Efnahagsmál 2005

TILLAGA UM EFNAHAGSÚRRÆÐI: RÍKISSTJÓRNIN SEGI AF SÉR


...Glæpur þessarar ríkisstjórnar gagnvart íslensku atvinnulífi er mikill. Þau fyrirtæki sem nú er verið að flæma úr landi vegna atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar eiga sér mörg langa uppbyggingarsögu ... Nú þegar Valgerður, ráðherra og ríkisstjórnin, sem ber ábyrgð á öllu því sem úrskeiðis hefur farið, segist vera að hugsa málin, jafnvel ætla að grípa til aðgerða - þá hygg ég að hrollur fari um margan manninn. Vissulega þarf að grípa til ráðstafana en forsenda skynsamlegra ráðstafana í efnahagsmálum er augljós...

Lesa meira

UM KRÓNUNA, EVRUNA, GENGIÐ OG RÍKISSTJÓRNINA

Fyrir fáeinum dögum birtist áhugavert lesendabréf hér á síðunni frá Þráni þar sem hann fjallar um íslensku krónuna og segir að hún sé hætt að veita réttar upplýsingar um stöðu hagkerfisins. Hann segir að nær væri fyrir okkur að taka upp Evruna. Þráinn segir m.a.: "Sjálfstæður gjaldmiðill í örsmáu hagkerfi elur á spillingu og spákaupmennsku ...En hvers vegna skyldi krónan vera sterk? Það er vegna þess að pumpað er fjármagni inn í hagkerfið vegna stóriðjuframkvæmda. Eftirspurn eftir krónunni styrkir hana svo mjög að hún er hætt að gefa nokkra raunhæfa mynd af íslensku atvinnulífi. Þetta er rétt hjá Þráni og á þetta hef ég einnig bent. Afurðir okkar hætta hreinlega að seljast og ferðamenn hætta að hafa efni á að koma til landsins ef fer fram sem horfir. En hvað skyldi nú ríkisstjórnin gera við þessar aðstæður...?

Lesa meira

VERSLUNARRÁÐIÐ VILL LOKA NÝSKÖPUNARSJÓÐI

...Við nánari lestur á yfirlýsingu Verslunarráðsins kemur í ljós að hið sama er hér uppi á teningnum. Verslunarráðið er einfaldlega að hvetja til þess að ríkið afhendi fjármálastofnunum þá fjármuni til ráðstöfunar sem nú renna til Nýsköpunarsjóðs. Málatilbúnaður er því sambærilegur við aðförina að Íbúðalánasjóði. Það "er mikilvægt", segir í yfirlýsingu Verslunarráðsins... Skyldi vandi Nýsköpunarsjóðs ekki fyrst og fremst vera sá að hann þurfi meira fjármagn. Ríkisstjórnin lætur, sem kunnugt er, nýsköpunarfjármagn renna ótæpilega til stuðnings fyrirtækjum sem hún telur þurfa aðstoðar við, Alcoa og annarra slíkra, en vanrækir hins vegar Nýsköpunarsjóð.
Þetta er vandinn: Hve Nýsköpunarsjóði  er þröngur stakkur skorinn af hálfu fjárveitingavaldsins. Sá vandi verður ekki leystur með því að...

Lesa meira

ÍSLAND HAFT AÐ FÉÞÚFU

Fréttir sem nú berast úr fjármálalífinu hljóta að vekja þjóðina til umhugsunar um hvert stefnir í íslensku efnahagslífi. Vextir eru, sem kunnugt er, mjög háir hér á landi.....Þetta þýðir að fjármálamenn – erlendir og innlendir – taka peninga að láni þar sem vextir eru lágir og flytja þá til Íslands þar sem vextir eru háir....Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt því á undanförnum misserum hefur verið dælt gífurlegu fjármagni erlendis frá inn í íslenskt efnahagskerfi. Það sem er nýtt er að fréttir berast nú af því að erlend verðbréfafyrirtæki eru farin að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum. Um er að ræða 12 milljarða á aðeins örfáum dögum...Gengi krónunnar verður óraunhæf mæling á íslenskum framleiðsluatvinnuvegum. En í fréttum baðar viðskiptaráðherra sig í milljarðagróða banka. Valgerður Sverrisdóttir er tíður gestur í fjölmiðlum að lýsa yfir hve vel heppnuð aðgerð það var að markaðsvæða allt fjármálakerfið...Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að ríkisstjórn ætti fyrst og fremst að hugsa um almannahag ..... Lesa meira

ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ AÐ STJÓRNVÖLD ÞURFI AÐ RÖKSTYÐJA STÓRIÐJUSTEFNUNA?

Í Viðskiptablaðinu í dag segir: "Fjárfestingar í stóriðju kosta gríðarlega fjármuni og er líklegt að þeim geti verið betur varið í þjóðfélaginu á öðrum sviðum". ..Sem kunnugt er birti greiningardeild KB banka álitsgerð nýlega í þessa veru. Stjórnarformaður Landsvirkjunar, Jóhannes Sigurgeirrson, lýsir því hins vegar yfir í fréttum í gær að greiningardeild KB banka sé á villigötum varðandi þjóðhagsleg áhrif álframleiðslunnar. Stjórnarformaðurinn staðhæfir án þess að færa rök fyrir máli sínu. Svona einsog við þekkjum í gegnum tíðina...Það er fráleitt að ráðamenn þjóðarinnar komist upp með að fjárfesta fyrir hundruð milljarða af skattfé án þess að færa ítarleg, eða yfirleitt einhver, rök fyrir stefnu sinni. Fjölmiðlar bera hér mikla ábyrgð. Jón Steinsson skrifar mjög umhugsunarverðan pistil á Deigluna (deiglan.com), þar sem hann gagnrýnir fjölmiðla fyrir að... 

Lesa meira

ÁSKORUN TIL FJÖLMIÐLA

Birtist í Morgunblaðinu 23.08.05
Hér á landi eru nú starfandi álver með 270 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Ef draumar Framsóknarflokksins verða að veruleika stefnir í að álframleiðslan verði 13-1400 þúsund tonn á ári. Með öðrum orðum, fari úr tvö hundruð og sjötíu þúsund tonnum í eina milljón og fjögur hundruð þúsund tonn. Ég tvítek tölurnar til þess að leggja áherslu á...Ég skora á fjölmiðla að fara í saumana á þessum málum. Það stefnir í að álframleiðsla verði uppistaðan í efnahagsframleiðslu hér á landi...án þess að Íslendingar fái nokkuð fyrir sinn snúð...Þarf ekki að stöðva fólk sem framkvæmir gegndarlaust  á kostnað skattborgarans án þess að hafa snefil af bisnissviti...?

Lesa meira

SPURNING TIL MORGUNBLAÐSINS: HVAÐ VARÐ UM UMRÆÐUNA UM STÓRIÐJU?

Birtist í Morgunblaðinu 26.05.05
...Hlálegast finnst mér þó að heyra gallharða hægri sinnaða frjálshyggjumenn óskapast yfir afskiptum ríkisins af atvinnurekstri og niðurgreiðslum til landbúnaðar. Þetta eru sömu aðilar og lagt hafa blessun sína yfir stórfelldustu ríkisafskipti Íslandssögunnar, því Kárahnjúkavirkjun er að sjálfsögðu ríkisframkvæmd, eru reiðbúnir að niðurgreiða raforku til erlendra auðhringa, veita þeim skattfríðindi umfram íslensk fyrirtæki og fórna hagsmunum íslensks atvinnureksturs í þeirra þágu...

Lesa meira

BLIKKANDI VARNAÐARLJÓS Í FJÁRMÁLAKERFI

Fréttir sem nú berast innan úr bankakerfinu hljóta að vekja ríkisstjórnina - og okkur öll -  til umhugsunar. Í morgun var sagt frá því í fréttum að yfirdráttarlán heimilanna hafi aukist um 1.500 milljónir króna í febrúar og væri þetta annar mánuðurinn í röð sem yfirdráttarlán heimilanna hækki...Á tímabilinu ágúst til desember á síðastliðnu ári drógust yfirdráttarlánin saman. Á því tímabili sáu margir sér hag í því að endurfjármagna yfirdráttarlán með hagstæðari íbúðarlánum til lengri tíma. Áður en þessi endurfjármögnun hófst námu yfirdráttarlánin 60,5 milljörðum króna. Nú stefnir í að þessu marki sé náð að nýju...

Lesa meira

BANKARNIR VILJA LOKA AÐ SÉR

...Ástæða er til að spyrja hvort það sé virkilega svo að upplýsingar um þessi efni séu einkamál. Eins og hér hefur komið fram er ekki krafist nafngreindra upplýsinga heldur aðeins almenns eðlis og einvörðungu í því augnamiði að fá úr því skorið hvort farið sé að lögum í landinu. Í fréttum Ríkisútvarpsins fyrir fáeinum vikum kom fram að Fjármálaeftirlitið væri að skoða þessi mál. Nú verður gengið eftir því á Alþingi við bankamálaráðherra hvort viðskiptaráðuneytið hafi leitað upplýsinga hjá Fjármálaeftirlitinu um athuganir á þess vegum. ..

Lesa meira

Frá lesendum

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira

EKKI NAFN OG KENNITALA HELDUR KJARATALA

Sammála því sem fram kemur í stuttu en skýru 1. maí ávarpi þínu hér á síðunni um hvað þurfi að ræða svo við verðum viðbúin því að endurreisa Ísland á nýjum forsendum. Það er rétt sem þú segir að í þeirri umræðu þurfi menn að segja til nafns og hver kjör þeir búa við sjálf(ir).
Guðf. Sig.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar