Eldri greinar 2003
Birtist í Fréttablaðinu 26.11.03
Allir þekkja Ragnar Reykás þeirra Spaugstofumanna. Hann er
persónugervingur hentistefnunnar, kann öllum öðrum betur að haga
seglum eftir vindi, venda sínu kvæði í kross ef honum þykir henta.
Ragnar Reykás á fáa sína líka. Það er helst að hann finni jafningja
sína í ríkisstjórn Íslands. Hún hefur átt stórfenglega
spretti í uppákomum af því tagi sem Ragnar er kunnur fyrir.
Að öðrum ólöstuðum stendur forsætisráðherrann flestum framar hvað
þetta varðar. Að undanförnu höfum við kynnst vandlætaranum Davíð
Oddssyni með seðlabúntið í annarri hendinni, volgt úr fjárhirslum
Búnaðarbankans, og Passíusálma Hallgríms Péturssonar í hinni. Þetta
er sami maður og fyrir örfáum misserum hvatti þjóðina til dáða í
lífsgæðakapphlaupinu...
Lesa meira
Það er alveg rétt hjá Valgerði Sverrisdóttur
bankamálaráðherra að hún hefur ekki verið með stór orð "um það
sem er að gerast á markaðinum" en þeim mun stærri hafa gjörðir
hennar verið. Eru það ekki nýju
"kjölfestufjárfestarnir" sem hún fékk
Búnaðarbankann í hendur sem eru að gera þessa samninga við
stjórnendur sem þeir telja vera þyngd sinnar virði í
gulli? Getur það virkilega verið að ráðherrar
ríkisstjórnarinnar sjái ekkert samhengi á milli eigin gjörða og
hvernig komið er meðferð fjármuna í þjóðfélaginu?
Forsætisráðherrann, Davíð Oddsson, hefur sýnt
okkur í fréttaviðtölum í dag að hann gerir það ekki! Hann kemur af
fjöllum og...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 12.11.2003
Í sunnudagsútgáfu Fréttablaðsins var mjög athyglisverð grein
um Búlgaríu og afskipti "okkar" manna af málum þar. Í samantekt
blaðamanns af eigin frásögn kom eftirfarandi fram: " Björgólfur
Thor Björgólfsson lýsir þungum áhyggjum erlendra fjárfesta af
hægfara einkavæðingarferli í Búlgaríu. Hann flutti framsögu á
ráðstefnu helstu áhrifamanna í búlgörsku viðskiptalífi. Sjónarmiðin
hafa vakið athygli búlgarskra fjölmiðla. Kaup hans og annarra á
búlgarska landssímanum eru í pólitískum hnút."
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 08.11.2003
Mörgum reynist nefnilega erfitt að finna lykilinn að þeirri
velferðarþjónustu sem er í boði eða á að vera í boði lögum
samkvæmt. Þetta er frábært framtak og vona ég að sú landssöfnun sem
er framundan skili góðum árangri. Það mun gagnast börnunum og
fjölskyldunum sem í hlut eiga og það er mín sannfæring að það muni
einnig styrkja velferðarþjónustuna, stuðla að því að hún verði
opnari og markvissari...
Lesa meira
Nýlega fékk ég að gjöf tvær bækur. Af stríði
heitir önnur þeirra og er gefin út af Nyhil
útgáfunni, hin ber titilinn Ljóðin þín, eftir
Harald S Magnússon. Gefendum kann ég hinar bestu
þakkir. Ritstjóri fyrrnefndu bókarinnar er Haukur Már
Helgason og er hann stórskemmtilegur penni. Bókin ber þess
merki að hún verður til í aðdraganda Íraksstríðsins. Þeir sem
skrifa í bókina eru ekki stuðningsmenn þess stríðs - að einum
undanskildum: Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra,
Bandaríkjanna. Sem listamaður mun ljóðskáldið Donald
Rumsfeld vera lítillætið uppmálað, hafði ekki einu sinni gert sér
grein fyrir því að hann væri ljóðskáld...
Lesa meira
Þetta er ekki leikdómur heldur hvatning til allra að sjá þetta
verk. Á rúmum klukkutíma fáum við innsýn í veröld þjáningar, sem
því miður er sennilega allt í kringum okkur án þess að við gerum
okkur það alltaf ljóst. Leiksýningin er gefandi og skemmtileg, eins
mótsagnakennt og það kann nú að hljóma í ljósi þess hvert
viðfangsefnið er. Það eigum við hins vegar góðu leikriti og ekki
síður frábærum leik Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur að
þakka...
Lesa meira
Birtist í DV 28.08.2003
Stöð tvö er fyrirtæki sem lýtur stjórn eigenda sinna. Samkvæmt því
er þeim í sjálfsvald sett hver er ráðinn og hver er rekinn. Og nú
hafa þeir rekið Árna Snævarr, fréttamann. Látið hefur verið í veðri
vaka að hann hafi ekki sýnt eigendum sínum trúnað. Hann er sagður
hafa upplýst þegar þessir sömu eigendur reyndu að hafa afskipti af
fréttum stöðvarinnar. Ekki heyrist mér á fréttaviðtölum að Árni
Snævarr skrifi upp á að svo hafi verið. Tilefnið voru fréttir af
laxveiðum - það kemur þessu máli hins vegar ekki við fremur en hver
lak hverju og í hvern. Alvarlegast er að fréttamaður er rekinn úr
starfi fyrir að vilja verja sjálfstæði fréttamanna.
Lesa meira
Án efa er oft úr vöndu að ráða fyrir forseta Íslands þegar
gestir sækja okkur heim eða þegar þjóðhöfðinginn þiggur heimboð
annarra. Varla ræður hann þá dagskránni. Ég get mér þó til að hann
geti að einhverju leyti haft áhrif, t.d. hvort þegið skuli boð um
að ferðast í einkaþotu frá Rússlandi til Englands til að horfa á
fótboltaleik...
Lesa meira
Getur verið að við eigum
eftir að venjast kókdollunni við Borgarnes? Getur verið að eftir
nokkur ár fari okkur að þykja vænt um gömlu góðu kókdósina að
Hamri?
Ég held ekki....
Lesa meira
Um helgina var opnuð sýning á verkum Önnu
Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu í orlofsbyggðum BSRB í
Munaðarnesi. Í tengslum við opnunina var að venju efnt til
Menningarhátíðar. Þótt að sönnu megi segja að menningin blómstri í
Munaðarnesi sumarlangt því salarkynni þar verða prýdd verkum
Önnu fram á haust þá er sú Mennnigarhátíð sem efnt var til við
opnunina ekki löng en svo mögnuð að við hjá BSRB treystum okkur til
að skrifa hana með stórum staf. Sigrún
Hjálmtýsdóttir sópransöngkona - Diddú - söng við undirleik
Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara. Húsfyllir
var að sjálfsögðu og hreif Diddu alla viðstadda og Jónas
Ingimundarson fór á kostum í tali og tónum. Pétur
Gunnarsson rithöfundur ávarpaði gesti og las upp úr verkum
sínum bæði í bundnu máli og óbundnu. Var gerður sérlega góður rómur
að. Myndir Önnu Gunnlaugsdóttur á sýningunni eru
andlitsmyndir kvenna. Ég virti fyrir mér gestina á opnunarhátíðinni
í Munaðarnesi horfast í augu við konurnar hennar Önnu og sá ég ekki
betur en vel færi á með þeim.
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum