Eldri greinar

Birtist í Fréttablaðinu 03.01.19.
Eftir hundrað ár verða án efa skrifaðar bækur um hremmingar Kúrda fyrr á tíð. Þá verður vonandi afstaðin sú ofsóknarbylgja sem nú skellur á þeim í byggðum þeirra í Suðaustur-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi. Þá munu fjöldamorðin, limlestingarnar, nauðganirnar, frelsissviptingin, heimilismissirinn, atvinnumissirinn – allt af mannavöldum, þykja efni í sögulegan fróðleik frá fyrri tíð. Við eigum hins vegar ekki að ...
Lesa meira

Í byrjun vikunnar mátti hlýða á samtal í útvarpi milli alþingismannanna Jóns Gunnarssonar og Bergþórs Ólasonar, sem báðir eiga sæti í samgöngunefnd Alþingis, um framtíðarsýn þeirra í vegamálum. Þeim Jóni og Bergþóri var mikið niðri fyrir. Vandinn væri gríðarlegur að vöxtum! Ég saknaði þess að ...
Lesa meira

...Þegar talað er um íslenska dagskrárgerð þá er það nákvæmlega
eðalefni á borð við þessa mynd Valdimars Leifssonar sem RÚV
ohf á að vera að framleiða. Ekki bara öðru hverju heldur í hverri
viku, alla mánuði ársins! Þetta ber RÚV-inu skylda til að gera svo
lengi sem okkur er gert að greiða afnotagjöldin. En ohf-ið sýndi
þáttinn. Endurteknar þakkir...En eitt að lokum. Þetta er ekki
síðasta myndin sem gerð er um Jónas Hallgrímsson. Þetta var ekki
myndin sem setti hann inn í hið yfirvegaða sögulega samhengi. Þetta
var ekki myndin sem valdi kvæðin og verkin sem best sýna snilld
hans. Öllu ægði saman. Veikleikum Jónasar jafnt sem snilligáfu.
Myndin hjálpaði okkur hins vegar að uppgötva nýjar víddir. Flestar
geðfelldar. Ekki allar...
Lesa meira

Hér hafa menn staðnæmst sérstaklega við smyglgóss í frumvarpi
heilbrigðisráðherra um almannatryggingar, en þetta frumvarp er
einmitt hluti af hinum umfangsmiklu kerfisbreytingum. Hvers vegna
smyglgóss? Jú vegna þess að í lítilli lagagrein - nánar tiltekið
númer 18 í þessu frumvarpi - er heilbrigðisráðherra gefin heimild
til að setja á laggirnar sérstaka verslunarmiðstöð fyrir
heilbrigðisþjónustu...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 06.12.07
.
…Hver eru þau kvenfrelsismál
sem fara helst fyrir brjóstið á þessu umburðarlitla og
ofbeldisfulla fólki? Ég læt mér nægja að vísa í baráttumál þess
stjórnmálaflokks sem ég starfa innan, Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs. Í þeim flokki höfum við barist fyrir því að komið
verði í veg fyrir kynbundið ofbeldi, að mansal verði stöðvað,
kynbundnum launamun útrýmt, að jafnræði ríki með kynjunum á
vinnumarkaði, innan stjórnsýslunnar og í fyrirtækjum. Við viljum
með öðrum orðum tryggja mannréttindi öllum til handa á öllum sviðum
þjóðlífsins, óháð kyni…
Lesa meira
Birtist í 24 Stundum 06.12.07
…Það eitt að kvenfrelsisbaráttan kalli á slík viðbrögð segir
sína sögu um fordóma sem eru til staðar í þjóðfélaginu gegn því sem
margir töldu óumdeild mannréttindi. Við þá, sem hafa í hótunum við
þau okkar sem hafa hvað ötulast haldið gunnfánum baráttunnar á
loft, vil ég segja þetta: Vinstrihreyfingin grænt framboð lítur á
ögranir og hótanir í garð einstaklinga, sem bera stefnumál okkar
fram á lýðræðislegum vettvangi, sem ögrun í garð okkar allra…
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 06.12.07.
Til eru einræðisríki án einræðisherra. Það eru ríki þar sem
rétttrúnaðurinn ríkir. Þegar honum er ógnað er brugðist við með
offorsi og hótunum, stundum ofbeldi. Á Íslandi ógna þau sem tala
fyrir kvenfrelsi nú ríkjandi einræðishugsun. Þá fullyrðingu dæmi ég
af viðbrögðum við nánast öllu því sem slíkt baráttufólk hefur fram
að færa. Þetta höfum við fengið að reyna að undanförnu. Beitt er
háðsglósum og fyrirlitningartali, gamalkunnum vopnum þeirra sem
ekki treysta sér til rökræðu. Það sem færri vita er að jafnvel er
gengið enn lengra…
Lesa meira
Birtist í DV 06.12.07.
…Ég hef skoðað þessi skrif og neita því ekki að mér varð mjög
hverft við. Hótað er hrottafengnum nauðgunum og öðrum
líkamsmeiðingum og höfð í frammi meiðandi og særandi ummæli um
fólk. Þessar hótanir eru settar fram í nafni einstaklinga en einnig
er um að ræða nafnlaus skrif. Í netheimum geta menn farið huldu
höfði en þegar skrif birtast á nafnkenndum heimasíðum hljóta
eigendurnir að vera jafnframt ábyrgðarmenn. Enginn á að komast upp
með að þagga niður lýðræðislega umræðu með ofbeldishótunum...
Lesa meira

... Atli Gíslason hefur leitt að því líkur að farið hafi verið á svig við lögin við ráðstöfun almannaeigna, þ.e. í tengslum við sölu á húsnæði á Keflavíkurflugvelli. Þetta hefur komið fram í hans máli í tvígang á Alþingi á undanförnum dögum. Hvers vegna þegja flestir fjölmiðlarnir í þessu máli og flytja nánast einvörðungu friðþægingarfréttir af því? Hvers vegna er DV nánast einn fjölmiðla – Stöð tvö að nokkru leyti einnig - sem virðist standa vaktina í þessu máli? Atli Gíslason, er auk þess að vera þingmaður, einn virtasti lögfræðingur landsins með langa reynslu sem hæstaréttarlögmaður. Þegar slíkur maður kveikir á varúðarljósunum og segir að...
Lesa meira
...Í mínum huga er fullveldisdagurinn gott tilefni til þess að
íhuga hvers virði sjálfstæði þjóðarinnar er. Værum við ef til vill
eins vel stödd - eða jafnvel betur - með því að afsala okkur
sjálfstæði, finna okkur skjól í stærra ríki? Hefðum við sætt okkur
við það til langframa að Danir færu með okkar utanríkismál, kæmi
það ef til vill til álita nú að fallast á að stefna okkar í
utanríkismálum yrði mótuð í Brussel, höfuðstöðvum
Evrópusambandsins? Þetta er ekki sagt af tilefnislausu því margir
eru þess mjög fýsandi sem kunnugt er, að Ísland gangi í
hið nýja evrópska stórríki í mótun sem Evrópusambandið
óneitanlega er. Þar færist nú allt í átt til samræmdar
utanríkisstefnu. Í mínum huga erum við Íslendingar, þjóð sem býr
yfir sterkri sjálfsvitund, ríkri sögulegri hefð og frjóum
menningararfi, betur settir sem...
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum