Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

6. September 2017

ER TÍMABĆRT AĐ KYNNA „FINNAFJARĐARVERKEFNIĐ" UM ALLAN HEIM?

finnafjordur
Þriðjudaginn 3. september greinir Fréttablaðið frá því að starfsmenn Cosco Shipping. „þriðja stærsta skipafélags heims" hefðu „í lok ágúst fundað með sveitarstjóra Langanesbyggðar, starfsmönnum verkfræðistofunnar EFLU og fulltrúum innanríkisráðuneytisins", og fengið kynningu á áformum um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði.

Sveitarstjóri Langanesbyggðar upplýsir að þar sem fulltrúar skipafélagsins "áttu leið hingað til lands" hafi þeir óskað eftir fundi.

Fréttablaðið greinir frá því að fundirnir hafi verið haldnir dagana 24. til 26. ágúst, "og þá bæði í innanríkisráðuneytinu og hjá Íslandsstofu. Þeir voru skipulagðir af EFLU verkfræðistofu og segir í fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar að þeir hafi verið áhugaverðir og gengið vel."

Í fréttinni er minnt á að viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hafnarinnar hafi verið undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, EFLU og þýska fyrirtækisins Bremenport. Samstarfssamningur um verkefnið hafi verið undirritaður tveimur árum áður. 

"Hugmyndin er sú að Bremenport leiði fjármögnun framkvæmda og öflun verkefna fyrir væntanlega höfn og að framkvæmdir hefjist eftir þrjú til fimm ár." segir ennfremur í fréttinni.

„Það er búið að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Síðan var skrifað undir viljayfirlýsinguna árið 2016 og verkefnið er í raun statt þar ennþá. Svo er verið að kynna þetta á ráðstefnum um allan heim en sveitarfélagið á enga aðkomu að því," hefur Fréttablaðið ennfremur eftir sveitarstjóra Langanesbyggðar.

Það er nefnilega það.

Fréttablaðinu ber að fyrirgefa að nefna innanríkisráðuneytið til sögunnar þótt það hafi verið lagt niður sem slíkt síðastliðið vor. 

Því ber að fyrirgefa vegna þess að blaðið sýnir alla vega viðleitni til að halda okkur upplýstum bæði með þessari tilvitnuðu frétt ...: http://www.visir.is/g/2017170909468/fundudu-med-kinverskum-skiparisa-um-finnafjardarverkefnid

... og m.a. einnig í maí síðastliðnum þar sem sagði frá fjárkröfum á hendur ríkinu vegna verkefnisins: http://www.visir.is/g/2017170529980/stilla-rikinu-upp-vid-vegg-

Eftir standa þessar spurningar:

1) Hefur verið veitt fé úr ríkiskassanum til þessa verkefnis og ef svo er hve mikið?
2) Er þetta verkefni ekki stærra í sniðum en svo að það eigi að vera á hendi fámenns sveitarfélags?
3) Er ekki óeðlilegt að umræða um þetta verkefni fari fram á "ráðstefnum um allan heim" án aðkomu Íslendinga og án þess að umræða hafi farið fram heima fyrir hvort fyrir því sé vilji að koma upp risavaxinni umskipunarhöfn hér á landi með tilheyrandi afleiðingum í umhverfi, atvinnulífi og samfélaginu almennt?

 


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

16. Nóvember 2017

KLÓKT?

Þá eru þeir mættir, Gylfi frá ASÍ og Halldór Benjamin frá SA, yfir sig hrifnir af stöðugleikanum sem nú er boðaður á forsendum SALEK. Það þýðir að enginn má hækka í launum nema þeir  félagar samþykki. Sigurður Ingi, framsóknarmaður, sagði að það hafi verið "klókt" að fá þá á fund flokksformannanna sem nú eru að ganga frá stjórnarsáttmála sínum. Allt þetta er nú ekki klókara en svo að þessi málatilbúnaður hefur hrakið framkvæmdastjóra Starfsgeinasambandisns, Drífu Snædal, frá borði. Hef ég þó grun um að hún hafi ekki sagt sitt síðasta orð. Er það vel.
Jóhannes Gr. Jónsson 

15. Nóvember 2017

HVERJIR HRÓSA HAPPI?

Ýmsir geta nú hrósað happi yfir að fátt er um illa-smalanlega ketti í VG. En hverjir skyldu það vera sem hrósa happi yfir því? Almenningur eða Sjálfstæðisflokkurinn?
Jóel A.

13. Nóvember 2017

VILJANDI TÝNA TÖLU

Vinstri Grænir velja brátt
viljandi týna tölu.
Við Íhaldið þeir semja sátt
og enda á útsölu.


Nú er allt farið sem farið getur
fjandans Íhaldið áfram situr
Og mikið grætur nú gamli Pétur
gott er að vera eftir á vitur.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

ÚTFÖRIN

Vinstri-Grænum fer nú frá
Þeir fóru yfir strikið.
Með Íhaldinu margir sjá
útför fyrir vikið.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

HĆGRI STEFNA Í BOĐI VG?

Hvað er eiginlega að gerast í íslenskum stjórnmálum? Þarf fleiri Borgunarmál, áframhaldandi aðgang einkavæðingarsinna að stjórnsýslunni, meiri misskiptingu, meiri stóriðju, með öðrum orðum, meira af Sjálfstæðisflokknum - og allt þetta, HÆGRI STEFNA í boði VG? 
Jóhannes Gr. Jónsson

8. Nóvember 2017

SLEGINN

Vinstri-Grænir vilja nú
vera hægramegin.
Á þeim hafði trölla trú
töluvert er nú sleginn.
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

LJÓĐMĆLI

Að kosningum komið er
kannski velurðu rétt.
En sitt sýnist hverjum hér
svo það verður ekki létt.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

MUNIĐ AĐ KJÓSA RÉTT

Í Panama hafa pokann geymt,
peningar og valdastétt.
Mörgu logið, margt er gleymt,
munið þó að kjósa rétt.
Kári

28. Október 2017

KOSNINGAŢANKAR

Nú bíður oss bláahöndin
betri sultarkjör
krjúpum og kysum vöndinn
ei verðum á lofið spör.
...
Pétur Hraunfjörð

18. Október 2017

SÚPERCHRIST BRÁTT FYRIRGEFIĐ?

Lögbannið er lyginni næst,
enn lengist á gosa nefið.
Og Bjarna Ben súperchrist,
verður brátt fyrirgefið.
Pétur Hraunfjörð


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta