Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

3. Janúar 2018

RĆTT UM STRÍĐ OG FRIĐ Í BERLÍN

ogmundur lubl
Eins og fram hefur komið hér á síðunni oftar en einu sinni hef ég tengt mig samtökum sem nefnast Institute of Cultural Diplomacy, skammstafað ICD. Þetta eru samtök sem vilja stuðla að friðsamlegri sambúð í heiminum og beita menningu og menningarmiðlum í þá veru.
Hinn 19. og 20. desember sl. sat ég árlega höfuðráðstefnu samtakanna í Berlín. Þar var samankomið fólk úr heimi stjórnmálanna, vísinda og lista og söng þar hver með sínu nefi en allir vildu þó færa fram hugmyndir um hvernig stuðla mætti að friði í heiminum.

List í þágu friðar

Margt var sagt af viti og til umhugsunar. Listakona sagði frá listsköpun sinni sem hún kvað eiga að þjóna friðarboðskapnum. „List er ekki bara til að gleðja okkur eða skemmta okkur," sagði hún, „mína list hugsa ég sem ferli sem vekur til umhugsunar bæði þegar hún er sköpuð og þegar hennar er notið." Svolítið í anda einhvers konar blöndu af sósíalrealisma og nytjahyggju.

Flóttamaðurinn í sögulegu samhengi

Erna Hennicot-Schoepges fyrrum áhrifakona í stjórnmálum í heimalandi sínu, Lúxemborg og tónlistarkona með ágætum, flutti vekjandi erindi og kom víða við. Á nokkrum mínútum fór hún í gegnum sögu mannskepnunnar, hómó sapiens, frá upphafi vega og til þessa dags: Í upphafi vorum við flökkukind, færðum okkur úr stað ef fæðuna þraut og landið varð þar með óbyggilegt. Síðan fengum við verkfæri til að yrkja jörðina og draga fisk á land. Þá gátum við farið að láta lengur fyrir berast á sama stað. Á þessa leið mælti ræðukonan. Allt í einu fannst mér hlutskipti flóttamanna taka á sig þessa gamalkunnu mynd. Ósköp einföld sannindi sem þó þarf að segja til að jarða fordóma.

Áhrifamáttur hugmyndanna

Sjálfur flutti ég erindi á ráðstefnunni undir titlinum: The force of ideas: Examples to be learned from. Ekki get ég birt erindið því það var flutt af munni fram. Á innihaldinu hef ég of tæpt í ræðu og riti. Ég minnti á að þótt heiminum væri fyrst og fremst stýrt af hagsmunum skipti hið huglæga einnig máli og vísaði ég í orð suður-afríska baráttumannsins, Essa Moosa, sem sagði í mín eyru að mesta hindrunin sem baráttumenn gegn aphartheidstefnunni hafi átt við að stríða hafi einmitt verið huglæg, sú trú að apartheidkerfið væri ósigrandi. Herhvötin: Frelsi á okkar dögum, freedom in our lifetime, hafi lengi vel ekki þótt raunhæf og trúverðug en um leið og menn hins vegar byrjuðu að trúa á hana, ekki bara hinir svörtu heldur hinir hvítu líka, þá hafi farið að hrikta í stoðum kerfisins.

Áróðursmeistarar peningafrjálshyggjunnar

Ég talaði um þá skoðun mína að stjórnmálabarátta snerist um hvernig samfélagið hugsaði og fór orðum um breyttan tíðaranda frá því fyrir þremur til fjórum áratugum, áður en nýfrjálshyggjan hóf innreið sína. Þjóðfélagið hefði uppúr miðri öldinni sem leið, aldrei látið stjórnmálamenn komast upp með þá eyðileggingu sem þeir hefðu unnið á innviðum samfélagsins í seinni tíð. Það væri flókið mál að skýra áhrifavaldana fyrir þessum breytingum á tíðarandanum en hugmyndabarátta hefði þar vissulega skipt máli. Tók ég dæmi þar að lútandi af markvissu starfi áróðursmeistara peningafrjálshyggjunnar.

ICAN og Nóbelsverðlaunin

Síðan tók ég dæmi af baráttu sem mér hefði hugnast betur, baráttu nýbakaðra friðarverðlaunahafa Nóbels, ICAN, International Campaign to Abolish Nuclear Weapons. Einnig hún hefði borið árangur og ekki lítinn þótt sjálft smiðshöggið væri eftir.
Ég minnti á mikilvægi baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum, sem ætti að vera öllum augljós nú. Greinilegt væri að kjarnorkuárásin á Hiroshima og Nagasaki sem drap fjórðung úr milljón manna - hefði ekki reynst ráðamönnum samtímans næg lexía. Nú væri í alvöru talað um að beita kjarnorkuvopnum. Hið mótsagnakennda væri að sjálfsögðu það að tilvist þeirra væri hugsuð sem ógn en til að ógnin hefði fælingarmátt yrðu menn að trúa því að alvara væri að baki hótuninni um að beita þessum vopnum.
ICAN hefðu hafið sína baráttu fyrir um áratug og væru aðildarsamtökin nú tæplega fimm hundruð í rúmlega eitt hundrað löndum. 7. júlí síðatliðinn hefðu 122 af 193 ríkjum Sameinuðu þjóðanna verið búin að undirrita skuldbindingu um bann við kjarnorkuvopnum. Eftir stæðu þá 71 ríki, 29 aðildarríki NATO og að sjálfsögðu ríkin 9 sem búa yfir kjarnorkuvopnum og vilja fyrir engan mun missa þau.

Barátta gegn jarðsprengjum líka verðlaunuð og ...

Þessi barátta skiptir engu máli nema kjarnorkuveldin skuldbindi sig til að losa sig við vopnin, verður án efa sagt, var haft eftir Jody Williams, helsta frumkvöðli að baráttu Samtaka gegn jarðsprengjum, International Campaign to Ban Landmines þegar skýrt var frá því að ICAN yrðu veitt friðarverðlaunin. Jody Williams bætt því svo við að þetta hefði líka verið sagt um baráttu ICBL, þegar henni og ICBL samtökunum hafi verið veitt Nóbelsverðlaunin árið 1997. Staðreyndin væri hins vegar sú að þau hefðu skilað árangri. 163 ríki hafi nú undirritað skuldbindingu í þessa veru og starfi samtökin nú í yfir eitt hundrað löndum og fylgdust með framkvæmd samningsins.

... skilar árangri

Í ræðu minni nefndi ég einnig baráttuna gegn klasasprengjum, en hún hófst 2008. Þegar hafi 108 ríki undirritað skuldbindingu um að framleiða ekki eða nýta sér þessi vopn á nokkurn hátt. Fram hafi komið svo jákvætt dæmi sé nefnt, að ýmis þeirra ríkja, þar á meðal Bandaríkin, sem ættu ekki aðild að samkomulaginu, virtu það í reynd. Þannig hefði framleiðslu þessarar tegundar vopna algerlega verið hætt í Bandaríkjunum. Þetta er árangurinn sem Jody Williams vísar til í starfi allra þessara samtaka.
Það er þetta sem ávinnst, sögðu fulltrúar ICAN okkur einnig á fundi í Reykjavík fyrir skömmu. Með baráttunni væri skapaður vettvangur fyrir umræðu og í framhaldinu risi siðferðileg krafa á hendur framleiðendum sem síðan mætti fylgja eftir með efnahagslegum þrýstingi til dæmis með því að hvetja almenning og fyrirtæki að skipta ekki við þá aðila sem kæmu nálægt hinum forboðnu vopnum. Þarna kæmi grasrótin til sögunnar með skipulegu aðhaldi og eftirliti frá degi til dags.  

Ekki færri samfélagsrýna en fuglaskoðara!

Og auðvitað er það þetta aðhald sem skiptir sköpum. Vitnaði ég í því sambandi í neytendafrömuðinn Ralph Nader sem minnt hefði á að í Bandaríkjunum væru 3 milljónir fuglaskoðara. Ekki færri þurftu að fylgjast með stjórnmálamönnunum og þá ekki síður fjármálasamsteypunum. Eftirlitið skipti öllu máli sagði Nader í fyrirlestri sem ég var viðstaddur í Berkeley í Kaliforníu sumarið 2014.

Stein Ringen vitnar í Kant

Þetta varð mér svo tilefni til að vísa í norska félagsfræðinginn Stein Ringen (nú prófessor í Oxford), sem héldi því fram að á undangengnum öldum hefði það ekki gerst að tvær lýðræðisþjóðir færu með stríð á hendur hvor annarri. Lýðræðisríki hefði hins vegar átt í stríði við ríki sem ekki byggju við slíkt stjórnarfar. Rakti Stein Ringen þennan friðarþráð til þýska heimspekingsins Immanuels Kants og ritgerðar hans frá 1795, um stöðugan frið, Ewigen Frieden. Kant hefði fært rök fyrir því að ríki sem byggju við aðhald innan frá væru ólíklegri en önnur ríki að beita vopnavaldi. Því meira lýðræði, þeim mun friðsælli heimur, klykkir Stein Ringen út með.

Gegn aftöku með drápsdrónum

Ég spáði því í tali mínu  að næsta barátta myndi snúast um dráps- dróna. Öll hefðum við viðbjóð á aftökum í Saudi Arabíu, Kína og víðar. En hvers vegna umbærum við yfirvegaðar aftökur með drónum; aftökum stýrt úr fjálægð, iðulega frá fínum skrifstofum, gott ef ekki sjálfri forsetaskrifstofunni  í Washington. Ég leyfði mér að spá því að innan áratugar yrði baráttan gegn drápsdrónum komin vel á veg, kannski þegar búin að hreppa friðar-Nóbelinn!

Me-too

Að lokum staðnæmdist ég við me-too bylgjuna og hvernig hún væri að hafa djúpstæð áhrif á samskiptamynstur kynjanna, ekki aðeins með því að uppræta ofbeldi karla gagnvart konum heldur með því að innræta þeim ný viðhorf og gildismat. Þetta væri áþreifanlegt dæmi um áhrif hugmynda og baráttu fyrir breyttu gildismati, nýjum menningarheimi.

Rétt hjá Robbie Williams!

Ég lauk máli mínu með tilvitnun í bandaríska leikarann Robbie Williams en eftir honum er haft: „Hvað sem fólk reynir að telja ykkur trú um, þá geta orð og hugmyndir breytt heimnum."
Í ræðu minni sagði ég sitthvað fleira en þetta hafði ég punktað niður mér til minnis - sem stikkorð - og birti hér í þessum minningasarpi mínum, ogmundur.is.

 


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

13. Mars 2018

ISS BLÓMSTRAR, VALT GENGI VG, OG UM ŢINGMANNAKĆK

Já víst er lánið ósköp valt
í Vinstri/Grænum hlakkar
En undurfljótt mun anda kalt
og útúr þessu bakkar.
....
Pétur Hraunfjörð.

25. Febrúar 2018

ASSGOTI ...

Assgoti er allt hér rotið
almenningur grætur
Með pólitíska flokka potið
og langleguafætur!
Pétur Hraunfjörð

24. Febrúar 2018

ÁSMUNDUR: ÖKUMAĐUR Á GUĐSVEGUM

Aksturinn er ofsapuð,
eins og margur sér.
Olíuna greiðir Guð,
gæfa fylgir mér.
Kári

7. Febrúar 2018

BARÁTTA ŢVERT Á LANDAMĆRI

Takk fyrir að birta fréttina um lögsóknina á hendur breska ríkinu fyrir að ætla að eyðileggja heilbrigðsiskerfið með einkavæðinu. Það er hárrétt hjá þér Ögmundur að þetta kemur okkur öllum við óháð landamærum. Ég gaf 25 pund í söfnunina og er stoltur af . Ég sé að margir eru sem betur fer að taka þátt. En þörf er á miklu fleirum. Ég vil hvetja alla sem lesa þetta að láta eitthvað af hendi rakna ... 
Jóhannes Gr. Jónsson

6. Febrúar 2018

AĐ KUNNA AĐ PLATA OG GANGA SVO Í EINA SĆNG

Verkefnisstjóra sér valdi Kata
víst stjórnarskránni breyta á
En Íhaldið Kötu kann að plata
og lét ´ana hafa Unni Brá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Febrúar 2018

BORGIN VILL BÓLU!

Reykjavíkurborg hefur vanrækt að styðja við Félagsíbúðir í samræmi við það sem lofað var fyrir síðustu kosningar. Í staðinn ætlar borgin að styðja byggingarfyrirtæki ASÍ, Bjarg. Vanrækslan hefur valdið því að nú á skyndilega og með andfælum að blása út stóra bólu á vegum verktakafyrirtækja, sbr, ummæli borgarstjóra; „Áhyggjur okkar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stórum og öflugum verktökum til að takast á við öll þessi verkefni ... Það væri hægt að tvö- falda kraftinn ef það væri nógu mikið af krönum og mannskap til þess að gera það,"
Sigurður Hannesson, talsmaður iðnaðarins, segir
Jóel A.

2. Febrúar 2018

SENT INN AF TILEFNI AF MANNA-RÁĐNINGU Í BRUSSEL

Engu þarf um það að spá,
þetta er gömul saga: 
Ef ráðherrarnir fara frá,
fá þeir bein að naga.

Sent inn en vísan mun vera eftir Jóhann Fr. Guðmundsson

30. Janúar 2018

ER VERKALÝĐS-HREYFINGIN AĐ VAKNA?

Mér sýnist að þau sem héldu að verkalýðshreyfingin hefði sungið sitt síðasta þurfi að endurskoða þá trú - vonandi. Ég heyri ekki betur en stefni í að tekist verði á um málefni í hreyfingunni í fyrsta sinn í langan tíma og þar megi nú kenna eldheitt baráttufólk fyrir bættum kjörum og réttindum láglaunafólks. Auðvitað er margt gott fólk fyrir í verkalýðshreyfingunni en vegna almenns doða hafa völdin verið í höndum örfárra einstaklinga. Fundir og samkomur hafa verið eins eftir matarpásu í yngstu deild á leikskóla, þá leggja sig allir. En nú horfum við til framboðs Sólveigar Jónsdóttur til formanns í Eflingu. Þar er sofandahætti aldeilis ekki fyrir að fara. Láti gott á vita!
Sunna Sara

30. Janúar 2018

LIFANDI FLOKKUR EN DAUĐUR ŢÓ

Lifandi dauður líklega er
um léleg heitin vænum
Og trúlega til fjandans fer
flest hjá Vinstri/grænum.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Janúar 2018

LIFANDI DAUĐAN FLOKK STYĐ ÉG EKKI

Upphrópanir eftir flokksráðsfund Vinstri grænna eru að Vinda hafi lægt innan VG. Þannig sagði mbl.is frá. Flokkurinn telur sig sem sagt vera kominn í skjól og logn og sæll með sitt hlutskipti í lífinu. Mér sýnist hins vegar flokkurinn þótt á lífi, sé á góðri leið með að verða lifandi dauður. Enda kannski ekki við öðru að búast af fólki sem finnst ekki neitt, lífið sé bara tækni. Dapurlegt þykir mér þetta þó því flokkinn studdi ég á meðan mér sýndist örla þar fyrir lífsmarki en held að nú sé komið nóg fyrir minn smekk.
BjarniBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

3. Febrúar 2018

Einar Ólafsson skrifar: ŢEGAR NÝJA MARKIĐ SÁ DAGSINS LJÓS

Takk Ögmundur fyrir frumkvæði þitt að fundinum í dag. Það var mjög athyglisvert að hlusta á Zoe Konstantopoulou. Þegar hún var að tala um Evrópusambandið og evruna kom mér í hug klausa úr gamalli norskri skáldsögu (gamalli eða ekki, hún kom út á æskuárum okkar). Einn merkasti rithöfundur Norðmanna eftir Ibsen og Hamsun var Jens Bjørneboe, lítt þekktur hér. Merkasta bók hans, að mér finnst, kom út árið 1966, Frihetens øyeblikk. Þorsteinn bróðir minn gaf mér hana í jólagjöf árið 1970. Eftir að ég las hana var ég ekki samur maður. Ég byrjaði að þýða hana ...

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...


Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta