasíđu BSRB er fjallađ nánar um undirskriftasöfnunina og hvernig menn beri sig ađ viđ ađ taka ţátt í henni. Ég beini eindreginni ósk til ALLRA ađ taka ţátt, sjá HÉR...

15. Apríl 2007

HVAĐ ŢYRFTI LÖNGUSKERJABRAUTIN AĐ STANDA HÁTT?


Ţessa mynd tók ég á grasinu ofan viđ fjöruna á Ćgisíđunni viđ Skerjafjörđinn góđa. Í fjarska sćist í Löngusker ef myndin vćri betri. Ég ćtlađi varla ađ trúa mínum eigin eyrum ţegar ég heyrđi ađ nefnd hefđi komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ Löngusker í Skerjafirđi kćmu til álita sem nýr Reykjavíkurflugvöllur! Margir sjá án efa fyrir sér litla netta braut eftir Skerjafirđinum – ađ deilurnar um Vatnsmýrina vćru ţar međ úr sögunni. Auđvitađ er máliđ ekki svona einfalt. Viđ erum í reynd ađ tala um stórfellda uppfyllingu í Skerjafirđinum...Ef á hinn bóginn menn telja sig geta komist af međ tiltölulega litla uppfyllingu – ţ.e. ađ segja mjóa braut viđ Löngusker – ţurfa hinir sömu ađ svara ţví til ...

15. Apríl 2007

MÚRAR ERU ENGIN LAUSN

Birtist í Fréttablađinu 14.04.07.
Nokkuđ hefur veriđ rćtt um innflytjendapólitík ađ undanförnu. Flest okkar höfum viđ ţá afstöđu ađ viđ viljum ađ eins vel sé komiđ fram gagnvart útlendu ađkomufólki og viđ viljum ađ gert sé gagnvart okkur ţegar viđ erum í útlöndum. Sjálfur hef ég reynslu af ţví ađ vera búsettur erlendis og er hlýtt til ţeirra ţjóđa sem ég hef dvalist hjá, ekki síst vegna ţess hve vel mér var tekiđ. Ţetta breytir ţví ekki ađ bráđnauđsynlegt er ađ rćđa innstreymi erlends launafólks til landsins, í hve miklum mćli viđ viljum og getum tekiđ á móti ađkomufólki svo sómasamlegt sé. Einnig ţarf ađ hafa í huga ađ atvinnulíf verđi ekki sveiflukennt ţannig ađ á víxl gangi á međ ofsaţenslu og síđan fjöldaatvinnuleysi. Jafnvćgi er heillavćnlegra fyrri atvinnulífiđ og samfélagiđ...

8. Apríl 2007

GLEĐILEGA PÁSKA

Páskarnir eru góđur tími. Fyrir ţorra fólks er samfelldur frítími frá lokum vinnudags á miđvikudegi og fram á ţriđjudagsmorgun. Vaktavinnufólkiđ ţarf hins vegar ađ standa sína pligt alla páskahelgina, nótt sem dag. Ţađ á viđ um heilbrigđisstéttirnar, löggćslu- og öryggisstéttir auk ţess sem ţađ fćrist í vöxt ađ verslun og ţjónusta standi til bođa öllum stundum og eru páskarnir ţar ekki undanskildir.
Ég hef stundum velt ţví fyrir mér hvađ ćskilegt sé í ţessu efni, hvers konar ţjóđfélag viđ viljum. Viljum viđ ţjóđfélag ţar sem stefnt er ađ ţví ađ sem flestir geti tekiđ frí á sama tíma eđa viljum viđ ţjóđfélag sem ţekkir ekki mun á nóttu og degi, helgum eđa rúmhelgum dögum? Síđari kosturinn er vissulega ţćgilegur. Ţađ er gott ađ komast í búđina hvenćr sem er eđa geta nálgast hverja ţá ţjónustu sem hugsast getur ţegar mađur ţarfnast hennar. Ţjóđfélagiđ er ađ ţróast í ţessa átt. Á móti er ţá hitt sjónarmiđiđ, nefnilega ţađ  ađ fjölskyldur sundrist í fríum. Einn ţarf ađ ...

6. Apríl 2007

PÍSLARGANGAN Í HAFNARFJARĐARKIRKJU OG HÁGĆĐA TÓNLIST


Séra Gunnţór Ingason, sóknarprestur í Hafnafjarđarkirkju, efndi í dag – Föstudaginn langa - til sérstakrar vöku í kirkju sinni ţar sem hann fékk fulltrúa fjögurra stjórnmálaflokka til ţess ađ lesa úr Jóhannesarguđspjalli um Píslargöngu Krists. Auk mín lásu Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir, Samúel Örn Erlingsson og Árni Páll Árnason. Ţegar viđ höfđum lokiđ lestrinum svöruđum viđ spurningunni hvađ Píslarsagan segđi okkur. Ţetta gerđum viđ hvert á sinn hátt.
Stundin í Hafnarfjarđarkirkju er eftirminnileg, ekki síst vegna ţeirrar tónlistar sem flutt var. Guđmundur Sigurđsson lék listavel á orgel og fiđluleikur Hjörleifs Valssonar var međ hreinum ólíkindum. Fólk sat sem bergnumiđ í kirkjunni. Kirkjukór Hafnarfjarđarkirkju söng en forsöngvari var Ţórunn Björnsdóttir, sem ...

3. Apríl 2007

NÚ VILJA ALLIR VERA HAFNFIRĐINGAR !

...Nú segja fjölskyldurnar í landinu og forsvarsmenn fyrirtćkja í vaxandi mćli ađ nóg sé komiđ. Hafnfirđingum birtust öfgar ţessarar stóriđjuáráttu ţegar ćtlast var til ţess ađ ţeir greiddu götu ţess ađ innan bćjarmarkanna yrđi rekin stćrsta álverkasmiđja Evrópu. Ţađ fór svo ađ  Hafnfirđingar sneru ţessu tafli viđ. Grasrótarsamtökin Sól í Straumi áttu ađ sönnu samstarf viđ systursamtök annars stađar á landinu; grasrótarsamtökin sem kenna sig viđ Sólina. Ţau samtök urđu fyrst til í Hvalfirđinum og eru nú ađ eflast á Reykjanesi og Suđurlandi. Vegna árangurs Hafnfirđinga er Hafnarfjörđur nú orđinn táknrćnn fyrir árangursríka baráttu í ţágu...

1. Apríl 2007

HAFNFIRĐINGAR HAFA GEFIĐ TÓNINN


Međ niđurstöđu úr atkvćđagreiđslunni í Hafnarfirđi hafa orđiđ ţáttaskil í langvarandi deilum um virkjanastefnu/ stóriđjustefnu/atvinnustefnu/efnahagsstefnu á Íslandi. Meirihlutinn valdi varfćrni, telur greinilega  nóg komiđ af stóriđju innan bćjarmarkanna. Ţá er ég ekki í vafa um ađ fólk hefur horft heildstćtt á málin, međ tilliti til virkjana sem ţyrftu ađ koma til sögunnar svo fóđra mćtti hina stćkkuđu verksmiđju og ţá einnig til efnahagslegra afleiđinga. Menn vita hvađ áframhaldandi hávaxtastefna ţýđir fyrir fjárhag fyrirtćkja og einnig heimilsbókhaldiđ. Ţjóđin hefur ţurft ađ búa viđ ríkisstjórn sem ekkert hefur séđ annađ í kortum framtíđarinnar en ál og aftur ál. Ţannig hefur Framsóknarflokkurinn lýst ţví yfir ađ álframleiđsla eigi ađ verđa ađ minnsta kosti ţriđjungurinn af efnahagsstarfsemi ţjóđarinnar! Sjálfstćđisflokkurinn hefur tekiđ undir međ gjörđum sínum. Ţetta er...

1. Apríl 2007

VILJUM VIĐ AĐ ŢAU VÍSI VEGINN INN Í FRAMTÍĐINA?

...Á sama tíma og Hafnfirđingar greiddu atkvćđi um hvort heimila eigi stćkkun álversins í Straumsvík flugu ţau Valgerđur Sverrisdóttir (Framsóknarflokki) og Geir H. Haarde (Sjálfstćđisflokki),  sem sérstakir heiđursgestir Alcoa til Reyđarfjarđar ađ skála fyrir opnun álversins ţar. Spurning er hvers vegna Valgerđur, sem nú gegnir stöđu utanríkisráđherra sem kunnugt er, fer ţessara erindagjörđa fremur en núverandi iđnađarráđherra, Jón Sigurđsson. Valgerđur ţykir án efa vel ađ ţví komin ađ fagna opnun ţessarar verksmiđju enda framganga hennar í ţágu Alcoa og stóriđju almennt...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson

7. Júní 2018

„SKILAR SÉR MEST TIL ŢEIRRA STĆRSTU"

Við sjáum lekinn ljótan
Þar lítið var um þref
gjaldlítinn gaf ´ún kvótann
ei Lilju fyrirgef.
Pétur Hraunfjörð


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta