Eldri greinar Mars 2005
...En skyldi nú ekki eitthvað þurfa að greiða fyrir tónlist frá
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Ríkisútvarpinu þótt núverandi
kostnaðarskuldbindingar RÚV verði numdar brott. Eða á að líta á
Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hverja aðra sinfóníuhljómsveit sem
fyrirfinnst í heiminum? Þetta væri í samræmi við hægri sinnaða
hugmyndafræði markaðshyggjunnar: Allir jafnir á markaði. Á
Íslandi hefur okkur hins vegar tekist að byggja upp mjög traustar
menningarstofnanir á allt öðrum hugmyndagrunni: Með
samvinnu...Ég er ekki viss um að fólk úr
stjórnarherbúðunum sem er velviljað Ríkisútvarpinu - fólk sem alls
ekki vill grafa undan RÚV - hafi hugsað þessi mál til
enda. Ég get að sjálfsögðu ekki gert kröfu um að allir fallist á
mínar skoaðanir. En vonandi fáum við...
Lesa meira
...Menn tengja gjarnan það besta í gjörðum okkar kristinni
arfleifð. Það sækir mjög á hugann að þetta sé hreinlega rangt. Hvað
með upplýsinguna, heimspeki almennt og hvað með heilbrigða
skynsemi, er virkilega ekki eitthvað innbyggt í okkur öll sem má
kalla því nafni? Mjög hrár bókstafsboðskapur sem berst úr kirkjunum
- stundum útvarpað - finnst mér hreinlega óþægilegur, áreitinn án
þess að vera vekjandi og uppbyggilegur. Iðulega hefði ég fremur
kosið að heyra heimspekifyrirlestur eða gott ljóð.
Séra Gunnar Kristjánsson á
Reynivöllum í Kjós höfðaði hins vegar mjög
sterkt til mín í útvarpsmessu á föstudaginn langa. Kannski vegna
þess að predikun hans var í senn heimspeki og ljóð. Efinn fær líka
að vera til í boðskap hans: ".. Raunar er efinn samofinn
trúnni, því að engin trú er hugsanleg án efa - og skyldi nokkur efi
vera til án trúar? Trú er ekki í því fólgin að leggja trúnað á
hvaðeina sem sagt er og þaðan af síður að ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 27.03.05
Nú kemur á daginn að stuðningshópur Bobbys Fischers ætlar ekki að
láta staðar numið heldur skoða mál fleiri einstaklinga sem frelsa
má úr ómannúðlegri prísund. Ungur maður af íslensku bergi brotinn,
fórnarlamb fordóma og miðaldahugsunar í bandarísku dómskerfi, hefur
verið nefndur í því sambandi.
Þannig gæti mál Fischers orðið fordæmi að tilraunum Íslendinga til
að láta gott af sér leiða í mannréttindabaráttu. Það er hins vegar
ein hætta í málinu...
Lesa meira
Fyrir nokkru síðan færði Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mér að gjöf hlutabréf í Landsbankanum hf. Hlutabréfið var upp á 300 krónur og sagði Pétur að hér eftir gæti ég ekki talað um braskarana á hlutabréfamarkaði án þess að horfa í eigin barm, og minnast þess að ég væri sjálfur í þessum hópi. Handhafi hlutafjár í Landsbankanum hf hlyti að gæta hófs í yfirlýsingum sínum. Margir höfðu lúmskt gaman af þessu uppátæki Péturs H. Blöndals. Þó held ég að flestum finnist innst inni að ...
Lesa meira
...Í Útvarpsráði sitja nú af hálfu Sjálfstæðisflokksins tveir
harðir frjálshyggjumenn þeir Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson og Andri Óttarsson. Sá
fyrrnefndi er sjálfur á kafi í fjárferstingabraski og gefur lítið
fyrir opinberan rekstur nema að sjálfsögðu þegar það þjónar
persónulegum hagsmunum hans. Andri er einnig á hægri kantinum og
skrifar ákaft gegn ríkisrekstri, þar með talið Ríkisútvarpinu, m.a.
á vefritinu deiglan.com þar sem hann er í ritstjórn. Eftrifarandi
má lesa í grein sem birtist sem ritstjórnarpistill og því á hans
ábyrgð á deiglunni.com. Greinin er prýðileg og málefnaleg fyrir
hans hatt. Það sem ég hins vegar gagnrýni er að
Sjálfstæðisflokkurinn komi til áhrifa í Ríkisútvarpinu mönnum sem
vilja stofnunina feiga. Sú var tíðin að
Sjálfstæðisflokkurinn var breiður flokkur sem...
Lesa meira
Röksemd Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur,
menntamálaráðherra, fyrir að breyta Ríkisútvarpinu í
markaðsstofnun/SF er að innihaldi til eftirfarandi: Þá losnar
stofnunin við afskipti stjórnmálamanna; fólk eins og mig, það er að
segja ráðherrann sjálfan. Ef þetta er vandamálið kann
ég eitt ráð við því. Það er að ...
Lesa meira
...Sjálfstæðisflokkurinn setur yfirleitt til valda og
áhrifa menn í ríkisstofnunum sem hafa það yfirlýsta markmið að
eyðileggja ríkisrekstur.
Það er aumt hlutskipti frjálshyggjumanna, sem stæra sig af
andstöðu við ríkisrekstur og almannastofnanir, að hafa ekki meiri
sjálfsvirðingu en svo að taka að sér stjórn og umsjá
ríkisfyrirtækja þegar þeir sjá sér persónulegan hag í því. Nema
þeir telji það vera sérstaka köllun að láta planta sér innanbúðar
til að valda tjóni og usla og grafa þannig undan þeim
ríkisstofnunum sem þeim er treyst fyrir. Er það ef til vill
skýringin á framferði formanns útvarpsráðs, frjálshyggjumannsins
Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar í þessu og öðrum
ámóta málum sem upp hafa komið? Hefur hann sett sér það takmark að
eyðileggja RÚV? Hann hefur alla vega gefið menntamálaráðherra
Sjálfstæðisflokksins...
Lesa meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra,
kom fram í sjónvarpsfréttum og reyndi að sefa menn vegna
reiði yfir hegðan meirihluta útvarpsráðs við ráðningu fréttastjóra
útvarps. Það er að koma frumvarp sem boðar breytta stjórnsýslu
í RÚV, segir ráðherrann. Og undir þetta sjónarmið taka margir,
og segja að pólitískt kjörnir útvarpsráðsmenn eigi að heyra sögunni
til...Hin nánu tengsl Ríkisútvarpsins við Alþingi eru
einmitt þess valdandi að spilling og misbeiting valds er í fyrsta
lagi öllum ljós og í öðru lagi veldur fyrirkomulagið því að enginn
velkist í vafa um að öllum koma málefni stofnunarinnar
við. Þegar eitthvað bjátar á er málið umsvifalaust tekið
til umræðu á opinberum vettvangi. Viljum við breyta þessu?
Viljum við Stöðvar 2 fyrirkomulagið þar sem tiltölulega
nýráðinn fréttastjóri, Sigríður Árnadóttir, var rekinn
skýringarlaust enda þótt hún væri sögð hafa staðið sig afbragðs vel
í starfi. Grunur leikur á að mat eigenda væri að
hún yrði þeim ekki leiðitöm. Þess vegna burt með hana. Vilja menn
slíkt fyrirkomulag...
Lesa meira
Erindi á fundi SARK - Samtökum um aðskilnað ríkis og kirkju
05.03.05.
Ég var beðinn um að svara því á þessum fundi hvaða skýringar ég
teldi vera á því að það virtist pólitískt viðkvæmt að ræða
spurninguna um aðskilnað ríkis og kirkju.
Svar mitt er á þá lund að viðfangsefnið er nokkuð flókið og að ýmsu
að hyggja þegar framtíðarstefna í afstöðu hins opinbera til trúmála
almennt er mótuð. Málið er tilfinningaþrungið og af þeim sökum
viðkvæmt - líka pólitískt. Ég sá í orðsendingu þar sem þessi fundur
er auglýstur að einn málshefjandinn um þetta fundarefni væri...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum