Efnahagsmál 2005

TILLAGA UM EFNAHAGSÚRRÆÐI: RÍKISSTJÓRNIN SEGI AF SÉR


...Glæpur þessarar ríkisstjórnar gagnvart íslensku atvinnulífi er mikill. Þau fyrirtæki sem nú er verið að flæma úr landi vegna atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar eiga sér mörg langa uppbyggingarsögu ... Nú þegar Valgerður, ráðherra og ríkisstjórnin, sem ber ábyrgð á öllu því sem úrskeiðis hefur farið, segist vera að hugsa málin, jafnvel ætla að grípa til aðgerða - þá hygg ég að hrollur fari um margan manninn. Vissulega þarf að grípa til ráðstafana en forsenda skynsamlegra ráðstafana í efnahagsmálum er augljós...

Lesa meira

UM KRÓNUNA, EVRUNA, GENGIÐ OG RÍKISSTJÓRNINA

Fyrir fáeinum dögum birtist áhugavert lesendabréf hér á síðunni frá Þráni þar sem hann fjallar um íslensku krónuna og segir að hún sé hætt að veita réttar upplýsingar um stöðu hagkerfisins. Hann segir að nær væri fyrir okkur að taka upp Evruna. Þráinn segir m.a.: "Sjálfstæður gjaldmiðill í örsmáu hagkerfi elur á spillingu og spákaupmennsku ...En hvers vegna skyldi krónan vera sterk? Það er vegna þess að pumpað er fjármagni inn í hagkerfið vegna stóriðjuframkvæmda. Eftirspurn eftir krónunni styrkir hana svo mjög að hún er hætt að gefa nokkra raunhæfa mynd af íslensku atvinnulífi. Þetta er rétt hjá Þráni og á þetta hef ég einnig bent. Afurðir okkar hætta hreinlega að seljast og ferðamenn hætta að hafa efni á að koma til landsins ef fer fram sem horfir. En hvað skyldi nú ríkisstjórnin gera við þessar aðstæður...?

Lesa meira

VERSLUNARRÁÐIÐ VILL LOKA NÝSKÖPUNARSJÓÐI

...Við nánari lestur á yfirlýsingu Verslunarráðsins kemur í ljós að hið sama er hér uppi á teningnum. Verslunarráðið er einfaldlega að hvetja til þess að ríkið afhendi fjármálastofnunum þá fjármuni til ráðstöfunar sem nú renna til Nýsköpunarsjóðs. Málatilbúnaður er því sambærilegur við aðförina að Íbúðalánasjóði. Það "er mikilvægt", segir í yfirlýsingu Verslunarráðsins... Skyldi vandi Nýsköpunarsjóðs ekki fyrst og fremst vera sá að hann þurfi meira fjármagn. Ríkisstjórnin lætur, sem kunnugt er, nýsköpunarfjármagn renna ótæpilega til stuðnings fyrirtækjum sem hún telur þurfa aðstoðar við, Alcoa og annarra slíkra, en vanrækir hins vegar Nýsköpunarsjóð.
Þetta er vandinn: Hve Nýsköpunarsjóði  er þröngur stakkur skorinn af hálfu fjárveitingavaldsins. Sá vandi verður ekki leystur með því að...

Lesa meira

ÍSLAND HAFT AÐ FÉÞÚFU

Fréttir sem nú berast úr fjármálalífinu hljóta að vekja þjóðina til umhugsunar um hvert stefnir í íslensku efnahagslífi. Vextir eru, sem kunnugt er, mjög háir hér á landi.....Þetta þýðir að fjármálamenn – erlendir og innlendir – taka peninga að láni þar sem vextir eru lágir og flytja þá til Íslands þar sem vextir eru háir....Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt því á undanförnum misserum hefur verið dælt gífurlegu fjármagni erlendis frá inn í íslenskt efnahagskerfi. Það sem er nýtt er að fréttir berast nú af því að erlend verðbréfafyrirtæki eru farin að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum. Um er að ræða 12 milljarða á aðeins örfáum dögum...Gengi krónunnar verður óraunhæf mæling á íslenskum framleiðsluatvinnuvegum. En í fréttum baðar viðskiptaráðherra sig í milljarðagróða banka. Valgerður Sverrisdóttir er tíður gestur í fjölmiðlum að lýsa yfir hve vel heppnuð aðgerð það var að markaðsvæða allt fjármálakerfið...Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að ríkisstjórn ætti fyrst og fremst að hugsa um almannahag ..... Lesa meira

ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ AÐ STJÓRNVÖLD ÞURFI AÐ RÖKSTYÐJA STÓRIÐJUSTEFNUNA?

Í Viðskiptablaðinu í dag segir: "Fjárfestingar í stóriðju kosta gríðarlega fjármuni og er líklegt að þeim geti verið betur varið í þjóðfélaginu á öðrum sviðum". ..Sem kunnugt er birti greiningardeild KB banka álitsgerð nýlega í þessa veru. Stjórnarformaður Landsvirkjunar, Jóhannes Sigurgeirrson, lýsir því hins vegar yfir í fréttum í gær að greiningardeild KB banka sé á villigötum varðandi þjóðhagsleg áhrif álframleiðslunnar. Stjórnarformaðurinn staðhæfir án þess að færa rök fyrir máli sínu. Svona einsog við þekkjum í gegnum tíðina...Það er fráleitt að ráðamenn þjóðarinnar komist upp með að fjárfesta fyrir hundruð milljarða af skattfé án þess að færa ítarleg, eða yfirleitt einhver, rök fyrir stefnu sinni. Fjölmiðlar bera hér mikla ábyrgð. Jón Steinsson skrifar mjög umhugsunarverðan pistil á Deigluna (deiglan.com), þar sem hann gagnrýnir fjölmiðla fyrir að... 

Lesa meira

ÁSKORUN TIL FJÖLMIÐLA

Birtist í Morgunblaðinu 23.08.05
Hér á landi eru nú starfandi álver með 270 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Ef draumar Framsóknarflokksins verða að veruleika stefnir í að álframleiðslan verði 13-1400 þúsund tonn á ári. Með öðrum orðum, fari úr tvö hundruð og sjötíu þúsund tonnum í eina milljón og fjögur hundruð þúsund tonn. Ég tvítek tölurnar til þess að leggja áherslu á...Ég skora á fjölmiðla að fara í saumana á þessum málum. Það stefnir í að álframleiðsla verði uppistaðan í efnahagsframleiðslu hér á landi...án þess að Íslendingar fái nokkuð fyrir sinn snúð...Þarf ekki að stöðva fólk sem framkvæmir gegndarlaust  á kostnað skattborgarans án þess að hafa snefil af bisnissviti...?

Lesa meira

SPURNING TIL MORGUNBLAÐSINS: HVAÐ VARÐ UM UMRÆÐUNA UM STÓRIÐJU?

Birtist í Morgunblaðinu 26.05.05
...Hlálegast finnst mér þó að heyra gallharða hægri sinnaða frjálshyggjumenn óskapast yfir afskiptum ríkisins af atvinnurekstri og niðurgreiðslum til landbúnaðar. Þetta eru sömu aðilar og lagt hafa blessun sína yfir stórfelldustu ríkisafskipti Íslandssögunnar, því Kárahnjúkavirkjun er að sjálfsögðu ríkisframkvæmd, eru reiðbúnir að niðurgreiða raforku til erlendra auðhringa, veita þeim skattfríðindi umfram íslensk fyrirtæki og fórna hagsmunum íslensks atvinnureksturs í þeirra þágu...

Lesa meira

BLIKKANDI VARNAÐARLJÓS Í FJÁRMÁLAKERFI

Fréttir sem nú berast innan úr bankakerfinu hljóta að vekja ríkisstjórnina - og okkur öll -  til umhugsunar. Í morgun var sagt frá því í fréttum að yfirdráttarlán heimilanna hafi aukist um 1.500 milljónir króna í febrúar og væri þetta annar mánuðurinn í röð sem yfirdráttarlán heimilanna hækki...Á tímabilinu ágúst til desember á síðastliðnu ári drógust yfirdráttarlánin saman. Á því tímabili sáu margir sér hag í því að endurfjármagna yfirdráttarlán með hagstæðari íbúðarlánum til lengri tíma. Áður en þessi endurfjármögnun hófst námu yfirdráttarlánin 60,5 milljörðum króna. Nú stefnir í að þessu marki sé náð að nýju...

Lesa meira

BANKARNIR VILJA LOKA AÐ SÉR

...Ástæða er til að spyrja hvort það sé virkilega svo að upplýsingar um þessi efni séu einkamál. Eins og hér hefur komið fram er ekki krafist nafngreindra upplýsinga heldur aðeins almenns eðlis og einvörðungu í því augnamiði að fá úr því skorið hvort farið sé að lögum í landinu. Í fréttum Ríkisútvarpsins fyrir fáeinum vikum kom fram að Fjármálaeftirlitið væri að skoða þessi mál. Nú verður gengið eftir því á Alþingi við bankamálaráðherra hvort viðskiptaráðuneytið hafi leitað upplýsinga hjá Fjármálaeftirlitinu um athuganir á þess vegum. ..

Lesa meira

Frá lesendum

HÚRRA FYRIR BLAÐA- OG FRÉTTAMÖNNUM!

Íslnskir blaða- og fréttamenn hafa ályktað til varnar Wikileaks. Það er fagnaðarefni og um leið undrunarefni. Ég hélt sannast sagna að íslenskir fréttamenn hefðu almennt lagt sig til svefns og svæfu svefninum langa þegar kæmi að gagnrýninni fréttamennsku, hvað þá að verja þá sem NATÓ ríkin ofsækja. Á þingi er í seinni tíð hins vegar lítið um varnir og orði aldrei hallað á blóðugt NATÓ hernaðarbandalagið. Um mál Julian Assange er helst spurt hver hafi sagt hvað og hver megi segja hvað, aldrei er spurt um afstöðu eða hún viðruð í málum af þessu tagi. Það róttækasta sem heyrist úr þinghúsi og ráðhúsi er krafa um að kæligeymslu verði komið fyrir í ...
Sunna Sara

Lesa meira

VILJA Í STRÍÐ VIÐ ÍRAN

Núna er einn utanríkisráðherra að beljga sig út og vill fara í stríð við Íran.
Eftir því sem ég best veit þá réðust Íranir síðast á annað land áður en Bandaríkin voru stofnuð. Núna eiga Íranir að hafa ráðist á olíuflutningaskip frá Noregi og Japan.
Eftir því sem mig minnir þá var það Noregur sem hjálpaði Íran við að koma upp raforkuframleiðslu með kjarnorku.
Því er ólíklegt að ...
Davíð Örn

Lesa meira

SYNDA-AFLAUSN Í BOÐI ICELANDAIR

Ég las Mogga-grein þína (sem birtist einnig á heimasíðu þinni) um synda-aflausn kolefnisjöfnunar. Fannst hún skemmtilegt grín eða þar til í dag að ég uppgötvaði að þetta er dauðans alvara. Ég sé nefnilega tilboð frá Icelandair um flugfar sem yrði gert umhverfisvænt með því að planta tré fyrir ferðalanginn. Með öðrum orðum, viðkomandi þyrfti ekki að hafa samviskubit yfir því að menga þótt flugferðin sjálf mengaði. Sakirnar yrðu gerðar upp með kolefnisjöfnun!
Niðurlagsorðin í ...
Jóel A.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarason skrifar: ÖGRUNARAÐGERÐIR GEGN ÍRAN SÝNA ALVÖRU BANDARÍKJANNA

„Við höfum nú 5-10 ár til að hreinsa upp þessi gömlu skjólstæðingsríki Sovétríkjanna, Sýrland, Íran og Írak, áður en næsta risaveldi kemur og skorar okkur á hólm.“ Þetta sagði Paul Wolfowitz þá vara-varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (síðar varnarmálaráðherra) árið 1991 á fundi með Wesley Clark yfirhershöfðingja NATO ...Sprengjum var skotið á tvö o líuskip á Persaflóa 13. júní, japanskt og norskt, og bandarísk stjórnvöld (og bresk, Ísraelsk, Sádísk m.m.) segja Írana hafa verið að verki. Núverandi átök Bandaríkjanna og Írans birta okkur ...

Lesa meira

Kári skrifar: RÖKSEMDIN UM AÐ EKKI VERÐI VIKIÐ AF VEGINUM - LAUSNIN Á LÝÐRÆÐISVANDANUM

Hún hljómar sérkennilega „röksemdin“ um að orkupakkamálið hafið í raun verið afgreitt árið 2003. Þar er átt við innleiðingu „annars orkupakkans“ (aðra orkutilskipun ESB). „Rökin“ fela í sér að þar sem upphaf á einhverri vegferð hafi verið markað verði ekki af veginum vikið með nokkru móti. Sjónarmiðið lýsir ekki eingöngu mikilli nauðhyggju heldur og lítilli trú á það að hægt sé að endurskoða rangar ákvarðanir. Það má nefnilega færa mjög gild rök fyrir því að þessi vegferð hafi verið mistök, alveg frá upphafi og mistök ber að leiðrétta. En í stað þess að ...

Lesa meira

Kári skrifar: RAFMAGN ER UNDIRSTAÐA SAMFÉLAGS - HVORKI VARA NÉ ÞJÓNUSTA Í NEINUM VENJULEGUM SKILNINGI - ORKUPAKKI 3

Ýmsum stjórnmálamönnum á Íslandi virðist líka það vel að láta erlendar stofnanir skilgreina fyrir sig eðli fyrirbæra á borð við rafmagn. Taka skilgreiningu ESB á rafmagni sem „vöru“ þannig að hafið sé yfir allan vafa. En því fer fjarri að svo sé. Á skilgreiningunni er einmitt mikill vafi. Enda er hún hönnuð til þess að passa inn í reglur innri markaðar Evrópu, samkeppnisreglur og aðrar þær reglur sem lúta að „frjálsum“ viðskiptum milli ríkja á innri markaðinum. Það hefur verið aldeilis furðuleg upplifun að fylgjast með því undanfarnar vikur og mánuði hvernig íslenska stjórnmálastéttin (að undanskildum Miðflokknum) hefur hrakist  ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÍRAN, HEIMSVALDASTEFNAN OG "MIÐSVÆÐIÐ"

„Ef Íran langar til að berjast verður það opinber endalok Írans“, tísti Donald Trump 19. maí sl.“ Viðskiptaþvinganir, stríðshótanir, hernaður eru kjarninn í bandarískri utanríkisstefnu. Undanfarna mánuði hafa spjótin og sviðsljósið beinst að Venesúela og Íran. Bandaríkin senda herflotafylki og kjarnasprengjuberandi flugvélar austur að Persaflóa. En nú bregður svo við að fáir taka undir bandarísku stríðsöskrin ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUPAKKI 3 OG GREINING VILMUNDAR GYLFASONAR Á ÍSLENSKA VALDAKERFINU

Fáir hafa greint íslenska valdakerfið betur en hugsjónamaðurinn og eldhuginn Vilmundur Gylfason. Enn er margt í fullu gildi sem hann sagði fyrir tæpum 40 árum síðan um það. Margt af því hljómar enn í hugskotinu enda í fullu samræmi við nútímann. Vilmundur Gylfason hélt eftirminnilega þrumuræðu á Alþingi þann 23. nóvember árið 1982. Þá lýsti hann valdakerfinu þannig að lengi verður í minnum haft. Þátturinn Vikulokin í morgun, á Rás eitt, er gott dæmi um það hvernig „varðhundar valdsins“ á Íslandi afbaka það sem raunverulega á sér stað ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÁHRIF EVRÓPURÉTTAR Á RÉTT EINSTAKRA AÐILDARRÍKJA ESB

... En í ljósi þess hvernig mál hafa þróast á umliðnum árum, þar sem Evrópusambandið hefur öðlast æ meira vald frá þjóðríkjunum, verður sú spurning sífellt áleitnari hvort ekki sé kominn tími til þess virkilega að hugsa þessi mál öll upp á nýtt. Sumir vilja „ganga alla leið“ - í Evrópusambandið. Það sýnist að mörgu leyti mun verri kostur nú en stundum áður. Fyrrum utanríkisráðherra ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar