Fari menn á vefinn invest.is má fá upplýsingar
um "sjálfstætt ráðgjafafyrirtæki" á vegum iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytisins ... Þarna er heitið trúnaði við fjárfesta.
En hvað með trúnað við íslensku þjóðina og hagsmuni hennar? Fyrir
nokkrum dögum voru fjárfestar hvattir til þess á þessari síðu,
invest.is, að íhuga að fjárfesta í ...
Í nóvember á síðasta ári var það gert að umræðuefni á þessari
síðu að fyrir botni Hvalfjarðar væru olíutankar í eigu NATÓ
og íslensku olíufélaganna. Svo væri að skilja að NATÓ hugsaði vel
um sína tanka en öðru máli gegndi um olíufélögin. Þau létu sína
tanka drabbast niður. Ryðgaðir tankarnir blöstu
við...DVtók málið upp og spurði hvort
ekki þyrfti eitthvað að aðhafast í málinu. Nú hefur það
gerst - annað er ekki að sjá en verið sé að taka niður tankana,
alla vega einhverja þeirra. Þessu ber að fagna. Þökk sé ...
...Í samræmi við þetta var frá því skýrt að Kögun
hf. hefði verið hafnað sem hugsanlegum bjóðanda, vegna
slíkra eignatengsla. En viti menn, í frétt sem birtist í
Morgunblaðinu í dag er svo að skilja að þetta hafi ekki átt við um
alla því nú er okkur sagt að bjóðendur muni eiga þess kost að
breyta eigin skipulagi hafi þeir ekki staðist skilyrðin. Það á með
öðrum orðum að breyta reglunum eftir á fyrir tiltekna aðila
...Hvers vegna hinn pólitíska klæðskerasaum? Gæti
frjálshyggjudeild Sjálfstæðisflokksins
vinsamlegast svaraða þeirri spurningu...
Gunnar Smári Egilsson, hæstráðandi á 365 fjölmiðlum, kom fram í
Spegli fréttatíma Hljóðvarpsins og tjáði sig um framtíð íslenskra
fjölmiðla. Hann sagði frá nýjum fjölmiðlum sem væru að fæðast á
vegum fyrirtækisins, einn á morgun, annar í næstu viku, framtíðin
væri björt. Er pláss fyrir áframhaldandi fjölgun fjölmiðla á
ykkar snærum, spurði fréttakona. Já, sagði Gunnar
Smári. Þetta væri allt saman spurning um nýtingu fjármuna.
Einkareknu fjölmiðlarnir nýttu þá vel, ríkið illa...Fjölgun
útvarpsstöðva hefur ekki aukið fjölbreytni. Þvert á móti þá hefur
fjölgun stöðva dregið úr fjölbreytninni...Sjálfbirgingslegt tal
forsvarsmanna fjölmiðla sem fremur eru á yfirborðið en dýptina er
hins vegar ekki sannfærandi...
Birtist í Morgunblaðinu 18.05.05.
Listaverk Steinunnar Þórarinsdóttur hafa sett skemmtilegan
listrænan svip á torgið fyrir framan Hallgrímskirkju frá því það
var sett upp í júní í fyrra. Þætti mér fara vel á því að
Reykjavíkurborg festi kaup á styttunum þannig að þær yrðu til
frambúðar á þessum stað. Listaverkin yrðu auk þess táknræn fyrir
samstöðu borgarbúa gegn spellvirkjum. Við eigum ekki að gefast upp
gagnvart ofbeldi af þessu tagi. Sýnum vilja okkar í ...
...einnig hitt að í föruneyti forsætisráðherrans var Steingrímur Ólafsson, fyrrum fréttamaður sem gegnir nýrri stöðu í forsætisráðuneytinu. Hann hefur þann starfa með höndum að koma formanni Framsóknar- flokksins á framfæri við þjóð sína. Flestir fjölmiðlarnir sem síðustu daga hafa birt myndir af Halldóri með Bush Bandaríkjaforseta , Halldóri með Pútín Rússlandsforseta, Halldóri með Junichiro Koizumi forsætisráðherra Japans, Halldóri með Jacques Chirac forseta Frakklands, og kanslarahjónum Þýskalands, þeim Gerhard Schröder og frú Doris Schröder-Köpf., hafa látið þess getið að hirðljósmyndari forsætisráðherra Framsóknarflokksins á Íslandi, Steingrímur Ólafsson, hafi tekið myndirnar.
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ... Stefán Karlsson
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...