Eldri greinar Júní 2005
Á Viðskiptablaðinu er mönnum mjög niðri fyrir. Þar á bæ vilja
menn einkavæða flugvelli landsins. Þetta hafi verið gert í
Ungverjalandi, Indlandi, Hong Kong og Mexíkó. Er ekki komið að
Reykjavíkurflugvelli, spyr Viðskiptablaðið með vatnið í
munninum fyrir hönd væntanlegra fjárfesta. Nei, segir Sturla
samgönguráðherra, engin áform séu um einkavæðingu flugvalla,
"það hefur ekki verið neitt uppi á teningnum.". En hvað
skyldi Framsókn segja? Það stendur ekki á svari hjá
þingflokksformanninum Hjálmari Árnasyni, hann telur vel koma til
álita að fela einkaaðilum reksturinn á Reykjavíkurflugvelli:
"Það er náttúrlega tækifæri sem væri sjálfsagt og eðlilegt að
skoða. Varðandi aðra flugvelli ...
Lesa meira
Í kvöld sýndi RÚV danska heimildarmynd um Kristjaníu. Hún er í
hjarta Kaupmannahafnar þar sem áður voru stöðvar danska hersins. Á
hippatímanum, í lok 7. áratugar síðustu aldar, var myndað eins
konar fríríki í Kristjáníu. Þar kom sér fyrir allstór hópur fólks,
sem ekki sætti sig við reglustrikusamfélagið og má segja að óvíða
hafi anarkískt skipulag náð að skjóta rótum eins rækilega og í
Kristjaníu. Þessu fékk ég tækifæri til að kynnast ögn þegar ég
gerði sjónvarpsþátt um Kistjaníu á árinu 1988 en þá var ég
fréttamaður Sjónvarpsins á Norðurlöndum, staðsettur í
Kaupmannahöfn. Hin anarkíska stjórnskipan í Kristjaníu var
mjög lýðræðisleg og byggði hún á allföstu formi. Þegar ég lagði
leið mína um Kristjaníu síðastliðið sumar þóttist ég sjá merki
ýmissa breytinga í átt til "borgaralegs samfélags" í hluta
Kristjaníu, þótt annars staðar væri yfirbragðið svipað og áður
fyrr. Í dönsku heimildarmyndinni voru ...
Lesa meira
Forsætisráðherra þjóðarinnar hélt venju samkvæmt ræðu á
þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Um sumt var ræðan ágæt, tilvitnanir í
þjóðskáldin íslensku og spakmæli frá fyrri tíð. Framtíðarsýn
forsætisráðherrans er hins vegar ekkert sérstaklega íslensk, miklu
frekar bandarísk; forsætisráðherra sér það fyrir sér að fyrirtæki
taki yfir verkefni í menningu, listum og samfélagsþjónustu sem fram
til þessa hafa verið á vegum samfélagsins. Hálfnöturlegt er að
heyra þennan boðskap frá Austurvelli á þjóðhátíðardaginn. Halldóri
Ásgrímssyni forsætisráðherra varð í ræðu sinni nokkuð tíðrætt um
bjartsýnismennn og bölmóðsmenn. Ef menn horfðu...
Lesa meira
Valgerður Sverrissdóttir bankamálaráðherra hefur vakið nokkra
athygli að undanförnu með tilfinningaþrungnum yfirlýsingum um þá
þróun sem nú á sér stað á íslenskum fjármálamarkaði. Hefur hún
hnjóðað nokkuð í Björgólf Guðmundsson og aðra umsvifamikla
fjármálamenn og þykir þeir vera heldur betur að færa sig upp á
skaftið í samfélaginu...Þar horfa menn til manna á borð við Þórólf
Gíslason á Sauðárkróki, eins helsta fjáröflunarmanns flokksins til
áratuga, Finns Ingólfssonar, fyrrum varaformanns og Ólafs
Ólafssonar eins helsta fjármálagúrús flokksins til langs tíma.
Tveir hinir síðarnefndu birtust sællar minnigar skælbrosandi á
baksíðu Morgunblaðsins þegar þeir höfðu handsalað kaupin á
Búnaðarbankanum í árslok 2002, nokkuð sem er til umræðu þessa
dagana. Þess má geta í...
Lesa meira
...Í fréttum í dag kom fram að hér hefði verið á ferð fulltrúi
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og viti menn, hann vildi samdrátt í
ríkisútgjöldum, leggja Íbúðalánasjóð niður hið bráðasta og láta
stíga á bremsurnar gagnvart launafólki. Reyndar brá hann út af
venjunni að einu leyti. Fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðisins vildi
láta fresta skattalækkunaráformum ríkisstjórnarinnar. Ástæðan var
að sjálfsögðu þensluvaldandi stóriðjuframkvæmdir á vegum
ríkisstjórnarinnar. Þegar ég heyrði fulltrúa
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins dósera á þennan hátt í morgunfréttum
vaknaði ein lítil en ágeng spurning í mínum huga...
Lesa meira
Fullt var út úr dyrum á vel heppnaðri menningarhátíð BSRB í
Munaðarnesi um síðastliðna helgi. Opnuð var sýning á verkum Önnu
Hrefnudóttur, myndlistarkonu. Þorteinn frá Hamri, skáld, las úr
ljóðum sínum, bæði birtum og einnig úr óbirtum handritum. Þetta var
stund með skáldinu sem margir munu án efa geyma í minningu sinni.
Þá söng Skagfirska söngsveitin af miklum krafti og við mikinn
fögnuð viðstaddra. Eftir vel heppnuð skemmtiatriðin var ...
Lesa meira
Björgólfur Guðmundsson svífur inn gólfið á gamla íþróttahúsi
Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu í Reykjavík. Margir bestu
listamenn þjóðarinnar - leikarar Þjóðleikhússins - höfðu
beðið komu hans af eftirvæntingu. Hljómsveit hóf að leika þegar
formaður stjórnar Landsbankans og helsti eigandi bankans gekk í
salinn. Hann var kostunarmaður nýs sviðs í leikfimihúsiunu. Allir
voru þakklátir. Geysilega þakklátir. Þarna yrði hægt að sýna
mikilvæg listaverk. Verk sem menn án efa telja að eigi eftir að
lyfta andanum. Þjóleikhússtjóri - ég sá ekki betur í ítarlegri
sjónvarpsfréttinni en það væri hún ...
Lesa meira

Ljáðu mér eyra eftir Önnu Hrefnudóttur.
Árleg Menningarhátíð BSRB í Munaðarnesi verður haldin á morgun, laugardaginn 11. júní. Á hátíðinni verður opnuð myndlistarsýning Önnu Hrefnudóttur. Skagfirska söngsveitin mun syngja og Þorsteinn frá Hamri lesa upp. Menningarhátíðin hefst kl. 14.00 og er opin öllum. Aðgangur er ókeypis og er boðið upp á veitingar...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum