Efnahagsmál 2006

MENN HÆTTI AÐ STINGA HÖFÐINU Í SANDINN - STÓRIÐJAN ER VANDINN

...Er ekki augljóst að væntingar um ríkisstyrkta fjárfestingu í stóriðju, sem nemur 15% af landsframleiðslunni, eru þegar farnar að hafa þensluvaldandi áhrif og að þegar framkvæmdir síðan hefjast muni þensla umfram verðmætasköpun halda áfram að grafa undan þjóðarhag? Og eru ekki fleiri álver einmitt á færibandinu? Þess vegna er ástæða til að spyrja hvort menn séu ekki að sameinast um að stinga höfðinu í sandinn. Hvernig stendur á því að leiðarahöfundar Morgunblaðsins og Fréttablaðsins benda ekki á þessar augljósu staðreyndir? Og hvers vegna botnar Greiningardeild KB banka, sem skilmerkilega hefur fjallað um stóriðjuþensluna og afleiðingar fyrir efnahagslífið, ekki eigin röksemdafærslu og segir hreint út: BURT MEÐ STÓRIÐJUÁFORMIN! Í mínum huga liggur þessi krafa í augum uppi. Annað væri þjóðhagslegt glapræði...

Lesa meira

VIRKJUM SKYNSEMINA - EKKI VAXTASKRÚFUNA

...Sú spurning vaknar hvort ekki eru til aðrar leiðir en vaxtahækkanir til þess að draga úr verðbólgu. Vaxtahækkanir bitna á öllum einstaklingum og fyrirtækjum, líka þeim sem óþarft er að hræða frá óþarfa lántöku. Væri til dæmis ráð að Seðlabankinn réðist í markvissa og upplýsandi auglýsinga- og kynningarherðferð þar sem við værum frædd um kostnaðinn við lántökur? Í stað þess að fæla okkur frá lántökum með svo háum vaxtakostnaði, að fjárhag alls almennings og margra fyrirtækja er í voða stefnt, þá verði...

Lesa meira

ÖFGASTEFNA FRAMSÓKNAR ER Á ÁBYRGÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Stundum segja menn meiningu sína í spurningum. Og ef menn vilja leggja áherslu á meiningu sína setja menn spurninguna í fyrirsögn. Það gerir Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í pistli á heimasíðu sinni í dag. Einar K. spyr: "Þolir efnahagslífið frekari stóriðjuframkvæmdir?"  Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins er greinilega felmtri sleginn yfir hinum yfirlýsingaglaða framsóknarráðherra Valgerði Sverrisdóttur, sem í dag sótti fund forstjóra auðhringsins Alcoa í New York ásamt íslenskum sveitarstjórnarmönnum til þess að hlýða á boðskap þeirra um hvar á Íslandi þeir hygðust reisa næsta álver sitt! Valgerður, iðnaðarráðherra Íslands, sem hafði forgöngu um að niðurlægja þjóðina með þessari för til New York, sagði í fréttaviðtali í dag að ... Sá tími er liðinn að Sjálfstæðisflokkurinn geti leyft sér að sitja á áhorfendabekkjunum í þessu risavaxna hagsmunamáli þjóðarinnar. Enda þótt Framsókn dragi álvagninn þá staðnæmist hann á því augnabliki sem Sjálfstæðisflokkurinn segir stopp...

Lesa meira

"ÞÁ OG ÞVÍ AÐEINS... "

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom Framsóknarflokknum til hjálpar á Alþingi í dag þegar Jón Bjarnason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs krafði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins um skýringar á álstefnu Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar...Augljóslega hefur Halldór beðið Geir um að vera við álumræðuna á Alþingi í morgun og hjálpa sér að svara Jóni Bjarnasyni. Þetta gerði Geir illu heilli fyrir Sjálfstæðisflokkinn og formann hans. Í allan dag hef ég verið að hitta fólk sem lýst hefur hve dapulegt hafi verið að fá fréttir af ræðu Geirs H. Haarde til varnar stóriðjunni. Ég hef minnt viðmælendur mína á að... Lesa meira

Frá lesendum

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira

EKKI NAFN OG KENNITALA HELDUR KJARATALA

Sammála því sem fram kemur í stuttu en skýru 1. maí ávarpi þínu hér á síðunni um hvað þurfi að ræða svo við verðum viðbúin því að endurreisa Ísland á nýjum forsendum. Það er rétt sem þú segir að í þeirri umræðu þurfi menn að segja til nafns og hver kjör þeir búa við sjálf(ir).
Guðf. Sig.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar