Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

1. Febrúar 2018

UPP MEĐ VESKIN!

FrettablaðiðBirtist í Fréttablaðinu 31.01.18.
Slagurinn um Kjararáð snýst fyrst og fremst um völd. Ekki jöfnuð, ekki hvað teljist réttlát kjör, bara hverjir skuli ráða kjaraþróuninni í prósentum talið. Handhafar kjarareglustikunnar, sem kalla sig SALEK, eru búnir að knýja ríkisstjórn landsins til valdaafsals í þessu efni. Í síðustu viku fengum við að vita að í ráði væri að setja mél og beisli á Kjararáð og hafa taumhaldið á borði SALEK. Þetta mátti lesa úr boðskapnum.
Sú tilhneiging var rík í kringum aldamótin að gera opinberar stofnanir að hlutafélögum. Stundum var markmiðið það eitt að leggja af réttindakerfi starfsmanna og koma forstjórunum í var með sín laun. Það vill gleymast í þessari umræðu að flestum ríkisforstjórum er meinilla við Kjararáð. Í stjórn hlutafélags er það hins vegar stjórn félagsins sem ákveður forstjóralaunin, „því miður er ekki hægt að upplýsa um þau, menn verða að hafa á því skilning að þau eru trúnaðarmál". Með hlutafélagafyrirkomulaginu er gagnsæi Kjararáðs þannig fyrir bí og ekkert lengur til að koma láglaunafólkinu úr jafnvægi, með öðrum orðum, margfrægur stöðugleiki er tryggður. 
Þannig var þetta hugsað og um þetta snúast deilur á líðandi stund um Kjararáð fyrst og fremst, að halda launaþjóðinni sofandi undir handleiðslu skömmtunarstjóra.

Meira valdaafsal

Aðförin að Kjararáði er bara byrjunin. Nú verður knúið á um frekara valdaafsal. Atvinnurekendasamtökin eru byrjuð að setja ríkisstjórninni fyrir. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í blaðagrein að bæði skorti aðhald og forgangsröðun í ríkiskerfinu. Hvernig væri að tala ögn skýrar, Halldór. Telur talsmaður SA of mikið fara til skólanna eða heilbrigðiskerfisins, varla til Landhelgisgæslunnar því þar er illu heilli verið að skera niður. Eða er hugboð mitt rétt, að Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins séu að dusta rykið af margframkomnum tillögum sínum um einkavæðingu og einkaframkvæmd?
Til að þau áform gangi upp þarf að byrja á því að búa til fjárhagsþrengingar með „aðhaldi", síðan mun Viðskiptaráð og SA koma með sérsaumuðu lausnirnar um rétta forgangsröðun að hætti hússins. 

Höfum séð á spilin

Því miður hefur verkalýðshreyfingin ekki alltaf staðið í fæturna gagnvart slíkum áformum - þess vegna þarf að hafa varann á nú þegar valdaafsalið er hafið. Við höfum að sjálfsögðu þegar séð á ýmis spil, skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfmanna jafnframt því sem samtök á vinnumarkaði seilast sífellt lengra inn á svið samfélagsþjónustunnar á kostnað hennar.

Viðskiptaráð opni sig

En aftur að Kjararáði og tillögu sem ég set hér með fram. Okkur er sagt að stóri vandinn sé skortur á upplýsingum um kjör og þróun viðmiðunarhópa, og þá væntanlega einnig þeirra sem Kjararáði ber að miða við. Væri ekki ráð að hver og einn einstaklingur sem sæti á í stjórn Viðskiptaráðs opni veski sitt og sýni þjóðinni hvað þar er að finna. Þau sem tjá sig eins ákaft um kjör annarra og þetta fólk gerir, geta varla vikist undan því að ræða eigin kjör. Þetta ætti að vera einfalt og fljótvirkt. Þar með hefði Kjararáð viðmiðunarhópinn til að styðjast við.

Varnarvísitala láglaunafólks

Þegar þessar staðreyndir lægju á  borðinu væri rétt að hefja umræðu um hver væri siðferðilega boðlegur kjaramunur. Ég hef stungið upp á einn á móti þremur og flutt um það þingmál. Óþarflega mikill munur kann einhver að segja og virði ég það sjónarmið. En ég legg engu að síður til að við byrjum þarna.
Ef við sammæltumst um þetta og á daginn kæmi að viðsemjendur SA og Viðskiptaráðs væru með minna en nemur þriðjungi af þeirra kjörum, þyrfti  að gera annað tveggja, hinir hæstu lækki eða hinir lægstu verði hækkaðir þannig að hlutfallinu verði náð. Þarna væri komin varnarvísitala láglaunafólks.
Ef ekki fylgir með í SALEK pakkanum formúla af þessu tagi, þá er bara ein leið fær: Barátta og aftur barátta!
http://www.visir.is/g/2018180139828/upp-med-veskin-


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur HraunfjörðBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta