Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

31. Júlí 2014

NADER GEGN HJARĐMENNSKU Í STJÓRNMÁLUM

R. Nader
...Eftir fyrirlesturinn átti ég orðastað við Nader. Hann var áhugasamur um að frétta hvort við hefðum gripið til aðgerða gegn bönkunum að þessu leyti, vitandi greinilega margt um íslenska hrunið. Ég skýrði fyrir honum hvað hent hefði, að hvaða leyti vel hefði tekist til, en að enn ætti eftir að kljúfa bankana upp. „Já, það þarf að vera raunverulegur vilji fyrir hendi, ætli menn að ná árangri." Undir það tók ég. ... Ralph Nader hefur fimm sinnum tekið þátt í forsetakosningum, fengið hlutfallslega lítið fylgi miðað við frambjóðendur Repúblikana og Demókrata en þó nógu mikið fylgi, atkvæði talin í hundruðum þúsunda og milljónum árið 2000 - alla vega nógu mörg atkvæði  til að vera sakaður um að eyðileggja fyrir Demókrötum og greiða götu Repúblikana. Þetta er gömul saga og ný. Þeir sem rugga bátnum og neita að láta berast gagnrýnislaust með straumnum eru sakaðir um ...

28. Júlí 2014

betra en SMJÖR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27.07.14.
MBL- HAUSINNEinhvern veginn verður hið jákvæða við Bandaríkin fyrirferðarmeira en hið neikvæða þegar maður kemur þangað sem gestur. Hið almenna  viðhorf fólks er jákvætt og vinsamlegt, hvort sem er í verslunum, á veitingastöðum, á stofnunum hins opinbera eða í umferðinni. Allir slakir og vinsamlegir. Yfir hásumarið hef ég dvalist  Kaliforníu í farangri konu minnar sem um nokkurra vikna skeið stundar rannsóknarvinnu við San Francisco háskóla. Við búum í hæðunum sem eru austan San Francsico flóans en þar er einmitt annar nafnfrægur háskóli, kenndur við þessar hæðir og bæjarfélagið þar, Berkeley. Stanford háskóli er svo um fimmtíu kílómetrum sunnar, enn einn nafnfrægur háskóli og fleiri munu þeir vera sem getið hafa sér gott orð. Enda er það svo að þegar talað er um ...

25. Júlí 2014

ER EINKAVĆĐINGARSVINDLIĐ AĐ AFHJÚPAST?

The Guardian
... Í greininni eru tekin dæmi af því hvernig einkavæðingin hefur komið skattgreiðendum í koll, komið neytendum í koll, starfsfólki í koll og samfélaginu í heild sinni í koll. Samt hefur verið haldið áfram! Einkavæðing járnbrautanna í Bretlandi hefur til dæmis gefist afar illa á sama tíma og ríkisreknar lestir hafa staðið sig vel með tilliti til þjónustu og að veita arði í ríkissjóð. Sama um vatnið og orkuna. Þar sem einkavætt hefur verið hefur það gefist illa. Þar sem það hefur verið látið ógert, hefur farið vel. Vatnsveitur í Skotlandi eru teknar sem dæmi um hið síðara. En í ljósi þessarar reynslu er eðlilegt að spurt sé hvað ...

24. Júlí 2014

TEKIĐ OFAN FYRIR HAUKI

Haukur R Hauksson... Það er löngu tímabært að fá opna og gagnrýna umræðu um áform um að gera Finnafjörð á Norð-Asturlandi að stórskipahöfn. Viljayfirlysingar hafa verið undirritaðar, stjórnvöld fagna ákaft. En hverju? Hér er um að ræða mjög afdrifaríkar ákvarðanir. Haukur R. Hauksson hreyfir málinu og hvetur til umræðu. Hann tekur ofan fyrir bóndanum í Felli. Það geri ég líka. En þar að auki tek ég ofan fyrir Hauki R. Haukssyni fyrir grein hans í Fréttablaðinu í dag. Hún er  ...

22. Júlí 2014

ENN EKKI BÚIĐ AĐ SLÁTRA ÍBÚĐALÁNASJÓĐI

Birtist í Fréttablaðinu 21.07.14.
Fréttabladid hausEnn er ekki búið að sálga Íbúðalánasjóði þrátt fyrir fagnaðarlæti suður í Brüssel yfir framkomnum hugmyndum í ríkisstjórn um breytingar á sjóðnum.  Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), lýsir því nú yfir, samkvæmt fréttum fjölmiðla, að nú verði hætt að rannsaka hvort sjóðurinn standist markaðsvæðingarkröfur ESB ... Fögnuðurinn í Brüssel lýtur að því að íslensk stjórnvöld skuli ætla að vísa lántökum vegna allra eigna sem eru meira en fjörutíumilljón króna virði til bankanna. Þetta myndi stórlega veikja Íbúðalánasjóð .... Menn kann að ráma í að þegar bankarnir gerðu aðför að Íbúðalánasjóði á árunum fyrir hrun, þá vildu þeir að hann héldi sinni stöðu gagnvart tekjulægsta hluta þjóðarinnar ... En málið er sem betur fer ekki útkljáð. Lögum hefur enn ekki verið breytt ...

21. Júlí 2014

EN EF VIĐ LOSUĐUM OKKUR VIĐ ALMANNATRYGGINGAR?

Sandur - auðn
...En ef við förum að þessum tillögum og hættum að vera samfélag á sviði húsnæðismála í meintu sparnaðarskyni, hvers vegna þá láta við þetta eitt sitja? Hvers vegna ekki losa okkur við ábyrgð á almannatryggingum líka? Og vegakerfinu. Láta bara notendur borga: : „Þeir borga sem njóta". Sennilega hefði talsmönnum þessarar hugsunar litist ágætlega á Jótlandsheiðahugmyndirnar upp úr Móðuharðindunum; að alla vega hefði mátt skoða hvort ekki væri ódýrara ... Hins vegar er alvarleg meinloka í þessari röksemdafærslu ...

21. Júlí 2014

HVERNIG ER HĆGT AĐ SLÁ Á HATRIĐ?

Uri Averny... En verkefnið er ekki að hneykslast eða reiðast. Þetta er miklu alvarlegra og miklu stærra en svo. Það þarf eitthvað að gerast. Umheimurinn verður að hugsa leiðir og leggja sitt af mörkum til að stöðva ofbeldið og slá á hatrið... Allir vita og viðurkenna að sá aðilinn sem í reynd ræður mestu um framvinduna er Bandaríkjastjórn. Við hana á að tala og hana á að beita þrýstingi ... Því miður hitti ég ekki einn þekktasta ísraelska baráttumanninn fyrir friði, Uri Avnery. Pistla hans hef ég hins vegar lesið marga, gagnrýna en ...

20. Júlí 2014

LÝĐRĆĐIĐ OG RÁĐNINGAR Í SEĐLABANKA

Seðlabankinn
... Ég véfengi þá hugsun að erfiðar ákvarðanir eigi rétt á sér ef þær ganga þvert á lýðræðislegan vilja þjóðarinnar, sem þegar allt kemur til alls á Seðlabankann. Hvaða „erfiðu" ákvarðanir eru það nákvæmlega sem Þorsteinn Pálsson er að tala um? ... Mér finnst ákafinn í að losna við Má Guðmundsson ósanngjarn og lykta af pólitík. Ekkert sérstaklega eftirsóknarverðri pólitík því hún byggir ekki á málefnalegum rökum gagnvart starfinu og þeim ákvörðunum sem Már hefur tekið í starfi sínu sem Seðlabankastjóri. Þá finnst mér það líka lykta af pólitík að meta ekki Lilju Mósesdóttur sem mjög vel hæfa í starf Seðlabankastjóra. það er mitt mat sem ég byggi á ...

20. Júlí 2014

ÁTVR ŢJÓNAR SKATTGREIĐENDUM OG NEYTENDUM

Birtist í Morgunblaðinu 19.07.14.
MBL- HAUSINN...  Hvergi kemur þó fram að reisa eigi sömu kröfu á hendur verslunum á landsbyggðinni og ÁTVR verslanir reisa nú sjálfum sér hvað varðar vöruúrval. Þær bjóða að lágmarki upp á 150 til 170 tegundir í minnstu búðunum úti á landi. Halda boðendur breytinga í alvöru að verslunareigendur á Patreksfirði, svo dæmi sé tekið, myndu bjóða upp á sama vöruúrval og ÁTVR verslunin þar gerir nú ...? Ef grundvallarbreyting á þessu fyrirkomulagi verður gerð á kostnað heilbrigðissjónarmiða, með tapi fyrir ríkissjóð, minna úrvali, hærra verði og lakari þjónustu fyrir neytendur, þá spyr ég til hvers er unnið? Hagsmunum hverra er eiginlega verið að þjóna? ...

17. Júlí 2014

FÓRUM UM GULLNA HLIĐIĐ Í DAG

Goden gate 3
...Hjá okkur Völu var förinni ekki heitið upp í sömu hæðir og „sálinni hans Jóns míns" forðum tíð - þótt það verði að segjast eins og er að Golden Gate brúin rís yfir sundið sem hún er kennd við í ógnvænlegri hæð og margir hafa stokkið þaðan niður til að komast eitthvað annað og helst upp að sjálfsögðu, vel á annað þúsund manns. Í dag upplifðum við fegurð tækniundursins sem Golden Gate brúin óneitanlega er  með því að þeysa yfir sundið í sjötíu og fimm metra hæð eftir rennsléttri steypunni, sem borin er uppi af strengjum sem tengjast ógnarsterkum þverböndum sem aftur teygja sig eftir festingu í dumbrauða háturna brúarinnar. Þeir voru sveipaðir dulúð þar sem þeir hurfu okkur sjónum í þokunni sem umlék þá...

16. Júlí 2014

ÓTÍMABĆR FÖGNUĐUR Í BRÜSSEL

Alþingi - esb
Alþingi Íslendinga fer sem betur fer enn með löggjafarvald á Íslandi en hvorki Evrópusambandið né EFTA dómstóllinn. Eða hvað? Stundum hefur maður haft ástæðu til að efast um hvað sé rétt í því efni. ... Í Brussel er því nú ákaft fagnað að íslensk stjórnvöld ætli að vísa lántökum vegna allra eigna sem eru meira en fjörutíumilljón króna virði til bankanna. ... Yrði það til að styrkja Íbúðalánasjóð? Nei.Styrkur Íbúðalánasjóðs er að hafa á hendi sem flest traust veð. Þeir sem á annað borð vilja muna það ...

14. Júlí 2014

AĐ ŢYKJA VĆNT UM LANDIĐ SITT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13.07.14.
MBL- HAUSINN... Við komum á bóndabæ í Húnavatnssýslu, mikið myndarbýli, þar sem bjuggu frumkvöðlar í íslenskum landbúnaði. Íslenski bóndinn lýsti því að gott veðurfar væri á þessum slóðum. Það var dumbungur og svalt í lofti. Hinn sólbrúni Alpabúi brosti efins. Íslenski bóndinn rétti þá af kúrsinn og sagði að þegar allt kæmi saman góð gróðurmold eins og hann byggi við og íslenskar aðstæður þá væri útkoman farsæl. Nú brosti svissneski bændahöfðinginn ósviknu brosi. Nokkru eftir þessa Íslandsferð hittum við þessi hjón á þeirra heimaslóð. Nú voru það þau sem ...

13. Júlí 2014

ÁTVR Í ŢÁGU NEYTENDA OG SAMFÉLAGS !

Vínbúðin 2
... Málefnaleg umræða um þetta efni er gríðarlega mikilvæg því breytingar á kerfinu hafa miklar afleiðingar í för með sér, fjárhagslegar og samfélagslegar. Áður hafa slíkar hugmyndir komið fram en ekki náð fram að ganga. Ég hef jafnan haldið því fram að breytt fyrirkomulag yrði til óhagræðis fyrir neytendur, sérstaklega á landsbyggðinni, slæmt fyrir ríkissjóð og fráhvarf frá heilbrigðisstefnu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til ...Þeir sem telja sig vera fulltrúa framtíðarinnar með því að berjast fyrir markaðsvæðingu áfengissölu fara villur vegar ... Engu að síður er viðkvæðið þetta: Hvílík fornaldarhyggja ... 

11. Júlí 2014

FISKALAND VANN

Þýskaland 1
... Ögmundur Óskar Jónsson, þriggja ára, lýsti því yfir þegar leið á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu að hann héldi með Fiskalandi. Ögmundur Óskar er nýorðinn þriggja og áhugasamur um allt sem er að gerast. Enginn vafi leikur á að velgengni í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu er gríðarleg auglýsing, nær augum og eyrum allra - ungra sem aldinna - og eru bæði bisnismenn og stjórnmálamenn meðvitaðir um það. Þýska sendiráðið hefur leitað eftir samstarfi við ...

11. Júlí 2014

VÍN Í MATVÖRUVERSLANIR: Í ŢÁGU VERSLUNAREIGENDA EĐA NEYTENDA?

Vín í matvöruverslanir
... En myndi þjónusta batna? Og þá sérstaklega við landsbyggðina einsog fyrsti flutningsmaður tiltekur sérstaklega? Yrði reist sama krafa á hendur verslunum á landsbyggðinni og ÁTVR verslanir reisa nú sjálfum sér hvað varðar vöruúrval? Þær bjóða að lagmarki upp á 150 til 170 tegundir í minnstu búðunum úti á landi ...Það sem er líklegt að gerist líka við einkavæðingu er að verðið mun hækka og mest úti á landi. Kaupmenn hafa sagt að þeir geti ekki rekið áfengissöluna með ÁTVR álagningu. Ef ríkið vill halda sínum skatttekjum þá verða kaupmenn að hækka verðið til þess að dæmið gangi upp. ÁTVR er með ...

10. Júlí 2014

NÁTTÚRUGERSEMAR OG SJÁVARKVÓTINN

Kvótakerfið
Mér þykir orðið einsýnt að stjórnvöld draga taum þeirra landeigenda sem nú reyna að skapa sér þann rétt - þvert á landslög - að innheimta gjöld af fólki sem vill njóta íslenskrar náttúru. Sú hætta er mjög raunveruleg að með þessu móti skapist einkaeignarréttur á slíkan tilbúinn rétt með því einu að láta þetta framferði viðgangast líkt og gerðist með kvótann.
Þótt ég gefi lítið fyrir slíkan hefðarrétt þá gera margir lagatúlkendur það ekki og hef ég bent á samhengið á milli þess sem nú kann að vera gerast annars vegar og hins vegar þegar framsalið í kvótakefinu var heimilað ...Vísa ég sem dæmi um nýlega umfjöllun í DV og Fréttablaðinu ...

9. Júlí 2014

TEKIĐ UNDIR MEĐ STEFÁNI ŢORVALDI !

Stefán Þorvaldur 2Ræningjar leika lausum hala í sveitum landsins: Íslendingar verða að láta í sér heyra, segir Stefán Þorvaldur Þórsson, landfræðingur, í hvatningargrein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Hann segir þar ennfremur að það skjóti skökku við að Umhverfisstofnun ætli sér að bjóða lögbrjótum við Kerið að samningaborðinu, sem væri þá forsenda einhvers konar gjaldtöku á svæðinu. Eðlilegra væri að lögbrjótarnir ...

8. Júlí 2014

HÁRRÉTT HJÁ ŢRESTI

Skógarþrösturinn 2Ekki er myndin hér til hliðar af sama þresti og skrifar lesendabréf á síðuna í dag, stútfullt af hárréttum söguskýringum - eftir því ég fæ best séð. Auðvitað á maður ekki að vera að ergja sig yfir því að hægri sinnaða stjórnmálafólkið sem nú stýrir Íslandi skuli greiða götu allra þeirra sem leita ofan í vasa okkar í gróðaskyni. Þetta er jú boðuð stefna þessa fólks; að ganga erinda fjármagnsins. ... Allt er þetta fullkomlega rökrétt og deginum ljósara að rökræður duga ekki ...

7. Júlí 2014

BÚIĐ AĐ FINNA ÓPÓLITÍSKA GRILLARANN?

Grilla á kvöldin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands og einn  helsti talsmaður harðlínu frjálshyggju á Íslandi síðustu þrjátíu og fimm árin, er nú orðinn handhafi  tíu milljón króna samnings við íslenska skattgreiðendur til að rannsaka hrun eigin kreddu haustið 2008.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins undirritaði samninginn fyrir okkar hönd.
Ég leit á dagatalið við lestur þessarar fréttar.
1. apríl er löngu liðinn. Þetta er því ekki svo gott að vera bara grín. Ég held að ekki sé of djúpt í árinni tekið að ... 

5. Júlí 2014

BJARNI, ELÍN OG ERÍKUR

CostCo og kó
... Bjarni Benediktsson og Elín Ragnheiður Árnadóttir eru yfir sig hrifin að hingað til lands kunni að vera væntanleg enn ein verslunarkeðjan, nefnilega hinn bandaríski Costco hringur sem heimtar leyfi til að selja lyf, brennivín og hrátt kjöt hér á landi. Fyrir öllu þessu erum við jákvæð, sagði iðnaðar/viðskipta- og ferðamálaráherrann, Ragnheiður Elín ... Og fjármálaráherrann, Bjarni, sagði að þetta væru afskaplega gleðileg tíðindi en yrði að skoða í langtímasamhengi þar sem eitt yrði yfir alla að ganga. En auðvitað deildi íslensk verslun hugsjónum varðandi brennivínið, lyfin og kjötið með Costco. Og formaður Sjálfstæðisflokksins bætti því við að ...

2. Júlí 2014

RUKKURUM BOĐIĐ Í KAFFI

Birtist í DV 01.07.14.
DV - LÓGÓ...Tvennt er ástæða til að staldra við vegna atburðarásar síðustu daga. Í fyrsta lagi ber að fagna því að Umhverfisstofnun lýsti því yfir - loksins! - að gjaldheimtan væri ólögleg. En jafnframt kom fram að forstjórinn þar á bæ hefði skrifað umhverfisráðherra til að spyrjast fyrir um það hvort gera ætti samning við gjaldheimtumenn við Kerið til að gera gjaldtöku þeirra löglega. Í því sambandi vil ég minna á að ákvörðun um að opna á gjaldheimtu, eins og tíðkast hefur við Kerið í Grímsnesi, er stórpólitískt fordæmismál. Bót í máli er þó að samkvæmt lögum yrðu skilyrði slíkrar samningsgerðar afar þröng og undir engum kringumstæðum  ... 


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson

7. Júní 2018

„SKILAR SÉR MEST TIL ŢEIRRA STĆRSTU"

Við sjáum lekinn ljótan
Þar lítið var um þref
gjaldlítinn gaf ´ún kvótann
ei Lilju fyrirgef.
Pétur Hraunfjörð


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta