Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

12. September 2017

KVÓTAVĆĐING NÁTTÚRUNNAR

MBLBirtist í Morgunblaðinu 11.09.17.
Á síðari hluta árs 2013 hófst gjaldtaka við Kerið í Grímsnesi. Á svipuðum tíma gerðu einkaaðilar tilraun til að rukka aðkomufólk við Geysi í Haukadal og í Námaskarði. Áður þekktust dæmi um gjaldtöku en ljóst er að á þessum tímapunkti var skriða að fara af stað.
Ég átti þátt í að andæfa þessu bæði í orði og verki með mótmælum á vettvangi og skrifum þar sem varað var við annars vegar andvaraleysi og hins vegar því að hagsmunaaðilum yrði látið það eftir að móta farveg sem á endanum skerti almannarétt.

Hefðarréttur látinn búa til eign í fiski

Ég kvaðst þá sjá fram á „kvótavæðingu" náttúrunnar ef ekki yrði að gert og horfði þar til ákveðinnar samlíkingar við sjávarauðlindina. Sú mikla auðlind væri samkvæmt skýrum lagabókstaf í eigu þjóðarinnar eins og hverju læsu barni mætti ljóst vera. Í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar ... Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum." Illa er komið fyrir okkur ef við ekki skiljum þennan texta. Engu að síður hefur þróunin orðið sú, að kvótinn hefur gengið kaupum og sölum eins og hver önnur einkaeign, notuð til veðsetningar og gengið í arf.
Nú er ég alls ekki að gagnrýna það að sjávarauðlindin hafi verið fengin í hendur einkaaðilum til nýtingar. Það þyrfti ekki að vera svo illt ef ekki fylgdi sá böggull skammrifi að með langvinnri nýtingu hefur einkaeignarréttarlega sinnuðum lögfræðingum tekist að telja alltof mörgum trú um að þar með hafi skapast hefðarréttur, svo sterkur að jafna megi honum við tilkall til eignar. Þá eign megi veðsetja og alls ekki svipta handhafa hennar möguleika til að hámarka arð sinn af henni. Að þessari túlkun standa háttskrifaðir lögfræðingar bæði á fræðasviði og í praxís enda veruleikinn að þróast eftir þeirra höfði. Sjávarauðlindin er nánast komin ofan í vasa handhafa kvótans.

Og Herðubreiðarlindir á leiðinni

Þannig er þessu einnig farið með náttúruna. Hún er okkar allra samkvæmt lagabókstafnum en engu að síður eru náttúrperlurnar á leið í prívatbókhaldið. Ekki þó með sama hætti og í sama skilningi og sjávarauðlindin. En með lögum um náttúruvernd er almenningi tryggður með ótvíræðum hætti aðgangur að náttúruundrum landsins, þar á meðal með ákvæðum um hvenær takmarka megi aðgang að landi og hvaða forsendur þurfi að vera fyrir hendi til að heimilt sé að krefjast peningagjalds fyrir að njóta náttúruundra. Og því aðeins er gjaldtaka heimil að ekki renni ein einasta króna í arð, heldur allt í viðhald og uppbyggingu og allt samkvæmt vel skilgreindum samningum þar um. Sérstaklega er þá horft til þeirra staða sem hafa verið skilgreindir sem friðlýst svæði eða verndarsvæði.

Skýr lög virt að vettugi!

Um þessi svæði gilda skýr lög og kveðið er á um hvernig framkvæmd þeirra laga  og eftirliti með þeim skuli háttað. Þannig segir í 13. grein náttúruverndarlaga: „Ráðherra fer með yfirstjórn náttúruverndarmála ... Umhverfisstofnun fer m.a. með eftirlit með framkvæmd laganna, veitir leyfi og umsagnir samkvæmt ákvæðum laganna, annast umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða, ber ábyrgð á gerð [stjórnunar- og verndaráætlana] fyrir friðlýst svæði, sinnir fræðslu og veitir ráðherra ráðgjöf um náttúruverndarmál."Í 85. grein segir svo m.a.: „Umhverfisstofnun getur falið einstaklingum, sveitarfélögum eða öðrum lögaðilum umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða að þjóðgörðum undanskildum. Gera skal sérstakan samning um umsjón og rekstur svæðanna sem ráðherra staðfestir. Til grundvallar samningi um umsjón friðlýsts svæðis skal liggja [stjórnunar- og verndaráætlun] 1) fyrir svæðið. Í samningnum skal m.a. kveða á um réttindi og skyldur samningsaðila, menntun starfsmanna og gjaldtöku, sbr. 2. mgr. 92. gr. Samningur samkvæmt þessu ákvæði felur ekki í sér vald til töku stjórnvaldsákvarðana." Í 2. mgr. 92. gr. sem hér er vísað til segir: "Umhverfisstofnun eða sá aðili sem falinn hefur verið rekstur náttúruverndarsvæðis getur ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því. Eigi síðar en í ágúst ár hvert skal Umhverfisstofnun leggja fyrir ráðherra til staðfestingar skrá yfir gjöld skv. 2. mgr. sem stofnunin hyggst innheimta næsta ár á eftir. Staðfesti ráðherra gjaldskrána skal hún birt í B-deild Stjórnartíðinda ..."

Stjórnvöld gegn almannarétti 

Hér er vísað í samninga sem þurfi að vera fyrir hendi, skilyrði um ráðstöfun fjármuna sem innheimtir eru og síðan eftirlit með því að farið sé að lögum og reglum. Núverandi gjaldtaka byggir ekki á neinum slíkum samningum eftir því sem ég best veit. Málin hafa einfaldlega verið látin reka á reiðanum með það fyrir augum - að því er virðist - að leyfa hefðarrétti til eignar á náttúrudjásnum að festa sig í sessi.
Ferðamálaráðherrann á síðasta kjörtímabili stillti sér upp við hlið gjaldtökumanna, fékk lögfræðiálit frá hefðarréttarlega sinnaðri lögfræðistofu til að túlka í vil einkaeignarréttinum, sagði síðan að álitamál væri hvort stæðist lög að stöðva rukkarana! Hverju læsu barni sem las lögin gat hins vegar varla dulist hvað þar stóð. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra má þó eiga að hann lét setja lögbann á gripdeildirnar við Geysi. En hreinn og klár þjófnaður við Kerið og annars staðar var þó látinn viðgangast. Rukkararnir hafa hins vegar haft vit á því að hamla aldrei för neins sem ekki borgar, vel vitandi að sá gæti kært þá fyrir tilraun til þjófnaðar.

Rukkarar hrósa sigri

Núverandi ríkisstjórn hefur fylgt sömu stefnu aðgerðarleysis og beðið með lagasetningu þar til tíminn hafi náð því að festa einkaeignarréttinn í sessi. Núverandi samgönguráðherra hefur lýst því yfir að bílastæðagjald eigi að innheimta og hefur hann þá ekki gert greinarmun á opinberum aðilum og einkaaðilunum. Þá hugsun hefur Óskar Magnússon sem fer fyrir Kerverjum gripið á lofti. Í Stundinni 4-7 maí sl.  segir hann:"Staðan er sú að gjaldtaka á ferðamannastöðum er komin á. Þegar sjálft ríkið braut ísinn og fór að rukka við Þingvöll þá lauk í mínum eyrum flestum deilum um gjaldtökuna. Aðferðin er mismunandi eftir stöðum, hvort það heiti bílastæðagjald, aðgangseyrir, þjónustugjald eða klósettgjald; á milli þeirra er stigsmunur en ekki eðlismunur..." Í Fréttablaðinu 8. júní síðastliðinn áréttar hann þetta sjónarmið án þess að múkk heyrist frá eftirlitsaðilum: „Eftir að Þingvellir fóru að taka gjald þá er þessi fyrirstaða sem var, farin þegar sjálfur þjóðgarðurinn og ríkisvaldið gengur fram fyrir skjöldu." 

Skammvinn hetjusaga

Umhverfisstofnun sem á að sinna lögbundnu eftirliti sýndi vissulega þann manndóm að stöðva rukkara sem ætluðu að hafa fé af fólki við Barnafossa í Borgarfirði en þar með lýkur hetjusögu þeirrar stofnunar. Í Stundinni frá í maí sl. segir forstöðukona Umhverfisstofnunar: „Við eigum líka voðalega erfitt með að fara í hart í menn sem eru að fjármagna nauðsynlegar umbætur á sínum stöðum!"
En hvernig væri að einhverjir færu í hart við þá sem róa undir kvótavæðingu náttúrunnar: Ríkisstjórn Íslands.
Mér sýnist hægt að skipta rukkurum upp í tvo hópa. Annars vegar þá sem ætla að hafa arð af náttúrunni en síðan eru hinir sem heyja varnarbaráttu í vaxandi ágangi ferðamanna. Eigendur Helgafells, sveitarfélögin við Seljalandsfoss og fleiri eiga það sammerkt að vera svelt af nauðsynlegu fé til uppbyggingar. Þetta gerist þannig að fjármunir sem verja á til slíks starfs og fara um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða eru hafðir það naumir að hvergi nærri hrekkur til svo brýnustu verkefnum verði sinnt. Sveltistefnan virðist  síðan notuð til að knýja þessa aðila til gjaldtöku. Erfitt er annað en að hafa samúð með þeim því staða þeirra er óumdeilanlega erfið.
Það hef ég hins vegar ekki með þeim sem ætla sér að maka krókinn á sameiginlegum náttúruperlum okkar. Augljóst er að fjárfestingar í náttúrunni eru víða þannig hugsaðar. 

Svo koma milliliðirnir

En þrátt fyrir alla samúð sætir undrum að hinir nýju tollheimtumenn fara framhjá hinum lögbundna eftirlitsaðila, Umhverfisstofnun. Það er hins vegar ekki miklum erfiðleikum bundið því hún lætur sér fátt um finnast.
Þegar gjaldtökuáfanganum verður náð, hefst síðan næsti kafli. Þá munu koma til sögunnar milliliðirnir með stöðumælana og alla gjaldmælana. Sennilega eru þeir þegar mættir til leiks, eða hver á gjaldmælana á Þingvöllum?

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

30. September 2017

SAMANŢJAPPAĐ LÍFSHLAUP

Félagsmál og fræði sagn,
fréttir, kennslustörfin.
Finnst að núna geri gagn,
gæta barna er þörfin.
Kári

29. September 2017

UM KAUP Á GRUNDAFJARĐAR-ÚTGERĐ OG UM SAMEININGU

Þeir Grundfirðinga girtu í brók
ei góðvildina hæðið.
Nú kalla þeir plássið litla krók
og nýja efnahagssvæðið.
...
Pétur Hraunfjörð

29. September 2017

SIGMUNDUR SHANGHĆJAĐUR

Í sjónvarpinu sýndist glaður
sína framtíð vaskur þrá.
Sagðist vera Sjanghæjaður,
sannleikanum bægði frá.
Kári

26. September 2017

AFLANDS-FLOKKURINN

Framsókn hefur fúna hlið,
flokkur djúpt er sokkinn.
Sigmundur sækir útávið,
sannar aflandsflokkinn.
Kári

25. September 2017

HRĆRIRNGAR Í PÓLITÍK

Á lukkuriddara lengist nefið
lætur eins og ekkert sé
Fljótlega verður allt fyrirgefið
og fjöldinn krýpur á hné.

Hér Vinstri/Grænir verða brátt
með völdin í þessu landi
Um það verður þjóðfélags sátt
Þá hættir fátæktar vandi.
...
Pétur Hraunfjörð

18. September 2017

UM KOSNINGAR OG RÍKISSTJÓRN

 Ef valdið heim nú viljið þið,
verður nýtt að prófa.
Kosningu ef klúðrum við,
kætist flokkur bófa.
...
Kári

15. September 2017

LANDINN FRJÁLS

Loksins verður landinn frjáls,
losnar við Íhaldið.
Ber þá enga hespu um háls
og alþýðan fær valdið.
Pétur Hraunfjörð

6. September 2017

HEIMSVIĐSKIPTIN ŢRÓUĐ Í FINNAFIRĐI

Efla hefur þróað Finnafjarðarverkefnið. Það er kallað viðskiptaþróun. Hugmyndin er að olíuhreinsunarstöðin risastóra verði í Finnafirði. Þá er hægt að nýta höfnina bæði fyrir olíuskip og fyrir siglingar yfir Norðurpólinn þegar ísinn verður bráðnaður.
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

6. September 2017

ERUM Á LEĐINNI

Stærsta höfn á norðurhveli í Finnafirði og stærsti flugvöllur á norðurslóðum í Keflavik. Ætlum við að láta Björgólf hjá Icelandair, Skúla í Wow og bæjarstjórann í Langanesbyggð færa okkur inn í 21. öldina á sínum forsendum? Ég held við þurfum ekki fleiri stýrimenn til að komast fram af brúninni. Við virðumst vera á réttri leið til að komast þangað.
Haffi

6. September 2017

ENN UM MINNISVARĐA

Fróðelgt væri að fá fréttir af því hver urðu afdrif beiðni stríðsminjanefndar Bandaríkjanna um minnisvarða í Höfða um framlag BNA til freslsisbaráttu mannkyns á seinni hluta tuttugustu aldar, þar með talið Víetnam og Hiroshima. Sagt var að Reykjavíkurborg væri að skoða þessa málaleitan. Hver skyldi hafa orðið niðurstaðan?
Jóel A. 


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta