Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

3. Janúar 2018

RĆTT UM STRÍĐ OG FRIĐ Í BERLÍN

ogmundur lubl
Eins og fram hefur komið hér á síðunni oftar en einu sinni hef ég tengt mig samtökum sem nefnast Institute of Cultural Diplomacy, skammstafað ICD. Þetta eru samtök sem vilja stuðla að friðsamlegri sambúð í heiminum og beita menningu og menningarmiðlum í þá veru.
Hinn 19. og 20. desember sl. sat ég árlega höfuðráðstefnu samtakanna í Berlín. Þar var samankomið fólk úr heimi stjórnmálanna, vísinda og lista og söng þar hver með sínu nefi en allir vildu þó færa fram hugmyndir um hvernig stuðla mætti að friði í heiminum.

List í þágu friðar

Margt var sagt af viti og til umhugsunar. Listakona sagði frá listsköpun sinni sem hún kvað eiga að þjóna friðarboðskapnum. „List er ekki bara til að gleðja okkur eða skemmta okkur," sagði hún, „mína list hugsa ég sem ferli sem vekur til umhugsunar bæði þegar hún er sköpuð og þegar hennar er notið." Svolítið í anda einhvers konar blöndu af sósíalrealisma og nytjahyggju.

Flóttamaðurinn í sögulegu samhengi

Erna Hennicot-Schoepges fyrrum áhrifakona í stjórnmálum í heimalandi sínu, Lúxemborg og tónlistarkona með ágætum, flutti vekjandi erindi og kom víða við. Á nokkrum mínútum fór hún í gegnum sögu mannskepnunnar, hómó sapiens, frá upphafi vega og til þessa dags: Í upphafi vorum við flökkukind, færðum okkur úr stað ef fæðuna þraut og landið varð þar með óbyggilegt. Síðan fengum við verkfæri til að yrkja jörðina og draga fisk á land. Þá gátum við farið að láta lengur fyrir berast á sama stað. Á þessa leið mælti ræðukonan. Allt í einu fannst mér hlutskipti flóttamanna taka á sig þessa gamalkunnu mynd. Ósköp einföld sannindi sem þó þarf að segja til að jarða fordóma.

Áhrifamáttur hugmyndanna

Sjálfur flutti ég erindi á ráðstefnunni undir titlinum: The force of ideas: Examples to be learned from. Ekki get ég birt erindið því það var flutt af munni fram. Á innihaldinu hef ég of tæpt í ræðu og riti. Ég minnti á að þótt heiminum væri fyrst og fremst stýrt af hagsmunum skipti hið huglæga einnig máli og vísaði ég í orð suður-afríska baráttumannsins, Essa Moosa, sem sagði í mín eyru að mesta hindrunin sem baráttumenn gegn aphartheidstefnunni hafi átt við að stríða hafi einmitt verið huglæg, sú trú að apartheidkerfið væri ósigrandi. Herhvötin: Frelsi á okkar dögum, freedom in our lifetime, hafi lengi vel ekki þótt raunhæf og trúverðug en um leið og menn hins vegar byrjuðu að trúa á hana, ekki bara hinir svörtu heldur hinir hvítu líka, þá hafi farið að hrikta í stoðum kerfisins.

Áróðursmeistarar peningafrjálshyggjunnar

Ég talaði um þá skoðun mína að stjórnmálabarátta snerist um hvernig samfélagið hugsaði og fór orðum um breyttan tíðaranda frá því fyrir þremur til fjórum áratugum, áður en nýfrjálshyggjan hóf innreið sína. Þjóðfélagið hefði uppúr miðri öldinni sem leið, aldrei látið stjórnmálamenn komast upp með þá eyðileggingu sem þeir hefðu unnið á innviðum samfélagsins í seinni tíð. Það væri flókið mál að skýra áhrifavaldana fyrir þessum breytingum á tíðarandanum en hugmyndabarátta hefði þar vissulega skipt máli. Tók ég dæmi þar að lútandi af markvissu starfi áróðursmeistara peningafrjálshyggjunnar.

ICAN og Nóbelsverðlaunin

Síðan tók ég dæmi af baráttu sem mér hefði hugnast betur, baráttu nýbakaðra friðarverðlaunahafa Nóbels, ICAN, International Campaign to Abolish Nuclear Weapons. Einnig hún hefði borið árangur og ekki lítinn þótt sjálft smiðshöggið væri eftir.
Ég minnti á mikilvægi baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum, sem ætti að vera öllum augljós nú. Greinilegt væri að kjarnorkuárásin á Hiroshima og Nagasaki sem drap fjórðung úr milljón manna - hefði ekki reynst ráðamönnum samtímans næg lexía. Nú væri í alvöru talað um að beita kjarnorkuvopnum. Hið mótsagnakennda væri að sjálfsögðu það að tilvist þeirra væri hugsuð sem ógn en til að ógnin hefði fælingarmátt yrðu menn að trúa því að alvara væri að baki hótuninni um að beita þessum vopnum.
ICAN hefðu hafið sína baráttu fyrir um áratug og væru aðildarsamtökin nú tæplega fimm hundruð í rúmlega eitt hundrað löndum. 7. júlí síðatliðinn hefðu 122 af 193 ríkjum Sameinuðu þjóðanna verið búin að undirrita skuldbindingu um bann við kjarnorkuvopnum. Eftir stæðu þá 71 ríki, 29 aðildarríki NATO og að sjálfsögðu ríkin 9 sem búa yfir kjarnorkuvopnum og vilja fyrir engan mun missa þau.

Barátta gegn jarðsprengjum líka verðlaunuð og ...

Þessi barátta skiptir engu máli nema kjarnorkuveldin skuldbindi sig til að losa sig við vopnin, verður án efa sagt, var haft eftir Jody Williams, helsta frumkvöðli að baráttu Samtaka gegn jarðsprengjum, International Campaign to Ban Landmines þegar skýrt var frá því að ICAN yrðu veitt friðarverðlaunin. Jody Williams bætt því svo við að þetta hefði líka verið sagt um baráttu ICBL, þegar henni og ICBL samtökunum hafi verið veitt Nóbelsverðlaunin árið 1997. Staðreyndin væri hins vegar sú að þau hefðu skilað árangri. 163 ríki hafi nú undirritað skuldbindingu í þessa veru og starfi samtökin nú í yfir eitt hundrað löndum og fylgdust með framkvæmd samningsins.

... skilar árangri

Í ræðu minni nefndi ég einnig baráttuna gegn klasasprengjum, en hún hófst 2008. Þegar hafi 108 ríki undirritað skuldbindingu um að framleiða ekki eða nýta sér þessi vopn á nokkurn hátt. Fram hafi komið svo jákvætt dæmi sé nefnt, að ýmis þeirra ríkja, þar á meðal Bandaríkin, sem ættu ekki aðild að samkomulaginu, virtu það í reynd. Þannig hefði framleiðslu þessarar tegundar vopna algerlega verið hætt í Bandaríkjunum. Þetta er árangurinn sem Jody Williams vísar til í starfi allra þessara samtaka.
Það er þetta sem ávinnst, sögðu fulltrúar ICAN okkur einnig á fundi í Reykjavík fyrir skömmu. Með baráttunni væri skapaður vettvangur fyrir umræðu og í framhaldinu risi siðferðileg krafa á hendur framleiðendum sem síðan mætti fylgja eftir með efnahagslegum þrýstingi til dæmis með því að hvetja almenning og fyrirtæki að skipta ekki við þá aðila sem kæmu nálægt hinum forboðnu vopnum. Þarna kæmi grasrótin til sögunnar með skipulegu aðhaldi og eftirliti frá degi til dags.  

Ekki færri samfélagsrýna en fuglaskoðara!

Og auðvitað er það þetta aðhald sem skiptir sköpum. Vitnaði ég í því sambandi í neytendafrömuðinn Ralph Nader sem minnt hefði á að í Bandaríkjunum væru 3 milljónir fuglaskoðara. Ekki færri þurftu að fylgjast með stjórnmálamönnunum og þá ekki síður fjármálasamsteypunum. Eftirlitið skipti öllu máli sagði Nader í fyrirlestri sem ég var viðstaddur í Berkeley í Kaliforníu sumarið 2014.

Stein Ringen vitnar í Kant

Þetta varð mér svo tilefni til að vísa í norska félagsfræðinginn Stein Ringen (nú prófessor í Oxford), sem héldi því fram að á undangengnum öldum hefði það ekki gerst að tvær lýðræðisþjóðir færu með stríð á hendur hvor annarri. Lýðræðisríki hefði hins vegar átt í stríði við ríki sem ekki byggju við slíkt stjórnarfar. Rakti Stein Ringen þennan friðarþráð til þýska heimspekingsins Immanuels Kants og ritgerðar hans frá 1795, um stöðugan frið, Ewigen Frieden. Kant hefði fært rök fyrir því að ríki sem byggju við aðhald innan frá væru ólíklegri en önnur ríki að beita vopnavaldi. Því meira lýðræði, þeim mun friðsælli heimur, klykkir Stein Ringen út með.

Gegn aftöku með drápsdrónum

Ég spáði því í tali mínu  að næsta barátta myndi snúast um dráps- dróna. Öll hefðum við viðbjóð á aftökum í Saudi Arabíu, Kína og víðar. En hvers vegna umbærum við yfirvegaðar aftökur með drónum; aftökum stýrt úr fjálægð, iðulega frá fínum skrifstofum, gott ef ekki sjálfri forsetaskrifstofunni  í Washington. Ég leyfði mér að spá því að innan áratugar yrði baráttan gegn drápsdrónum komin vel á veg, kannski þegar búin að hreppa friðar-Nóbelinn!

Me-too

Að lokum staðnæmdist ég við me-too bylgjuna og hvernig hún væri að hafa djúpstæð áhrif á samskiptamynstur kynjanna, ekki aðeins með því að uppræta ofbeldi karla gagnvart konum heldur með því að innræta þeim ný viðhorf og gildismat. Þetta væri áþreifanlegt dæmi um áhrif hugmynda og baráttu fyrir breyttu gildismati, nýjum menningarheimi.

Rétt hjá Robbie Williams!

Ég lauk máli mínu með tilvitnun í bandaríska leikarann Robbie Williams en eftir honum er haft: „Hvað sem fólk reynir að telja ykkur trú um, þá geta orð og hugmyndir breytt heimnum."
Í ræðu minni sagði ég sitthvað fleira en þetta hafði ég punktað niður mér til minnis - sem stikkorð - og birti hér í þessum minningasarpi mínum, ogmundur.is.

 


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

13. Janúar 2018

VALHÖLL OG BORGARSTJÓRN

Baráttan er byrjuð þar
og bjartsýnir eygja von.
Útsvars-stjarnan valin var
Vilhjálmur Bjarnason.

Eyþór Arnalds ætlar sér
oddvitasætið þarna.
En Villi víst með sigur fer
enda vinur Bjarna.
Pétur Hraunfjörð

8. Janúar 2018

SKORIĐ NIĐUR HJÁ LANDHELGIS-GĆSLUNNI Í GÓĐĆRI!

Eftir hrun voru varðskip leigð til útlanda til að mæta óhjákvæmilegum niðurskurði. Það var ekki gott en menn féllust á að það væri óhjákvæmilegt. En er óhjákvæmilegt að skera niður fjárframlög til Landhelgisgæslunnar við núverandi aðstæður þar sem peningum er hlaðið á degi hverjum inn í hagkerfið m.a. með stórauknum straumi ferðamanna? Stenst Landhelgisgæslan þetta? Nei, það gerir hún ekki enda ...
Starfsmaður Landhelgisgæslunnar

7. Janúar 2018

ÁBYRGĐ Í VERKI?

Formaður flokks sem segist vera vinstri flokkur og er kominn í samstjórn með Sjálfstæðisflokknum og er forsætisráðherra í þokkabót, segir að mál málanna sé að gera vinnumarkaðinn ábyrgan. Hvað þýðir það? Auðvitað skilja allir skilaboðin, enda höfum við margoft heyrt þau áður - úr munni Sjálfstæðisflokksins. Fólk á að þegja og sætta sig við það sem því er skammtað. Nema átt sé við að forsvarmsmenn SA og Viðskiptaráðs lækki við sig launin og stuðli að kjarajöfnun, er ríkisstjórnin  ef til vill til í það líka og biskupinn og Hæstiréttur? Þá skulum við fara að tala saman. En á meðal annarra orða, var það ábyrgt að auka framlag úr ríkissjóði til stjónmálaflokkanna á þingi - til sjálfra sín -  um 362 milljónir? Var það ábyrgð í verki?
Jóel A.

7. Janúar 2018

UM HVAĐ SNÝST DÓMARAMÁLIĐ?

Um hvað snúast stjórnmálin á Íslandi? Veit það einhver? Stjórnarandstaðan vill að Sigríður dómsmálaráherra segi af sér, finnst það mikilvægast af öllu! En hvað gerði hún rangt? Var það ekki svokölluð matsnefnd sem klúðraði málum? Hvernig væri að fjölmiðlar reyndu að skýra þetta dómaramál? Það er orðið augljóst í mínum huga að málið er ekki eins svart hvítt og margir vilja vera láta - er ég þó enginn aðdáandi dómsmálaráðherrans né Sjálfstæðisflokksins. 
Sunna Sara

7. Janúar 2018

ENGIN ÁBYRGĐ

Ef landinn brýtur löginn hér
leiddur er til sakar
En Sigríður enga ábyrgð ber
ef skaða mörgum bakar
Pétur Hraunfjörð

7. Janúar 2018

SAMTRYGGING Á ALŢINGI

Það er rétt sem þú segir Ögmundur að alltaf er það mest sannfærandi þegar menn byrja á sjálfum sér! Það má til sanns vegar færa með ríkisstjórnina að hún geri þetta en með undarlegum og öfugsnúnum áherslum. Hún byrjar á því að skrúfa frá peningstreyminu úr ríkissjóði og eykur framlag til eigin þarfa um 362 milljónir! Þetta er kostnaðurinn við lýðræðið er gjarnan viðkvæðið þegar kostaðar eru heilsíður í blöðum með auglýsingum sjálfum sér til dásemdar. Annars eru ríkisstjórnarflokkarnir ekki einir um þetta, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkurinn eru þarna í liði með VG, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það er þetta sem kallað er ...
Jóel A.

5. Janúar 2018

HVAR FĆ ÉG HLJÓMDISKINN?

Þakka þér fyrir skrif þín um Andrés Björnsson og Einar Benediktsson, Tími er svipstund ein sem aldrei líður. Mér þóttu þessi skrif þín vera orð að sönnu. Ég las viðtalið við Andrés sem þú lést okkur lesendur fá aðgang að og las ljóð Einars Benediktssonar, Kvöld í Róm. Nú verð ég að eignast hljómdiskinn með ljóðalestri Andrésar Björnssonar, en hvar er hann að fá? Geturðu upplýst um það Ögmundur?
Jóhannes Gr. Jónsson 

3. Janúar 2018

YFIR STRIKIĐ

Katrín færði mikla fórn
og fór yfir strikið
Situr nú í samherjastjórn
al-sæl fyrir vikið.
Pétur Hraunfjörð

15. Desember 2017

SAMHERJA-STJÓRN?

Í fjölmiðlum hefur komið fram að ríkisstjórnin er með 80% stuðning þjóðarinnar. Þetta er afrek VG. Veita Bjarna Ben., skjól fyrir skattaskjólsávirðingum og þar með uppreisn æru, heiðra Sigríði Andersen fyrir dómararáðningar væntanlega.  Og VG eiga þeir það að þakka Kristján Þór  og Björn Valur að þeir njóta nú vinsælda hjá 80% þjóðarinnar. Ekki að undra að Samherji sé ánægður. En finnst vinstra fólki í lagi að gerast samherjar með Samherja og mynda Samherjastjórn?
Jóhannes Gr. Jónsson

12. Desember 2017

JÁ, EN HREINN K ...

Var að lesa bréf Hreins K sem ég skal játa að er nokkuð lunkið nema að þau sem sérstaklega eru beðin um að mæta skyldumætingu á 100 ára afmælisfund Sýkladeildar Landspítalans, væru að vinna fyrir leigunni með því að sækja fundinn og miðla honum til annarra. Það á við um pólitíkusa og fjölmiðlafólk. Síðan gæti stöku maður verið í fríi klukkan þrjú á fimmtudaginn!
Jóel A.


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta