Fara í efni

100. TBL. FRÉTTABRÉFSINS

Það fréttabréf sem þið hafið nú fyrir framan ykkur er það hundraðasta í röðinni. Það hefur verið sent reglulega út allt frá því að ég stofnaði vefsíðu mína ogmundur.is og við lauslega athugun kemur í ljós að í fréttabréfinu hafa birst á níunda hundrað greinar eftir mig, um 150 greinar eftir aðra höfunda og hátt í 600 lesendabréf. Með því að skrá sig á póstlistann hér til vinstri er hægt að gerast áskrifandi að fréttabréfinu.

Í greinunum mínum hefur verið farið um víðan völl þjóðmálaumræðunnar og sama gildir um aðsendar greinar og lesendabréf.

Í haus heimasíðunnar segir að hún sé málgagn mitt og eigi auk þess að vera upplýsingamiðill og vettvangur skoðanaskipta. Það er ykkar að dæma um hvernig til hefur tekist með það en þau viðbrögð sem ég hef fengið, jafnt frá samherjum sem pólitískum andstæðingum, hafa yfirleitt verið mjög jákvæð. Ég mun því halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið á heimasíðunni.

Gleðilega páska öll.