Annađ
5. Apríl 2018
HEPPNI OLOFS PALME

Ekki alls fyrir löngu fjallaði leiðarahöfundur Fréttablaðsins um stríðið í Sýrlandi. Eða öllu heldur um þá sem fjalla um þau stríðsátök og bar leiðarinn yfirskriftina, Upplýsingastríð. Tilefnið var fundur sem undirritaður hafði staðið að í Safnahúsinu í Reykjavík þar sem bresk rannsóknarblaðakona, Vanessa Beeley, flutti erindi.
Gegn heimsvaldastefnu
Vanessa Beeley kom hreint til dyranna, tók afstöðu með Sýrlandsstjórn í stríðinu á þeirri forsendu að um væri að ræða innrás í fullvalda ríki og rifjaði upp að Sýrland hefði verið eitt þeirra ríkja þar sem Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hefðu talað opinskátt um að þörf væri á að knýja fram stjórnarskipti, „regime change". Hún var með öðrum orðum að andæfa heimsvaldastefnu.
Málflutningur Vanessu Beeley gekk út á að færa sönnur á að „uppreisnarmenn" ættu fátt sammerkt með stjórnarandstæðingum sem í aðdraganda stríðsins hefðu mótmælt Assad-stjórninni; að uppistöðu væru þeir leppherir fjármagnaðir af Vesturveldunum, Sádi-Aröbum og bandalagsríkjum þerra. Gerði hún greinarmun á harðlínuíslamistum og Kúrdum í nyrstu héruðunum.
Inn í umræðuna fléttaðist síðan nýútkomin bók í íslenskri þýðingu eftir ástralskan fræðimann, Tim Anderson, Stríðið gegn Sýrlandi. Í þessari bók leitast höfundur við að sýna hvernig upplognar fréttir liti fréttaflutning frá átökunum í Sýrlandi og það sem ekki er síður alvarlegt, skýrslur Sameinuðu þjóðanna um efnið. Komið er við fleiri kaun, til dæmis sýnt fram á hlutdrægni ýmissa „hjálparstofnana" svokallaðra, sem fái ógagnrýninn aðgang að fréttastofum heimsins í krafti sakleysislegs heitis en séu í reynd á framfæri hagsmunaaðila í upplýsingastríðinu.
Hver étur upp eftir öðrum
Á allt þetta vildi Vanessa Beeley opna. Ekki var því almennt vel tekið á fréttastofum þessa lands. Í orðsendingu frá fréttamanni Ríkisútvarpsins var farið háðulegum orðum um hina gestkomandi fréttakonu. Þá var haft eftir ónafngreindum „sérfræðingum" að háskalegt væri að rugla fólk í ríminu með tali af þessu tagi; almenningur gæti hætt að trúa alþjóðlegum fréttamiðlum ef bátnum væri ruggað um of og vísað var í enn aðra „sérfræðinga" sem sögðu að ekkert alvörufólk tæki Vanessu Beeley alvarlega, hvað þá Tim Anderson, enginn hefði heyrt hans getið sagði fræðimaður og í þann fræðimann vitnaði einn aðalspekúlantinn að sjálfsögðu samstundis og röksemdalaust!
Svona fór allt í hringi eins og stundum gerist í gluggalausu rými.
Á netmiðlum voru óspart birtar glefsur úr umfjöllun um fyrrgreinda einstaklinga þar sem ummæli þeirra höfðu verið slitin úr samhengi þeim til háðungar, Tim Anderson sagður fylgjandi Norður-Kóreu og sýnd mynd af manni með norður-kóreska fánann á torgi þar í landi þessu til áréttingar. Við nánari athugun kom í ljós að myndin var af einhverjum allt öðrum manni. Engu að síður hafði tekist að grafa það upp að Tim Anderson hefði einhvers staðar sagt að í tímans rás hefði ýmsu verið logið upp á Norður-Kóreu.
Leiðari Fréttablaðsins
En sennilega toppaði leiðarahöfundur Fréttablaðsins þessa umræðu alla þegar hann sagði að fundurinn í Safnahúsinu hefði verið á forsendum fólks sem þjónaði illum öflum: Það væri „aðeins til þess fallið að gera illt verra að „opna umræðuna" með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhaldandi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýrlandi?"".
Nú vil ég taka það skýrt fram að ég er ekki í hópi þeirra sem telja fullveldi ríkja vera alheilagt. Og ekki skrifa ég upp á samtryggingarreglu ríkja heims um óumbreytanleika landamæra.
En hvað sem slíkum vangaveltum líður þá er fullveldi ríkja varið á ýmsum forsendum og hvað þau Vanessu Beeley og Tim Anderson áhrærir þá vísa þau í alþjóðalög og þá hættu sem hljóti að vera raunveruleg ógn við þjóðir heims ef herveldi samtímans geta farið óáreitt sínu fram um hverjir fái að ríkja og hverjir ekki. Og vel að merkja, þeir sem fá að lifa gera það ekki vegna siðferðilegra yfirburða heldur vegna þess að þeir gagnast í stórveldapólitíkinni. Það átti til dæmis við um Saddam Hussein Íraksforseta á meðan hann var handgenginn Vesturveldunum.
Varla ást á Ho Chi Minh
Og varla var það vegna ástar á Víet Kong eða Ho Chi Minh, leiðtoga Norður-Víetnams, að Olof Palme, forsætisráðherra Svía, andæfði hernaði Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Mótmæli hans voru uppreisn gegn heimsvaldaöflum þess tíma.
Upp úr miðri öldinni sem leið skáru Svíar sig nokkuð úr alþjóðlegri stjórnmálaumræðu enda stóðu þeir utan NATO og enn ekki komnir undir straujárn samræmdrar utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Í tvískiptum heimi austurs og vesturs var Olof Palme, holdgervingur hins óbundna gagnrýnanda, óhræddur að „opna á umræðuna".
Hann varð fyrir ómældri gagnrýni fyrir vikið. Ekki hefði hún verið minni núna. Alla vega var Fréttablaðið þá ekki til. Að því leyti var Palme heppinn.
http://www.visir.is/g/2018180409728
Frá lesendum
15. Apríl 2018
SITT SÝNIST HVERJUM
Ögmundur minn kæri. Ég hefi nú um langt skeið ekki tjáð mig varðandi mál líðandi stundar. Ég get þó ekki orða bundist hversu harkalega öfl innan VG fara gegn Katrínu okkar Jakobsdóttur. Mér finnst helv hart hversu sú er við tók af þér og ég veitti brautargengi á sínum tíma fer grimmilega fram gegn okkar frábæra formanni og kann ég henni litlar þakkir fyrir. Auðvitað stöndum við öll gegn beitingu vopnavalds og ég tala nú ekki um beitingu efnavopna, en mér finnst aðallega vera mesti hávaðinn eftir að Trump og co fóru fram og eyðilögðu efnavopnaverksmiðjurnar, þessi háværu mótmæli voru ekki mjög svo í frammi þegar Rússar og stjórnvöld í Sýrlandi voru að berja á þjóðinni. ...
Óskar K Guðmundsson fisksali
14. Apríl 2018
UTANRÍKIS-NEFND ALŢINGIS TAKI AF SKARIĐ
Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og núverandi fréttaskýrandi RÚV, segir í fréttum að samkvæmt foringja NATÓ styðji Ísland árásirnar á Sýrland, það standi þar til annað verði sagt. Um þetta hlýtur utanríkismálanefnd Alþingis að greiða atkvæði þegar hún kemur saman eftir helgi - eða hvað?
Jóel A.
14. Apríl 2018
LÍĐUR STRAX BETUR EN SPYR SAMT HVORT ENGIN TAKMÖRK SÉU FYRIR RUGLINU
Mér líður strax betur eftir að hlusta á fréttir RÚV og Stöðvar 2 af árásunum á Sýrland.Trump skýrði fyrir okkur hvers vegna árásirnar voru nauðsynlegar og síðan komu Guðlaugur utanríkisráherra og Katrín forsætisráðherra og sögðust hafa skilning á árásinni, hún hefði verið "víðbúin", sagði forsætisráherra. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra mætti svo í fréttir til að segja að engin stórhætta væri á ferðum, árásarþjóðirnar ætluðu ekki að fara að blanda sér í átökin í Sýrlandi, það hefði aldrei verið vilji til þess af þeirra hálfu!!! En herskipin halda áfram að safnast við Sýrlandsstrendur og Trump segir að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að halda árásum áfram. Hann talar fyrir hönd ríkis sem tekið hefur þátt í stríðinu og ausið milljörðum til stðunings leppherjum sínum ... Eru engin takmörk fyrir ruglinu? ...
Jóhannes Gr. Jónsson
11. Apríl 2018
TIL UPPRIFJUNAR
Var fyrst núna að hlýða á viðtalið á Kjarnanum í kjölfar fundarins við V. Beeley. Verð að segja að ég dáist að þolinmæði þinni, æðruleysi og staðfestu gagnvart þessum blessuðum, að mér finnst ófaglegum frétta-gösprurum. Ég sá að Z.Brzezinski lést í maí síðastliðnum, vissi það ekki. Set þessa þýðingu á viðtali við hann á Le Nouvel Observateur 1998 þar sem hann viðurkennir að stuðningurinn við Mujahiddin hófst 1/2 ári fyrir innrás Sovétríkjanna inn í Afganistan. Við hæfi að ...
Ari Tryggvason
7. Apríl 2018
ÉG ER Í LIĐI GUĐS, ŢÚ SATANS
Árni V.
7. Apríl 2018
EINHVER ÚR NĆR-UMHVERFINU, GEOGRAFÍSKU EĐA ANDLEGU
Ari Tryggvason
6. Apríl 2018
BĆTA KJÖR SÍN UMFRAM ALMENNING
á botninum hinir frjósa
Og líklega er það líka satt
að bráðlega skuli kjósa.
...
Pétur Hraunfjörð
27. Mars 2018
GEGN PÓLITÍSKUM RÉTTTRÚNAĐI
Bjarki Ágústsson
13. Mars 2018
ISS BLÓMSTRAR, VALT GENGI VG, OG UM ŢINGMANNAKĆK
Já víst er lánið ósköp valt
í Vinstri/Grænum hlakkar
En undurfljótt mun anda kalt
og útúr þessu bakkar.
....
Pétur Hraunfjörð.
25. Febrúar 2018
ASSGOTI ...
almenningur grætur
Með pólitíska flokka potið
og langleguafætur!
Pétur Hraunfjörð