Efnahagsmál 2006

MENN HÆTTI AÐ STINGA HÖFÐINU Í SANDINN - STÓRIÐJAN ER VANDINN

...Er ekki augljóst að væntingar um ríkisstyrkta fjárfestingu í stóriðju, sem nemur 15% af landsframleiðslunni, eru þegar farnar að hafa þensluvaldandi áhrif og að þegar framkvæmdir síðan hefjast muni þensla umfram verðmætasköpun halda áfram að grafa undan þjóðarhag? Og eru ekki fleiri álver einmitt á færibandinu? Þess vegna er ástæða til að spyrja hvort menn séu ekki að sameinast um að stinga höfðinu í sandinn. Hvernig stendur á því að leiðarahöfundar Morgunblaðsins og Fréttablaðsins benda ekki á þessar augljósu staðreyndir? Og hvers vegna botnar Greiningardeild KB banka, sem skilmerkilega hefur fjallað um stóriðjuþensluna og afleiðingar fyrir efnahagslífið, ekki eigin röksemdafærslu og segir hreint út: BURT MEÐ STÓRIÐJUÁFORMIN! Í mínum huga liggur þessi krafa í augum uppi. Annað væri þjóðhagslegt glapræði...

Lesa meira

VIRKJUM SKYNSEMINA - EKKI VAXTASKRÚFUNA

...Sú spurning vaknar hvort ekki eru til aðrar leiðir en vaxtahækkanir til þess að draga úr verðbólgu. Vaxtahækkanir bitna á öllum einstaklingum og fyrirtækjum, líka þeim sem óþarft er að hræða frá óþarfa lántöku. Væri til dæmis ráð að Seðlabankinn réðist í markvissa og upplýsandi auglýsinga- og kynningarherðferð þar sem við værum frædd um kostnaðinn við lántökur? Í stað þess að fæla okkur frá lántökum með svo háum vaxtakostnaði, að fjárhag alls almennings og margra fyrirtækja er í voða stefnt, þá verði...

Lesa meira

ÖFGASTEFNA FRAMSÓKNAR ER Á ÁBYRGÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Stundum segja menn meiningu sína í spurningum. Og ef menn vilja leggja áherslu á meiningu sína setja menn spurninguna í fyrirsögn. Það gerir Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í pistli á heimasíðu sinni í dag. Einar K. spyr: "Þolir efnahagslífið frekari stóriðjuframkvæmdir?"  Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins er greinilega felmtri sleginn yfir hinum yfirlýsingaglaða framsóknarráðherra Valgerði Sverrisdóttur, sem í dag sótti fund forstjóra auðhringsins Alcoa í New York ásamt íslenskum sveitarstjórnarmönnum til þess að hlýða á boðskap þeirra um hvar á Íslandi þeir hygðust reisa næsta álver sitt! Valgerður, iðnaðarráðherra Íslands, sem hafði forgöngu um að niðurlægja þjóðina með þessari för til New York, sagði í fréttaviðtali í dag að ... Sá tími er liðinn að Sjálfstæðisflokkurinn geti leyft sér að sitja á áhorfendabekkjunum í þessu risavaxna hagsmunamáli þjóðarinnar. Enda þótt Framsókn dragi álvagninn þá staðnæmist hann á því augnabliki sem Sjálfstæðisflokkurinn segir stopp...

Lesa meira

"ÞÁ OG ÞVÍ AÐEINS... "

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom Framsóknarflokknum til hjálpar á Alþingi í dag þegar Jón Bjarnason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs krafði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins um skýringar á álstefnu Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar...Augljóslega hefur Halldór beðið Geir um að vera við álumræðuna á Alþingi í morgun og hjálpa sér að svara Jóni Bjarnasyni. Þetta gerði Geir illu heilli fyrir Sjálfstæðisflokkinn og formann hans. Í allan dag hef ég verið að hitta fólk sem lýst hefur hve dapulegt hafi verið að fá fréttir af ræðu Geirs H. Haarde til varnar stóriðjunni. Ég hef minnt viðmælendur mína á að... Lesa meira

Frá lesendum

HÚRRA FYRIR BLAÐA- OG FRÉTTAMÖNNUM!

Íslnskir blaða- og fréttamenn hafa ályktað til varnar Wikileaks. Það er fagnaðarefni og um leið undrunarefni. Ég hélt sannast sagna að íslenskir fréttamenn hefðu almennt lagt sig til svefns og svæfu svefninum langa þegar kæmi að gagnrýninni fréttamennsku, hvað þá að verja þá sem NATÓ ríkin ofsækja. Á þingi er í seinni tíð hins vegar lítið um varnir og orði aldrei hallað á blóðugt NATÓ hernaðarbandalagið. Um mál Julian Assange er helst spurt hver hafi sagt hvað og hver megi segja hvað, aldrei er spurt um afstöðu eða hún viðruð í málum af þessu tagi. Það róttækasta sem heyrist úr þinghúsi og ráðhúsi er krafa um að kæligeymslu verði komið fyrir í ...
Sunna Sara

Lesa meira

VILJA Í STRÍÐ VIÐ ÍRAN

Núna er einn utanríkisráðherra að beljga sig út og vill fara í stríð við Íran.
Eftir því sem ég best veit þá réðust Íranir síðast á annað land áður en Bandaríkin voru stofnuð. Núna eiga Íranir að hafa ráðist á olíuflutningaskip frá Noregi og Japan.
Eftir því sem mig minnir þá var það Noregur sem hjálpaði Íran við að koma upp raforkuframleiðslu með kjarnorku.
Því er ólíklegt að ...
Davíð Örn

Lesa meira

SYNDA-AFLAUSN Í BOÐI ICELANDAIR

Ég las Mogga-grein þína (sem birtist einnig á heimasíðu þinni) um synda-aflausn kolefnisjöfnunar. Fannst hún skemmtilegt grín eða þar til í dag að ég uppgötvaði að þetta er dauðans alvara. Ég sé nefnilega tilboð frá Icelandair um flugfar sem yrði gert umhverfisvænt með því að planta tré fyrir ferðalanginn. Með öðrum orðum, viðkomandi þyrfti ekki að hafa samviskubit yfir því að menga þótt flugferðin sjálf mengaði. Sakirnar yrðu gerðar upp með kolefnisjöfnun!
Niðurlagsorðin í ...
Jóel A.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: RAFMAGN ER UNDIRSTAÐA SAMFÉLAGS - HVORKI VARA NÉ ÞJÓNUSTA Í NEINUM VENJULEGUM SKILNINGI - ORKUPAKKI 3

Ýmsum stjórnmálamönnum á Íslandi virðist líka það vel að láta erlendar stofnanir skilgreina fyrir sig eðli fyrirbæra á borð við rafmagn. Taka skilgreiningu ESB á rafmagni sem „vöru“ þannig að hafið sé yfir allan vafa. En því fer fjarri að svo sé. Á skilgreiningunni er einmitt mikill vafi. Enda er hún hönnuð til þess að passa inn í reglur innri markaðar Evrópu, samkeppnisreglur og aðrar þær reglur sem lúta að „frjálsum“ viðskiptum milli ríkja á innri markaðinum. Það hefur verið aldeilis furðuleg upplifun að fylgjast með því undanfarnar vikur og mánuði hvernig íslenska stjórnmálastéttin (að undanskildum Miðflokknum) hefur hrakist eins og skip með bilað stýri undan ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÍRAN, HEIMSVALDASTEFNAN OG "MIÐSVÆÐIÐ"

„Ef Íran langar til að berjast verður það opinber endalok Írans“, tísti Donald Trump 19. maí sl.“ Viðskiptaþvinganir, stríðshótanir, hernaður eru kjarninn í bandarískri utanríkisstefnu. Undanfarna mánuði hafa spjótin og sviðsljósið beinst að Venesúela og Íran. Bandaríkin senda herflotafylki og kjarnasprengjuberandi flugvélar austur að Persaflóa. En nú bregður svo við að fáir taka undir bandarísku stríðsöskrin ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUPAKKI 3 OG GREINING VILMUNDAR GYLFASONAR Á ÍSLENSKA VALDAKERFINU

Fáir hafa greint íslenska valdakerfið betur en hugsjónamaðurinn og eldhuginn Vilmundur Gylfason. Enn er margt í fullu gildi sem hann sagði fyrir tæpum 40 árum síðan um það. Margt af því hljómar enn í hugskotinu enda í fullu samræmi við nútímann. Vilmundur Gylfason hélt eftirminnilega þrumuræðu á Alþingi þann 23. nóvember árið 1982. Þá lýsti hann valdakerfinu þannig að lengi verður í minnum haft. Þátturinn Vikulokin í morgun, á Rás eitt, er gott dæmi um það hvernig „varðhundar valdsins“ á Íslandi afbaka það sem raunverulega á sér stað ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÁHRIF EVRÓPURÉTTAR Á RÉTT EINSTAKRA AÐILDARRÍKJA ESB

... En í ljósi þess hvernig mál hafa þróast á umliðnum árum, þar sem Evrópusambandið hefur öðlast æ meira vald frá þjóðríkjunum, verður sú spurning sífellt áleitnari hvort ekki sé kominn tími til þess virkilega að hugsa þessi mál öll upp á nýtt. Sumir vilja „ganga alla leið“ - í Evrópusambandið. Það sýnist að mörgu leyti mun verri kostur nú en stundum áður. Fyrrum utanríkisráðherra ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ SKÝRIR STEFNU STJÓRNVALDA UM INNLEIÐINGU ÞRIÐJA ORKUPAKKANS?

Í ljósi þeirrar ofuráherslu sem stjórnarmeirihlutinn leggur á innleiðingu þriðja orkupakkans er mjög knýjandi að finna orsakir þess. Hér verður sett fram eftirfarandi tilgáta. Vinstri-græn leggja á það mikla áherslu að stóriðjan verði smám saman lögð niður en raforkan þess í stað seld í gegnum sæstrengi til Evrópu – sem græn raforka. Hugmyndin er þá sú að Landsvirkjun verði skipt upp, á næstu árum (og byggt á samkeppni í takti við þriðja orkupakkann) reistir verði vindmyllugarðar (í nafni grænnar orkuframleiðslu) og fjöldi smávirkjana reistur ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar