Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

27. Febrúar 2018

GRIKKLAND, ÍSLAND, EVRÓPUSAMBANDIĐ OG LÝĐRĆĐIĐ

MBLBirtist í Morgunblaðinu 26.02.18.
Það var mikið lán fyrir Íslendinga að standa utan Evrópusambandsins þegar fjármálakerfið hrundi haustið 2008, hvað þá ef við hefðum verið búin að taka upp evru sem gjaldmiðil. Þá hefðum við fengið að kynnast þumalskrúfunum sem grísk þjóð hefur mátt þola eftir að samansúrrað valdakerfi fjármálamanna og erindreka þeirra í stjórnkerfi Evrópusambandsins tók ákvörðun um að láta gríska skattgreiðendur borga lánveitendum lán sem með sviksemi hafði verið þröngvað upp á Grikkland.
Þetta reyndu vel að merkja Bretar og Hollendingar gagnvart okkur þegar þvinga átti Ísland til að lögfesta skuldbindingar íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave. ESB reyndi þá að aðstoða við ofbeldið á bak við tjöldin en gat aldrei orðið annað en bakrödd vegna þeirrar fjarlægðar sem þó var á milli Íslands og Evrópusambandsins.

Óábyrgir lánveitendur

Það deilir enginn um að Grikkland var orðið gríðarlega skuldsett þegar Evrópusambandið lét til skarar skríða gegn Grikkjum fyrir fáeinum árum og að þar hafði spilling komið mjög við sögu. En þá er það líka til umhugsunar sem hinn virti bandaríski þjóðfélagsrýnir Noam Chomsky hefur sagt, að ef um hefur verið að ræða óábyrga lántöku þá hafa líka verið á ferðinni óábyrgir lánveitendur. Og annar ágætur maður, nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz, hefur bent á að nauðsynlegt sé að skoða lántöku Grikkja, á hvaða forsendum bankar, einkum franskir og þýskir, hafi lánað þeim, hverjir hefðu hagnast og hvernig með féð hefði verið farið. Þetta yrði að skoða áður en gengið yrði frekar á lífskjör almennings. Þá hefur komið fram að fjármálafyrirtækið Goldman Sachs hafi sogið ófáa milljarðana upp úr grískum skatthirrslum þegar fyrirtækið var sjálf köngulóin í miklum fjármálatilfærslum og falskri uppsetningu á skuldastöðu Grikkja til að koma þeim inn á evrusvæðið þótt ekki væru fyrir því forsendur, um og upp úr aldamótunum.  

Ekki geð í sér að sitja í forsæti

Öll þessi sviksemi og síðan þvingunarvald Evrópusambandsins gagnvart Grikkjum var grunnstefið í erindi Zoe Konstantopoulous, fyrrum forseta gríska þingsins og þingmanns stjórnarflokksins Syriza í Safnahúsinu í Reykjavík í byrjun mánaðarins. Hún leggur höfuðáherslu á að ítarleg rannsókn fari fram á lántöku Grikkja og glæpsamlegu athæfi í því samhengi. Almenningur verði ekki látinn blæða fyrir saknæmt atferli innan fjármálakerfis og stjórnsýslu. Sjálf hefur hún sérhæft sig í alþjóðlegum refsirétti.
Zoe sagði af sér þingforsetaembættinu og gekk úr Syriza eftir að sá flokkur hafði gengið í björgin í Berlín og Brüssel og svarið fjendum sínum þar hollustu. Sjálf hafði hún ekki geð í sér til að sitja í forsæti á þjóðþingi sem svo átti að heita, eftir að sú skipan komst á að öll fyrirhuguð lög gríska þingsins yrðu áður að hljóta samþykki lánardrottnanna og erindreka þeirra í ESB!

Þá þagnaði Alþingi

Allar þessar þvinganir eru fyrir opnum tjöldum þótt aðeins þau sjái sem vilja sjá. Það er gömul saga og ný. Minna fer fyrir hægfara þvingunum og þrýstingi. Átakanlegasta birtingarmyndin hefur mér þótt vera á Alþingi Íslendinga jafnan þegar það rennur upp fyrir þingmönnum að lagafrumvörpin sem eru til umfjöllunar og menn hafa haft miklar skoðanir á, eru þegar allt kemur til alls byggð á tilskipunum frá Evrópusambandinu með millilendingu í EES, Evrópska efnahagssvæðinu. Þegar þetta gerist lýkur allri umræðu eins og hendi sé veifað. Hinir trúuðu taka þá nær undantekningalaust að mæla ráðslaginu bót en aðrir vita sem er að þetta er nokkuð sem að óbreyttu verður að láta yfir sig ganga. Að vísu má stundum reyna að draga úr ítrustu útfærslum en í grunninn verða menn að hlýða.

Lýðræði aðeins tryggt með aðkomu að ákvörðunum

Oft hefur komið fram að þeir eru ófáir sem vilja markaðs- og einkavæðingu, sölu helst allra ríkiseigna og hömulaus viðskipti og eru sáttir við flest sem frá Evrópusambandinu kemur í þessa veru. En ef vilji er til að markaðsvæða raforkuna eins og gert hefur verið í ESB og ef vilji er til að takmarka frelsi til að verjast innflutningi á sýktri landbúnaðarvöru eins og gert hefur verið í ESB eða til að auka á markaðsvæðingu velferðarkerfanna eins og gert hefur verið í ESB; ef þessi vilji er fyrir hendi hér á landi þá skulum við takast á um hann og leiða til lykta þar sem við höfum raunverulega aðkomu að ákvörðunum. En að fá ákvarðanir um þessi efni í formi tilskipana að utan er önnur saga. Og reyni enginn að halda því fram að öðru vísi væri þessu farið ef við sætum á þingi Evrópusambandsins og gætum þar haft áhrif á framvinduna og þar með okkar hlutskipti! Umrætt þing ræður nánast engu. Og þar sem leyndarhyggja er nú talsvert til umræðu þá er ástæða til að minnast þess að hvergi hefur leyndarhyggjan verið stækari en í meðförum Evrópusambandsins á alþjóðlegum viðskiptasamningum á borð við GATS og TiSA. Um það mætti hafa langt mál.

Lýðræðisvinkillinn nægir mér

Sem betur fer eru sífellt fleiri að vakna til vitundar um þá tilskipanapólitík sem vera okkar í EES hefur í för með sér. Menn sjá jafnframt að fyrirskipanir frá Brussel gerast sífellt ágengari og frekari. Ég læt öðrum eftir að tala um hagstæða tvíhliða samninga Evrópusambandsins við lönd utan EES sem nú eru farnir að dúkka  upp og opna augu manna fyrir öðrum valkostum.
Mér nægir að beina sjónum að lýðræðishallanum til að vilja útúr EES.
Enda er sá halli ekki þýðingarlítill.


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

13. Mars 2018

ISS BLÓMSTRAR, VALT GENGI VG, OG UM ŢINGMANNAKĆK

Já víst er lánið ósköp valt
í Vinstri/Grænum hlakkar
En undurfljótt mun anda kalt
og útúr þessu bakkar.
....
Pétur Hraunfjörð.

25. Febrúar 2018

ASSGOTI ...

Assgoti er allt hér rotið
almenningur grætur
Með pólitíska flokka potið
og langleguafætur!
Pétur Hraunfjörð

24. Febrúar 2018

ÁSMUNDUR: ÖKUMAĐUR Á GUĐSVEGUM

Aksturinn er ofsapuð,
eins og margur sér.
Olíuna greiðir Guð,
gæfa fylgir mér.
Kári

7. Febrúar 2018

BARÁTTA ŢVERT Á LANDAMĆRI

Takk fyrir að birta fréttina um lögsóknina á hendur breska ríkinu fyrir að ætla að eyðileggja heilbrigðsiskerfið með einkavæðinu. Það er hárrétt hjá þér Ögmundur að þetta kemur okkur öllum við óháð landamærum. Ég gaf 25 pund í söfnunina og er stoltur af . Ég sé að margir eru sem betur fer að taka þátt. En þörf er á miklu fleirum. Ég vil hvetja alla sem lesa þetta að láta eitthvað af hendi rakna ... 
Jóhannes Gr. Jónsson

6. Febrúar 2018

AĐ KUNNA AĐ PLATA OG GANGA SVO Í EINA SĆNG

Verkefnisstjóra sér valdi Kata
víst stjórnarskránni breyta á
En Íhaldið Kötu kann að plata
og lét ´ana hafa Unni Brá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Febrúar 2018

BORGIN VILL BÓLU!

Reykjavíkurborg hefur vanrækt að styðja við Félagsíbúðir í samræmi við það sem lofað var fyrir síðustu kosningar. Í staðinn ætlar borgin að styðja byggingarfyrirtæki ASÍ, Bjarg. Vanrækslan hefur valdið því að nú á skyndilega og með andfælum að blása út stóra bólu á vegum verktakafyrirtækja, sbr, ummæli borgarstjóra; „Áhyggjur okkar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stórum og öflugum verktökum til að takast á við öll þessi verkefni ... Það væri hægt að tvö- falda kraftinn ef það væri nógu mikið af krönum og mannskap til þess að gera það,"
Sigurður Hannesson, talsmaður iðnaðarins, segir
Jóel A.

2. Febrúar 2018

SENT INN AF TILEFNI AF MANNA-RÁĐNINGU Í BRUSSEL

Engu þarf um það að spá,
þetta er gömul saga: 
Ef ráðherrarnir fara frá,
fá þeir bein að naga.

Sent inn en vísan mun vera eftir Jóhann Fr. Guðmundsson

30. Janúar 2018

ER VERKALÝĐS-HREYFINGIN AĐ VAKNA?

Mér sýnist að þau sem héldu að verkalýðshreyfingin hefði sungið sitt síðasta þurfi að endurskoða þá trú - vonandi. Ég heyri ekki betur en stefni í að tekist verði á um málefni í hreyfingunni í fyrsta sinn í langan tíma og þar megi nú kenna eldheitt baráttufólk fyrir bættum kjörum og réttindum láglaunafólks. Auðvitað er margt gott fólk fyrir í verkalýðshreyfingunni en vegna almenns doða hafa völdin verið í höndum örfárra einstaklinga. Fundir og samkomur hafa verið eins eftir matarpásu í yngstu deild á leikskóla, þá leggja sig allir. En nú horfum við til framboðs Sólveigar Jónsdóttur til formanns í Eflingu. Þar er sofandahætti aldeilis ekki fyrir að fara. Láti gott á vita!
Sunna Sara

30. Janúar 2018

LIFANDI FLOKKUR EN DAUĐUR ŢÓ

Lifandi dauður líklega er
um léleg heitin vænum
Og trúlega til fjandans fer
flest hjá Vinstri/grænum.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Janúar 2018

LIFANDI DAUĐAN FLOKK STYĐ ÉG EKKI

Upphrópanir eftir flokksráðsfund Vinstri grænna eru að Vinda hafi lægt innan VG. Þannig sagði mbl.is frá. Flokkurinn telur sig sem sagt vera kominn í skjól og logn og sæll með sitt hlutskipti í lífinu. Mér sýnist hins vegar flokkurinn þótt á lífi, sé á góðri leið með að verða lifandi dauður. Enda kannski ekki við öðru að búast af fólki sem finnst ekki neitt, lífið sé bara tækni. Dapurlegt þykir mér þetta þó því flokkinn studdi ég á meðan mér sýndist örla þar fyrir lífsmarki en held að nú sé komið nóg fyrir minn smekk.
BjarniBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

3. Febrúar 2018

Einar Ólafsson skrifar: ŢEGAR NÝJA MARKIĐ SÁ DAGSINS LJÓS

Takk Ögmundur fyrir frumkvæði þitt að fundinum í dag. Það var mjög athyglisvert að hlusta á Zoe Konstantopoulou. Þegar hún var að tala um Evrópusambandið og evruna kom mér í hug klausa úr gamalli norskri skáldsögu (gamalli eða ekki, hún kom út á æskuárum okkar). Einn merkasti rithöfundur Norðmanna eftir Ibsen og Hamsun var Jens Bjørneboe, lítt þekktur hér. Merkasta bók hans, að mér finnst, kom út árið 1966, Frihetens øyeblikk. Þorsteinn bróðir minn gaf mér hana í jólagjöf árið 1970. Eftir að ég las hana var ég ekki samur maður. Ég byrjaði að þýða hana ...

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...


Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta