Eldri greinar 2005
Birtist í Morgunpósti VG 18.10.10
...Hrafn vildi flytja Árbæjarsafn í Hljómskálagarðinn, hækka
byggingu hér, lækka þar, til dæmis vildi hann sníða nýbyggingu ofan
af gamla Útvegsbankanum, núverandi dómshúsi við Lækjartorg,
endurskoða afstöðu okkar til fífilsins og sóleyjarinnar, en eins og
menn rekur ef til vill minni til fór grassláttur og reyting
"illgresis" mjög fyrir brjóstið á Hrafni. Þessar hugmyndir og
fleiri setti hann fram í litlum þætti í Ríkissjónvarpinu.
Tilgangurinn var augljóslega að kveikja umræðu, sem svo sannarlega
tókst enda bryddað á ýmsum snjöllum hugmyndum og okkur sýnt
sjónarhorn sem við flest hver höfðum ekki komið auga á. Þetta var
hið besta mál, líka hugmyndin um flugbraut á Lönguskerjum í
Skerjafirði! Hví ekki að hugleiða þann kost? Glæsilegt aðflug að
borginni! Svo fórum við að hugsa, alla vega sum hver...
Lesa meira
...Tvær spurningar til Geirs H. Haarde. Í fyrsta lagi, ef til
stendur að selja Landsvirkjun, hvers vegna ekki selja strax? Er
skýringin ef til vill sú, að fyrst þurfi að láta skattborgarann,
hreinsa upp skuldir og klára allar skuldbindingar sem gerðar hafa
verið í þágu fjölþjóðlegu álauðhringanna sem Landsvirkjun hefur
verið gert að þjóna? Þá fyrst og aðeins þá, sé vænlegt að bjóða
hnossið til kaups; er þetta ástæðan fyrir því að Geir vill bíða í
nokkur ár?
Síðari spurningin er þessi: Hver segir að lífeyrissjóðir séu
svokallaðir "langtímafjárfestar", sem formaður
Sjálfstæðisflokksins nefnir svo? Samkvæmt lögum, sem ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð að, er lífeyrissjóðunum
beinlínis skylt að fjárfesta aðeins þar sem...
Staðreyndin er líka sú, að lífeyrissjóðirnir hafa verið harla kænir
braskarar á markaði og hafa haft það umfram aðra fjárfesta að þeir
eru ekki að hugsa um völd, aðeins ágóða. Eðlilegt er að nú sé spurt
hvort líklegt sé að einhver hugarfarsbreyting myndi eiga sér stað
hjá lífeyrissjóðunum ef peningar þeirra væru í hlutabréfum í
Landsvirkjun h.f.? Spyr sá sem...
Lesa meira
Setja má spurningarmerki við viðbrögð forsætisráðherra ekki
síður en við viðbrögð dómsmálaráðherra eftir úrskurð Hæstaréttar í
Baugsmálinu. Björn dómsmálaráðherra lýsti því yfir að dómskerfið
hefði ekki sagt sitt síðasta orð í málinu og lögheimildir væru til
þess að ákæruvaldið héldi málinu til streitu. Þetta vakti hörð
viðbrögð enda mátti túlka yfirlýsingu ráðherrans sem afskipti
handhafa framkvæmdavalds af dómsvaldinu. Út af þessu varð að vonum
hvellur á Alþingi í upphafi þingfundar í gær.
Ekki tók betra við þegar leið á daginn. Þá boðaði Halldór
Ásgrímsson forsætisráðherra til fréttamannafundar þar sem hann hóf
að...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 03.10.05
Í skrifum Staksteina Morgunblaðsins fyrir fáeinum dögum er því
hafnað að sömu lögmál gildi um birtingu stolinna bréfa íslenskra
námsmanna í Austur-Þýskalandi á sjöunda áratug síðustu aldar, í
svokallaðri SÍA skýrslu, annars vegar og hins vegar um birtingu
"illa fengins" tölvupósts, sem nú birtist í Fréttablaðinu
og fleiri miðlum, um samskipti manna úr innsta valdakjarna
Sjálfstæðisflokksins. SÍA skýrslurnar hafi verið birtar á
stríðstímum: "Það var að vísu ekki heitt stríð heldur kalt en
stríð engu að síður. Í stríði gilda önnur lögmál og aðrar reglur en
á friðartímum." Staksteinahöfundur minnir síðan á
njósnastarfsemi stórveldanna hér á landi og annars staðar á þessum
tíma og kemst að þeirri niðurstöðu að sá tilgangur að kveða niður
kúgun kommúnismans hafi réttlætt birtingu bréfanna.
Lesa meira
...Nú vil ég taka það skýrt fram að fræðsla um orku og orkumál á
að mínu mati heima í skólum og beinist gagnrýni mín ekki á nokkurn
hátt að slíkri fræðslu og því starfi sem unnið hefur verið til þess
að efla þessa fræðslu. Þá finnst mér vel við hæfi að nýta þá
þekkingu sem til er hjá Landsvirkjun um raforkumál í samstarfi við
skólana. Almennt er ég því fylgjandi að skólarnir séu opnir
fyrir umhverfi sínu. Hér þarf hins vegar að sýna varkárni og mikla
yfirvegun. Ég tel það ekki bera vott um góða dómgreind af hálfu
Landsvirkjunar að reyna með skipulegum hætti að vinna að því innan
veggja skólanna að fá skólabörnin til að koma að vígslu umdeildustu
virkjunar Íslandssögunnar. Það ber heldur ekki vott um tillitssemi
gagnvart þeim...
Lesa meira
Landsvirkjun hefur sent skólastjórnendum í landinu bréf þar sem
skýrt er frá því að ætlunin sé að skólabörn taki þátt í að leggja
hornstein að Kárahnjúkavirkjun, umdeildustu virkjun í sögu
þjóðarinnar. Óskað er eftir samstarfi við skólana um að virkja
börnin í samkeppni um að komast í hóp þeirra sem fá að vera með
hópi þeirra sem leggja hornsteininn að virkjuninni, væntanlega
Valgerði iðnaðarráðherra, Friðriki forstjóra og fulltrúa Impregilo.
Í bréfi Landsvirkjunar segir m.a... Landsvirkjun ber að draga bréf
sitt til skólanna til baka og láta iðnaðarráðherrann og forstjórana
tvo, hinn íslenska og hinn ítalska...
Lesa meira
Bergþóra Sigurðardóttr
, læknir, birtir í dag athyglisverða grein hér á síðunni í
dálkinum Frjálsir pennar. Greinin ber fyrirsögnina
Náttúra á heimsvísu. Bergþóra vill greinilega vekja okkur
til vitundar um þau verðmæti sem Ísland býr yfir.
Bergþóra setur fyrir okkur gátu, greinilega til að kveikja með
okkur áhuga...
Lesa meira
Seinni partinn í júlí birtist umhugsunarverð grein í Morgunblaðinu eftir séra Gunnþór Ingason, sóknarprest í Hafnarfirði en hann er jafnframt umsjónarmaður Krýsuvíkurkirkju fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands. Í greininni mótmælir séra Gunnþór fyrirhugaðri stríðsmyndatöku í Krýsuvík með Clint Eastwood í aðalhlutverki. Séra Gunnþór beinir athygli okkar að eftirfarandi...
Lesa meira
...Það er góðra gjalda vert að stofna til umræðu. Þá verður hins
vegar að gera þá kröfu að menn fari með rétt mál og sýni umæðunni
þannig einhverja lágmarksvirðingu. Vel má vera að Gunnar
Smári sé heiðarlega að lýsa skoðunum sem búa með honum.
Kannski er það ekkert undarlegt að maður með tvær milljónir á
mánuði í kaup vilji til nokkurs vinna að viðhalda heimi sem færir
honum slíkar tekjur og að lífssýn hans mótist af því. Fólk sem er á
lágum tekjum hefur hins vegar flest allt aðra sýn á tilveruna.
Fæstir trúa því að öll fengjum við blóm í haga með því að
ganga á enda brautina þar sem Gunnar Smári og félagar vilja vísa
okkur. Það hefur nefnilega verið...
Lesa meira
Stundum tala menn eins og auglýsingar séu í eðli sínu slæmar.
Það er fráleit alhæfing. Allt er undir því komið hvernig þær eru úr
garði gerðar, hvort þær eru upplýsandi og gefa rétt skilaboð um
vöru og þjónustu eða annað sem auglýst er, eða eru eintómt glamur
og byggja jafnvel á ósannindum. Mér finnst það síður en svo vera
keppikefli að losna við auglýsingar úr
Ríkisútvarpinu eins og nýr útvarpsstjóri,
Páll Magnússon, talar um og margir hafa tekið
undir. Ég væri því hins vegar fylgjandi að setja...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum