Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

25. Júlí 2007

EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON


Í dag var haldin í Hallgrímskirkju í Reykjavík minningarhátíđ um Einar Odd Kristjánsson, alţingismann og fyrrum formann Vinnuveitendasambands Íslands. Um Einar á ég margar góđar minningar ţótt ekki rérum viđ sama bátnum, hvorki á pólitískum ólgusjó né í stéttarfélagsátökum. Einar var í hinu líđnu. Engu ađ síđur leit ég alltaf á hann sem góđan  félaga á öđrum og stćrri vettvangi: Hann var góđur félagi í íslenska ţjóđfélaginu. Góđur Íslendingur. Ţannig kunni ţjóđin ađ meta hann, sem góđan landa og félaga í mannlífinu. Eftirfarandi eru...

24. Júlí 2007

BESSASTAĐIR EHF?


...En setjum svo ađ forsetaembćttinu skuli beitt í ţágu íslenskra útrásarfyrirtćkja - sem ég reyndar hef ákveđna fyrirvara á ađ sé rétt ađ gera - ţá tel ég tvímćlalaust ađ til séu ţau mörk sem ekki megi fara yfir. Ađ mínu mati var fariđ yfir ţau mörk í gćr ţegar samningur Eimskips var undirritađur í forsetabústađnum á Bessastöđum. Látum vera ađ forsetinn bjóđi hinum erlendum gestum til móttöku og endurgjaldi ţannig ţeirra gestrisni - prýđilegt - en undirritun viđskiptasamamningsins átti ađ mínu mati ekki ađ fara fram á Bessastöđum. Stórmál? Já. Forsetaembćttiđ er sem betur fer ekki enn orđiđ ehf ţótt flest í kringum okkur sé á leiđ í einhvers konar markađspakkningu. Ţađ skiptir máli ađ í ţjóđfélaginu séu fyrir hendi girđingar gegn ásćlni ...

21. Júlí 2007

FRÉTTAMENNSKA Á DÝPTINA

...Vandinn er hins vegar sá ađ međ ţví ađ skauta um netiđ og hlusta á fjölmiđla sem leggja sífellt meira upp úr hrađa og fídusum er hćtt viđ ţví ađ menn verđi yfirborđsmennskunni ađ bráđ – jafnvel ţekkingarsnauđari en fyrri kynslóđir. Yfirborđsmennska er einmitt vandi nútíma fjölmiđlunar. Á ţessu eru til undantekningar. Í dag var til dćmis prýđilegur ţáttur í umsjá Ţorvaldar Friđrikssonar fréttamanns á RÚV. Fréttaţćttirnir uppúr hádegi á laugardögum eru reyndar oft mjög áhugaverđir. Ţar er ađ finna viđleitni til ađ fara undir yfirborđiđ og fjalla um málin á dýptina. Ţetta er mikilvćgt og á Ţorvaldur og kollegar ţakkir skyldar. Á međal efnis í ţćttinum í dag var viđtal viđ Margréti Guđnadóttur prófessor um rannsóknir hennar á sjúkdómum í sauđfé bćđi hér á landi og á Kýpur, tengsl visnurannsókna og eyđnirannsókna og hugsanlega bólusteningu viđ ţessum sjúkdómum, sem ...

18. Júlí 2007

"ALLIR ŢEIR SEM FRÉTTASTOFAN TALAĐI VIĐ"


...Nú stendur til ađ gera Sparisjóđ Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, ađ hlutafélagi. Ég skal játa ađ ég geri mér ekki fyllilega grein fyrir hvađ ţetta hefur í för međ sér og vil ţess vegna fá innihaldsríka og gagnrýna umfjöllun um máliđ. Fréttastofa Sjónvarps sagđi okkur í kvöld ađ allir ţeir sem til var leitađ teldu ţetta jákvćtt skref. En spyr sá sem ekki veit: Hverjir voru ţessir allir? Hvađ er ţađ nákvćmlega sem er svona jákvćtt? Er ef til vill eitthvađ í ţessu máli sem kann ađ orka tvímćlis? Ţurfa fréttastofurnar ekki ađ upplýsa okkur um hvađ ţarna raunverulega hangir á spýtunni? Viđ erum alltof lengi búin ađ horfa upp á handlangara eigin hagsmuna fara sínu fram án ţess ađ ţeir hafi ţurft ađ skýra gjörđir sínar. Um daginn voru tilfćringar og hrćringar međ Samvinnusjóđinn gamla. Fréttastofurnar fóru aldrei í saumana á ţví máli. Er ţađ ekki hlutverk fjölmiđla ađ fara sjálfstćtt ofan í mál af ţessu tagi og ...

17. Júlí 2007

FRAMTÍĐARSÝN FJÁRFESTA

Birtist í DV 16.07.07.
...Ég efast ekki um ađ hér er mćlt af heilindum en ég leyfi mér ađ halda ţví fram ađ mat bćjarstjórans á ţví sem framtíđin ber í skauti sér er óraunsćtt. Eđa hver skyldi yfirleitt vera framtíđ Geysis Green Energy? Fyrirtćki koma og fara. Ţau eru í höndum fjárfesta sem kaupa ţessa eign einn daginn og ađra hinn, allt eftir ţví hvar mesta arđsemi er ađ finna hverju sinni. Nákvćmlega ţess vegna eru fjárfestar á markađi ekki heppilegir eignarađilar á grunnţjónustu samfélagsins sem ţarf ađ búa viđ öryggi og festu, einnig - og ekki síst - ţegar á móti blćs! Ţađ vakti athygli ađ Geysir Green mat 15% eignarhlut ríkisins í HS á meira en ţreföldu verđi á viđ ţađ sem ríkiđ hafđi slegiđ á, 7,6 milljarđa í stađ 2,5. Fjárfestarnir töldu sig međ öđrum orđum geta grćtt á fjárfestingu sinni ţótt ţetta há upphćđ yrđi borguđ fyrir eignarhlutinn.
Hver kćmi síđan til međ ađ borga...

15. Júlí 2007

OKRIĐ MEIRA Á ÍBÚĐAKAUPENDUM!

Birtist í Morgunblađinu 14.07.07.
...Niđurstađan er ţessi. Ríkisstjórnin telur ađ lánskjör íbúđalána séu of góđ, ţađ ţurfi ađ takmarka ađgang ađ lánsfé á ţeim "kostakjörum" sem Íbúđalánsjóđur býđur og hvetja bankana til ađ okra meira! Hvernig var ţađ annars, er ţađ ekki Samfylkingin sem tíđrćtt hefur orđiđ um "Evrópuvexti"? En eru ţeir ekki stórhćttulegir? Er ekki stórhćttulegt ađ lćkka vextina, myndi íbúđaverđ ekki margfaldast međ ţeim afleiđingum ađ enginn gćti keypt neitt, svo hátt yrđi verđlagiđ? Samkvćmt skilabođum félagsmálaráđherra og hvatningu um meira okur á íbúđakaupendum mćtti halda ađ vaxtalćkkun vćri af hinu illa. Mikiđ vćri annars gaman ef Samfylkingunni tćkist ađ vera sjálfri sér samkvćm í málflutningi sínum, ţó ekki vćri nema í ţessum málaflokki.

8. Júlí 2007

FISKVEIĐISTJÓRNUNARKERFIĐ: UPPSTOKKUNAR ŢÖRF

Niđurskurđur aflaheimilda kemur eins og reiđarslag fyrir mörg byggđarlög. Ekki ađ undra ađ mikil og tilfinningaţrungin umrćđa skuli kvikna í ţjóđfélaginu enda ţarf ađ spyrja grundvallarspurninga viđ slíkar ađstćđur. Gćta ţarf ađ ţví ađ rugla ekki saman ólíkum ţáttum. Eitt eru rannsóknir sérfrćđinga Hafrannsóknarstofnunar, annađ er ţađ fiskveiđistjórnunarkerfi sem viđ búum viđ. Ţegar ráđleggingum fiskifrćđinga er hrint í framkvćmd skarast hins vegar ţetta tvennt ţví fiskveiđistjórnunarkerfiđ skapar ţćr skorđur sem ráđgjöfum okkar og sérfrćđingum eru settar. Nú fjölgar í hópi efasemdarmanna um ţađ stjórnkerfi í fiskveiđum sem veriđ hefur viđ lýđi.  Kvótakerfiđ sem...

7. Júlí 2007

HVER ER SANNLEIKURINN UM EINKAVĆĐINGU RAFORKUGEIRANS?

DV birtir iđulega áhugaverđar greinar. Ein slík birtist síđastliđinn fimmtudag eftir Jóhann Hauksson, Morgunhanann á Útvarpi Sögu. Jóhann er gamalreyndur fréttamađur sem hefur orđiđ mikla hlustun ţegar hann sjálfur veltir vöngum eđa rćđir viđ ađra í fréttaviđtölum á Útvarpi Sögu.  
Í umrćddri grein sinni í DV, sem fjallar um einkavćđingu raforkugeirans undir titlinum Vítin eru til ađ varast, segir Jóhann Hauksson m.a.:...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

16. Nóvember 2017

KLÓKT?

Þá eru þeir mættir, Gylfi frá ASÍ og Halldór Benjamin frá SA, yfir sig hrifnir af stöðugleikanum sem nú er boðaður á forsendum SALEK. Það þýðir að enginn má hækka í launum nema þeir  félagar samþykki. Sigurður Ingi, framsóknarmaður, sagði að það hafi verið "klókt" að fá þá á fund flokksformannanna sem nú eru að ganga frá stjórnarsáttmála sínum. Allt þetta er nú ekki klókara en svo að þessi málatilbúnaður hefur hrakið framkvæmdastjóra Starfsgeinasambandisns, Drífu Snædal, frá borði. Hef ég þó grun um að hún hafi ekki sagt sitt síðasta orð. Er það vel.
Jóhannes Gr. Jónsson 

15. Nóvember 2017

HVERJIR HRÓSA HAPPI?

Ýmsir geta nú hrósað happi yfir að fátt er um illa-smalanlega ketti í VG. En hverjir skyldu það vera sem hrósa happi yfir því? Almenningur eða Sjálfstæðisflokkurinn?
Jóel A.

13. Nóvember 2017

VILJANDI TÝNA TÖLU

Vinstri Grænir velja brátt
viljandi týna tölu.
Við Íhaldið þeir semja sátt
og enda á útsölu.


Nú er allt farið sem farið getur
fjandans Íhaldið áfram situr
Og mikið grætur nú gamli Pétur
gott er að vera eftir á vitur.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

ÚTFÖRIN

Vinstri-Grænum fer nú frá
Þeir fóru yfir strikið.
Með Íhaldinu margir sjá
útför fyrir vikið.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

HĆGRI STEFNA Í BOĐI VG?

Hvað er eiginlega að gerast í íslenskum stjórnmálum? Þarf fleiri Borgunarmál, áframhaldandi aðgang einkavæðingarsinna að stjórnsýslunni, meiri misskiptingu, meiri stóriðju, með öðrum orðum, meira af Sjálfstæðisflokknum - og allt þetta, HÆGRI STEFNA í boði VG? 
Jóhannes Gr. Jónsson

8. Nóvember 2017

SLEGINN

Vinstri-Grænir vilja nú
vera hægramegin.
Á þeim hafði trölla trú
töluvert er nú sleginn.
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

LJÓĐMĆLI

Að kosningum komið er
kannski velurðu rétt.
En sitt sýnist hverjum hér
svo það verður ekki létt.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

MUNIĐ AĐ KJÓSA RÉTT

Í Panama hafa pokann geymt,
peningar og valdastétt.
Mörgu logið, margt er gleymt,
munið þó að kjósa rétt.
Kári

28. Október 2017

KOSNINGAŢANKAR

Nú bíður oss bláahöndin
betri sultarkjör
krjúpum og kysum vöndinn
ei verðum á lofið spör.
...
Pétur Hraunfjörð

18. Október 2017

SÚPERCHRIST BRÁTT FYRIRGEFIĐ?

Lögbannið er lyginni næst,
enn lengist á gosa nefið.
Og Bjarna Ben súperchrist,
verður brátt fyrirgefið.
Pétur Hraunfjörð


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta