Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

21. Janúar 2018

ALDUR

MBLBirtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20/21.01.18.
Báðir foreldrar mínir náðu 97 ára aldri. Ég man að þegar pabbi var kominn á 97. aldursárið fannst mér allir undir níræðu nánast vera börn. Og nú finnst mér sjötugt fólk vera unglingar og spyr hverjum hafi dottið í hug að senda þetta fólk á eftirlaun.
Sjálfur er ég í þessum hópi og líka ritstjóri þessa blaðs sem hélt upp á sjötugsafmæli sitt í vikunni. Við höfum verið samferða í boxhringnum í hálfa öld. Alltaf í gagnstæðum hornum en í seinni tíð getað talast við, allt í hófi þó. En jafnvel það hefði einhvern tímann þótt vera talsverð framför. Svona fer aldurinn með okkur. Maður sér í mönnum það sem maður ekki áður sá.

En það sem ég vildi sagt hafa er þó tengdara afstæðiskenningunni en aldri í árum talið. Ég er nefnilega kominn á þá skoðun og það meira að segja fyrir alllöngu að þetta tal um aldraða sé út í hött. Aldraðir eiga nefnilega fátt sameiginlegt. Sumir eru heilsuhraustir, aðrir ekki. Sumir eru ríkir, aðrir ekki. Sumir eru vinnufærir, aðrir ekki. Sumir eru fullir lífsorku, aðrir ekki.
Eigum við þá ekki frekar að tala um heilsuhrausta og heilsulausa, ríka og snauða? Framhjá því verður þó ekki horft að með aldrinum banka ýmsir kvillar upp á með ágengari hætti en fyrr á lífsleiðinni. Það er staðreynd. Það er líka staðreynd að tiltölulega heilsuhraust aldrað fólk sem vill lifa sjálfstæðu lífi í heimahúsum fær ekki þá þjónustu sem stjórnmálamenn hafa heitið því - stjórnmálamenn úr öllum flokkum.

Á síðastliðnu ári kom ég að máli við yfirvöldin í Reykjavík og spurði hvort unnt væri að fá aðstoð við böðun í heimahúsi fyrir hálftíræðan einstakling oftar en einu sinni í viku. Það var eins og að eiga samtal við múrvegg. Ég hugsaði að þetta yrði ekki það síðasta sem heyrðist frá mér um þetta efni.

Síðan var efnt til fundar um málefnið í Iðnó. Enn hefur ekkert hreyfst. Og enginn stjórnmálamaður sýnir þessu minnsta áhuga. Það er bara Borgarlínan sem kemst að hjá stjórnarandstöðunni og harmur Eyþórs Arnalds yfir því að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu - öll sem eitt - líka blái Garðarbær og bláa Seltjarnarnes, blái Hafnarfjörður, blái Mosfellsbær og blái Kópavogur, ekkert síður en fölbleika Reykjavík - vildu fyrir nokkrum árum setja milljarð í að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það þótti mér viturleg ráðstöfun!

En aftur að heimaþjónustunni. Eftir Iðnófundinn skrifaði ég borgaryfirvöldum. Fékk að lokum svar frá stjórnsýslunni en bíð enn svars frá pólitíkinni. Stjórnsýslan svaraði nokkuð út og suður en svaraði þó. Pólitíkin þegir enn.

Svona er lífið afstætt. Gamlir flokkshestar fara að rýna í einstök málefni og gefa þá minna fyrir flokka ef brennandi áhugamál þeirra eru virt að vettugi sem hvað mig varðar eru málefni aldraðs fólks í heimahúsum; fólks sem þarf á aðstoð að halda.

En hvað varðar öldruðu unglingana sem verða sjötugir á árinu þá er ég að sjálfsögðu ekki svo blindur að ég afneiti aldrinum. Síðast þegar bekkurinn minn kom saman spurði ég konu mína hvað allt þetta gamla fólk væri að gera hérna. Og hún sagði, það sama og þú ert að gera, smelltu þér á snyrtinguna og líttu í spegil. Ég gerði það og mikið rétt, ég smellpassaði í hópinn.
Svo dönsuðum við allt kvöldið og bekkjarbræðurnir spiluðu í gömlu töffarahljómsveitinni, svolítið hrukkóttari en síðast en aldrei meiri töffarar. Og allir í fínu stuði. Alveg eins og í gamla daga. Þegar við vorum öll tvítug.
Svona er aldurinn afstæður.


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur HraunfjörðBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta