Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

9. Maí 2018

HVAĐ ER SVO GLATT ... : OPIĐ BRÉF TIL RITSTJÓRA KJARNANS

Hvað er svo glatt - Þórður Snær og f
Að undanförnu hef ég tekið þátt í umræðu um barnaverndarmál og þá einnig blandað mér í þær deilur sem sprottið hafa í kjölfar kvörtunarmála barnaverndarnefnda í Reykjavík og Hafnarfirði á hendur Barnaverndarstofu og forstjóra hennar sérstaklega, Braga Guðbrandssyni. Málið hefur teygt anga sína víða, framboð Braga til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur komið við sögu, leki persónuupplýsinga og nú síðast afhending slíkra gagna til fjölmiðla, hvort hún hafi samræmst upplýsingalögum og þá einnig persónuverndarlögum, yfirlýsingar ráðherra í þinginu, „frumkvæðisrannsókn" velferðarnefndar og ákvörðun ríkisstjórnarinnar að láta fara fram rannsókn á öllum málavöxtum.

Málið á sér sögu sem ekki allir vilja að sögð verði

Eðlilegt er að slík rannsókn teygi sig til þess tíma þegar þessar deilur hófust fyrir alvöru, þ.e síðastliðið haust. Athygli hefur verið vakin á því að fyrrverandi ráðherra, Þorsteinn Víglundsson, vill ljúka málinu hið fyrsta og þá án þess að rannsóknin taki til þess tíma þegar þessar deilur urðu til en það var einmitt í hans ráðherratíð. Ýmsir furðuðu sig á því hve langt ráðherrann þáverandi hafði gengið í því að taka afstöðu gegn Barnaverndarstofu í deilunum við Reykjavík og Hafnarfjörð í fyrrahaust og hve hart var þá þrýst á hraðsoðna stjórnkerfisbreytingu, sem innan Barnaverndarstofu var litið á sem veikingu eftirlitskerfisins.

Of  mikið eftirlit?

Það vill stundum gleymast í þessari umræðu að helstu ávirðingar á hendur Barnaverndarstofu hafa verið þær að ganga of hart fram í eftirlitshlutverki sínu og þá er mér kunnugt um að „á sakaskrá" forstjórans er að hafa ekki alltaf verið leiðitamur handlangari í pólitísku kjördæmapoti ráðherra í gegnum tíðina. Yfirvofandi áminningu Barnaverndarstofu á hendur barnaverndarnefnd Reykjavíkurborgar vegna þess máls sem gerð var skil í sjónvarpsþættinum Kveik á dögunum, var án efa ekki tekið léttilega. Þá þykir það nú líklegra en hitt að það sem ráðherrann fyrrverandi gaf í skyn og sumir fjölmiðlamenn og þingmenn staðhæfðu, að hafi verið óeðlileg afskipti af Hafnarfjarðarmálinu svokallaða, hafi i reynd verið fullkomlega eðlileg embættisfærsla. Sjálfur hef ég sannfærst um að svo hafi verið og hef ég reynt að færa rök fyrir þeirri afstöðu minni.

Samtryggingarkerfi?

Það er hins vegar hægara sagt en gert að koma slíkri afstöðu á framfæri án þess að sæta ásökunum um annarlegar hvatir. Fjölmiðlamenn margir, þar á meðal ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, afgreiðir menn á borð við mig á einfaldan hátt: Þinn glæpur er að vera sá sem þú ert. Meira þykir ekki þurfa til. Þórður Snær hefur orðið:
„Við­brögðin um helg­ina, frá allskyns valda­fólki víða að úr hinu póli­tíska lit­rófi, sem á það sam­eig­in­legt að vera hluti af sam­trygg­ing­ar­kerfi þess, eru orðin mjög kunn­ug­leg. Kröftug við­spyrna þar sem lagt er upp að þvæla mál­ið, ein­blína á auka­at­riði þess og leggja áherslu á að það sé eitt­hvað athuga­vert við þá sem spyrja spurn­inga, vilja rann­saka eða krefj­ast að ábyrgð sé öxl­uð. Þessa við­spyrnu sjáum við til dæmis í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins, í orð­ræðu stjórn­ar­liða og í blogg­færslum gam­alla valda­manna. Krakk­inn ætti að skamm­ast sín fyrir að segja að keis­ar­inn sé alls­ber. Öll við­brögðin eru sam­kvæmt hand­bók­inni. Heilög vand­læt­ing gagn­vart þeim sem kalla eftir því að allt sé uppi á borð­um. Ásak­anir um til­efn­is­laus upp­hlaup án þess að fjallað sé um efn­is­at­riði máls­ins. Sam­kvæmt umfjöll­unar Stund­ar­innar, sem er studd frum­gögn­um ... "

Þörf á upplýstri rökræðu

Ég mun vera „gamli valdamaðurinn" enda þar gefin slóð á skrif mín. Ég leyfi mér hins vegar að segja í fullri einlægi, að þótt ég hvorki geti né vilji afneita fortíð minni, þá hef ég ekki reynt að drepa þessu máli á dreif. Þvert á móti hef ég gagnrýnt þá sem forða sér frá því að taka slíka umræðu, hreinlega með því að sniðganga hana eða með því gera þá sem eru á öndverðum meiði tortryggilega, m.a. með tilvísan í aldur þeirra, kynferði eða einhvers kona tengsl sem hljóti að vera vafasöm.
Ég get hins vegar vísað í fjölmörg skrif með áherslu á upplýsta rökræðu um alla efnisþætti málsins, nú síðast í blaðagrein í DV þar sem ég kalla eftir stórátaki í barnaverndarmálum. Það er sannfæring mín að álagið á þá starfsmenn sem sinna þessum málum, hvort sem er hjá ríki eða bæ, sé allt of mikið og víða einnig brotalamir í skipulagi: http://ogmundur.is/annad/nr/9388/ .

Allt í einum graut: hinir spilltu og hinir vammlausu

Í leiðara Kjarnans er blandað saman ýmsum helstu „spillingarmálum" síðari tíma og þau sett undir sama hatt, gamalt morkið Ísland standi gegn unga vammlausa Íslandi, sem berjist af einurð gegn vina- og hagsmunatengslum og hvers kyns samtryggingarspillingu í opinberu lífi. Lesendum eru gerð ljós þessi markmið, síðan er dregin upp mynd með huglægum tengingum og svo botnað með „rökstuddri" niðurstöðu:
„Nú er nýr slíkur dans að hefj­ast. Inni­haldið er sam­bæri­legt. Leynd­ar­hyggja, vald­níðsla og sér­hags­muna­gæsla. Já, og meint barn­a­níð. Rök­studdur grunur er uppi um að Ásmundur Einar Daða­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, hafi orðið upp­vís að því að blekkja þing­heim, leyna gögn­um, að hafa ekki upp­fyllt eft­ir­lits­skyldu sína og gera rík­is­stjórn­ina sam­seka í öllu saman ... Næstu skref verða alveg eins og í ofan­greindum mál­um. Fjöl­miðlar og valdir þing­menn standa í lapp­irn­ar, krefj­ast frek­ari upp­lýs­inga og gagna og frek­ari ljósi verður varpað á mál sem varðar skýra almanna­hags­muni. Þ.e. mögu­legt brot ráð­herra í starfi sem nú er rök­studdur grunur um að hafi átt sér stað ..."

Alhæfingar og fordæmingar

Í leiðara Þórðar Snæs er alhæft án afláts og síðan dæmt og fordæmt. Það gæti gengið ef innihaldið risi undir slíku og ef byggt væri á góðri fagmennsku, „prófessionalisma" í fréttamennsku. Því er hins vegar ekki að heilsa.
Greinilegt er að umfjöllun Stundarinnar þykir Þórði Snæ góð, því hún byggi á „frumgögnum". Ekki orð um það hvort frumgögnin kunni að hafa verið tilviljanakennd og hvernig úr þeim hafi verið lesið og hversu siðleg umfjöllunin hafi verið með tilliti til barnanna og annarra hlutaðeigandi, sem Stundin notfærði sér í uppslætti sínum. Fordæming, sögð og ósögð, í máli og mynd er að finna í garð núverandi félagsmálaráðherra en upphafning forverans sem þó hafði komist að niðurstöðu að órannsökuðu máli; ekki er að finna stakt orð um deilur innan stjórnsýslunnar, þar á meðal kæru um vanhæfi einstaklinga í ráðuneyti til að kveða upp óhlutdrægan úrskurð vegna fyrri tengsla, engar efasemdir um órökstudda sleggjudóma þeirra alþingismanna sem Þórður Snær segir að „standi í lappirnar" í málum af þessu tagi og að sjálfsögðu ekki orð um fréttaflutning þeirrar stofnunar sem við helst teljum okkur geta gert kröfur til, þ.e. Ríkisútvarpsins.
Þar hefur fréttaflutningurinn vissulega ekki allur verið á einn veg en fréttastofa sem leyfir sér að segja í uppsláttarfrétt að forstjóri Barnaverndarstofu hafi varið barnaníðing, án þess að finna orðum sínum stað og án þess nokkurn tímann að leiðrétta ranghermi í þessa veru eða í það allra minnsta að setja fram efasemdir, verður varla talin vönd að virðingu sinni.

Afstaða mín og tengsl

Svo að það sé alveg kýrskýrt þá hef ég verið í hópi þeirra sem hef viljað að Ísland léti til sín taka á alþjóðavettvangi á sviði vísinda og velferðarmála og þá ekki síst í barnaverndarmálum. Þessu hef ég margoft talað fyrir, innan þings og utan, skrifað fjölmargar greinar um barnaverndarstarf á vegum Evrópuráðsins, framlags Íslands þar og fagnaði því þess vegna þegar ákveðið var að styðja að Íslendingar fengju fulltrúa í Barnaréttarnefnd SÞ. Vissi ég til þess að fyrir þessu væri breiður stuðningur erlendis - ekki Íslands vegna heldur þess frambjóðanda sem nefndur hefur verið.
Til sanns vegar má færa að ég tengist Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra, böndum frá því við vorum samstarfsmenn og félagar á vettvangi stjórnmálanna. Þekki ég því til verka hans og hef sannfæringu fyrir einlægum áhuga hans á réttindum barna og vernd þeirra.   
Þetta hef ég aldrei reynt á nokkurn hátt að fela - þvert á móti vísað í þessi kynni og stutt afstöðu mína efnislegum rökum - enda þeirrar skoðunar að hvers kyns tengingar eigi að vera uppi á borðum. En þarna eru líka komnar skýringar á því að ég hef viljað setja mig sérstaklega vel inn í þessar deilur þannig að ég léti ekki tengsl við menn villa mér sýn heldur þekkti málavöxtu af eigin athugun.

Þræðir liggja víða

Þegar okkar litla samfélag er annars vegar kemur í ljós að persónulegir þræðir liggja víða. Lögmaður í einu máli er líka lögmaður í öðru máli. Þar geta skapast tengsl. Þess eru dæmi að einstaklingur sem telur sig hafa farið halloka í sínu máli reyni að hefna sín í umræðu um mál annars manns og að gamlir vinir standi með gömlum vinum. Það getur verið skiljanlegt en gengur því aðeins í stjórnmálum, stjórnsýslu eða fréttamennsku að fyrir því liggi málefnaleg rök og allt sé lýðum ljóst.
Hún er góð af þér myndin Þórður Snær með æskuvinum þínum, Jóhanni Bjarna Kolbeinssyni, fréttamanni á RÚV, áhugamanni um fréttaskrif um þessi mál þar á bæ og Tómasi Hrafni Sveinssyni, formanni barnaverndarnefndar Reykjavíkur, sem taldi að sér vegið í aðfinnslum Barnaverndarstofu í Kveiksmálinu.
Það er ekkert rangt við það að eiga vini og að fagna með þeim á góðri stundu. Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur. Það eru orð að sönnu.
Það er hins vegar verra þegar maður ætlar öðrum illt vegna tengsla við annað fólk en sér ekki að þá yrði hið sama að gilda um mann sjálfan. Að ekki sé nú á það minnst þegar menn vilja telja sjálfum sér og öðrum trú um að vera orðnir sjálft „nýja Ísland", þess umkomnir að bannfæra „gamla Ísland", þar sem menn láti stjórnast af flestu því sem vont er.

Kjarni máls?

En kannski er kjarni máls allt annar, nefnilega að nýja Ísland Þórðar Snæs og félaga sé þegar upp er staðið alls ekkert nýtt, kannski bara hundgamalt.

Það skyldi þó aldrei vera? 
----

Umræddur leiðari Kjarnans: https://kjarninn.is/skodun/2018-04-30-rokstuddur-grunur-um-misbeitingu-valds/     


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta