Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

3. Mars 2018

ÁKALL!

MBL  - LogoBirtist í helgarblaði Morgunblaðsins 03/04.03.18.
Barnaverndarmál hafa verið mjög til umræðu. Sú umræða hefur verið allhávær að undanförnu og stundum óvægin.

Ekki svo að skilja að það kalli ekki á stór orð þegar í ljós kemur að á vegum sveitarfélags hefur verið starfandi fólk sem á að vera börnum til verndar en hefur síðan sjálft orðið uppvíst að því að beita varnarlausa skjólstæðinga sína ofbeldi.

En þýðir það að allt starf sem unnið er á vegum barnaverndaryfirvalda hjá sveitarfélögum sé í molum? Að sjálfsögðu ekki. Það er ekki að undra að grandvöru fólki sem unnið hefur störf sín af alúð og trúmennsku sárni alhæfingarnar. Öllu og öllum er hrært saman í einn graut.

Í þeim graut er einnig Barnaverndarstofu að finna. Hún starfar á landsvísu og hefur með höndum ráðgjafar- og aðhaldshlutverk. Hún hefur eðli máls samkvæmt iðulega gagnrýnt aðkomu sveitarfélaganna að þessum málum, bæði almennt en einnig einstökum málum.

Barnaverndarstofa hefur stundum sætt gagnrýni fyrir að fara svo  hart fram að undan hefur sviðið. Ábendingarnar hafa einnig stundum þótt orka tvímælis í héraði. Hvernig á annað að vera í erfiðasta málaflokki sem til er? Nú hefur velferðarráðherrann, Ásmundur Einar Daðason, stigið fram og skýrt frá því að hann vilji gaumgæfa þennan núning allan, samskiptareglur og form. Það er vel, þótt þar með verði ekki allur ágreiningur úr sögunni. Það verður hann aldrei. Hér er hins vegar stigið heillavænlegt og lofsvert skref.

Eftir stendur að í þessum málaflokki verður enginn aðili, hversu faglegur sem hann er, óskeikull. Og þar sem kvikan í lífi fólks, tengsl við börn sín við erfiðustu aðstæður sem hugsast getur, eru annars vegar, hljóta iðulega að koma upp sárindi og reiði í garð einstaklinga og stofnana. Og þar sem þær eru ekki óskeikular þurfa þær, sem og kerfið allt, að vera opnar fyrir gagnrýni og aðhaldi utan úr þjóðfélaginu.

En gagnrýnandinn hefur líka skyldur. Sérstaklega ef um er að ræða þau sem kjörin eru til slíkra verka. Þeim er ætlað að fara fram af þekkingu og yfirvegun í þessum viðkvæma málaflokki. Ég efast um að ég sé sá eini sem hef orðið hugsi yfir ýmsum yfirlýsingum alþingismanna og reyndar stundum framsetningu fréttamiðla sumra. Ég hef trú á því að þegar málin eru skoðuð fordómalaust muni  koma í ljós að þegar á heildina er litið hafi samskipti barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu verið góð og yfirleitt mjög góð í tímans rás.

En einn er sá þáttur í starfi Barnaverndarstofu sem ónefndur er og það eru barnahúsin svokölluðu. Með tilkomu Barnahússins íslenska voru rannsóknir á meintum brotum gegn börnum færð úr lögreglustöðvum og dómssölum í barnvænlegt, vinsamlegt og faglegt umhverfi. Upphafsmaður þessa fyrirkomulags  er forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson. Hann hefur verið fenginn til að fara víða um lönd að kynna Barnahúsið og verið sérstaklega boðið að vera við opnun barnahúsa sem nú eru starfrækt í um 60 borgum í 13 löndum, öll að íslenskri fyrirmynd. Bragi hefur jafnframt verið í forsvari fyrir svokallaðri Lanzarote-nefnd Evrópuráðsins sem framfylgir og þróar mannréttindasáttmála barna.

Hvers vegna skyldi ég skrifa um þetta efni með þessum hætti? Það er vegna þess að ég hef kynnst þessu starfi bæði sem mannréttindaráðherra og í starfi mínu innan Evrópuráðsins. Þess vegna fagnaði ég því þegar ákveðið var að gera Braga Guðbrandsson að frambjóðanda Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna.

Ég er ekki að biðjast vægðar fyrir hönd forstjóra Barnaverndarstofu í umræðu um skipulag barnaverndarmála og samskipti hans við sveitarfélög og stundum pólitískt valdafólk fyrr og nú. Þetta er hins vegar ákall um að hann fái notið sannmælis fyrir þau verk sín sem óumdeild eru og að sú umræða sem nú á sér stað varpi ekki rýrð á þau og eyðileggi þar með möguleika  Íslands að gera sig gildandi á því sviði mannréttindamála þar sem við helst vildum vera: í vörninni og sókninni fyrir börn í vanda.


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta