Efnahagsmál 2003

Þegar féhirðir hirðir fé

Birtist í Fréttablaðinu 27.12.2003
Pétur H Blöndal alþingismaður hefur oft haft á orði að sparisjóðir landsins hafi að geyma fé án hirðis. Með þessu vill Pétur leggja áherslu á að ef ábyrgðarmaður fjármálastofnana hefur ekki beinna persónulegra hagsmuna að gæta eða er ekki beint ábyrgur gagnvart slíkum hagsmunatengdum aðilum þá kunni illa að fara fyrir hinum geymdu fjármunum. Þeir sem njóta þjónustu sparisjóðanna í landinu hafa fæstir deilt þessum áhyggjum með Pétri H. Blöndal og það eru...

Lesa meira

Hver vill eyðileggja SPRON?

Ég er sannfærður um að ástæðan fyrir því að til stendur að umbylta SPRON, Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, er fyrst og fremst sprottin af ágengni nokkurra stofnfjárfesta sem sjá fram á að geta hagnast vel á sölu bréfa sinna. Stjórnarmenn í SPRON hafa eflaust talið að...

Lesa meira


Um ábyrgð Landsvirkjunar eða ábyrgðarleysi

Birtist í DV 22.10.2003
Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar skrifar grein í DV 17. október sl. sem ber heitið Ögmundur Jónasson og Kárahnjúkar. Greinin eru viðbrögð við blaðagrein sem ég skrifaði í DV fyrir skömmu þar sem ég sakaði Landsvirkjun um að hafa þjónað ríkisstjórninni í blindni og staðið á vafasaman hátt að útboðum við framkvæmdir við Kárahnjúka. Þorsteinn segir að talsmenn Landsvirkjunar hafi jafnan forðast að taka þátt í deilum um Kárahnjúka...

Lesa meira

Hver er ábyrgð ríkisstjórnar og Landsvirkjunar?

Birtist í DV 26.09.2003
Landsvirkjun fylgdi greinilega þeirri línu ríkisstjórnarinnar að allt væri til vinnandi að keyra kostnaðarverðið niður - tímabundið ef ekki vildi betur,  til að láta líta svo út að framkvæmdin fengi staðist. Þetta varð hins vegar til þess að ábyrg fyrirtæki í nágrannalöndunum urðu framkvæmdinni fráhverf enda hér um að ræða  atferli  sem gjarnan er kennt við sum lönd í öðrum álfum...

Lesa meira

Góðæri

Birtist í Morgunblaðinu 25.08.2003
Þessa dagana er hagnaður bankanna til umræðu í fjölmiðlum. Fram eru reiddar samanburðartölur þar sem annars vegar er sýndur hagnaður eftir skatta á fyrri hluta árs 2002 og hinsvegar samsvarandi tölur fyrstu 6 mán. 2003...

Lesa meira

Ný hugsun

Birtist í Mbl. 06.05.2003
Í aðdraganda Alþingiskosninganna stöndum við frammi fyrir því að margir stjórnmálaflokkar segjast munu beita sér fyrir umtalsverðum skattalækkunum á komandi kjörtímabili fái þeir stuðning kjósenda í alþingiskosningunum. Að óbreyttu kerfi myndi slíkt rýra tekjur ríkissjóðs og stefna velferðarþjónustu okkar í tvísýnu. Í stað þess að veikja tekjustofna ríkis og sveitarfélaga þarf að efla þá. Þetta þekkja allir þeir sem þurfa á þjónustu velferðarstofnana að halda, hvort sem er á sjúkrahúsum, þjónustu við fatlaða, aldraða, í skólum, vísindastofnunum, löggæslu og yfirleitt á þeim sviðum sem almannaþjónustan tekur til.

Lesa meira

Hvers vegna sjómenn ættu að styðja VG

Sjómannablaðið Víkingur var að koma út og birtust þar eftirfarandi spurningar blaðsins og svör ÖJ.
1. Af hverju ættu sjómenn að kjósa þinn flokk frekar en annan? 
2. Styður flokkurinn áframhaldi framsal á óveiddum fiski?
3.  Er eðlilegt að sami aðili sé seljandi og kaupandi að fiski sem kemur að landi?
4.  Er ekki nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða, líkt og gert hefur verið á Norðurlöndum, til að flagga íslenska kaupskipaflotunum heim? 

Lesa meira


Raunsæ leið til kjarabóta

Birtist í Fréttablaðinu 04.04.2003
Sannast sagna átti ég ekki von á því að stjórnarflokkarnir tveir gerðu sig seka um eins mikil yfirboð og raun hefur orðið á. Framsókn reið á vaðið, skelfingu lostin yfir slæmri útreið í skoðanakönnunum, og bauð upp á skattalækkanir og aukin ríkisútgjöld sem flokkurinn segir sjálfur að komi til með að kosta fimmtán milljarða á ári. Sjálfstæðisflokkurinn bætti um betur og hækkaði tilboð sitt til kjósenda um væna fimm milljarða. Það er svipuð upphæð og varið er til félagslegra ráðstafana í gegnum Félagsmálaráðuneytið á heilu ári.

Lesa meira

Frá lesendum

ÞÖRF Á NÝJU AFLI!

Er ekki gott, fórnfúst og þjóðhollt fólk einhverstaðar þarna úti, sem er tilbúið að vinna að því að koma á fót nýju afli til mótvægis við alla stjórnmálaflokkana sem fyrir eru og sem eru ákveðnir í að fórna Íslandi þrátt fyrir vilja meirihluta þjóðarinnar?! Látum þetta ekki gerast. Það liggur mjög mikið við! Við bíðum eftir að heyra frá slíku afli.
Halldóra

Lesa meira

AUÐVELT AÐ KAUPA FRIÐHELGI

Mér ofbýður hve landinn leggst lágt við að bugta sig fyrir hinum ekki-algóða Ratcliffe „stórbónda“ og „höfðingja“. Það er svo grátlega auðvelt fyrir slíkt fólk að kaupa sér friðhelgi og ofurtrú almúgans á Íslandi; nokkrar krónur til HÍ og orð í eyra þeirra sem það vefst fyrir að neita „velboðnu“.
Halldóra

Lesa meira

ÁKÚRUR HLUTU

Þetta er lélegt katta klór
yfir klaustursrónagengi
þeir viðhöfðu þar orðin stór
er þjóðin minnist lengi.

Siðareglur að sjálfsögðu brutu
en sídrykkunnar allir þar nutu
Beggi og Bragi
eru ekki í lagi
af umælum sínum ákúru hlutu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

LANDSMENN LESI ENDILEGA GREIN HÉRAÐSDÓMARA!

Ég vil benda þínum ágætu lesendum, Ögmundur, á mjög góða grein héraðsdómarans Arnars Þórs Jónssonar, í Morgunblaðinu í dag, 27. júlí og ber heitið; Fullveldið skiptir máli. Greinin er rituð af skarpskyggni og þekkingu á rótum vandans sem við er að etja og birtist nú í bullandi ágreiningi um þriðja orkupakkann. Óhætt er að segja að lestur hennar muni dýpka skilning margra á málinu. Þá hefðu stjórnmálamenn alveg ...
Kári

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: VÍGVÆÐING NORÐURSKLÓÐA

Ný hervæðing á Keflavíkurflugvelli er liður í vígvæðingu norðurslóða, Norður-Atlantshafsins og Norður-Íshafsins. Hver vígvæðingarfréttin rekur aðra. A  Á undanförnum mánuðum hefur útvarpið sagt nokkrar fréttir af viðamiklum framkvæmdum á Keflavíkurvelli á vegum (aðallega) Bandaríkjahers, aðstöðu fyrir fleiri kafbátaleitarvélar, íbúðir fyrir meira en þúsund hermenn og uppfærsla ratsjárkerfa í fjórum landshornum. Hægt verður að taka við allt að tveimur orrustuflugsveitum hvenær sólarhringsins sem er, í hverri flugsveit jafnan 18 til 24 orrustuflugvélar o.s.frv. ...

Lesa meira

Kári skrifar: LANGSÓTTAR OG FJARSTÆÐUKENNDAR LÖGSKÝRINGAR "STEYPUPRÓFESSORS OG LAGADEILDARDÓSENTS - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

... Í grein í Fréttablaðinu í dag, 16. ágúst, er grein eftir „steypuprófessorinn“ og lagadeildardósent við Háskólann í Reykjavík. Greinin er að mestu endurtekning á fyrri rangfærslum. Þó er rétt að fara nokkrum orðum um það sem þar er haldið fram. Í greininni endurspeglast mjög sérkennileg „lagahyggja“ en hún birtist þannig að það eina sem talið er skipta máli sé lagatextinn sjálfur og ef ekkert stendur í lagatextanum (sem er raunar rangt) þá sé engin hætta á ferðum. Þetta má kalla „lögfræði án jarðsambands“...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: DANSKA VALDIÐ Í GÓÐU LAGI: BÓKIN HNIGNUN, HVAÐA HNIGNUN?

... Næmi Íslendinga á 19. öld fyrir þjóðernishyggjunni á sér auðvitað fjölþættar orsaskir. Menningarleg einsleitni á Íslandi rímaði mjög vel við hugmyndir þjóðernissinna um þjóðríki. Sameiginleg menningarleg fortíð, tilvist sjálfstæðs samfélags („fríríkis“) í fortíðinni með sinn menningararf (og allar goðsagnir honum tengdar) styrkti sem kunnugt er sjálfskennd þjóðarinnar. Fjarlægð hins danska stjórnvalds frá íslenskum vettvangi samræmdist illa gróandi hugmyndum um lýðræði, vald þegnanna í eigin málum. Loks er það sú hugmynd/kenning baráttumanna fyrir sjálfsstjórn sem mest var notuð: að landið hefði verið vanrækt, arðrænt og dregist aftur úr (því hafi hnignað). „Módernistar“ í túlkun sjálfstæðisbaráttunnar hafa undanfarið sagt að þessi síðasttöldu sjálfstæðisrök hafi byggt á misskilningi ...

Lesa meira

Kári skrifar: FÁEINAR "STEYPUSLETTUR" HREINSAÐAR UPP - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

 Hér á eftir verða nokkrar „steypuslettur“ hreinsaðar upp og tengjast þriðja orkupakkanum. Fyrst má nefna grein eftir Ketil Sigurjónsson í Morgunblaðinu í dag, 9. ágúst. Það sem nauðsynlega þarfnast leiðréttingar þar er eftirfarandi: „Þetta kemur t.a.m. með skýrum hætti fram í Samningnum um starfshætti Evrópusambandsins (Treaty on the functioning of the European Union; TFEU). Í þessu sambandi má vísa í 194. gr. umrædds samnings, þar sem segir að skipan orkumála hvers aðildarríkis sé í þess höndum.“[i] Þarna vísar Ketill til 194. gr. TFEU sem fjallar um orku. Það er rétt að 2. mgr. 194. gr. kveður á um rétt aðildarríkjanna hvað varðar eigin orkumál. Hér þarf hins vegar að greina á milli þess sem annars vegar kallast í Evrópurétti „exclusive competences“ og hins vegar „shared competences“. Það var þannig að aðildarríkin höfðu orkumálin algerlega á sínu valdi. Það á hins vegar ekki við lengur ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÞUNN OG SJÓBLÖNDUÐ STEYPA PRÓFESSORS - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

 Í Fréttablaðinu þann 31. júlí er grein eftir mann sem titlaður er prófessor [hér eftir nefndur „Steypuprófessor“] við Háskólann í Reykjavík. Greinin nefnist „Sæstrengjasteypa“. Greinin lýsir einfeldni og oftrú höfundar á lagareglum alþjóðaréttar. Mætti kalla þetta „barnalega einfeldni“. Það er við lestur svona greina sem stundum læðist að manni að brotalöm kunni að vera í lagakennslu á Íslandi. Skal enn og aftur áréttað að greina þarf skýrlega í sundur hvernig annars vegar hlutir eru tilgreindir og skilgreindir, í hinum ýmsu lagatextum, og svo hvernig þeir virka í raun. Þar er oft mikið ósamræmi á milli. Eitt er sýnd annað er reynd. Greina þarf á milli þess sem kalla má „jákvæða skyldu“ og hins sem kalla má „neikvæða skyldu“. Sú fyrrnefnda felur sér ... 

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: HERNAÐARYFIRGANGUR BANDARÍKJANNA Á HEIMSVÍSU OG RÚSSAGRÝLAN

Árið 2018 eyddu Bandaríkin 649 milljörðum Bandaríkjadala í hermál. Þá eyddu þau ríki sem næst komu hvað hernaðarútgjöld varðar (Kína, Sádí Arabía, Indland, Frakkland, Rússland, Bretland og Þýskaland) 609 milljörðum Bandaríkjadala samanlagt (Tian o.fl., 2019). Bandaríkin stunda umfangsmestu hergagnaframleiðslu heims. Fimm af tíu stærstu vopnaframleiðslufyrirtæki heims eru bandarísk, þar af þau þrjú stærstu. Meira en helmingur allra vopna heims eru framleidd af bandarískum fyrirtækjum. Bandaríki stunda einnig mesta útflutning á hergögnum allra ríkja, en þar er ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar