Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

31. Mars 2014

ATHYGLISVERT SVAR FJÁRMÁLARÁĐHERRA UM ÓLÖGLEGA RUKKUN

Bjarni svarar fyrir Geysi
Á Alþingi í dag beindi ég spurningu til Bjarna Benediktssonar, fjarmálaráðherra, um gjaldtökuna við Geysi. Fann ég að því að viðbrögð stjórnvalda við ólöglegri galdtöku á Geysissvæðinu  væru linkuleg. Það stendur. Hitt kom þó líka fram að fjármálaráherrann tók ekki á nokkurn hátt undir með gjaldtökumönnum og mátti finna ásökun í þeirra garð af hans hálfu  í þá veru að gróðasjónarmið stýrðu för hjá þessum aðilum. Lögum samkvæmt er gajaldtaka óheimil nema samkvæmt samningi við stjórnvöld en jafnfel þegar slíkur samnigur liggur fyrir skal það vera ljóst að enginn arður verði tekinn út úr starfseminni, sbr. 30. og 32. grein náttúruverndarlaga. Ég hvet fólk til að lesa eða hlusta á frásögn fjármálaráðherra  ...

30. Mars 2014

ĆTLA AĐ HALDA ÁFRAM AĐ RUKKA!

GJALDTAKAN VIÐ GEYSI
...Nú er spurningin þessi: Fer fólk að nýju á svæðið á morgun og hringir þá í lögregluna sér til varnar, halds og trausts, ef reynt verður með ólögmætum hætti að hafa af því fé? Þetta er valkostur. Ég hef hins vegar komist að þeirri niðurstöðu fyrir mitt leyti að bíða átekta næstu daga og sjá hvort yfirvöld ætli virkilega að láta lögbrjóta komast upp með framferði sitt. Ef ekkert gerist, verð ég mættur að nýju að Geysi næsta laugardag klukkan hálf tvö. Ég hef grun um að ég yrði ekki einn fremur en fyrri daginn...

29. Mars 2014

HÁLF TVÖ VIĐ GEYSI

Mótmælum gjaldtöku - Geysir
Það er ekki ýkja langt síðan farið var að rukka ferðamenn við Kerið og síðan við Geysi. Það er hins vegar svo langt um liðið að stjórnvöld hefðu átt að vera búin að taka í taumana og stöðva gjaldtökuna því hún er ólögleg.  Fyrst stjórnvöld sýna andvaraleysi þarf almenningur að standa á löglegum rétti sínum. Það gerum við einafaldlega með því að mæta á svæðin þar sem ólögleg gjaldtaka fer fram og neita að borga. Verði fólk fyrir áreitni ber að sjálfsögðu að tilkynna það til lögreglu. Ef ekki, þá er það til marks um að gjaldtökumenn  sjá sig tilneydda að virða lögin. Þannig tekst að hrinda aðförinni að almannaréttinum.
Ég ætla að gera nákvæmlega þetta við Geysi klukkan hálf tvö á sunnudag.

29. Mars 2014

ÓKEYPIS Á GEYSI Á SUNNUDAG

Birtist í DV 28.03.14.
DV - LÓGÓ...Auðvitað á almenningur að fylkja liði á þessa staði til þess að standa á löglegum rétti sínum. Fólk á einfaldlega að fara að Kerinu og inn á Geysissvæðið án þess að greiða fyrir það. Ef fólki er meinaður aðgangur eða áreitt á einhvern hátt ber að kæra það til lögreglu. Ef það verður hins vegar ekki fyrir áreiti er það til marks um að almenningur er byrjaður að hrinda af sér þessum ágangi, staðráðinn í því að standa vörð um lögin í landinu. Þetta ætla ég að gera á Geysisvæðinu á sunnudag klukkan hálf tvö ...

28. Mars 2014

MÚSÍK Í MÝVATNSSVEIT

Músík í Mývatnssveit
... Það tekur áratugi að byggja upp starfsemi sem þessa  og hryggilegt ef hún leggst af...Kemur nú að erindi þessa pistils sem vissulega er settur fram til að vekja athygli á þessari ágætu hátíð en einnig vegna hins að mér finnst ástæða til að við sem viljum hafa fjölbreytt og kröftugt listalíf í landinu styðjum við bakið á listamönnum okkar þegar þeir sýna merkilegt frumkvæði við efiðar fjárhaglegar aðstæður. Þessu er hægt að kippa í liðnn ef nógu margir setja smáupphæð inn á þennan reikning...

28. Mars 2014

HÁLF TVÖ Á SUNNUDAG TIL AĐ MÓTMĆLA ŢESSU!

Geysir - aðgöngumiði - svunta
Þetta er ljósrit af aðgöngumiða að Geysi í Haukadal. Einstaklingar á svæðinu hafa tekið sér það bessaleyfi að rukka fólk sem kemur til að skoða þessa einstöku náttúruperlu, án þess þó að hafa til þess nokkurt leyfi. Reyndar gengur þetta þvert á landslög og er því lögbrot! Til þessa hefur þetta verið kallaður þjófnaður. Ég hvet fólk til að mæta að Geysi á sunnudag klukkan hálf tvö til að standa á lagalegum rétti okkar. Ef þessi aðför að almannarétti nær fram að ganga verður Íslandi ...

28. Mars 2014

ŢUNGIR ÁFELLISDÓMAR HAFA VERIĐ HRAKTIR

ögmundur og íls
Þegar rannsóknarskýrslan um Íbúðalánasjóð var birt í fyrrasumar var um hana talsverð umfjöllun í fjölmiðlum. Groddalegar fyrirsagnir voru einkennandi í frásögnum á fréttamannafundi rannsóknarnefndarinnar í júlíbyrjun: „Milljarðatap vegna vanhæfis", „Ekki með hagsmuni sjóðsins í huga", „Bjánar flokksins", „Rök færustu sérfræðinga urðu undir", „Stjórnlaus ríkisbanki"....
Eitt þykir mér harla merkilegt og umhugsunarvert og það er að þeir fjölmiðlar sem birtu hinar stórkallalegu fyrirsagnir virðast hafa minni áhuga nú þegar málflutningurinn gerist dempaðri og yfirvegaðri...   

26. Mars 2014

ERU ÚTSÝNISGLERAUGU LAUSNIN?

KÁRI - LAGAFRUMVARP
Kári skrifar að mínu mati skínandi góða grein í dálk þessarar heimasíðu sem ber yfirskriftina frjálsir pennar. Hann er hugsi yfir gjaldtökuhugmyndum vegna þess sem ferðamálaráðherrann kallar að þau skuli borga sem "njóta". En hvernig á að greiða fyrir nautnina? Kárir veltir upp þeirri hugmynd að hönnuð verði útsýnisgleraugu með gjaldmælum sem mæli áhorf okkar og þar með í hve ríkum mæli við höfum "notið" náttúrunnar. Kári hefur sett niður texta að lagafrumvarpi sem ég hvet alla til að lesa ...

24. Mars 2014

Á ŢJÓĐHÁTÍĐ Í KÚRDISTAN

1 - kurd
...Og fjöldasamkunda var það. Skipuleggjendur sögðu 2-3 milljónir, varkárari aðilar sögðu milljón, en alla vega það. Uppá það get ég skrifað þótt ég hafi vissulega ekki reynslu i að telja fólk í milljónavís á útifundum! Og skilaboðin frá Öcalan voru á þessa leið: Við búum í vöggu menningar mannkynsins, Mesopotamíu hinni fornu. Þar hefur margt gerst í tímans rás en nú á sér hér stað vakning. Tökum henni fagnandi. Kúrdar þekkja þrengingar, stríð og ofbeldi. Við höfum staðist slíkar raunir. Við kunnum líka að höndla friðinn. Og þegar við erum beitt ofbeldi af hálfu yfirvalda til að setja friðarferlið út af sporinu til að veikja okkur, þá ...

24. Mars 2014

ŢJÓĐHÁTÍĐ Í KÚRDISTAN OG ŢJÓFNAĐUR VIĐ GEYSI

Bylgjan - í bítið 989
Í samræðu okkar Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í morgunþætti Bylgjunnar í morgun, var meðal annars rætt um sjálfstæðisbaráttu Kúrda en ég er nýkominn af eins konar þjóðhátíð þeirra í Diyarbakir í suð-austur Tyrklandi en einnig um önnur mál svo sem gjaldtöku við Geysi. Nú bregður svo við að ríkisskaststjóri vill innheimta skatt af hinu ólöglega gjaldi. Ég spurði í þættinum og spyr enn, er rétt að innheimta skatt af þjófnaði? ...

24. Mars 2014

HVÍ MÁTTU KRÍMVERJAR EKKI KJÓSA?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23.03.14.
MBL- HAUSINNÞegar Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, fyrst orðaði að efnt skyldi til atkvæðagreiðslu meðal íbúa Krímskaga um það hvaða ríki  þeir vildu tilheyra, stóð ekki á á viðbrögðum í Brussel og Washington. Fordæmandi á báðum stöðum. Obama, Bandaríkjaforseti, kvað þetta fáheyrða ósvífni og þvert á alþjóðalög. Slík atkvæðagreiðsla væri brot á fullveldi Úkraínu sem Krímskaginn tilheyrði. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Kerry, tók enn  ...

19. Mars 2014

HEILSUGĆSLAN Á BRÁĐADEILD?

Birtist í DV 18.03.14.
DV - LÓGÓ...Því er haldið að okkur að hægt sé að borga öllum hærri laun, bæta þjónustuna, stytta biðlista, allt þetta með minna fjármagni. Einkavæðingin er sögð góð því hún kosti minna, svo fái líka allir hærri laun! Það á semsagt að gera öllum til góða fyrir minna fé. Þetta er barnaskapur af verstu sort. Það sem verra er, þetta er blekkingartal og til þess eins að drepa á dreif því sem að er: Fjárskorti. Úr honum verður að bæta í snatri. Annars endar Heilsugæslan þar sem ...

19. Mars 2014

EIGNARNÁM HÉR EN EKKI ŢAR

Birtist í Fréttablaðinu 18.03.14.
Fréttabladid haus...Einhvers staðar var bent á að sú hætta væri raunveruleg að með andvaraleysi og meðvirkni stjórnvalda væri að myndast hér eins konar kvótakerfi þar sem ekki bara eigendur að landi færu að umgangast náttúruperlur sem eign sína, heldur tæki fjármálakerfið undir með því að heimila veðsetningu á nýtingu „eigna" af þessu tagi inn í framtíðina. Þar með myndaðist tilkall til tekna af náttúruperlum sem enginn bókstafur er þó fyrir í lögum. Hér hræða sporin úr sjávarútveginum. Einni spurningu vildi ég heyra ferðamálaráðherrann og iðnaðarráðherrann svara úr einum og sama munninum ...

18. Mars 2014

HREYFING Á GUĐMUNDAR- OG GEIRFINNSMÁLUM

Leirfinnurinn
... Augljóst er að með gerð þessarar rannsóknarskýrslu var málinu langt frá því að vera lokið, enda er  trúverðugleiki réttarkerfisins undir. Mitt álit er að ekki sé um annað að ræða en taka málið aftur upp fyrir dómstólum.  
Embætti Ríkissaksóknara hefur verið með málið til athugunar frá því skýrlsan kom fram. Embættið kallaði eftir því hjá dómþolum, og aðstandendum þeirra eftir atvikum, að þeir taki afstöðu til þess hvort þeir óski eftir endurupptöku málanna. Ef þessir einstaklingar eiga að geta veitt embættinu viðunandi svör, byggð á lagalegum sjónarmiðum, þurfa þeir eðli málsins samkvæmt aðstoð lögmanna. Til þess þarf fjárstuðning ...

16. Mars 2014

ŢAĐ ER VERIĐ AĐ BREYTA ÍSLANDI

ÞINGVÖLLUR
... Það var i senn sorglegt og niðurlægjandi að horfa á talsmann gjaldtökumanna réttlæta lögbrotin nánast hlæjandi. Það var sorglegt vegna þess að hann fer fyrir fólki sem er að breyta Íslandi til hins verra. Landið verður ekki samt aftur eftir að náttúran hefur verið gerð að söluvöru, fólk rukkað fyrir að njóta sameiginlegrar náttúru okkar. Og það var niðurlægjandi að horfa a lögbrjóta óáreitta hafa af fólki fé. Lögreglan virtist hvergi nærri enda svo að skilja að sýslumaður sé í liði með gjaldtökumönnum, ófáanlegur að verða við ósk um lögbann! Og lögreglan ekki sýnileg til að koma í veg fyrir þjófnað fyrir opnum tjöldum! En aftur að ráðherranum. Hún sagði i sama ...

15. Mars 2014

TONY BENN: MAĐUR AĐ MÍNU SKAPI

Tony Benn II
... Tony Benn varð aldrei viljalaust flokks-verkfæri, glataði aldrei sjálfstæðri hugsun sinni og dómgreind. Síðustu þrjátíu ár ævi sinnar barðist hann gegn stríðsrekstri og þá ekki síst afskiptum Breta, til dæmis í Írak, en hann varaði mjög við sveltistefnunni gegn Írak um síðustu aldamót. Sveltistefnan varð þess valdandi að hálf milljón barna lét lífið og þaðan af fleiri fullorðnir. Ég átti þess aldrei kost að kynnast Tony Benn persónulega en hitti hann hins vegar á ráðstefnu sem Labour Representation Committee, vinstri sinnaðsti hluti Verkamannaflokksins, efndi til í nóvember 2008. Verður ekki sagt að ég hafi þar vandað bresku ríkisstjórninni kveðjurnar ... Tony Benn hélt góða ræðu á þessum fundi. Hann var gríðarlega gagnrýninn á ráðandi öfl í Verkamannaflokknum en mér er minnisstætt hve  ...

10. Mars 2014

HERHVÖT UNU MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR

Una MargrétÍ dag birtist í Fréttablaðinu tímabær grein eftir Unu Margréti Jónsdóttur. Þar fjallar hún um uppsagnir hjá hinu opinbera að undanförnu og þá aðferðafræði sem þar sé beitt samkvæmt ráðgjöf sérfræðinga.  Fólk sé niðurlægt út í hið óendanlega og nefnir dæmi um aðferir sem hljóti að flokkast undir gróft einelti: Að slík aðferð skuli vera að ryðja sér til rúms á 21. öld finnst mér vera með ólíkindum. Þetta er afturhvarf til þeirra tíma þegar yfirmenn gátu komið fram við almennt starfsfólk eins og þeim sýndist og sýnt því lítilsvirðingu og yfirlæti. Það er undarlegt að þessi aðferð skuli færast í vöxt á sama tíma og mikið er talað um nauðsyn þess að útrýma einelti ... Og furðulegt er líka að þetta skuli færast í vöxt á sama tíma og mannauðsstjórum fjölgar því það starfsheiti virðist ...

10. Mars 2014

SÖGUŢRĆĐIR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09.03.14.
MBL -- HAUSINNKunningi minn sem er á öndverðum meiði við mig í pólitík er á sama máli og ég í andstöðu við Evrópusambandsaðild. En á gerólíkum forsendum. Hann er maður markaðar, ég félagslegra lausna. Honum finnst Evrópusambandið vera pólitískt og miðstýrt. Mér finnst það draga taum stórkapítalsins. Báðum finnst skorta á lýðræðið. Þessir þræðir liggja langt aftur. Evrópusambandið eða Efnahagsbandalagið eins og það hét  á fyrri stigum,  var stofnað með Rómarsáttmálanum árið 1957. Þremur árum síðar ... Áfanga á þessari vegferð þekkjum við, svo sem þá sem kenndir eru við Maastricht og Lissabon. Það eru heitin á pökkunum sem forvitnir geta kíkt í vilji þeir fræðast um hvað biði okkar í ESB! ...  

10. Mars 2014

Í BÍTIĐ MEĐ BYLGJUFÓLKI

Bylgjan - í bítið 989
Að þessu sinni deildi ég morgunverðarstund með Bylgjufólki ásamt Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Ræddum við vítt og breitt brennandi málefni líðandi stundar, m.a.  málskostnað seðlabankastjóra og fjárhagsþrengingar heilsugæslunnar. Þar hef ég vakið athygli á varnaðarorðum sem okkur berast þessa dagana um hve alvarlega er þrengt að heilsugæslunni með áframhaldandi ...

8. Mars 2014

VARNAĐARORĐ Í OPNU BRÉFI

Már Egilsson læknir... Í bréfi sem Már Egilsson hefur sent þingmönnum þar sem hann vekur athygli okkar á opnu bréfi sínu, segir m.a. að fyrirhugaður niðurskurður gæti gengið að heilsugæslunni dauðri líkt og tókst næstum því að gera með Landspítalann. Þetta mun þar að auki stórauka kostnað við rekstur heilbrigðiskerfisins." Það er ástæða til að þakka Má Egilssyni og talsmönnum heilsugæslunnar sem hafa látið frá sér heyra að undanförnu um þá grafalvarlegu stöðu sem blasir við í heilsgæslunni vegna niðurskurðar. Af þeirra hálfu hefur meðal annars komið fram að  ...

3. Mars 2014

BARÁTTA HUGSJÓNAFÓLKS

Bjór úr eldhúskrana
...Nú er ein slík herferð í gangi gagnvart þingmönnum. Með skipulegum hætti hleðst inn á netföng okkar áskorun um að lækkuð verði skattlagning á bjór. ... Við reynum vissulega að stýra mjólk og gulrótarsafa ofan í börnin okkar fremur en kók og pepsí. Ef ekki væri fyrir neyslustýringu væru síðarnefndu drykkirnir miklu ódýrari en hinir fyrrnefndu. En þetta gerum við og finnst flestum ágætt. Það finnst mér alla vega. Þannig að í grundvallaratriðum get ég ekki tekið undir sjónarmið bjórsamtakanna. Það breytir því ekki að  ...

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

18. September 2017

UM KOSNINGAR OG RÍKISSTJÓRN

 Ef valdið heim nú viljið þið,
verður nýtt að prófa.
Kosningu ef klúðrum við,
kætist flokkur bófa.
...
Kári

15. September 2017

LANDINN FRJÁLS

Loksins verður landinn frjáls,
losnar við Íhaldið.
Ber þá enga hespu um háls
og alþýðan fær valdið.
Pétur Hraunfjörð

6. September 2017

HEIMSVIĐSKIPTIN ŢRÓUĐ Í FINNAFIRĐI

Efla hefur þróað Finnafjarðarverkefnið. Það er kallað viðskiptaþróun. Hugmyndin er að olíuhreinsunarstöðin risastóra verði í Finnafirði. Þá er hægt að nýta höfnina bæði fyrir olíuskip og fyrir siglingar yfir Norðurpólinn þegar ísinn verður bráðnaður.
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

6. September 2017

ERUM Á LEĐINNI

Stærsta höfn á norðurhveli í Finnafirði og stærsti flugvöllur á norðurslóðum í Keflavik. Ætlum við að láta Björgólf hjá Icelandair, Skúla í Wow og bæjarstjórann í Langanesbyggð færa okkur inn í 21. öldina á sínum forsendum? Ég held við þurfum ekki fleiri stýrimenn til að komast fram af brúninni. Við virðumst vera á réttri leið til að komast þangað.
Haffi

6. September 2017

ENN UM MINNISVARĐA

Fróðelgt væri að fá fréttir af því hver urðu afdrif beiðni stríðsminjanefndar Bandaríkjanna um minnisvarða í Höfða um framlag BNA til freslsisbaráttu mannkyns á seinni hluta tuttugustu aldar, þar með talið Víetnam og Hiroshima. Sagt var að Reykjavíkurborg væri að skoða þessa málaleitan. Hver skyldi hafa orðið niðurstaðan?
Jóel A. 

30. Ágúst 2017

VERĐUR ŢETTA SVONA?

Pistill þin hér á heimasíðunni um fyrirhugaðan minnisvarða í Höfða er umhugsunarverður! Ég hafði svo sannarlega ekki hugsað þetta á þennan veg en er sammála því að það þurfi að gera. Það undarlega er hve lítil umfjöllun er um þetta! Verður þetta svona, hvernig væri að einhver fréttamiðill beindi þeirri spurningu til borgaryfirvalda?
Jóhannnes Gr. Jónsson

25. Ágúst 2017

GÓĐ KVEĐJA!

... I represent a collective (@NirAadCollectiv) opposing Indias draconian biometric ID program, called Aadhaar. I read with great interest the article http://www.katoikos.eu/interview/icelandic-minister-who-refused-cooperation-with-the-fbi-ogmundur-jonasson-in-an-interview.html ... and I was quite taken in with your viewpoints expressed with such clarity and preciseness. There are so many sentences that can be quoted in this interview. Since I was extremely impressed with this interview and since your ideas and thoughts resonated with our, I wanted to drop you a message of gratitude. In solidarity towards a more socially just world. PS: I hope this small letter reaches you :)
Nir Aadhaar Collective

17. Ágúst 2017

ĆRULAUSIR MENN

Hafa löngum kerfið kreist,
kraflað út á jaðar.
Upp ei verður æra reist,
sem engin er til staðar.
Kári

30. Júlí 2017

DÝR VERĐUR SOPINN

Það er rétt hjá þér að þegar við höfum tapað frá okkur neysluvatninu og það komið á einkahendur verður dýr vatnssopinn, jafnvel þótt við böðum okkur ekki úr einkavæddu flöskuvatni! En það verður líka dýrt að ferðast um Ísland og dýrara með hverri vikunni sem líður því sífellt fleiri stökkva upp á rukkunarvagninn. Ríkisstjórnin er hin ánægðasta með einkavæðingu náttúrunnar og almenningur andvaralaus ef þá ekki ...
Jóel A.

30. Júlí 2017

ÚTI AĐ VINNA!

Nú fangarnir frá Kvíabryggju
frjálsir um sveitina vinna
Vanti þig aðstoð þá hafðu í hyggju
að óþrifa verkum sinna.
...
Pétur HraunfjörðBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

16. Maí 2017

Sigríđur Stefánsdóttir skrifar: ÉG FER Í STURTU A.M.K. EINU SINNI Á DAG OG NOTA HÁHRAĐA-TENGINGU ALLAN SÓLARHRINGINN

Þannig hef ég hugsað mér að hafa það svo lengi sem hægt er - með eða án aðstoðar.  Hve lengi er hægt er að halda þessari stöðu fer að sjálfsögðu eftir því hve miklu fjármagni er veitt til velferðarmála svo sem félagslegrar heimaþjónustu.  Það eru einkum tvær hugmyndir sem ég hef lengi staldrað við í sambandi við aðstoð við einstaklinga sem hafa þörf fyrir hana, þ.e. markmiðið að fólk skuli geta búið sem lengst á eigin heimili og að þjónustan skuli m.a. vera félagsleg.  Hvort tveggja er afar teygjanlegt, háð persónulegu mati, mannafla, launum og auðvitað fjármunum. Þurfi ég aðstoð við að komast í sturtu og geti fengið hana heima einu sinni í viku lít ég svo á að ég geti ekki búið heima - eða ættu ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta