Eldri greinar Nóvember 2004
Auglýsingavald – Að kaupa sjálfan sig - Er vilji til enn meiri framfara?
Hér á síðunni voru fyrir nokkrum dögum reifaðar keninngar um valdatafl í Norðurljósum - og Stjórnarráði. Lesandi hafði spurt hvort verið gæti að sáttagjörð væri í smíðum á milli Norðurljósa og Stjórnarráðsins og væri þar komin skýringin á brottvikningu Sigurðar G. Guðjónssonar frá Norðurljósum. Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu um síðustu helgi eru líkur leiddar að því að einmitt þetta hafi verið að gerast. En það var margt annað merkilegt og umhugsunarvert sem fram kom í grein Agnesar. Ég staldraði t.d. við eftirfarandi í framhaldi af...
Lesa meiraMorgunblaðið reynir að skýra "Norðurljósadílinn"
Fyrir nokkrum dögum beindi lesandi til mín spurningum um hræringarnar hjá Norðurljósum, sem ég ekki kunni svör við. Niðurlagsorðin í bréfinu voru þessi: "Eitt smáatriði í lokin. Fyrir okkur sem eru áhorfendur er eitt atriði í símabyltingunni óskiljanlegt. Talsmenn Norðurljósa halda ekki vatni yfir stjórnvisku Sigurðar G. Guðjónssonar, sem nú hefur verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Við höfum fylgst með honum skylmast við forkólfa sjálfstæðismanna ..."...Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins kunna að vera komin svörin .... Þar er ítarleg fréttaskýring eftir Agnesi Bragadóttur og er hún kynnt í forsíðufrétt. Þar segir m.a.: "að skiptar skoðanir eru á því hversvegna Sigurði G. Guðjónssyni, forstjóra Norðurljósa ,.. var skyndilega sagt upp störfum ...< i="">
Lesa meira" Það er stór synd að neyta aflsmunar”
Frá lesendum
MEIN-STREYMINGAR
Hvað varð um fjórða valdið? Megin hugsanastraumur fólks í heiminum óskar friðar og vonar að með því að ljúka hörmungunum í Mið-Austurlöndum takist undir forystu BRICS hópsins að binda enda á stríð „Fyrsta heims“ gegn „Öðrum og Þriðja heiminum“ og um að leið ljúki 500 hundruð ára sögu nýlendustefnu og hins fáránlega kapitalisma. Amen. Fullyrðinguna er hægt að sannreyna með því að prófa að nota netið og finna frjálsa fjölmiðla í stað CNN, BBC eða ...
Sigurþór S.
ÞAÐ SEM SANNAST REYNIST
Ég vil þakka fyrir góða ráðstefnu um málefni Kúrda þar sem gafst mjög fágætt tækifæri að heyra frá fólki þessa fjarlæga heimshluta. Snemma las eg greinar Erlends Haraldssonar á sínum tíma og Kúrdar hafa verið mér oft í huga sérstaklega hversu þeir hafa mátt mæta skilningsleysi og allt að því fyrirlitnngu hjá allt of mörgum. En menning þeirra er mjög gömul og ábyggilega mjög áhugaverð. Það er mikilvægt í nútímasamfélagi að hafa það uppi sem sannast reynist. Í örsamtali okkar minntist eg á grein sem birtist í Kjarnanum núna snemma á nýja árinu. Þar er n.k. uppljóstrun á hvernig stjórnmálamaður á ekki að koma fram gagnvart þjóðinni ...
Guðjón Jensson Mosfellsbæ
BOLAÐ FRÁ
Klaustursrónar krappann sjá
komið er að hefndum
Því Bergþóri verður bolað frá
og gera sátt í nefndum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
STRÁ OG PÁLMAR
Dýr voru þessi dönsku strá
nú dauðans alvöru sjáum
Því Dagur verður að fara frá
ef pálmatrén fáum.
Höf. Pétur Hraunfjörð
ÍSLAND FORDÆMI ÍHLUTUN BNA Í VENESÚELA!
Þakka þér fyrir skrifin um Venesúela og að syprja um afstöðu Íslands, hvort ekki standi til að fordæma afskipti Trumps og félaga. Ég er sammála þér að það verði Ísland að gera! Umhugsunarvert er að enginn á Alþingi skuli taka málið upp. VG er greinilega of upptekið við að þjóna Sjálfstæðisflokknum til að vilja vita af nokkru sem gæti ruggað bátnum. Hitt liðið er allt ...
Jóhannes Gr. Jónsson
KJARASAMNINGAR
Í fátækt minni til fjölda ára
fræddist ég um lífsins nauð
oft vinnulaus með vitund sára
og vonleysi sem daglegt brauð.
Þó árin svo liði hér eitt og eitt
er augljóst að lítið gengur
því fátækir fá hér aldrei neitt
og geta ekki unað því lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
AFMÆLISKVEÐJA
Valgerður nú frelsið fær,
fagnar því með tári.
Hún er okkur öllum kær
og sjötug á þessu ári.
Höf. Pétur Hraunfjörð
AFTURVIRKT EF SAMIÐ ER Á HNJÁNUM
Samningsdrög við sjáum brátt
ei saman glösum klingjum
Þó Halldór Benjamín bjóði sátt
ef afslættinum kyngjum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
KÚRDAR LÍKIR ÍSLENDINGUM
Líst vel á fundinn með Kúrdum næstkomandi laugardag. Við eigum að standa með þeim gegn mannréttindabrjótunum í Ankara. Ég starfaði með Kúrda þegar ég bjó í New York fyrir nokkru síðan og kynntist þá mörgum félaga hans svo og fjölskyldu. Það sem stendur upp úr í minningunni er hve líkir þeir eru okkur að ...
Jóel A.
FÖGNUM NÝJU ÁRI
Árinu fagnar alþýða landsins
allt verður betra okkur hjá.
Efnahag riðlum, Elítu valdsins
og breytta tíma munum sjá.
...
Pétur Hraunfjörð
Frjálsir pennar
Jón Karl Stefánsson skrifar: UM AÐFÖRINA AÐ VENESUELA
... Since 2015 Venezuela has endured gruesome economic hardships. Inflation rates have spiraled out of control, and the public is facing a recession that is tearing the country apart. Now, Venezuelans not only face economic turmoil, but also direct military aggression. A sane response of anyone who wishes to help Venezuelans through these troubles is to try to un derstand why this is happening.Unfortunately, not all opinion pieces and news articles are honest ...
Lesa meiraJón Karl Stefánsson skrifar: ALMANNATENGSL OG STRÍÐIÐ GEGN LÍBÍU
Þann 17. febrúar 2011 gerðu skæruliðar í Líbíu árásir á vopnabúr ríkisins víða um landið og hófu um leið stríð sitt gegn ríkisstjórninni. Eftir að hafa barist í eina viku lýstu uppreisnarmennirnir yfir stofnun skuggaríkisstjórnar, sem bar nafnið „Bráðabirgðaþjóðarráðið“ (BBÞ) (enska: „Transitional National Council“), og hafði hún aðsetur í Benghaziborg, Al Bayda og Derna. Er lögregla og her Líbíu hóf að svara fyrir sig ...
Lesa meiraKári skrifar: UM HVAÐ SNÝST ÞRIÐJI ORKUPAKKINN?
Nokkuð hefur undanfarið verið rætt um svokallaðan þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Almennt hafa fjölmiðlar ekki staðið sig sérstaklega vel í því að upplýsa fólk um þýðingu og inntak þessa pakka sem um ræðir. Eins og margir vita, er markaðsvæðing einn af lykilþáttum evrópska efnahagssvæðisins. Það merkir í stuttu máli samkeppnismarkað á fjölmörgum sviðum, þar með töldu rafmagni.
Innri orkumarkaður ESB byggist á verslun með gas og rafmagn. Þau viðskipti eru háð ýmsum tilskipunum og reglugerðum sem saman mynda „pakka“ sem aðildarríkjum á evrópska efnahagssvæðinu er síðan ...
Þórarinn Hjartarson skrifar: EVRA EÐA KRÓNA?
Síðustu vikur og mánuði, eftir að gengi krónunnar fór að lækka, hækka aftur raddirnar sem vilja binda íslensku krónuna við evru (einstaka vill dollar), greiða laun í evrum eða taka upp evru, „stöðugan gjaldmiðil“. Sem sagt fastgengisstefna – ellegar þá að leita alveg í „skjól stórveldis eða ríkjasambands“ (orðalag Baldurs Þórhallssonar) sem sé ESB-aðild. Hæstu þvílíkar raddir koma frá Samfylkingunni og Viðreisn sem við var að búast. Samfylkingin gefur út myndband og hvetur til ESB-aðildar, og höfuðrökin í málinu eru ...
Lesa meiraGunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUÐS-STJÓRNUN EÐA „ÞRÆLAHALD".
Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á "hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...
Lesa meiraÞórarinn Hjartarson skrifar: HÆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIÐ LÝÐRÆÐIÐ?
RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...
Lesa meira