Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

12. September 2017

KVÓTAVĆĐING NÁTTÚRUNNAR

MBLBirtist í Morgunblaðinu 11.09.17.
Á síðari hluta árs 2013 hófst gjaldtaka við Kerið í Grímsnesi. Á svipuðum tíma gerðu einkaaðilar tilraun til að rukka aðkomufólk við Geysi í Haukadal og í Námaskarði. Áður þekktust dæmi um gjaldtöku en ljóst er að á þessum tímapunkti var skriða að fara af stað.
Ég átti þátt í að andæfa þessu bæði í orði og verki með mótmælum á vettvangi og skrifum þar sem varað var við annars vegar andvaraleysi og hins vegar því að hagsmunaaðilum yrði látið það eftir að móta farveg sem á endanum skerti almannarétt.

Hefðarréttur látinn búa til eign í fiski

Ég kvaðst þá sjá fram á „kvótavæðingu" náttúrunnar ef ekki yrði að gert og horfði þar til ákveðinnar samlíkingar við sjávarauðlindina. Sú mikla auðlind væri samkvæmt skýrum lagabókstaf í eigu þjóðarinnar eins og hverju læsu barni mætti ljóst vera. Í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar ... Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum." Illa er komið fyrir okkur ef við ekki skiljum þennan texta. Engu að síður hefur þróunin orðið sú, að kvótinn hefur gengið kaupum og sölum eins og hver önnur einkaeign, notuð til veðsetningar og gengið í arf.
Nú er ég alls ekki að gagnrýna það að sjávarauðlindin hafi verið fengin í hendur einkaaðilum til nýtingar. Það þyrfti ekki að vera svo illt ef ekki fylgdi sá böggull skammrifi að með langvinnri nýtingu hefur einkaeignarréttarlega sinnuðum lögfræðingum tekist að telja alltof mörgum trú um að þar með hafi skapast hefðarréttur, svo sterkur að jafna megi honum við tilkall til eignar. Þá eign megi veðsetja og alls ekki svipta handhafa hennar möguleika til að hámarka arð sinn af henni. Að þessari túlkun standa háttskrifaðir lögfræðingar bæði á fræðasviði og í praxís enda veruleikinn að þróast eftir þeirra höfði. Sjávarauðlindin er nánast komin ofan í vasa handhafa kvótans.

Og Herðubreiðarlindir á leiðinni

Þannig er þessu einnig farið með náttúruna. Hún er okkar allra samkvæmt lagabókstafnum en engu að síður eru náttúrperlurnar á leið í prívatbókhaldið. Ekki þó með sama hætti og í sama skilningi og sjávarauðlindin. En með lögum um náttúruvernd er almenningi tryggður með ótvíræðum hætti aðgangur að náttúruundrum landsins, þar á meðal með ákvæðum um hvenær takmarka megi aðgang að landi og hvaða forsendur þurfi að vera fyrir hendi til að heimilt sé að krefjast peningagjalds fyrir að njóta náttúruundra. Og því aðeins er gjaldtaka heimil að ekki renni ein einasta króna í arð, heldur allt í viðhald og uppbyggingu og allt samkvæmt vel skilgreindum samningum þar um. Sérstaklega er þá horft til þeirra staða sem hafa verið skilgreindir sem friðlýst svæði eða verndarsvæði.

Skýr lög virt að vettugi!

Um þessi svæði gilda skýr lög og kveðið er á um hvernig framkvæmd þeirra laga  og eftirliti með þeim skuli háttað. Þannig segir í 13. grein náttúruverndarlaga: „Ráðherra fer með yfirstjórn náttúruverndarmála ... Umhverfisstofnun fer m.a. með eftirlit með framkvæmd laganna, veitir leyfi og umsagnir samkvæmt ákvæðum laganna, annast umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða, ber ábyrgð á gerð [stjórnunar- og verndaráætlana] fyrir friðlýst svæði, sinnir fræðslu og veitir ráðherra ráðgjöf um náttúruverndarmál."Í 85. grein segir svo m.a.: „Umhverfisstofnun getur falið einstaklingum, sveitarfélögum eða öðrum lögaðilum umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða að þjóðgörðum undanskildum. Gera skal sérstakan samning um umsjón og rekstur svæðanna sem ráðherra staðfestir. Til grundvallar samningi um umsjón friðlýsts svæðis skal liggja [stjórnunar- og verndaráætlun] 1) fyrir svæðið. Í samningnum skal m.a. kveða á um réttindi og skyldur samningsaðila, menntun starfsmanna og gjaldtöku, sbr. 2. mgr. 92. gr. Samningur samkvæmt þessu ákvæði felur ekki í sér vald til töku stjórnvaldsákvarðana." Í 2. mgr. 92. gr. sem hér er vísað til segir: "Umhverfisstofnun eða sá aðili sem falinn hefur verið rekstur náttúruverndarsvæðis getur ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því. Eigi síðar en í ágúst ár hvert skal Umhverfisstofnun leggja fyrir ráðherra til staðfestingar skrá yfir gjöld skv. 2. mgr. sem stofnunin hyggst innheimta næsta ár á eftir. Staðfesti ráðherra gjaldskrána skal hún birt í B-deild Stjórnartíðinda ..."

Stjórnvöld gegn almannarétti 

Hér er vísað í samninga sem þurfi að vera fyrir hendi, skilyrði um ráðstöfun fjármuna sem innheimtir eru og síðan eftirlit með því að farið sé að lögum og reglum. Núverandi gjaldtaka byggir ekki á neinum slíkum samningum eftir því sem ég best veit. Málin hafa einfaldlega verið látin reka á reiðanum með það fyrir augum - að því er virðist - að leyfa hefðarrétti til eignar á náttúrudjásnum að festa sig í sessi.
Ferðamálaráðherrann á síðasta kjörtímabili stillti sér upp við hlið gjaldtökumanna, fékk lögfræðiálit frá hefðarréttarlega sinnaðri lögfræðistofu til að túlka í vil einkaeignarréttinum, sagði síðan að álitamál væri hvort stæðist lög að stöðva rukkarana! Hverju læsu barni sem las lögin gat hins vegar varla dulist hvað þar stóð. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra má þó eiga að hann lét setja lögbann á gripdeildirnar við Geysi. En hreinn og klár þjófnaður við Kerið og annars staðar var þó látinn viðgangast. Rukkararnir hafa hins vegar haft vit á því að hamla aldrei för neins sem ekki borgar, vel vitandi að sá gæti kært þá fyrir tilraun til þjófnaðar.

Rukkarar hrósa sigri

Núverandi ríkisstjórn hefur fylgt sömu stefnu aðgerðarleysis og beðið með lagasetningu þar til tíminn hafi náð því að festa einkaeignarréttinn í sessi. Núverandi samgönguráðherra hefur lýst því yfir að bílastæðagjald eigi að innheimta og hefur hann þá ekki gert greinarmun á opinberum aðilum og einkaaðilunum. Þá hugsun hefur Óskar Magnússon sem fer fyrir Kerverjum gripið á lofti. Í Stundinni 4-7 maí sl.  segir hann:"Staðan er sú að gjaldtaka á ferðamannastöðum er komin á. Þegar sjálft ríkið braut ísinn og fór að rukka við Þingvöll þá lauk í mínum eyrum flestum deilum um gjaldtökuna. Aðferðin er mismunandi eftir stöðum, hvort það heiti bílastæðagjald, aðgangseyrir, þjónustugjald eða klósettgjald; á milli þeirra er stigsmunur en ekki eðlismunur..." Í Fréttablaðinu 8. júní síðastliðinn áréttar hann þetta sjónarmið án þess að múkk heyrist frá eftirlitsaðilum: „Eftir að Þingvellir fóru að taka gjald þá er þessi fyrirstaða sem var, farin þegar sjálfur þjóðgarðurinn og ríkisvaldið gengur fram fyrir skjöldu." 

Skammvinn hetjusaga

Umhverfisstofnun sem á að sinna lögbundnu eftirliti sýndi vissulega þann manndóm að stöðva rukkara sem ætluðu að hafa fé af fólki við Barnafossa í Borgarfirði en þar með lýkur hetjusögu þeirrar stofnunar. Í Stundinni frá í maí sl. segir forstöðukona Umhverfisstofnunar: „Við eigum líka voðalega erfitt með að fara í hart í menn sem eru að fjármagna nauðsynlegar umbætur á sínum stöðum!"
En hvernig væri að einhverjir færu í hart við þá sem róa undir kvótavæðingu náttúrunnar: Ríkisstjórn Íslands.
Mér sýnist hægt að skipta rukkurum upp í tvo hópa. Annars vegar þá sem ætla að hafa arð af náttúrunni en síðan eru hinir sem heyja varnarbaráttu í vaxandi ágangi ferðamanna. Eigendur Helgafells, sveitarfélögin við Seljalandsfoss og fleiri eiga það sammerkt að vera svelt af nauðsynlegu fé til uppbyggingar. Þetta gerist þannig að fjármunir sem verja á til slíks starfs og fara um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða eru hafðir það naumir að hvergi nærri hrekkur til svo brýnustu verkefnum verði sinnt. Sveltistefnan virðist  síðan notuð til að knýja þessa aðila til gjaldtöku. Erfitt er annað en að hafa samúð með þeim því staða þeirra er óumdeilanlega erfið.
Það hef ég hins vegar ekki með þeim sem ætla sér að maka krókinn á sameiginlegum náttúruperlum okkar. Augljóst er að fjárfestingar í náttúrunni eru víða þannig hugsaðar. 

Svo koma milliliðirnir

En þrátt fyrir alla samúð sætir undrum að hinir nýju tollheimtumenn fara framhjá hinum lögbundna eftirlitsaðila, Umhverfisstofnun. Það er hins vegar ekki miklum erfiðleikum bundið því hún lætur sér fátt um finnast.
Þegar gjaldtökuáfanganum verður náð, hefst síðan næsti kafli. Þá munu koma til sögunnar milliliðirnir með stöðumælana og alla gjaldmælana. Sennilega eru þeir þegar mættir til leiks, eða hver á gjaldmælana á Þingvöllum?

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson

7. Júní 2018

„SKILAR SÉR MEST TIL ŢEIRRA STĆRSTU"

Við sjáum lekinn ljótan
Þar lítið var um þref
gjaldlítinn gaf ´ún kvótann
ei Lilju fyrirgef.
Pétur Hraunfjörð

28. Maí 2018

LÍTIĐ MAĐUR SEGJA MÁ

Lítið maður segja má
orðin margir bera
sannleika að segja frá
sjaldan aðrir gera.
Málavexti þá muna skalt
ef margir á þig hlýða
Og ekki bæta í sárið salt
sem aðrir fyrir líða.
Pétur Hraunfjörð

19. Maí 2018

SVO ER ÖNNUR TEGUND FROĐUFRÉTTA

... Þakka pistilinn um daginn um hvernig fjölmiðlamenn forheimska opinbera umræðu um stjórnmál með að slá upp fyrirsögn um ýmis mál og með viðbótinni "segir stjórnmálafræðingur" í meginmáli. Í aðdraganda kosninga halda þeir sínu striki með þetta en bæta við annarri tegund froðufrétta sem felst í því að skrifa fyrirsögn hvern dag um hvort meirihlutar standi eða falli. Í meginmáli er síðan vísað til skoðanakannana. Sífelldar fréttir af skoðanakönnunum er sennilega einföld leið til að fylla síður blaða og framkalla uppgerða spennu í stað þess að taka til umfjöllunar viðfangsefni stjórnmála og mikilvægi almannaþjónustu fyrir lífskjör. Aukið vægi ...
Sigfinnur

18. Maí 2018

BARNAVERNDAR-MÁL EIGA BETRA SKILIĐ EN AĐ RÁĐIST SÉ GEGN EFTIRLITS-AĐILUM

Sæll Ögmundur. Takk fyrir góða og tímabæra grein þína um fréttaflutning af barnaverndarmálum. Ég var rétt í þessu að lesa einkar einkennilega grein eftir Auði Jónsdóttur á vef Kjarnans, en hún virðist ímynda sér að ábending þín í lok greinarinnar um möguleg tengsl blaðamanns Kjarnans og aðila sem barnaverndarmálum - að þarna sé að finna tengsl ekkert síður en annars staðar - sé megininntakið í umfjöllun þinni. Það er afskaplega undarlegur málflutningur, órökvís og óheiðarlegur, og mér finnst þessi mikilvægi málaflokkur eiga betra skilið en slíka útúrsnúninga. Maður veltir fyrir sér ...
Þorsteinn Siglaugsson 

16. Maí 2018

GETUR EKKI ORĐA BUNDIST

Var að lesa það sem félagi Einar Ólafsson ritar. Eg get ekki orða bundist: Að jafna einni skelfilegustu harðstjórn sem mannkynið hefur nokkru sinni upplifað við Evrópusambandið botna eg ekkert í. Evrópusambandið hefur verið byggt á grundvallarmannréttindum og að útfæra lýðræði á kannski eitthvað öðruvísi hátt en íhaldinu á Íslandi hugnast. Í mínum augum er fáni Evrópusambandisin tákn um betra lýðræði og aukin mannréttindi. Og að ala á tortryggni gagnvart því sem vel hefur verið gert skil eg ekki. Vilja menn þessa endalausu vitleysu með þennan efnahagsleik með ...
Guðjón Jensson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta