Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

31. Mars 2018

ERU ŢÁ LÍKA TIL ÓVINAŢJÓĐIR?

MBLBirtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30/31.03.18.
„Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar í enska bænum Salisbury í upphafi mánaðarins. Árásin er alvarlegt brot á alþjóðalögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. Efnavopnum hefur ekki verið beitt í álfunni frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar."

Svona er upphafið á fréttatilkynningu frá Stjórnarráði Íslands í vikunni. Annars staðar hefur verið talað um að Íslendingar fylgi „vinaþjóðum"  í þessu máli, það er NATÓ-ríkjum  og -  svo enn sé vitnað í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, „helstu aðildarríkjum Evrópusambandsins".

Ríkisstjórn Íslands segir enn fremur viðbrögð Rússa við ásökunum bresku stjórnarinnar um að rússnesk stjórnvöld beri ábyrgð á banatilræði við rússneskan gagnnjósnara í Bretlandi nú nýlega, vera „ótraustvekjandi".  Maðurinn hafi, sem áður segir, orðið fyrir „efnavopnaárás" og sé það „ógnun við öryggi og frið í Evrópu."

Það má segja að óþarfi sé að staglast á þessum texta frá ríkisstjórn Íslands. Mér finnst engu að síður ástæða til að vekja athygli á hve sverar yfirlýsingarnar eru.

Auðvitað má til sanns vegar færa að morð á einum manni geti ógnað „öryggi og friði" í heilli heimsálfu, jafnvel í heiminum öllum. Morðið á Franz Ferdinand, hertoga og ríkisarfa í austurríska keisarveldinu í Sarajevo á Balkanskaga í júní 1914, er almennt talið vera kveikjan að heimstyrjöldinni fyrri, sem felldi að minnsta kosti fimmtán milljónir manna.

Ófriðarbál hafði að sönnu þá verið í gerjun um skeið og var morðið á ríkisarfanum kornið sem fyllti mælinn. En það fyllti mælinn vegna þess að þann skilning vildu ýmsir valdaaðilar leggja í þann atburð.

Einstakir atburðir eru þannig eitt, túlkun þeirra annað. Ríkisstjórn Íslands kýs að fylgja „vinaþjóðum" í túlkun þeirra á „efnavopnaárásinni" í enska bænum Salisbury.

Nú er það náttúrlega svo, að þess eru dæmi að logið hafi verið að íslenskum stjórnvöldum og þau látið blekkjast. Það þekkjum við því miður allt of vel. En þá er spurningin hvort engu máli eða litlu skipti hvað sé satt og hverju er logið svo lengi sem réttum aðilum er fylgt að málum?

En jafnvel þótt við gæfum lítið fyrir sannleikann en þeim mun meira fyrir fylgispektina, þá hljóta ýmsir atburðir í okkar samtíma engu að síður að koma til samanburðar við morðið á rússneska gagnnjósnaranum. Þannig leita nú á minn huga, nýkominn frá vitnaleiðslum í París, voðaverk framin á Kúrdum allt fram á þennan dag og það innan landamæra bandalagsríkis í NATÓ, sama ríkis og þessa dagana stráfellir fólk í landvinningastríði í Sýrlandi. Ríkið er að sjálfsögðu Tyrkland.

Hægt er að tala upp friðarviljann á nákvæmlega sama hátt og hægt er að tala hann niður, jafnvel svo langt niður að úr verði stríðsæsingatal. Erum við ef til vill að nálgast slíkt tal nú?

Íþróttir og listir geta sameinað fólk, oft þvert á hagsmuni ríkja. Nú er okkur sagt að íslenskir ráðherrar hafi fallið frá fyrri áformum um að fylgjast með heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Það séu táknræn mótmæli gegn tilræðinu í Salisbury á sama hátt og viðvera þeirra á leikunum átti að vera tákn um velvilja og samhug.

En nú gengur það ekki lengur - ef menn á annað borð vilja halda hópinn með öllum „vinaþjóðunum". Þá gengur ekki að sýna friðarhug og velvilja í Rússlandi þar sem keppnin fer fram. Þar býr nefnilega Pútín, en vel að merkja 145 milljónir annarra Rússa líka.

Skyldu „vinaþjóðir" Íslendinga líta allar þessar milljónir illu auga?  Ef til eru „vinaþjóðir", eru þá líka til „óvinaþjóðir"?

Eða hvað?


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur HraunfjörðBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta