Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

12. September 2017

KVÓTAVĆĐING NÁTTÚRUNNAR

MBLBirtist í Morgunblaðinu 11.09.17.
Á síðari hluta árs 2013 hófst gjaldtaka við Kerið í Grímsnesi. Á svipuðum tíma gerðu einkaaðilar tilraun til að rukka aðkomufólk við Geysi í Haukadal og í Námaskarði. Áður þekktust dæmi um gjaldtöku en ljóst er að á þessum tímapunkti var skriða að fara af stað.
Ég átti þátt í að andæfa þessu bæði í orði og verki með mótmælum á vettvangi og skrifum þar sem varað var við annars vegar andvaraleysi og hins vegar því að hagsmunaaðilum yrði látið það eftir að móta farveg sem á endanum skerti almannarétt.

Hefðarréttur látinn búa til eign í fiski

Ég kvaðst þá sjá fram á „kvótavæðingu" náttúrunnar ef ekki yrði að gert og horfði þar til ákveðinnar samlíkingar við sjávarauðlindina. Sú mikla auðlind væri samkvæmt skýrum lagabókstaf í eigu þjóðarinnar eins og hverju læsu barni mætti ljóst vera. Í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar ... Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum." Illa er komið fyrir okkur ef við ekki skiljum þennan texta. Engu að síður hefur þróunin orðið sú, að kvótinn hefur gengið kaupum og sölum eins og hver önnur einkaeign, notuð til veðsetningar og gengið í arf.
Nú er ég alls ekki að gagnrýna það að sjávarauðlindin hafi verið fengin í hendur einkaaðilum til nýtingar. Það þyrfti ekki að vera svo illt ef ekki fylgdi sá böggull skammrifi að með langvinnri nýtingu hefur einkaeignarréttarlega sinnuðum lögfræðingum tekist að telja alltof mörgum trú um að þar með hafi skapast hefðarréttur, svo sterkur að jafna megi honum við tilkall til eignar. Þá eign megi veðsetja og alls ekki svipta handhafa hennar möguleika til að hámarka arð sinn af henni. Að þessari túlkun standa háttskrifaðir lögfræðingar bæði á fræðasviði og í praxís enda veruleikinn að þróast eftir þeirra höfði. Sjávarauðlindin er nánast komin ofan í vasa handhafa kvótans.

Og Herðubreiðarlindir á leiðinni

Þannig er þessu einnig farið með náttúruna. Hún er okkar allra samkvæmt lagabókstafnum en engu að síður eru náttúrperlurnar á leið í prívatbókhaldið. Ekki þó með sama hætti og í sama skilningi og sjávarauðlindin. En með lögum um náttúruvernd er almenningi tryggður með ótvíræðum hætti aðgangur að náttúruundrum landsins, þar á meðal með ákvæðum um hvenær takmarka megi aðgang að landi og hvaða forsendur þurfi að vera fyrir hendi til að heimilt sé að krefjast peningagjalds fyrir að njóta náttúruundra. Og því aðeins er gjaldtaka heimil að ekki renni ein einasta króna í arð, heldur allt í viðhald og uppbyggingu og allt samkvæmt vel skilgreindum samningum þar um. Sérstaklega er þá horft til þeirra staða sem hafa verið skilgreindir sem friðlýst svæði eða verndarsvæði.

Skýr lög virt að vettugi!

Um þessi svæði gilda skýr lög og kveðið er á um hvernig framkvæmd þeirra laga  og eftirliti með þeim skuli háttað. Þannig segir í 13. grein náttúruverndarlaga: „Ráðherra fer með yfirstjórn náttúruverndarmála ... Umhverfisstofnun fer m.a. með eftirlit með framkvæmd laganna, veitir leyfi og umsagnir samkvæmt ákvæðum laganna, annast umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða, ber ábyrgð á gerð [stjórnunar- og verndaráætlana] fyrir friðlýst svæði, sinnir fræðslu og veitir ráðherra ráðgjöf um náttúruverndarmál."Í 85. grein segir svo m.a.: „Umhverfisstofnun getur falið einstaklingum, sveitarfélögum eða öðrum lögaðilum umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða að þjóðgörðum undanskildum. Gera skal sérstakan samning um umsjón og rekstur svæðanna sem ráðherra staðfestir. Til grundvallar samningi um umsjón friðlýsts svæðis skal liggja [stjórnunar- og verndaráætlun] 1) fyrir svæðið. Í samningnum skal m.a. kveða á um réttindi og skyldur samningsaðila, menntun starfsmanna og gjaldtöku, sbr. 2. mgr. 92. gr. Samningur samkvæmt þessu ákvæði felur ekki í sér vald til töku stjórnvaldsákvarðana." Í 2. mgr. 92. gr. sem hér er vísað til segir: "Umhverfisstofnun eða sá aðili sem falinn hefur verið rekstur náttúruverndarsvæðis getur ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því. Eigi síðar en í ágúst ár hvert skal Umhverfisstofnun leggja fyrir ráðherra til staðfestingar skrá yfir gjöld skv. 2. mgr. sem stofnunin hyggst innheimta næsta ár á eftir. Staðfesti ráðherra gjaldskrána skal hún birt í B-deild Stjórnartíðinda ..."

Stjórnvöld gegn almannarétti 

Hér er vísað í samninga sem þurfi að vera fyrir hendi, skilyrði um ráðstöfun fjármuna sem innheimtir eru og síðan eftirlit með því að farið sé að lögum og reglum. Núverandi gjaldtaka byggir ekki á neinum slíkum samningum eftir því sem ég best veit. Málin hafa einfaldlega verið látin reka á reiðanum með það fyrir augum - að því er virðist - að leyfa hefðarrétti til eignar á náttúrudjásnum að festa sig í sessi.
Ferðamálaráðherrann á síðasta kjörtímabili stillti sér upp við hlið gjaldtökumanna, fékk lögfræðiálit frá hefðarréttarlega sinnaðri lögfræðistofu til að túlka í vil einkaeignarréttinum, sagði síðan að álitamál væri hvort stæðist lög að stöðva rukkarana! Hverju læsu barni sem las lögin gat hins vegar varla dulist hvað þar stóð. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra má þó eiga að hann lét setja lögbann á gripdeildirnar við Geysi. En hreinn og klár þjófnaður við Kerið og annars staðar var þó látinn viðgangast. Rukkararnir hafa hins vegar haft vit á því að hamla aldrei för neins sem ekki borgar, vel vitandi að sá gæti kært þá fyrir tilraun til þjófnaðar.

Rukkarar hrósa sigri

Núverandi ríkisstjórn hefur fylgt sömu stefnu aðgerðarleysis og beðið með lagasetningu þar til tíminn hafi náð því að festa einkaeignarréttinn í sessi. Núverandi samgönguráðherra hefur lýst því yfir að bílastæðagjald eigi að innheimta og hefur hann þá ekki gert greinarmun á opinberum aðilum og einkaaðilunum. Þá hugsun hefur Óskar Magnússon sem fer fyrir Kerverjum gripið á lofti. Í Stundinni 4-7 maí sl.  segir hann:"Staðan er sú að gjaldtaka á ferðamannastöðum er komin á. Þegar sjálft ríkið braut ísinn og fór að rukka við Þingvöll þá lauk í mínum eyrum flestum deilum um gjaldtökuna. Aðferðin er mismunandi eftir stöðum, hvort það heiti bílastæðagjald, aðgangseyrir, þjónustugjald eða klósettgjald; á milli þeirra er stigsmunur en ekki eðlismunur..." Í Fréttablaðinu 8. júní síðastliðinn áréttar hann þetta sjónarmið án þess að múkk heyrist frá eftirlitsaðilum: „Eftir að Þingvellir fóru að taka gjald þá er þessi fyrirstaða sem var, farin þegar sjálfur þjóðgarðurinn og ríkisvaldið gengur fram fyrir skjöldu." 

Skammvinn hetjusaga

Umhverfisstofnun sem á að sinna lögbundnu eftirliti sýndi vissulega þann manndóm að stöðva rukkara sem ætluðu að hafa fé af fólki við Barnafossa í Borgarfirði en þar með lýkur hetjusögu þeirrar stofnunar. Í Stundinni frá í maí sl. segir forstöðukona Umhverfisstofnunar: „Við eigum líka voðalega erfitt með að fara í hart í menn sem eru að fjármagna nauðsynlegar umbætur á sínum stöðum!"
En hvernig væri að einhverjir færu í hart við þá sem róa undir kvótavæðingu náttúrunnar: Ríkisstjórn Íslands.
Mér sýnist hægt að skipta rukkurum upp í tvo hópa. Annars vegar þá sem ætla að hafa arð af náttúrunni en síðan eru hinir sem heyja varnarbaráttu í vaxandi ágangi ferðamanna. Eigendur Helgafells, sveitarfélögin við Seljalandsfoss og fleiri eiga það sammerkt að vera svelt af nauðsynlegu fé til uppbyggingar. Þetta gerist þannig að fjármunir sem verja á til slíks starfs og fara um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða eru hafðir það naumir að hvergi nærri hrekkur til svo brýnustu verkefnum verði sinnt. Sveltistefnan virðist  síðan notuð til að knýja þessa aðila til gjaldtöku. Erfitt er annað en að hafa samúð með þeim því staða þeirra er óumdeilanlega erfið.
Það hef ég hins vegar ekki með þeim sem ætla sér að maka krókinn á sameiginlegum náttúruperlum okkar. Augljóst er að fjárfestingar í náttúrunni eru víða þannig hugsaðar. 

Svo koma milliliðirnir

En þrátt fyrir alla samúð sætir undrum að hinir nýju tollheimtumenn fara framhjá hinum lögbundna eftirlitsaðila, Umhverfisstofnun. Það er hins vegar ekki miklum erfiðleikum bundið því hún lætur sér fátt um finnast.
Þegar gjaldtökuáfanganum verður náð, hefst síðan næsti kafli. Þá munu koma til sögunnar milliliðirnir með stöðumælana og alla gjaldmælana. Sennilega eru þeir þegar mættir til leiks, eða hver á gjaldmælana á Þingvöllum?

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

7. Febrúar 2018

BARÁTTA ŢVERT Á LANDAMĆRI

Takk fyrir að birta fréttina um lögsóknina á hendur breska ríkinu fyrir að ætla að eyðileggja heilbrigðsiskerfið með einkavæðinu. Það er hárrétt hjá þér Ögmundur að þetta kemur okkur öllum við óháð landamærum. Ég gaf 25 pund í söfnunina og er stoltur af . Ég sé að margir eru sem betur fer að taka þátt. En þörf er á miklu fleirum. Ég vil hvetja alla sem lesa þetta að láta eitthvað af hendi rakna ... 
Jóhannes Gr. Jónsson

6. Febrúar 2018

AĐ KUNNA AĐ PLATA OG GANGA SVO Í EINA SĆNG

Verkefnisstjóra sér valdi Kata
víst stjórnarskránni breyta á
En Íhaldið Kötu kann að plata
og lét ´ana hafa Unni Brá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Febrúar 2018

BORGIN VILL BÓLU!

Reykjavíkurborg hefur vanrækt að styðja við Félagsíbúðir í samræmi við það sem lofað var fyrir síðustu kosningar. Í staðinn ætlar borgin að styðja byggingarfyrirtæki ASÍ, Bjarg. Vanrækslan hefur valdið því að nú á skyndilega og með andfælum að blása út stóra bólu á vegum verktakafyrirtækja, sbr, ummæli borgarstjóra; „Áhyggjur okkar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stórum og öflugum verktökum til að takast á við öll þessi verkefni ... Það væri hægt að tvö- falda kraftinn ef það væri nógu mikið af krönum og mannskap til þess að gera það,"
Sigurður Hannesson, talsmaður iðnaðarins, segir
Jóel A.

2. Febrúar 2018

SENT INN AF TILEFNI AF MANNA-RÁĐNINGU Í BRUSSEL

Engu þarf um það að spá,
þetta er gömul saga: 
Ef ráðherrarnir fara frá,
fá þeir bein að naga.

Sent inn en vísan mun vera eftir Jóhann Fr. Guðmundsson

30. Janúar 2018

ER VERKALÝĐS-HREYFINGIN AĐ VAKNA?

Mér sýnist að þau sem héldu að verkalýðshreyfingin hefði sungið sitt síðasta þurfi að endurskoða þá trú - vonandi. Ég heyri ekki betur en stefni í að tekist verði á um málefni í hreyfingunni í fyrsta sinn í langan tíma og þar megi nú kenna eldheitt baráttufólk fyrir bættum kjörum og réttindum láglaunafólks. Auðvitað er margt gott fólk fyrir í verkalýðshreyfingunni en vegna almenns doða hafa völdin verið í höndum örfárra einstaklinga. Fundir og samkomur hafa verið eins eftir matarpásu í yngstu deild á leikskóla, þá leggja sig allir. En nú horfum við til framboðs Sólveigar Jónsdóttur til formanns í Eflingu. Þar er sofandahætti aldeilis ekki fyrir að fara. Láti gott á vita!
Sunna Sara

30. Janúar 2018

LIFANDI FLOKKUR EN DAUĐUR ŢÓ

Lifandi dauður líklega er
um léleg heitin vænum
Og trúlega til fjandans fer
flest hjá Vinstri/grænum.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Janúar 2018

LIFANDI DAUĐAN FLOKK STYĐ ÉG EKKI

Upphrópanir eftir flokksráðsfund Vinstri grænna eru að Vinda hafi lægt innan VG. Þannig sagði mbl.is frá. Flokkurinn telur sig sem sagt vera kominn í skjól og logn og sæll með sitt hlutskipti í lífinu. Mér sýnist hins vegar flokkurinn þótt á lífi, sé á góðri leið með að verða lifandi dauður. Enda kannski ekki við öðru að búast af fólki sem finnst ekki neitt, lífið sé bara tækni. Dapurlegt þykir mér þetta þó því flokkinn studdi ég á meðan mér sýndist örla þar fyrir lífsmarki en held að nú sé komið nóg fyrir minn smekk.
Bjarni

16. Janúar 2018

SÖGULEGIR SIGRAR EĐA HVAĐ?

Því er slegið upp að atvinnuveganefnd Alþingis verði nú í fyrsta skipti stýrt af konum. Af þessu stærir formaðurinn sig, Lilja Rafney Mgnúsdóttir. Inga Sæland, Flokki fólksins, verður fyrsti varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknarflokki, annar varafromaður. Lítið vitum við um stefnu þeirra í atvinnumálum. Á sama tíma berast fréttir frá Noregi að ný stjórn sé á teikniborðinu. Saman komu þær fram á fréttamannafundi til að skýra frá þessu þær Erna Solberg, Hægri flokknum, Siv Jensen, Framfaraflokknum og Trie Skei Grande, Frjálslynda flokknum. Allt konur. Allar afturhald að mínu mati! Kynin eiga að standa jafnt að vígi í stjórnmálum. En þá á líka að sýna þeim þá virðingu að taka konur jafnt sem karla alvarlega, óháð kyni og spyrja um stefnu og innihald. Eitthvað er rangt við þessa framsetningu og ótrúlega afturhaldssamt á árinu 2018. Kannski líka svoldið niðurlægjandi - fyrir konur.
Kona

13. Janúar 2018

VALHÖLL OG BORGARSTJÓRN

Baráttan er byrjuð þar
og bjartsýnir eygja von.
Útsvars-stjarnan valin var
Vilhjálmur Bjarnason.

Eyþór Arnalds ætlar sér
oddvitasætið þarna.
En Villi víst með sigur fer
enda vinur Bjarna.
Pétur Hraunfjörð

8. Janúar 2018

SKORIĐ NIĐUR HJÁ LANDHELGIS-GĆSLUNNI Í GÓĐĆRI!

Eftir hrun voru varðskip leigð til útlanda til að mæta óhjákvæmilegum niðurskurði. Það var ekki gott en menn féllust á að það væri óhjákvæmilegt. En er óhjákvæmilegt að skera niður fjárframlög til Landhelgisgæslunnar við núverandi aðstæður þar sem peningum er hlaðið á degi hverjum inn í hagkerfið m.a. með stórauknum straumi ferðamanna? Stenst Landhelgisgæslan þetta? Nei, það gerir hún ekki enda ...
Starfsmaður LandhelgisgæslunnarBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Febrúar 2018

Einar Ólafsson skrifar: ŢEGAR NÝJA MARKIĐ SÁ DAGSINS LJÓS

Takk Ögmundur fyrir frumkvæði þitt að fundinum í dag. Það var mjög athyglisvert að hlusta á Zoe Konstantopoulou. Þegar hún var að tala um Evrópusambandið og evruna kom mér í hug klausa úr gamalli norskri skáldsögu (gamalli eða ekki, hún kom út á æskuárum okkar). Einn merkasti rithöfundur Norðmanna eftir Ibsen og Hamsun var Jens Bjørneboe, lítt þekktur hér. Merkasta bók hans, að mér finnst, kom út árið 1966, Frihetens øyeblikk. Þorsteinn bróðir minn gaf mér hana í jólagjöf árið 1970. Eftir að ég las hana var ég ekki samur maður. Ég byrjaði að þýða hana ...

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta