Eldri greinar Maí 2005
Fari menn á vefinn invest.is má fá upplýsingar
um "sjálfstætt ráðgjafafyrirtæki" á vegum iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytisins ... Þarna er heitið trúnaði við fjárfesta.
En hvað með trúnað við íslensku þjóðina og hagsmuni hennar? Fyrir
nokkrum dögum voru fjárfestar hvattir til þess á þessari síðu,
invest.is, að íhuga að fjárfesta í ...
Lesa meira
Í nóvember á síðasta ári var það gert að umræðuefni á þessari
síðu að fyrir botni Hvalfjarðar væru olíutankar í eigu NATÓ
og íslensku olíufélaganna. Svo væri að skilja að NATÓ hugsaði vel
um sína tanka en öðru máli gegndi um olíufélögin. Þau létu sína
tanka drabbast niður. Ryðgaðir tankarnir blöstu
við...DV tók málið upp og spurði hvort
ekki þyrfti eitthvað að aðhafast í málinu. Nú hefur það
gerst - annað er ekki að sjá en verið sé að taka niður tankana,
alla vega einhverja þeirra. Þessu ber að fagna. Þökk sé ...
Lesa meira
...Í samræmi við þetta var frá því skýrt að Kögun
hf. hefði verið hafnað sem hugsanlegum bjóðanda, vegna
slíkra eignatengsla. En viti menn, í frétt sem birtist í
Morgunblaðinu í dag er svo að skilja að þetta hafi ekki átt við um
alla því nú er okkur sagt að bjóðendur muni eiga þess kost að
breyta eigin skipulagi hafi þeir ekki staðist skilyrðin. Það á með
öðrum orðum að breyta reglunum eftir á fyrir tiltekna aðila
...Hvers vegna hinn pólitíska klæðskerasaum? Gæti
frjálshyggjudeild Sjálfstæðisflokksins
vinsamlegast svaraða þeirri spurningu...
Lesa meira
Gunnar Smári Egilsson, hæstráðandi á 365 fjölmiðlum, kom fram í
Spegli fréttatíma Hljóðvarpsins og tjáði sig um framtíð íslenskra
fjölmiðla. Hann sagði frá nýjum fjölmiðlum sem væru að fæðast á
vegum fyrirtækisins, einn á morgun, annar í næstu viku, framtíðin
væri björt. Er pláss fyrir áframhaldandi fjölgun fjölmiðla á
ykkar snærum, spurði fréttakona. Já, sagði Gunnar
Smári. Þetta væri allt saman spurning um nýtingu fjármuna.
Einkareknu fjölmiðlarnir nýttu þá vel, ríkið illa...Fjölgun
útvarpsstöðva hefur ekki aukið fjölbreytni. Þvert á móti þá hefur
fjölgun stöðva dregið úr fjölbreytninni...Sjálfbirgingslegt tal
forsvarsmanna fjölmiðla sem fremur eru á yfirborðið en dýptina er
hins vegar ekki sannfærandi...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 18.05.05.
Listaverk Steinunnar Þórarinsdóttur hafa sett skemmtilegan
listrænan svip á torgið fyrir framan Hallgrímskirkju frá því það
var sett upp í júní í fyrra. Þætti mér fara vel á því að
Reykjavíkurborg festi kaup á styttunum þannig að þær yrðu til
frambúðar á þessum stað. Listaverkin yrðu auk þess táknræn fyrir
samstöðu borgarbúa gegn spellvirkjum. Við eigum ekki að gefast upp
gagnvart ofbeldi af þessu tagi. Sýnum vilja okkar í ...
Lesa meira
...einnig hitt að í föruneyti forsætisráðherrans var Steingrímur Ólafsson, fyrrum fréttamaður sem gegnir nýrri stöðu í forsætisráðuneytinu. Hann hefur þann starfa með höndum að koma formanni Framsóknar-
flokksins á framfæri við þjóð sína. Flestir fjölmiðlarnir sem síðustu daga hafa birt myndir af Halldóri með Bush Bandaríkjaforseta , Halldóri með Pútín Rússlandsforseta, Halldóri með Junichiro Koizumi forsætisráðherra Japans, Halldóri með Jacques Chirac forseta Frakklands, og kanslarahjónum Þýskalands, þeim Gerhard Schröder og frú Doris Schröder-Köpf., hafa látið þess getið að hirðljósmyndari forsætisráðherra Framsóknarflokksins á Íslandi, Steingrímur Ólafsson, hafi tekið myndirnar.
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum