Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

30. Ágúst 2018

ALMANNARÉTTUR OG HARMUR HĆGRI MANNA

MarkaðurinnBirtist í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, 29.08.18.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar grein í viðskiptablað Fréttablaðsins, Markaðinn, miðvikudaginn 15. ágúst undir fyrirsögninni, Harmleikur almenninganna.
Greinin er svargrein við nýlegu greinarkorni mínu þar sem ég beindi þeirri spurningu til SA hvort ekki væri ráð að sameinast um að auðlindir Íslands verði okkar allra.

Kenningar og alhæfingar

Og nákvæmlega þarna koma almenningarnir inn með tilheyrandi harmi. Samkvæmt kenningu frjálshyggjunnar hafi sagan nefnilega kennt hve illt sé að hafa verðmæti undir handarjaðri almennings, eða með orðlagi HBÞ, „þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það".
En alhæfingar eru til að forðast þær, bendir Halldór Benjamín okkur réttilega á, því „þótt auðlindir séu í eign einstaklinga er ekki þar með sagt að þeir geti gert við þær það sem þeim sýnist. Ríkið stýrir nýtingu á landi og auðlindum með lögum".
Illkvittinn maður gæti nú spurt, hvort þessa sé þörf ef sú staðhæfing á að standast að auðlindum sé best borgið i einkaeign því enginn hafi „meiri hagsmuni af ábyrgri og sjálfbærri nýtingu auðlindar heldur en eigandi hennar", svo enn sé vitnað í greinarhöfund.

Samfélag er ekki hugarburður

Ein athugasemd hér: Samfélag er ekki óhlutbundinn aðili heldur raunverulegur og áþreifanlegur eins og Halldór Benjamín reyndar bendir á hvað varðar stýringu ríkisins á nýtingu auðlinda. Land í eigu allra er því raunverulega í eigu allra. Og sagan kennir að samfélagið er líklegra til að hugsa til lengri tíma en dauðlegir einstaklingar sem hættir einmitt til skammtímahugsunar þegar aflvakinn er gróðavon. Þá er ekki að sökum að spyrja.
Þetta er hins vegar alls ekki einhlítt og tek ég undir með framkvæmdastjóra SA að þarna beri að varast alhæfingar. Aðhaldslaus alræðisríki hafa þannig sýnt sig vera haldin skammtímahugsun og hirða lítt um umhverfisvernd, nokkuð sem minnir okkur á hve mikilvægt það er að hlusta á  gæslufólk náttúru og umhverfis og taka rökum þess.
Framkvæmdastjóri SA segir að í ellefu hundruð ár, allar götur frá landnámi, hafi „auðlindir verið í eigu einstaklinga og nýttar af þeim" og að þetta hafi gefið góða raun.

Auðlindir morgundagsins aðrar en gærdagsins

Þarna erum við komin að kjarna málsins, nefnilega þeirri eðlisbreytingu sem nú er að verða á eignarhaldi á landi, hvaða þýðingu sú breyting hefur.
Hverjar skyldu hafa verið auðlindir Íslands í ellefu hundruð ár? Það voru vissulega jarðvarmi og vatn sem framan af öldum var nýtt til neyslu og í einhverjum en takmörkuðum mæli þó til baða og þvotta. Síðan voru það veiðihlunnindi í ám og vötnum sem voru og eru á hendi jarðeigenda en í báðum tilvikum var almannaréttur til þessara gæða mikill samkvæmt lögum til forna og fram eftir öldum. Síðast en ekki síst var landið verðmætt sem ræktar- og beitarland. Hin miklu afréttarlönd snerust um nýtingu til beitar en síður um eignarhald í nútímamerkingu. Um allt þetta hafa verið skrifaðar lærðar greinar en mér þykir mikilvægt að menn láti samt þrönga sýn á ríkjandi lagabókstaf ekki villa um fyrir sér. Horfa þarf til heildarsamhengis og hvernig við viljum líta á rétt almennings til auðlinda jarðarinnar.
Nú er allt annað uppi á teningnum en áður var hvað eignarhald áhrærir. Landið er farið að hafa þýðingu í ferðamennsku og tekist er á um hvort réttmætt sé að landeigandi geti selt aðgang að friðlýstum náttúruperlum. Þrátt fyrir stýringarlög ríkisins, sem Halldór vísar til, fara stöku menn sínu fram þvert á þessi lög. Síðan er það vatnið, heitt og kalt, og orkan sem tekist er á um og skýrir nýtilkominn áhuga fjárfesta á íslensku landi.
Þetta hefur það í för með sér að eignarhald á landi þarfnast nýrra skilgreininga í ljósi gerbreytts umhverfis og gerbreyttra hagsmuna samfélagsins.

Ástæða til að lýsa ánægju

En hér vil ég staldra við og fagna sérstaklega því viðhorfi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, þegar hann segir að sér hugnist ekki sú tilhugsun að erlendir fjárfestar eignist drjúgan hluta Íslands. „nokkra tugi prósenta. Ég get ekki sætt mig við að landið verði í erlendri eigu", segir hann.
Þá er spurningin hvað sé til ráða. Í mínum huga þarf að endurskoða auðlindalöggjöfina og vatnalögin og styrkja þar almannarétt og að sjálfsögðu breyta auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Þá þarf að setja lög sem banna samþjöppun í eignarhaldi jarðnæðis, krefjast búsetu á Íslandi vilji menn eiga hér land og síðan tryggja sveitarfélögum forkaupsrétt á landi með bakstuðningi ríkisins. Hvar skyldi þetta enda, kann einhver að spyrja, í Norður-Kóreu? Nei, frekar í Alaska þar sem nánast allt land er í samfélagseign, og hefur þó enginn komið auga á nokkurn harmleik þar.

Þingeyjarsýslan öll

Framkvæmdastjóri SA býður í kaffi til frekari umræðu um einkaeignarrétt og almannahag. Ég þigg það boð. Við gætum stytt okkur leið að umræðunni að því leyti að báðir erum við því hlynntir, gef ég mér, að íslenski bóndinn eigi sitt land og nýti það sér til hagsbóta. En spurning síðan hvernig sporna megi gegn því að fjárfestingarspekúlantar komist yfir umtalsvert land hér og auðlindir. Þar er við að eiga mannskap sem í ófáum tilvikum hagnast um heila Þingeyjarsýslu í kauphöllinni fyrir hádegi á góðum degi.

(Við birtingu í Markaðnum féllu niður flestar millifyrirsagnir, http://www.visir.is/g/2018180828868/almannarettur-og-harmur-haegri-manna-)

   


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta