Eldri greinar Apríl 2006

ÞORGERÐUR OG FÉLAGAR SETJI FRUMVARP UM RÚV HF Á ÍS


...Hvernig væri að menntamálaráðherra svaraði þeim rökum sem Þorsteinn Pálsson, Birgir Guðmundsson og Össur Skarphéðinsson hafa sett fram á frumvarp hennar.
Sjálfur hef ég í ræðu og riti komið á framfæri gagnrýni á umrætt lagafrumvarp en fátt hefur hins vegar verið um svör frá aðstandendum frumvarpsins. Einfaldlega er staðhæft að Ríkisútvarpinu muni vegna betur sem hlutafélagi en sem ríkisstofnun.
Helstu málsvarar frumvarpsins á Alþingi eru síðan þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lagt hafa fram frumvarp um að Ríkisútvarpið verði einkavætt og selt og vísa ég þar í formann menntamálanefndar, Sigurð Kára Kristjánsson en hann ásamt Pétri H. Blöndal og Birgi Ármannssyni hafa talað fyrir frumvarpi þessa efnis. Það frumvarp er sennilega einhver sérkennilegasta tilraun til lagasmíðar sem komið hefur frá frjálshyggjumönnum fyrr og síðar. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að eftir afnám Ríkisútvarpsins fái pólitískt kjörið útvarpsráð í  hendur skattfé sem það ráðstafi til dagskrárgerðar. Ráðstöfun skattfjárins fari fram með útboðum, en hið pólitískt kjörna útvarpsráð leggi mat á efnið, þar á meðal fréttaefni. Ekki gleyma þeir félagar öryggisþættinum, því einnig hann á að bjóða út! Þetta makalausa frumvarp kom til umræðu á yfirstandandi þingi og voru þeir Pétur og Birgir þá einir flutningsmenn. Áður hafði Sigurður Kári verið í hópnum en sennilega hefur þótt heppilegra að hann væri ekki á frumvarpinu að þessu sinni því sem formaður menntamálanefndar Alþingis fengi hann það hlutverk að sannfæra þjóðina um að ekki standi til að selja RÚV eftir hlutafélagavæðingu heldur hlú að því í hvívetna!   Hér er...

Lesa meira

RÍKISSTJÓRNIN RÝFUR SÁTT UM RÍKISÚTVARPIÐ

Birtist í Morgunblaðinu 05.04.06.
 ...Leiðari Þorsteins Pálssonar byggir á glöggum skilningi og pólitískri prinsippfestu. Hann hittir einfaldlega naglann á höfðuðið. Það er rétt að skírskota til breiðrar pólitískrar sáttar þegar Ríkisútvarpið er annars vegar. Það er líka rétt að auglýsingatekjurnar hafi helst farið fyrir brjóstið á samkeppnisaðilum og sennilega einnig hægri kantinum í stjórnmálum. Vinstri menn hafa haldið uppi málstað Ríkisútvarpsins, hvað sem á hefur dunið, jafnvel þótt mörgum hafi oft þótt talsverð hægri slagsíða á stofnuninni, ekki síst  í seinni tíð. Nú er það hins vegar að gerast að sáttinni er sagt upp bæði til hægri og vinstri.
Það er mikill misskilningur hjá þeim forsvarsmönnum Ríkisútvarpsins, sem tala ákaft fyrir hlutafélagavæðingu, að stofnunin eigi vísan stuðning við...

Lesa meira

HVERJIR HAGNAST Á MARKAÐSVÆÐINGU RAFMAGNS

Ríkisstjórn Íslands er óþreytandi við að reyna að sýna okkur fram á hve skynsamlegt sé að markaðsvæða raforkugeirann. Slíkt gefi góða raun. Að vísu reynist henni erfitt að sýna fram á ágæti þessa með dæmum því þau segja  allt aðra sögu. Í nýútkomnu blaði sænskra bæjarstarfsmanna SKTF-Tidningen,  er að finna frásögn af afleiðingum "markaðsvæðingar" raforkugeirans í Svíþjóð. Sögusviðið er Stokkhólmur. Íbúar höfuðborgar Svíþjóðar höfðu rekið eigin raforkufyrirtæki Stockholm Energi. Það var einkavætt, varð fyrst Birka Energi sem síðan var gleypt af finnska stórfyrirtækinu Fortun. Síðan þetta gerðist, árið 2002, hafa rafmagnsreikningarnir í Stokkhólmi hækkað um 40%. Blaðið hefur eftir einum af  forgöngumönnum þess að Stockholm Energi var einkavætt, Mats Hulth, sem fór með fjármál borgarinnar þegar þetta var ákveðið, að eftir á að hyggja hefði...

Lesa meira

FRUMVARP UM RÚV HF: ÓÚTFYLLTUR VÍXILL TIL FRAMTÍÐAR SEGJA STARFSMENN

Í dag var haldinn fjölmennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins. Lögfræðingur BSRB, Erna Guðmundsdóttir, fór yfir frumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu á Alþingi og gengur út á að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Á fundinum flutti útvarpsstjóri , Páll Magnússon, einnig ávarp svo og ég sem sótti fundinn sem formaður BSRB. Fulltrúar  BHM og Rafiðnaðarsambandsins sóttu einnig fundinn. 
Einkum voru það réttindamál starfsmanna sem voru til umræðu og gerðu starfsmenn Ríkisútvarpsins alvarlegar athugasemdir við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Í ályktun sem samþykkt var samhljóða var harðlega gagnrýnt að þrátt fyrir að heildarsamtök starfsmanna hafi bent á mikilvægi þess að breyta frumvarpinu til að tryggja réttarstöðu starfsmanna hafi engar breytingar verið gerðar á frumvarpinu sem lýst var sem...

Lesa meira

MISMUNANDI ÖRLÖG BÚIN: BBC OG RÚV

...BBC þarf, engu síður en heilbrigðisþjónustan, að taka stöðugum breytingum svo því takist að starfa á eins markvissan hátt í framtíðinni og það hefur gert hingað til."

Þetta segir Tessa Jowell, menningarmálaráðherra Breta í formála að skýrslu um framtíð breska útvarpsins BBC sem út kom fyrir réttu ári, í mars 2005 undir heitinu, Review of the BBC´s Royal Charter. A Strong BBC, Independent of Government. Hvað þýðir þetta fyrir BBC? ... "Hvers ætlast fólk til af BBC, nú þegar framboð á efni er eins mikið og raun ber vitni? Við komumst að þeirri niðurstöðu að mestu máli skipti að vita hver væri vilji eigenda BBC, þeirra sem borga brúsann, greiða reikningana. Við ákváðum að snúa okkur til þeirra."  Og áfram heldur Tessa Jowell: "Með skoðnakönnunum, með tilstilli rýnihópa, opinna umræðufunda, með hjálp internetsins fengum við sjónarmið þúsunda og aftur þúsunda. Skoðanir þessa fólks voru afar skýrar...Allt þetta er óralangt frá því sem er að gerast hér á landi. Hér á sem kunnugt er að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Hlutabréfið verður sett undir einn ráðherra. Síðan mun kosið útvarpsráð og mun skipan þess endurspegla ríkisstjórnarmeirihluta á Alþingi hverju sinni. Útvarpsráðið ræður síðan útvarpsstjóra sem verður nánast einráður um mannahald og framkvæmd dagskrár...

Lesa meira

Frá lesendum

ENGINN TIL AÐ HAFA VIT FYRIR KJÁNUM

Hjartanlega er ég sammála Sunnu Söru sem skrifar hér á síðunni um það hvernig við erum gerð að viðundri með hallærisauglýsingum erlendis þar sem fólki er boðið að skrækja í míkrófón og óhljóðunum síðan útvarpað á Íslandi í þar til gerðum hátölurum. Nú er væntanlega búið að borga fyrir þetta en verður þetta rugl ekki stöðvað og lokað fyrir frekari greiðslur? Getur verið að til standi að koma upp hátölurum fyrir þessa háðung? Ef svo er þá mótmæli ég því að mínum skattpeningum verði áfram varið til þessarar niðurlægingar. Er enginn á stjórnarheimilinu til að ...
Jóel A.

Lesa meira

ÞEGAR ÞJÓÐ ER HÖFÐ AÐ FÍFLI

Eins og ég skil þetta þá er nú auglýst í útlöndum að fólki standi til boða að öskra í míkrófón og verði gólinu útvarpið víðsvegar um Ísland. Þetta sé að frumkvæði auglýsingastofu sem ríkisstjórnin borgar henni fyrir í því skyni að vekja athygli á Íslandi. Bara einhvern veginn! 
Nú vill svo til að þetta eru mínir peningar og þínir, skattpeningar okkar allra. Viljum við þetta? Varla eru fjárráðin ótakmörkuð þótt dómgreind ráðherranna sé það greinilega. Hvað voru þetta annars mikilr peningar sem þessi erlenda auglýsingastofa fékk? Veit það einhver? Mér finnst ég hafa ...
Sunna Sara

Lesa meira

Í FYRSTA, ÖÐRU, ÞRIÐJA OG FJÓRÐA LAGI

Í fyrsta lagi má spyrja hvort réttlætanlegt sé að setja stórar upphæðir (einn og hálfan milljarð) í að auglýsa Ísland nú þegar við opnum landið fyrir túrisma á nýjn leik. Stóð ekki til að gera það hægt og rólega?  
Í öðru lagi má spyrja hvort sú ríkisstjórn sé með fullum mjalla sem fjármagnar auglýsingaherferð sem byggir á því að útvarpa á víðavangi öskri og góli sem fólki erlendis er boðið að senda Íslandsstofu.
Í þriðja lagi og í ljósi þess að þetta er hluti af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar vegna veirufaraldursins(!!!) má spyrja hvort braggastráin ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira

FÖSTUDAGSREISA

Föstudaginn 10. júlí fóru fjórir mis-aldraðir karlar í bíltúr frá höfuðborgarsvæðinu austur í sveitir, eða eins og sumir segja: „austur fyrir fjall‟. Ekkert þurftu þeir að borga í ríkissjóð fyrir það eitt að fara að heiman, því alþingi okkar Íslendinga hafði ekki auðnast að setja lög um slíkt áður en allir þar á bæ voru sendir heim í sumarleyfi. Veður var með besta móti, logn og blíða sumarsól, er ekið var austur um Hellisheiði á löglegum hámarkshraða. Ferðafélagarnir voru þeir Hafsteinn Hjartarson, Svanur Halldórsson fyrrum leigubílstjori, Sigurjón Antonsson og bílnum ók af öryggisástæðum sá yngsti í hópnum og  hann hafði áður fyrr ekið um í ...
Sigurjón

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: HEIMSVALDASTEFNAN - með meginfókus á þá bandarísku

Nú eru 75 ár liðin frá glæpnum gegn mannkyni þegar bandarískri kjarnorkuspregju var varpað á Hírósíma og Nagasaki 6. og 9. ágúst 1945. Glæpurinn var þá réttlættur með endalausum lygum og skipulegum stríðsáróðri. Sami stríðsáróður frá sama stríðsaðila beinir nú spjótum sínum skipulega að nýjum andstæðingi – Kína. Bandaríkin hafa komið fyrir yfir 400 herstöðvum umhverfis Kína auk gríðarlegrar og hraðvaxandi flotauppbyggingar á Kyrrahafssvæðinu. Samhliða þessari uppbyggingu hefur „stríðið langa“ í Austurlöndum nær geisað það sem af er 21 öldinni. Bandaríkin hafa (2019) einhliða sagt sig frá samningum um takmörkun kjarnorkuflauga (INF, frá 1987). Alls 30 aðildarlönd SÞ stynja nú undan bandarískum efnahagslegum refsiaðgerðum af einhverju tagi. Formlega snúast þær um „lýðræði“ en raunveruleikinn er ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FIMM - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Í síðustu grein var endað á 40. gr. raforkutilskipunar 2019/944 ESB, sem er hluti fjórða orkupakkans, en tilskipun þessi er alls 74 lagagreinar. Verður nú þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið ... Styttist þá óðum í umfjöllun um Landsreglara, hinn nýja „Landstjóra“ ESB á Íslandi í orkumálum. En í b-lið 4. mgr. 57. gr. kemur m.a. fram að Landsreglari leitar ekki eftir,  tekur við, beinum fyrirmælum frá stjórnvöldum, opinberum eða einkaaðilum, í starfi sínu. Þetta þýðir á mannamáli að Landsreglari er óháður íslenskum stjórnvöldum, leitar ekki eftir né tekur við fyrirmælum þeirra. Hann heyrir beint undir Brussel-valdið ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FJÖGUR - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Verður nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið og haldið áfram að rekja ákvæði raforkutilskipunar 2019/944 ESB. Í 33. gr. tilskipunarinnar er fjallað um samþættingu rafhleðslustöðva við raforkukerfin (Integration of electromobility into the electricity network).
Í 1. mgr. 33. gr. segir að með fyrirvara um tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 2014/94 ESB, skuli aðildarríkin setja upp nauðsynleg regluverk til að auðvelda tengingu ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: STRÍÐIÐ GEGN SÝRLANDI - EFNAHAGSVOPNUM BEITT

Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi.
RÚV: Rússland og Kína loka á mannúðaraðstoð til Sýrlands!
Í fyrri viku kom RÚV með nokkrar fréttir um að Rússar og Kínverjar hefðu í Öryggisráðinu lokað á innflutning hjálpargagna frá Tyrklandi til Sýrlands (nema gegnum eina landamærastöð) og þeir hefðu í raun „lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands“. Haft var eftir „ónafngreindum evrópskum diplómata“ að „markmið Rússa – og Sýrlandsstjórnar - sé að ... 

Lesa meira

Kári skrifar: "HEIMABRUGGUÐ STJÓRNSKIPUN", SAMRUNI ORKU(PAKKA)FYRIRTÆKJA Í EVRÓPU OG MAFÍUSTARFSEMI

Í umræðum á Internetinu og víðar má stundum sjá því fleygt fram að Íslendingar muni ætíð halda orkulindum sínum. Sú fullyrðing er eins mikið öfugmæli og nokkuð getur verið. Oft sést þessu haldið fram í tengslum við orkupakka ESB. Þá virðast sumir líta svo á að innri orkumarkaður Evrópu sé þannig gerður að hann tengist ekki öðrum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu einnig rangt. Þannig er málið vaxið að með fjölgun orkupakkanna eykst sífellt þrýstingur á frekari markaðs- og ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: BAKKAFLOPPIÐ.

Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka. 
PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka. 
Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar