Efnahagsmál 2006

MENN HÆTTI AÐ STINGA HÖFÐINU Í SANDINN - STÓRIÐJAN ER VANDINN

...Er ekki augljóst að væntingar um ríkisstyrkta fjárfestingu í stóriðju, sem nemur 15% af landsframleiðslunni, eru þegar farnar að hafa þensluvaldandi áhrif og að þegar framkvæmdir síðan hefjast muni þensla umfram verðmætasköpun halda áfram að grafa undan þjóðarhag? Og eru ekki fleiri álver einmitt á færibandinu? Þess vegna er ástæða til að spyrja hvort menn séu ekki að sameinast um að stinga höfðinu í sandinn. Hvernig stendur á því að leiðarahöfundar Morgunblaðsins og Fréttablaðsins benda ekki á þessar augljósu staðreyndir? Og hvers vegna botnar Greiningardeild KB banka, sem skilmerkilega hefur fjallað um stóriðjuþensluna og afleiðingar fyrir efnahagslífið, ekki eigin röksemdafærslu og segir hreint út: BURT MEÐ STÓRIÐJUÁFORMIN! Í mínum huga liggur þessi krafa í augum uppi. Annað væri þjóðhagslegt glapræði...

Lesa meira

VIRKJUM SKYNSEMINA - EKKI VAXTASKRÚFUNA

...Sú spurning vaknar hvort ekki eru til aðrar leiðir en vaxtahækkanir til þess að draga úr verðbólgu. Vaxtahækkanir bitna á öllum einstaklingum og fyrirtækjum, líka þeim sem óþarft er að hræða frá óþarfa lántöku. Væri til dæmis ráð að Seðlabankinn réðist í markvissa og upplýsandi auglýsinga- og kynningarherðferð þar sem við værum frædd um kostnaðinn við lántökur? Í stað þess að fæla okkur frá lántökum með svo háum vaxtakostnaði, að fjárhag alls almennings og margra fyrirtækja er í voða stefnt, þá verði...

Lesa meira

ÖFGASTEFNA FRAMSÓKNAR ER Á ÁBYRGÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Stundum segja menn meiningu sína í spurningum. Og ef menn vilja leggja áherslu á meiningu sína setja menn spurninguna í fyrirsögn. Það gerir Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í pistli á heimasíðu sinni í dag. Einar K. spyr: "Þolir efnahagslífið frekari stóriðjuframkvæmdir?"  Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins er greinilega felmtri sleginn yfir hinum yfirlýsingaglaða framsóknarráðherra Valgerði Sverrisdóttur, sem í dag sótti fund forstjóra auðhringsins Alcoa í New York ásamt íslenskum sveitarstjórnarmönnum til þess að hlýða á boðskap þeirra um hvar á Íslandi þeir hygðust reisa næsta álver sitt! Valgerður, iðnaðarráðherra Íslands, sem hafði forgöngu um að niðurlægja þjóðina með þessari för til New York, sagði í fréttaviðtali í dag að ... Sá tími er liðinn að Sjálfstæðisflokkurinn geti leyft sér að sitja á áhorfendabekkjunum í þessu risavaxna hagsmunamáli þjóðarinnar. Enda þótt Framsókn dragi álvagninn þá staðnæmist hann á því augnabliki sem Sjálfstæðisflokkurinn segir stopp...

Lesa meira

"ÞÁ OG ÞVÍ AÐEINS... "

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom Framsóknarflokknum til hjálpar á Alþingi í dag þegar Jón Bjarnason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs krafði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins um skýringar á álstefnu Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar...Augljóslega hefur Halldór beðið Geir um að vera við álumræðuna á Alþingi í morgun og hjálpa sér að svara Jóni Bjarnasyni. Þetta gerði Geir illu heilli fyrir Sjálfstæðisflokkinn og formann hans. Í allan dag hef ég verið að hitta fólk sem lýst hefur hve dapulegt hafi verið að fá fréttir af ræðu Geirs H. Haarde til varnar stóriðjunni. Ég hef minnt viðmælendur mína á að... Lesa meira

Frá lesendum

AUÐVELT AÐ KAUPA FRIÐHELGI

Mér ofbýður hve landinn leggst lágt við að bugta sig fyrir hinum ekki-algóða Ratcliffe „stórbónda“ og „höfðingja“. Það er svo grátlega auðvelt fyrir slíkt fólk að kaupa sér friðhelgi og ofurtrú almúgans á Íslandi; nokkrar krónur til HÍ og orð í eyra þeirra sem það vefst fyrir að neita „velboðnu“.
Halldóra

Lesa meira

ÁKÚRUR HLUTU

Þetta er lélegt katta klór
yfir klaustursrónagengi
þeir viðhöfðu þar orðin stór
er þjóðin minnist lengi.

Siðareglur að sjálfsögðu brutu
en sídrykkunnar allir þar nutu
Beggi og Bragi
eru ekki í lagi
af umælum sínum ákúru hlutu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

LANDSMENN LESI ENDILEGA GREIN HÉRAÐSDÓMARA!

Ég vil benda þínum ágætu lesendum, Ögmundur, á mjög góða grein héraðsdómarans Arnars Þórs Jónssonar, í Morgunblaðinu í dag, 27. júlí og ber heitið; Fullveldið skiptir máli. Greinin er rituð af skarpskyggni og þekkingu á rótum vandans sem við er að etja og birtist nú í bullandi ágreiningi um þriðja orkupakkann. Óhætt er að segja að lestur hennar muni dýpka skilning margra á málinu. Þá hefðu stjórnmálamenn alveg ...
Kári

Lesa meira

Í HÖNDUM AUÐMANNA?

Útlendir hér úr sér breiða
upp til hópa kaupa landið
Frá fjöruborði og til heiða
Íslendingar upp nú standið!!

Í Seðlabanka er sigurinn tær
sjáum brátt örlagaráðinn
Því Katrín valdi konur tvær
og fjármálalæs er snáðinn.

Frjálshyggju-prestinn við fengum
öll vandræðin á Katrínu hengjum
okkur til tjóns
er Ásgeir Jóns
og vaxtaokur enn-þá framlengjum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

SPURT UM LAGAFRUMVARP

Sæll Ögmundur Þú varnaðir því að Núbó keypti Grímsstaði með reglugerð sem Hanna Birna afnam svo með einu pennastriki fyrir mann eins og Ratcliffe. Guðfríður Lilja lagði fram þingsályktunartillögu. Var ekki hægt að leggja fram lagafrumvarp, stjórnarfrumvarp um málið ...
Pétur Þorleifsson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: DANSKA VALDIÐ Í GÓÐU LAGI: BÓKIN HNIGNUN, HVAÐA HNIGNUN?

... Næmi Íslendinga á 19. öld fyrir þjóðernishyggjunni á sér auðvitað fjölþættar orsaskir. Menningarleg einsleitni á Íslandi rímaði mjög vel við hugmyndir þjóðernissinna um þjóðríki. Sameiginleg menningarleg fortíð, tilvist sjálfstæðs samfélags („fríríkis“) í fortíðinni með sinn menningararf (og allar goðsagnir honum tengdar) styrkti sem kunnugt er sjálfskennd þjóðarinnar. Fjarlægð hins danska stjórnvalds frá íslenskum vettvangi samræmdist illa gróandi hugmyndum um lýðræði, vald þegnanna í eigin málum. Loks er það sú hugmynd/kenning baráttumanna fyrir sjálfsstjórn sem mest var notuð: að landið hefði verið vanrækt, arðrænt og dregist aftur úr (því hafi hnignað). „Módernistar“ í túlkun sjálfstæðisbaráttunnar hafa undanfarið sagt að þessi síðasttöldu sjálfstæðisrök hafi byggt á misskilningi ...

Lesa meira

Kári skrifar: FÁEINAR "STEYPUSLETTUR" HREINSAÐAR UPP - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

 Hér á eftir verða nokkrar „steypuslettur“ hreinsaðar upp og tengjast þriðja orkupakkanum. Fyrst má nefna grein eftir Ketil Sigurjónsson í Morgunblaðinu í dag, 9. ágúst. Það sem nauðsynlega þarfnast leiðréttingar þar er eftirfarandi: „Þetta kemur t.a.m. með skýrum hætti fram í Samningnum um starfshætti Evrópusambandsins (Treaty on the functioning of the European Union; TFEU). Í þessu sambandi má vísa í 194. gr. umrædds samnings, þar sem segir að skipan orkumála hvers aðildarríkis sé í þess höndum.“[i] Þarna vísar Ketill til 194. gr. TFEU sem fjallar um orku. Það er rétt að 2. mgr. 194. gr. kveður á um rétt aðildarríkjanna hvað varðar eigin orkumál. Hér þarf hins vegar að greina á milli þess sem annars vegar kallast í Evrópurétti „exclusive competences“ og hins vegar „shared competences“. Það var þannig að aðildarríkin höfðu orkumálin algerlega á sínu valdi. Það á hins vegar ekki við lengur ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÞUNN OG SJÓBLÖNDUÐ STEYPA PRÓFESSORS - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

 Í Fréttablaðinu þann 31. júlí er grein eftir mann sem titlaður er prófessor [hér eftir nefndur „Steypuprófessor“] við Háskólann í Reykjavík. Greinin nefnist „Sæstrengjasteypa“. Greinin lýsir einfeldni og oftrú höfundar á lagareglum alþjóðaréttar. Mætti kalla þetta „barnalega einfeldni“. Það er við lestur svona greina sem stundum læðist að manni að brotalöm kunni að vera í lagakennslu á Íslandi. Skal enn og aftur áréttað að greina þarf skýrlega í sundur hvernig annars vegar hlutir eru tilgreindir og skilgreindir, í hinum ýmsu lagatextum, og svo hvernig þeir virka í raun. Þar er oft mikið ósamræmi á milli. Eitt er sýnd annað er reynd. Greina þarf á milli þess sem kalla má „jákvæða skyldu“ og hins sem kalla má „neikvæða skyldu“. Sú fyrrnefnda felur sér ... 

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: HERNAÐARYFIRGANGUR BANDARÍKJANNA Á HEIMSVÍSU OG RÚSSAGRÝLAN

Árið 2018 eyddu Bandaríkin 649 milljörðum Bandaríkjadala í hermál. Þá eyddu þau ríki sem næst komu hvað hernaðarútgjöld varðar (Kína, Sádí Arabía, Indland, Frakkland, Rússland, Bretland og Þýskaland) 609 milljörðum Bandaríkjadala samanlagt (Tian o.fl., 2019). Bandaríkin stunda umfangsmestu hergagnaframleiðslu heims. Fimm af tíu stærstu vopnaframleiðslufyrirtæki heims eru bandarísk, þar af þau þrjú stærstu. Meira en helmingur allra vopna heims eru framleidd af bandarískum fyrirtækjum. Bandaríki stunda einnig mesta útflutning á hergögnum allra ríkja, en þar er ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HERINN: ÚT UM FRAMDYR, INN UM BAKDYR

Samkvæmt útvarpsfréttum eru framundan framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurfluvelli auk ratsjárkerfis í fjórum landshornum, framkvæmdir fyrir 14 milljarða króna. Upphæðin jafngildir ca. 100 nýjum glæsivillum. Framkvæmdunum má skipta í tvo hluta. Annars vegar er uppfærsla á ratsjárkerfum NATO umhverfis landið og hins vegar viðhald og uppbygging á Keflavíkurflugvelli, bæði af hálfu NATO og bandaríska hersins... Bandaríski flugherinn ætlar svo að útbúa aðstöðu til búsetu í einskonar gámaíbúðum fyrir meira en þúsund hermenn ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÁRATUGA ÁHUGI INNAN LANDSVIRKJUNAR Á SÆSTRENG

Þessi grein er einungis stutt úttekt á áhuga Landsvirkjunar á sæstreng til Bretlands (Skotlands) og meginlands Evrópu. Stutt athugun á ársskýrslum, í safni Landsvirkjunar, sýnir vel að áhugi á sæstreng til Evrópu hefur lengi verið til staðar hjá stofnuninni. Í safninu er að finna skýrslur frá árinu 2001-2018. Í skýrslu Landsvirkjunar frá 2003 segir m.a.: „Rætt var við nokkra nýja aðila um rafmagnssölu til nýrra verksmiðja á ýmsum stöðum á landinu. Lokið var við forathugun á lagningu sæstrengs milli Íslands og meginlands Evrópu sem unnið var að með Statoil og Statnett í Noregi.[i] Niðurstaða þeirrar athugunar var að ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar