Efnahagsmál 2003

Þegar féhirðir hirðir fé

Birtist í Fréttablaðinu 27.12.2003
Pétur H Blöndal alþingismaður hefur oft haft á orði að sparisjóðir landsins hafi að geyma fé án hirðis. Með þessu vill Pétur leggja áherslu á að ef ábyrgðarmaður fjármálastofnana hefur ekki beinna persónulegra hagsmuna að gæta eða er ekki beint ábyrgur gagnvart slíkum hagsmunatengdum aðilum þá kunni illa að fara fyrir hinum geymdu fjármunum. Þeir sem njóta þjónustu sparisjóðanna í landinu hafa fæstir deilt þessum áhyggjum með Pétri H. Blöndal og það eru...

Lesa meira

Hver vill eyðileggja SPRON?

Ég er sannfærður um að ástæðan fyrir því að til stendur að umbylta SPRON, Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, er fyrst og fremst sprottin af ágengni nokkurra stofnfjárfesta sem sjá fram á að geta hagnast vel á sölu bréfa sinna. Stjórnarmenn í SPRON hafa eflaust talið að...

Lesa meira


Um ábyrgð Landsvirkjunar eða ábyrgðarleysi

Birtist í DV 22.10.2003
Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar skrifar grein í DV 17. október sl. sem ber heitið Ögmundur Jónasson og Kárahnjúkar. Greinin eru viðbrögð við blaðagrein sem ég skrifaði í DV fyrir skömmu þar sem ég sakaði Landsvirkjun um að hafa þjónað ríkisstjórninni í blindni og staðið á vafasaman hátt að útboðum við framkvæmdir við Kárahnjúka. Þorsteinn segir að talsmenn Landsvirkjunar hafi jafnan forðast að taka þátt í deilum um Kárahnjúka...

Lesa meira

Hver er ábyrgð ríkisstjórnar og Landsvirkjunar?

Birtist í DV 26.09.2003
Landsvirkjun fylgdi greinilega þeirri línu ríkisstjórnarinnar að allt væri til vinnandi að keyra kostnaðarverðið niður - tímabundið ef ekki vildi betur,  til að láta líta svo út að framkvæmdin fengi staðist. Þetta varð hins vegar til þess að ábyrg fyrirtæki í nágrannalöndunum urðu framkvæmdinni fráhverf enda hér um að ræða  atferli  sem gjarnan er kennt við sum lönd í öðrum álfum...

Lesa meira

Góðæri

Birtist í Morgunblaðinu 25.08.2003
Þessa dagana er hagnaður bankanna til umræðu í fjölmiðlum. Fram eru reiddar samanburðartölur þar sem annars vegar er sýndur hagnaður eftir skatta á fyrri hluta árs 2002 og hinsvegar samsvarandi tölur fyrstu 6 mán. 2003...

Lesa meira

Ný hugsun

Birtist í Mbl. 06.05.2003
Í aðdraganda Alþingiskosninganna stöndum við frammi fyrir því að margir stjórnmálaflokkar segjast munu beita sér fyrir umtalsverðum skattalækkunum á komandi kjörtímabili fái þeir stuðning kjósenda í alþingiskosningunum. Að óbreyttu kerfi myndi slíkt rýra tekjur ríkissjóðs og stefna velferðarþjónustu okkar í tvísýnu. Í stað þess að veikja tekjustofna ríkis og sveitarfélaga þarf að efla þá. Þetta þekkja allir þeir sem þurfa á þjónustu velferðarstofnana að halda, hvort sem er á sjúkrahúsum, þjónustu við fatlaða, aldraða, í skólum, vísindastofnunum, löggæslu og yfirleitt á þeim sviðum sem almannaþjónustan tekur til.

Lesa meira

Hvers vegna sjómenn ættu að styðja VG

Sjómannablaðið Víkingur var að koma út og birtust þar eftirfarandi spurningar blaðsins og svör ÖJ.
1. Af hverju ættu sjómenn að kjósa þinn flokk frekar en annan? 
2. Styður flokkurinn áframhaldi framsal á óveiddum fiski?
3.  Er eðlilegt að sami aðili sé seljandi og kaupandi að fiski sem kemur að landi?
4.  Er ekki nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða, líkt og gert hefur verið á Norðurlöndum, til að flagga íslenska kaupskipaflotunum heim? 

Lesa meira


Raunsæ leið til kjarabóta

Birtist í Fréttablaðinu 04.04.2003
Sannast sagna átti ég ekki von á því að stjórnarflokkarnir tveir gerðu sig seka um eins mikil yfirboð og raun hefur orðið á. Framsókn reið á vaðið, skelfingu lostin yfir slæmri útreið í skoðanakönnunum, og bauð upp á skattalækkanir og aukin ríkisútgjöld sem flokkurinn segir sjálfur að komi til með að kosta fimmtán milljarða á ári. Sjálfstæðisflokkurinn bætti um betur og hækkaði tilboð sitt til kjósenda um væna fimm milljarða. Það er svipuð upphæð og varið er til félagslegra ráðstafana í gegnum Félagsmálaráðuneytið á heilu ári.

Lesa meira

Frá lesendum

HÚRRA FYRIR BLAÐA- OG FRÉTTAMÖNNUM!

Íslnskir blaða- og fréttamenn hafa ályktað til varnar Wikileaks. Það er fagnaðarefni og um leið undrunarefni. Ég hélt sannast sagna að íslenskir fréttamenn hefðu almennt lagt sig til svefns og svæfu svefninum langa þegar kæmi að gagnrýninni fréttamennsku, hvað þá að verja þá sem NATÓ ríkin ofsækja. Á þingi er í seinni tíð hins vegar lítið um varnir og orði aldrei hallað á blóðugt NATÓ hernaðarbandalagið. Um mál Julian Assange er helst spurt hver hafi sagt hvað og hver megi segja hvað, aldrei er spurt um afstöðu eða hún viðruð í málum af þessu tagi. Það róttækasta sem heyrist úr þinghúsi og ráðhúsi er krafa um að kæligeymslu verði komið fyrir í ...
Sunna Sara

Lesa meira

VILJA Í STRÍÐ VIÐ ÍRAN

Núna er einn utanríkisráðherra að beljga sig út og vill fara í stríð við Íran.
Eftir því sem ég best veit þá réðust Íranir síðast á annað land áður en Bandaríkin voru stofnuð. Núna eiga Íranir að hafa ráðist á olíuflutningaskip frá Noregi og Japan.
Eftir því sem mig minnir þá var það Noregur sem hjálpaði Íran við að koma upp raforkuframleiðslu með kjarnorku.
Því er ólíklegt að ...
Davíð Örn

Lesa meira

SYNDA-AFLAUSN Í BOÐI ICELANDAIR

Ég las Mogga-grein þína (sem birtist einnig á heimasíðu þinni) um synda-aflausn kolefnisjöfnunar. Fannst hún skemmtilegt grín eða þar til í dag að ég uppgötvaði að þetta er dauðans alvara. Ég sé nefnilega tilboð frá Icelandair um flugfar sem yrði gert umhverfisvænt með því að planta tré fyrir ferðalanginn. Með öðrum orðum, viðkomandi þyrfti ekki að hafa samviskubit yfir því að menga þótt flugferðin sjálf mengaði. Sakirnar yrðu gerðar upp með kolefnisjöfnun!
Niðurlagsorðin í ...
Jóel A.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: RAFMAGN ER UNDIRSTAÐA SAMFÉLAGS - HVORKI VARA NÉ ÞJÓNUSTA Í NEINUM VENJULEGUM SKILNINGI - ORKUPAKKI 3

Ýmsum stjórnmálamönnum á Íslandi virðist líka það vel að láta erlendar stofnanir skilgreina fyrir sig eðli fyrirbæra á borð við rafmagn. Taka skilgreiningu ESB á rafmagni sem „vöru“ þannig að hafið sé yfir allan vafa. En því fer fjarri að svo sé. Á skilgreiningunni er einmitt mikill vafi. Enda er hún hönnuð til þess að passa inn í reglur innri markaðar Evrópu, samkeppnisreglur og aðrar þær reglur sem lúta að „frjálsum“ viðskiptum milli ríkja á innri markaðinum. Það hefur verið aldeilis furðuleg upplifun að fylgjast með því undanfarnar vikur og mánuði hvernig íslenska stjórnmálastéttin (að undanskildum Miðflokknum) hefur hrakist eins og skip með bilað stýri undan ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÍRAN, HEIMSVALDASTEFNAN OG "MIÐSVÆÐIÐ"

„Ef Íran langar til að berjast verður það opinber endalok Írans“, tísti Donald Trump 19. maí sl.“ Viðskiptaþvinganir, stríðshótanir, hernaður eru kjarninn í bandarískri utanríkisstefnu. Undanfarna mánuði hafa spjótin og sviðsljósið beinst að Venesúela og Íran. Bandaríkin senda herflotafylki og kjarnasprengjuberandi flugvélar austur að Persaflóa. En nú bregður svo við að fáir taka undir bandarísku stríðsöskrin ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUPAKKI 3 OG GREINING VILMUNDAR GYLFASONAR Á ÍSLENSKA VALDAKERFINU

Fáir hafa greint íslenska valdakerfið betur en hugsjónamaðurinn og eldhuginn Vilmundur Gylfason. Enn er margt í fullu gildi sem hann sagði fyrir tæpum 40 árum síðan um það. Margt af því hljómar enn í hugskotinu enda í fullu samræmi við nútímann. Vilmundur Gylfason hélt eftirminnilega þrumuræðu á Alþingi þann 23. nóvember árið 1982. Þá lýsti hann valdakerfinu þannig að lengi verður í minnum haft. Þátturinn Vikulokin í morgun, á Rás eitt, er gott dæmi um það hvernig „varðhundar valdsins“ á Íslandi afbaka það sem raunverulega á sér stað ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÁHRIF EVRÓPURÉTTAR Á RÉTT EINSTAKRA AÐILDARRÍKJA ESB

... En í ljósi þess hvernig mál hafa þróast á umliðnum árum, þar sem Evrópusambandið hefur öðlast æ meira vald frá þjóðríkjunum, verður sú spurning sífellt áleitnari hvort ekki sé kominn tími til þess virkilega að hugsa þessi mál öll upp á nýtt. Sumir vilja „ganga alla leið“ - í Evrópusambandið. Það sýnist að mörgu leyti mun verri kostur nú en stundum áður. Fyrrum utanríkisráðherra ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ SKÝRIR STEFNU STJÓRNVALDA UM INNLEIÐINGU ÞRIÐJA ORKUPAKKANS?

Í ljósi þeirrar ofuráherslu sem stjórnarmeirihlutinn leggur á innleiðingu þriðja orkupakkans er mjög knýjandi að finna orsakir þess. Hér verður sett fram eftirfarandi tilgáta. Vinstri-græn leggja á það mikla áherslu að stóriðjan verði smám saman lögð niður en raforkan þess í stað seld í gegnum sæstrengi til Evrópu – sem græn raforka. Hugmyndin er þá sú að Landsvirkjun verði skipt upp, á næstu árum (og byggt á samkeppni í takti við þriðja orkupakkann) reistir verði vindmyllugarðar (í nafni grænnar orkuframleiðslu) og fjöldi smávirkjana reistur ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar