Efnahagsmál 2007

FJÁRMÁLASTOFNANIR VERÐA AÐ GANGAST VIÐ EIGIN VERKUM


...Hver sem skýringin er þá eru vaxtakjör hér á landi lántakendum óhagstæð með afbrigðum og er ég þar að vísa í annað og meira en það sem þó skást gerist eins og húsnæðislánin. Í Kastljósþætti í síðustu viku staðhæfði ég að ég þekkti til þess að fyrirtækjum væri boðin lán (í þessu tilviki í kringum hundrað milljónir, með veði, á 8/9 % vöxtum, 5 % lántökugjaldi og 5% uppgreiðslugjaldi. Því miður get ég hvorki greint frá því hver lántakandinn er né lánveitandinn (tilboð á þessum kjörum kom úr fleiri en einni átt) því ég er bundinn trúnaði - en gögnin hef ég undir höndum.  Við forsvarsmenn fjármálastofnana vil ég segja þetta: Þið verðið að ...

Lesa meira

EIGUM VIÐ AÐ LÁTA AÐRA UM STJÓRN EFNAHAGSMÁLA...EÐA?

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, skrifar einstaklega skemmtilega grein í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins um fjármál og efnahagsmál. Þorvarður Tjörvi fjallar þar um evruna og hvort æskilegt væri að taka hana upp sem gjaldmiðil hér á landi. Í grein sinni teflir hagfræðingurinn fram valkostum varðandi gjaldmiðilinn án þess þó að taka sjálfur afstöðu í þessari grein. Gjaldmiðlinum líkir Þorvarður Tjörvi við bíl og segir að það hljóti að ráðast af notagildinu hvers konar bíl við veljum okkur. Krónunni megi líkja við smábíl. Slíkir bílar séu góðir til síns brúks. Vandinn sé hins vegar sá að Íslendingar hafi ekki virt umferðarreglur og hunsað viðvörunarljós. Fyrir bragðið lendum við í hverju slysinu á fætur öðru. Það sé sérstaklega varhugavert þegar í hlut eiga...

Lesa meira

OF ÞRÖNGT SJÓNARHORN Á KRÓNU, EVRU, PLAST OG ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF


...Og er boðlegt að horfa til gjaldmiðilsins á eins þröngan hátt og bæði formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra gera? Að sjálfsögðu er ekki hægt að kljúfa umræðu um gjaldmiðil frá öðrum efnahagslegum breytum. Augljóslega gæti það verið kostur að bindast öflugum gjaldmiðli, evru eða jafnvel dollar. En værum við reiðubúin að taka allar þær dýfur sem fast gengi gæti haft í för með sér ...Það er hins vegar ljóst að ef gengi krónunnar endurspeglar ekki efnahagslífið getur atvinnustigið verið einn þeirra þátta sem flöktir í staðinn. Vilja menn skapa aukinn stöðugleika fyrir útrásarfyrirtæki og hætta til atvinnuöryggi almennings? þau vandræði eru augljós áður en upptaka evrunnar yrði möguleg auk þess sem ...

Lesa meira

Frá lesendum

HÚRRA FYRIR BLAÐA- OG FRÉTTAMÖNNUM!

Íslnskir blaða- og fréttamenn hafa ályktað til varnar Wikileaks. Það er fagnaðarefni og um leið undrunarefni. Ég hélt sannast sagna að íslenskir fréttamenn hefðu almennt lagt sig til svefns og svæfu svefninum langa þegar kæmi að gagnrýninni fréttamennsku, hvað þá að verja þá sem NATÓ ríkin ofsækja. Á þingi er í seinni tíð hins vegar lítið um varnir og orði aldrei hallað á blóðugt NATÓ hernaðarbandalagið. Um mál Julian Assange er helst spurt hver hafi sagt hvað og hver megi segja hvað, aldrei er spurt um afstöðu eða hún viðruð í málum af þessu tagi. Það róttækasta sem heyrist úr þinghúsi og ráðhúsi er krafa um að kæligeymslu verði komið fyrir í ...
Sunna Sara

Lesa meira

VILJA Í STRÍÐ VIÐ ÍRAN

Núna er einn utanríkisráðherra að beljga sig út og vill fara í stríð við Íran.
Eftir því sem ég best veit þá réðust Íranir síðast á annað land áður en Bandaríkin voru stofnuð. Núna eiga Íranir að hafa ráðist á olíuflutningaskip frá Noregi og Japan.
Eftir því sem mig minnir þá var það Noregur sem hjálpaði Íran við að koma upp raforkuframleiðslu með kjarnorku.
Því er ólíklegt að ...
Davíð Örn

Lesa meira

SYNDA-AFLAUSN Í BOÐI ICELANDAIR

Ég las Mogga-grein þína (sem birtist einnig á heimasíðu þinni) um synda-aflausn kolefnisjöfnunar. Fannst hún skemmtilegt grín eða þar til í dag að ég uppgötvaði að þetta er dauðans alvara. Ég sé nefnilega tilboð frá Icelandair um flugfar sem yrði gert umhverfisvænt með því að planta tré fyrir ferðalanginn. Með öðrum orðum, viðkomandi þyrfti ekki að hafa samviskubit yfir því að menga þótt flugferðin sjálf mengaði. Sakirnar yrðu gerðar upp með kolefnisjöfnun!
Niðurlagsorðin í ...
Jóel A.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: RAFMAGN ER UNDIRSTAÐA SAMFÉLAGS - HVORKI VARA NÉ ÞJÓNUSTA Í NEINUM VENJULEGUM SKILNINGI - ORKUPAKKI 3

Ýmsum stjórnmálamönnum á Íslandi virðist líka það vel að láta erlendar stofnanir skilgreina fyrir sig eðli fyrirbæra á borð við rafmagn. Taka skilgreiningu ESB á rafmagni sem „vöru“ þannig að hafið sé yfir allan vafa. En því fer fjarri að svo sé. Á skilgreiningunni er einmitt mikill vafi. Enda er hún hönnuð til þess að passa inn í reglur innri markaðar Evrópu, samkeppnisreglur og aðrar þær reglur sem lúta að „frjálsum“ viðskiptum milli ríkja á innri markaðinum. Það hefur verið aldeilis furðuleg upplifun að fylgjast með því undanfarnar vikur og mánuði hvernig íslenska stjórnmálastéttin (að undanskildum Miðflokknum) hefur hrakist eins og skip með bilað stýri undan ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÍRAN, HEIMSVALDASTEFNAN OG "MIÐSVÆÐIÐ"

„Ef Íran langar til að berjast verður það opinber endalok Írans“, tísti Donald Trump 19. maí sl.“ Viðskiptaþvinganir, stríðshótanir, hernaður eru kjarninn í bandarískri utanríkisstefnu. Undanfarna mánuði hafa spjótin og sviðsljósið beinst að Venesúela og Íran. Bandaríkin senda herflotafylki og kjarnasprengjuberandi flugvélar austur að Persaflóa. En nú bregður svo við að fáir taka undir bandarísku stríðsöskrin ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUPAKKI 3 OG GREINING VILMUNDAR GYLFASONAR Á ÍSLENSKA VALDAKERFINU

Fáir hafa greint íslenska valdakerfið betur en hugsjónamaðurinn og eldhuginn Vilmundur Gylfason. Enn er margt í fullu gildi sem hann sagði fyrir tæpum 40 árum síðan um það. Margt af því hljómar enn í hugskotinu enda í fullu samræmi við nútímann. Vilmundur Gylfason hélt eftirminnilega þrumuræðu á Alþingi þann 23. nóvember árið 1982. Þá lýsti hann valdakerfinu þannig að lengi verður í minnum haft. Þátturinn Vikulokin í morgun, á Rás eitt, er gott dæmi um það hvernig „varðhundar valdsins“ á Íslandi afbaka það sem raunverulega á sér stað ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÁHRIF EVRÓPURÉTTAR Á RÉTT EINSTAKRA AÐILDARRÍKJA ESB

... En í ljósi þess hvernig mál hafa þróast á umliðnum árum, þar sem Evrópusambandið hefur öðlast æ meira vald frá þjóðríkjunum, verður sú spurning sífellt áleitnari hvort ekki sé kominn tími til þess virkilega að hugsa þessi mál öll upp á nýtt. Sumir vilja „ganga alla leið“ - í Evrópusambandið. Það sýnist að mörgu leyti mun verri kostur nú en stundum áður. Fyrrum utanríkisráðherra ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ SKÝRIR STEFNU STJÓRNVALDA UM INNLEIÐINGU ÞRIÐJA ORKUPAKKANS?

Í ljósi þeirrar ofuráherslu sem stjórnarmeirihlutinn leggur á innleiðingu þriðja orkupakkans er mjög knýjandi að finna orsakir þess. Hér verður sett fram eftirfarandi tilgáta. Vinstri-græn leggja á það mikla áherslu að stóriðjan verði smám saman lögð niður en raforkan þess í stað seld í gegnum sæstrengi til Evrópu – sem græn raforka. Hugmyndin er þá sú að Landsvirkjun verði skipt upp, á næstu árum (og byggt á samkeppni í takti við þriðja orkupakkann) reistir verði vindmyllugarðar (í nafni grænnar orkuframleiðslu) og fjöldi smávirkjana reistur ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar