Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

15. Maí 2018

RĆĐA Á AUSTURVELLI: AL AWDA

Palestínu-fundur_15 5 2018
Salman Tamimi minntist á æskudaga sína í Hebron hér áðan. Mig langar einmitt til að segja ykkur í nokkrum setningum frá heimsókn minni þangað. Hún fer aldrei frá mér. Og fyrir mig hefur hún þýðingu í dag.
Þegar ég var þar á ferð iðaði gamli miðbærinn af lífi þótt elsti verslunarkjarninn væri að sögn aðeins svipur hjá sjón þegar horft væri til fyrri tíðar. Hann lá lágt, undir klettahamri miklum og ofan á honum hafði ísraelskur herflokkur búið um sig í manngerðu hreiðri. Netin sem strengd höfðu verið yfir gömlu þröngu verslunagöturnar urðu skiljanleg þegar bent var á hvaðan ruslið kæmi, sem lá í hrúgum ofan á þéttriðnu netinu, matarleifar og annar úrgangur. "Þetta er sorptunna herstövarinnar sem er hér fyrir ofan okkur" var útskýrt, "og stundum er skvett úr koppum til að gera okkur lífið enn óbærilegra".
Hernám leikur alla illa, fórnarlömbin að sjálfsögðu, en einnig siugurherrana sem verða illviljanum að bráð.

Uppi í brekku stóð barnaheimili fyrir palestínska íbúa í Hebron. Illfært var upp brekkuna eftir grýttri moldarslóð, sem í bleytu varð að drullusvaði. Við hliðina voru steyptar tröppur. Þar hafði verið komið fyrir gaddavírsrúllum. "Það er til að halda okkur í svaðinu", var enn útskýrt. Við barnaheimilið var steinveggur. Á hann hafði verið úðað skilaboðum og engin tilraun gerð til að afmá þau: Gas the Arabs, Arabana í gasklefana! Óhugnanleg skírskotun til sögunnar; nútíð og fortíð leidd saman á nánast sjúklegan hátt.  

Netanjahu, forsætisráherra Ísraels, orðar það ekki beinlínis svona. En hann er kominn ískyggilega nærri  því og Ísrael á flest sameiginlegt með öðru rasistaríki, Suður-Afríku, þar sem kynþættirnir voru aðskildir með múrum og gaddavír. Og þar var annað líkt með líkum. Það var hvernig valdhafarnir þrengdu að gangrýnendum úr eigin röðum. Þetta er nú að gerast í Ísrael og heitir fasismi.

Í Palestínu, sem við viðurkennum sem sjálfstætt ríki en er hernumið land eins og við þekkjum, er ástandið slæmt og versnar. Skefjalaust ofbeldi, morð og pólitískar fangelsanir eru daglegt brauð og áfram koma Ísraelar landránsbyggðum á fót í Palestínu þvert á gefin fyrirheit og samninga. En ástandið versnar ekki þannig að augað nemi ef undan er skilinn sá hryllingur sem við nú verðum vitni að og verðum annað veifið, síðast árið 2014. Nei, þvert á móti lítur sumt jafnvel betur út á yfirborðinu en það gerði fyrir fáeinum árum. Í hinni daglegu önn er yfirbragðið sléttara og felldara; illvirkin dannaðri. Það hefur lærst að brosa, you learn how to smile as you kill eins og John Lennon söng af öðru tilefni.  

Þegar yfirgangur og ofbeldi verður hið daglega líf árum og áratugum saman þá kemur að því að kúgunin tekur á sig mynd hins varanlega. Á ensku heitir þetta normalísering. Hún er hættuleg, því hún er lamandi og slævir baráttuviljann.   

Og það er þarna sem Donald Trump leggur sitt lóð á vogarskálar, ekki sem Donald Trump, heldur sem forseti Bandaríkjanna. Flutningur bandaríska sendiráðsins til Jerúsalem er tilraun til að normalísera rof Ísraela við alla samninga sem þeir hafa komið að og að sjálfsögðu samþykktir Sameinuðu þjóðanna, m.a. um að Jerúsalem skuli tilheyra báðum og öllum, vera tákn um réttlátari og friðsamlegri framtíð.

Þau ríki sem ekki mótmæla þessu eru með þegjandi þögninni að normalísera yfirgang og ofbeldi. Nú bíðum við eftir því að Alþingi Íslendinga álykti og sendi harðorð mótmæli gegn siðrofi þeirra Trumps og Netanjahus og sendi jafnframt  palestínsku þjóðinni stuðnings- og baráttukevðjur. Á meðan við bíðum eftir slíkri yfirlýsingu frá Alþingi sendum við sem hér stöndum slíkar kveðjur.

Sjötiu ár eru nú liðin frá stofnun Ísraelsríkis og hernámi Palestíu, þegar 700 þúsund Palestínumenn voru reknir frá heimilum sínum og bannað að snúa aftur, jafmvel til þess eins að heimsækja heimahgana í samræmi við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna frá 1948.

Allar götur síðan hefur þessi krafa hljómað en hún hefur hljómað daufar með árunum,  varla heyrst í seinni tíð. Slíkt gerist í heimi sem hefur tekist að normalísera ofbelið, lama viljann.

En nú skyndielga, á sama tíma og þyngra verður fyrir fæti í mannréttindabaráttunni í Palestínu og Palestína á leið út úr kastljósi fjölmiðla heimsins, þá er krafan þessi á ný: krafan sem allir voru að verða feimnir við, svo órafjarri sem hún virtist vera því sem þykir gerlegt og raunsætt, nú hljómar hún á ný og kröftug, krafa Göngunnar miklu í Palestínu, krafan um að virtur sé rétturinn til að snúa heim - Al awda. Þessi krafa, sem einnig þýðir lykillinn, hljómar nú á útifundum um heiminn allan - og þetta gerist þegar allir voru að missa vonina. Við jafnaldrar Ísraels, sem staðið höfum ótal fundi eins og þennan, og vorum farin að spyrja hvort til einskis hefði verið barist, við heyrum nú á ný hvatningu um að byrja upp á nýtt, hugsa upp á nýtt, berjast upp á nýtt.   

Og við finnum það innra með okkur hvernig baráttuviljinn glæðist og herðist í kröfunni um að Ísraelsher láti af morðárásum og ofbeldi þegar í stað.  

Og við - við skulum gera okkar til að knýja Ísrael til að horfast í augu við skilaboðin á veggnum í Hebron,

Við skulum gera okkar til að fá almenning í Bandaríkjunum til að horfast í augu við þá staðreynd að stjórnvöld í þeirra umboði verja morð og ofsóknir því mannréttindabrotin eru í boði Bandaríkjanna.
Og við skulum minna okkar eigin stjórnvöld á sína ábyrgð. Undir henni verður ekki risið með þögninni.
Það þarf að knýja þann hluta heimsins sem bjó til Ísrael að viðurkenna og gangast við ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna. Þar erum við Íslendingar á báti.

Setjum Palestínu aftur á dagskrá, fylgjumst með ofbeldisverkunum, mótmælum þeim, normalíserum það eitt sem við viljum að sé normalt, viðtekið, eðlilegt og réttmætt.

Það á við um kröfu dagsins, um réttinn til að snúa heim með í hendi lykilinn að breyttum tímum: Al awda.
Al awda
Al awda
AL AWDA!


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta