Efnahagsmál 2007

FJÁRMÁLASTOFNANIR VERÐA AÐ GANGAST VIÐ EIGIN VERKUM


...Hver sem skýringin er þá eru vaxtakjör hér á landi lántakendum óhagstæð með afbrigðum og er ég þar að vísa í annað og meira en það sem þó skást gerist eins og húsnæðislánin. Í Kastljósþætti í síðustu viku staðhæfði ég að ég þekkti til þess að fyrirtækjum væri boðin lán (í þessu tilviki í kringum hundrað milljónir, með veði, á 8/9 % vöxtum, 5 % lántökugjaldi og 5% uppgreiðslugjaldi. Því miður get ég hvorki greint frá því hver lántakandinn er né lánveitandinn (tilboð á þessum kjörum kom úr fleiri en einni átt) því ég er bundinn trúnaði - en gögnin hef ég undir höndum.  Við forsvarsmenn fjármálastofnana vil ég segja þetta: Þið verðið að ...

Lesa meira

EIGUM VIÐ AÐ LÁTA AÐRA UM STJÓRN EFNAHAGSMÁLA...EÐA?

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, skrifar einstaklega skemmtilega grein í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins um fjármál og efnahagsmál. Þorvarður Tjörvi fjallar þar um evruna og hvort æskilegt væri að taka hana upp sem gjaldmiðil hér á landi. Í grein sinni teflir hagfræðingurinn fram valkostum varðandi gjaldmiðilinn án þess þó að taka sjálfur afstöðu í þessari grein. Gjaldmiðlinum líkir Þorvarður Tjörvi við bíl og segir að það hljóti að ráðast af notagildinu hvers konar bíl við veljum okkur. Krónunni megi líkja við smábíl. Slíkir bílar séu góðir til síns brúks. Vandinn sé hins vegar sá að Íslendingar hafi ekki virt umferðarreglur og hunsað viðvörunarljós. Fyrir bragðið lendum við í hverju slysinu á fætur öðru. Það sé sérstaklega varhugavert þegar í hlut eiga...

Lesa meira

OF ÞRÖNGT SJÓNARHORN Á KRÓNU, EVRU, PLAST OG ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF


...Og er boðlegt að horfa til gjaldmiðilsins á eins þröngan hátt og bæði formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra gera? Að sjálfsögðu er ekki hægt að kljúfa umræðu um gjaldmiðil frá öðrum efnahagslegum breytum. Augljóslega gæti það verið kostur að bindast öflugum gjaldmiðli, evru eða jafnvel dollar. En værum við reiðubúin að taka allar þær dýfur sem fast gengi gæti haft í för með sér ...Það er hins vegar ljóst að ef gengi krónunnar endurspeglar ekki efnahagslífið getur atvinnustigið verið einn þeirra þátta sem flöktir í staðinn. Vilja menn skapa aukinn stöðugleika fyrir útrásarfyrirtæki og hætta til atvinnuöryggi almennings? þau vandræði eru augljós áður en upptaka evrunnar yrði möguleg auk þess sem ...

Lesa meira

Frá lesendum

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira

EKKI NAFN OG KENNITALA HELDUR KJARATALA

Sammála því sem fram kemur í stuttu en skýru 1. maí ávarpi þínu hér á síðunni um hvað þurfi að ræða svo við verðum viðbúin því að endurreisa Ísland á nýjum forsendum. Það er rétt sem þú segir að í þeirri umræðu þurfi menn að segja til nafns og hver kjör þeir búa við sjálf(ir).
Guðf. Sig.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar