Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

31. Mars 2018

ERU ŢÁ LÍKA TIL ÓVINAŢJÓĐIR?

MBLBirtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30/31.03.18.
„Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar í enska bænum Salisbury í upphafi mánaðarins. Árásin er alvarlegt brot á alþjóðalögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. Efnavopnum hefur ekki verið beitt í álfunni frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar."

Svona er upphafið á fréttatilkynningu frá Stjórnarráði Íslands í vikunni. Annars staðar hefur verið talað um að Íslendingar fylgi „vinaþjóðum"  í þessu máli, það er NATÓ-ríkjum  og -  svo enn sé vitnað í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, „helstu aðildarríkjum Evrópusambandsins".

Ríkisstjórn Íslands segir enn fremur viðbrögð Rússa við ásökunum bresku stjórnarinnar um að rússnesk stjórnvöld beri ábyrgð á banatilræði við rússneskan gagnnjósnara í Bretlandi nú nýlega, vera „ótraustvekjandi".  Maðurinn hafi, sem áður segir, orðið fyrir „efnavopnaárás" og sé það „ógnun við öryggi og frið í Evrópu."

Það má segja að óþarfi sé að staglast á þessum texta frá ríkisstjórn Íslands. Mér finnst engu að síður ástæða til að vekja athygli á hve sverar yfirlýsingarnar eru.

Auðvitað má til sanns vegar færa að morð á einum manni geti ógnað „öryggi og friði" í heilli heimsálfu, jafnvel í heiminum öllum. Morðið á Franz Ferdinand, hertoga og ríkisarfa í austurríska keisarveldinu í Sarajevo á Balkanskaga í júní 1914, er almennt talið vera kveikjan að heimstyrjöldinni fyrri, sem felldi að minnsta kosti fimmtán milljónir manna.

Ófriðarbál hafði að sönnu þá verið í gerjun um skeið og var morðið á ríkisarfanum kornið sem fyllti mælinn. En það fyllti mælinn vegna þess að þann skilning vildu ýmsir valdaaðilar leggja í þann atburð.

Einstakir atburðir eru þannig eitt, túlkun þeirra annað. Ríkisstjórn Íslands kýs að fylgja „vinaþjóðum" í túlkun þeirra á „efnavopnaárásinni" í enska bænum Salisbury.

Nú er það náttúrlega svo, að þess eru dæmi að logið hafi verið að íslenskum stjórnvöldum og þau látið blekkjast. Það þekkjum við því miður allt of vel. En þá er spurningin hvort engu máli eða litlu skipti hvað sé satt og hverju er logið svo lengi sem réttum aðilum er fylgt að málum?

En jafnvel þótt við gæfum lítið fyrir sannleikann en þeim mun meira fyrir fylgispektina, þá hljóta ýmsir atburðir í okkar samtíma engu að síður að koma til samanburðar við morðið á rússneska gagnnjósnaranum. Þannig leita nú á minn huga, nýkominn frá vitnaleiðslum í París, voðaverk framin á Kúrdum allt fram á þennan dag og það innan landamæra bandalagsríkis í NATÓ, sama ríkis og þessa dagana stráfellir fólk í landvinningastríði í Sýrlandi. Ríkið er að sjálfsögðu Tyrkland.

Hægt er að tala upp friðarviljann á nákvæmlega sama hátt og hægt er að tala hann niður, jafnvel svo langt niður að úr verði stríðsæsingatal. Erum við ef til vill að nálgast slíkt tal nú?

Íþróttir og listir geta sameinað fólk, oft þvert á hagsmuni ríkja. Nú er okkur sagt að íslenskir ráðherrar hafi fallið frá fyrri áformum um að fylgjast með heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Það séu táknræn mótmæli gegn tilræðinu í Salisbury á sama hátt og viðvera þeirra á leikunum átti að vera tákn um velvilja og samhug.

En nú gengur það ekki lengur - ef menn á annað borð vilja halda hópinn með öllum „vinaþjóðunum". Þá gengur ekki að sýna friðarhug og velvilja í Rússlandi þar sem keppnin fer fram. Þar býr nefnilega Pútín, en vel að merkja 145 milljónir annarra Rússa líka.

Skyldu „vinaþjóðir" Íslendinga líta allar þessar milljónir illu auga?  Ef til eru „vinaþjóðir", eru þá líka til „óvinaþjóðir"?

Eða hvað?


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson

7. Júní 2018

„SKILAR SÉR MEST TIL ŢEIRRA STĆRSTU"

Við sjáum lekinn ljótan
Þar lítið var um þref
gjaldlítinn gaf ´ún kvótann
ei Lilju fyrirgef.
Pétur Hraunfjörð

28. Maí 2018

LÍTIĐ MAĐUR SEGJA MÁ

Lítið maður segja má
orðin margir bera
sannleika að segja frá
sjaldan aðrir gera.
Málavexti þá muna skalt
ef margir á þig hlýða
Og ekki bæta í sárið salt
sem aðrir fyrir líða.
Pétur Hraunfjörð

19. Maí 2018

SVO ER ÖNNUR TEGUND FROĐUFRÉTTA

... Þakka pistilinn um daginn um hvernig fjölmiðlamenn forheimska opinbera umræðu um stjórnmál með að slá upp fyrirsögn um ýmis mál og með viðbótinni "segir stjórnmálafræðingur" í meginmáli. Í aðdraganda kosninga halda þeir sínu striki með þetta en bæta við annarri tegund froðufrétta sem felst í því að skrifa fyrirsögn hvern dag um hvort meirihlutar standi eða falli. Í meginmáli er síðan vísað til skoðanakannana. Sífelldar fréttir af skoðanakönnunum er sennilega einföld leið til að fylla síður blaða og framkalla uppgerða spennu í stað þess að taka til umfjöllunar viðfangsefni stjórnmála og mikilvægi almannaþjónustu fyrir lífskjör. Aukið vægi ...
Sigfinnur

18. Maí 2018

BARNAVERNDAR-MÁL EIGA BETRA SKILIĐ EN AĐ RÁĐIST SÉ GEGN EFTIRLITS-AĐILUM

Sæll Ögmundur. Takk fyrir góða og tímabæra grein þína um fréttaflutning af barnaverndarmálum. Ég var rétt í þessu að lesa einkar einkennilega grein eftir Auði Jónsdóttur á vef Kjarnans, en hún virðist ímynda sér að ábending þín í lok greinarinnar um möguleg tengsl blaðamanns Kjarnans og aðila sem barnaverndarmálum - að þarna sé að finna tengsl ekkert síður en annars staðar - sé megininntakið í umfjöllun þinni. Það er afskaplega undarlegur málflutningur, órökvís og óheiðarlegur, og mér finnst þessi mikilvægi málaflokkur eiga betra skilið en slíka útúrsnúninga. Maður veltir fyrir sér ...
Þorsteinn Siglaugsson 

16. Maí 2018

GETUR EKKI ORĐA BUNDIST

Var að lesa það sem félagi Einar Ólafsson ritar. Eg get ekki orða bundist: Að jafna einni skelfilegustu harðstjórn sem mannkynið hefur nokkru sinni upplifað við Evrópusambandið botna eg ekkert í. Evrópusambandið hefur verið byggt á grundvallarmannréttindum og að útfæra lýðræði á kannski eitthvað öðruvísi hátt en íhaldinu á Íslandi hugnast. Í mínum augum er fáni Evrópusambandisin tákn um betra lýðræði og aukin mannréttindi. Og að ala á tortryggni gagnvart því sem vel hefur verið gert skil eg ekki. Vilja menn þessa endalausu vitleysu með þennan efnahagsleik með ...
Guðjón Jensson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta