Eldri greinar 2004
Þegar trúarbrögðin kallast á við samtíðina
Af Okkur - þökkum blandin gagnrýni
Auglýsingavald – Að kaupa sjálfan sig - Er vilji til enn meiri framfara?
Hér á síðunni voru fyrir nokkrum dögum reifaðar keninngar um valdatafl í Norðurljósum - og Stjórnarráði. Lesandi hafði spurt hvort verið gæti að sáttagjörð væri í smíðum á milli Norðurljósa og Stjórnarráðsins og væri þar komin skýringin á brottvikningu Sigurðar G. Guðjónssonar frá Norðurljósum. Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu um síðustu helgi eru líkur leiddar að því að einmitt þetta hafi verið að gerast. En það var margt annað merkilegt og umhugsunarvert sem fram kom í grein Agnesar. Ég staldraði t.d. við eftirfarandi í framhaldi af...
Lesa meiraMorgunblaðið reynir að skýra "Norðurljósadílinn"
Fyrir nokkrum dögum beindi lesandi til mín spurningum um hræringarnar hjá Norðurljósum, sem ég ekki kunni svör við. Niðurlagsorðin í bréfinu voru þessi: "Eitt smáatriði í lokin. Fyrir okkur sem eru áhorfendur er eitt atriði í símabyltingunni óskiljanlegt. Talsmenn Norðurljósa halda ekki vatni yfir stjórnvisku Sigurðar G. Guðjónssonar, sem nú hefur verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Við höfum fylgst með honum skylmast við forkólfa sjálfstæðismanna ..."...Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins kunna að vera komin svörin .... Þar er ítarleg fréttaskýring eftir Agnesi Bragadóttur og er hún kynnt í forsíðufrétt. Þar segir m.a.: "að skiptar skoðanir eru á því hversvegna Sigurði G. Guðjónssyni, forstjóra Norðurljósa ,.. var skyndilega sagt upp störfum ...< i="">
Lesa meira" Það er stór synd að neyta aflsmunar”
Þjóðarblómið

Skemmtileg er sú hugmynd að láta kjósa um þjóðarblóm. Verst er að almennt er fólk ekki búið að átta sig á að atkvæðagreiðslan stendur yfir einmitt nú og fáir dagar til stefnu eða fram til 15. október. Valið stendur á milli sjö blóma sem eru: Blágresi, Blóðberg, Geldingahnappur, Gleym-mér-ei, Holtasóley, Lambagras og Hrafnafífa eða Fífa eins og hún yfirleitt er kölluð. Það er ásæða til að hvetja fólk til þátttöku og verð ég að segja að öll þau blóm sem komin eru í "undanúrslit" eru að mínu mati verðug til að verða þjóðarblóm okkar. Fyrir mitt leyti hef ég komist að niðurstöðu. Niðurstaðan varð Fífa. Að hún yrði fyrir valinu hjá mér hefði ég ekki trúað að óreyndu. Ég hef þegar kosið Fífuna og lét þar stjórnast af röksemdum Rögnu S. Sveinsdóttur í grein hennar í Morgunblaðinu nýlega....
Lesa meiraHamingjuóskir til Ólympíumeistara

...má segja að Kristín Rós Hákonardóttir, Jón Oddur Halldórsson og fleiri, sem nú síðustu daga hafa gert garðinn frægan á Ólympíuleikum fatlaðara íþróttamanna í Aþenu, hafi bætt um betur. Þau hafa unnið mikla sigra í sínum greinum, Kristín Rós bætti eigið heimsmet, vann gull og silfur og Jón Oddur vann til silfurverðlauna. Þetta á eflaust eftir að verða mörgu ungu fólki hvatning. En það sem meira er: Þetta á eftir að hvetja fatlað fólk til dáða. Þeir sem búa við fötlun þurfa að leggja harðar að sér en aðrir og eiga þeir aðdáun og lof skilið...
Lesa meiraAð gerast pensill hjá listmálara

Fyrir stuttu síðan hlotnaðist mér sá heiður að fá að taka þátt í listsköpun Önnu Hrefnudóttur, myndlistarkonu. Henni hugkvæmdist nefnilega að leita til nokkurra ein
Afreksfólk örvar aðra til dáða

Ef ég væri spurður hvort áherslu ætti að leggja á afreksíþróttir eða almanna-þáttöku í íþróttum myndi ég hallast að hinu síðarnefnda. Málið er þó ekki alveg svona einfalt. Árangur afreksfólksins beinir nefnilega sjónum okkar hinna að íþróttunum, vekur áhuga okkar á þeim og ef rétt er á haldið getur örvað áhuga ungs fólks að stunda íþróttir. Enn er mér minnisstætt hvernig árangur Friðriks Ólafssonar í skákinni á sínum tíma virkaði sem vítamínsprauta á skááhugann...
Lesa meiraFrá lesendum
,,BJARNA GREIÐI‘‘
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
ÍSLENDINGURINN SEM VARÐ DROTTNING
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
STJÓRNIN FINNUR EKKI TAKTINN
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
FELLA STJÓRN?
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Í AUÐMENN KOKKAÐ
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
VG KOMI HEIÐARLEGA FRAM
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
HVAR ERU MÁLSVARAR SKYNSEMI?
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
SÁRT BÍTUR SOLTIN LÚS
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
BANANASÝSLAN
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Frjálsir pennar
Kári skrifar: SAMRÆMD EIGNAUPPTAKA Í EVRÓPU? - ORKUSTEFNA ESB - FRAMHALDSSAGA
... Þegar svo er komið að ríki eru þvinguð til þess að afsala sér fullum og óskoruðum rétti yfir orkumálum sínum hljóta menn að sjá að það er eitthvað verulega mikið að. Þessu má líkja við „efnahagsþvinganir“ sem ríkin fá yfir sig með innleiðingu ESB-gerða. Almenningi er sent langt nef, hann er ekki spurður álits, enda í takti við ólýðræðislegt fyrirkomulag innan ESB. Fólk sem enginn kaus er þar talið bærara og hæfara til þess að ráða framtíð þjóðfélaga en þegnar þeirra ...
Lesa meiraBaldur Andrésson skrifar: HELJARSLÓÐ NÚ HÁVEGUR
Kátína ríkir mikil án vafa hjá stríðs- marskálkum Vestanvalds og hjá rússneskum kollegum þeirra. Loksins tókst nú að kæfa friðarmjálm með æsilegum stríðsöskrum. Ekki er gleði vopnasmiða minni ... Í verki hefur forysta VG nú horfið frá þeim hluta af grunni VG með hrossakaupum við hægriöfl um valdasetu. Sú er staðan að Pentagonvaldi er boðið geðþóttavald um hernaðar-afnot af Íslandi. Víst er að í bígerð er nýtt átak til hervæðingar ...
Lesa meiraKári skrifar: FIMMTI ORKUPAKKI ESB KOMINN Á FÆRIBANDIÐ
... Með hverjum pakka herðist kverkatak ESB á einstökum aðildarríkjum á sviði orkumálanna. Kvaðirnar og skyldurnar verða sífellt meira íþyngjandi og oft í engu samræmi við tilefnið. Hvað Ísland snertir má spyrja: hvert er raunverulegt gildissvið EES-samningsins?
Þegar samningar eru gerðir (almennt talað) eru þar að jafnaði sérstök ákvæði um gildissvið, þ.e.a.s. um hvað samningurinn snýst og hversu langt hann nær. EES-samningurinn er stundum kallaður „lifandi samningur“ en í því felst að hann tekur breytingum, nýjar ...
Baldur Andrésson skrifar: VARNIR GEGN VÖLDU FÖRUFÓLKI
Áætlun í Hvítabretlandi um að reisa fangabúðir fyrir “ dökk innskot ”, skv. litgreiningu, flóttafólk undan stríðshelvíti, hungri og pólitískum ofsóknum, er framkomin. Rúanda er keypt til vistunar á dökku flóttafólki, því fullgott til dvalar og þar skulu fangabúðir Hvítabretlands reistar og starfræktar. Þar með skal brugðist við “svörtu hættunni” sem steðjar að Hvítabretlandi nútímans, henni er ætlað að “ gufa upp”, týnast í myrkviðum Afríku, fjarri siðmennt. Til Hvítaíslands slæðist stundum mislitt fólk á flótta ...
Lesa meiraÞórarinn Hjartarson skrifar: ÚKRAÍNA OG RÖKFRÆÐI STAÐGENGILSSTRÍÐSINS
Þegar ég staðhæfði, skömmu eftir að innrás Rússa hófst, að Úkraínustríðið væri staðgengilsstríð var allt slíkt tal stimplað sem «Pútínáróður» enda væri stríðið einfaldlega þjóðfrelsisstríð Úkraínu. Slíkir stimplar eru vissulega enn á lofti og mynd þjóðfrelsisstríðsins er haldið fast að okkur í fjölmilum. Inn á milli heyrist samt oftar og oftar frá háum stöðum, ekki síst í Washington, að Úkraínustríðið sé einmitt – staðgengilsstríð. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir sambandi “staðgengils» og þeirra sem hann «staðgengur” fyrir ...
Lesa meiraEinar Ólafsson skrifar: VINSTRI GRÆN OG STÆKKUN NATO
Eftirfarandi grein er stíluð til félaga í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og birtist fyrst 9. maí á vettvangi þeirra. Þar sem ég tel hana eiga erindi út fyrir raðir Vinstri grænna hef ég farið fram á að hún birtist hér á þessum opna vettvangi.
Í meðfylgjandi grein í Kjarnanum frá 6. maí stendur þetta:
„Íslensk stjórnvöld styðja þær ákvarðanir sem þjóðþing Finnlands og Svíþjóðar munu taka varðandi aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Engin breyting hefur orðið á samþykktri stefnu Vinstri grænna (VG).Þetta kemur fram í svari ...