SADISTAR Í SJÓNVARPI

Af tilviljun fylgdist ég með þætti á Skjá einum í kvöld sem heitir, ef ég tók rétt eftir, Top American Model. Þarna var verið að velja sýningarstúlkur eða módel.
13 stúlkur voru látnar koma fram, sýna sig á sviði og í alls kyns stellingum. Í panel sátu síðan þrír eða fjórir matsmenn og dómarar og gáfu einkunnir fyrir göngulag og geiflur. Einkunnagjöfinni fylgdu ónærgætin ummæli um framkomu og sköpulag. Þáttastjórnandinn skýrði okkur áhorfendum frá því að til stæði að velja hverjar 12 stúlkur kæmust áfram og hver ein stúlka yrði send heim með skömm. Þessu var síðan fylgt eftir. Áhorfendur fengu að sjá tilfinningaþrungin svipbrigðin í andlitum stelpnanna þegar þær, hver af annarri, fengu náð og leyfi að halda áfram á frambraut þessa auvirðilega þáttar. Fórnarlambið sem valið hafði verið úr til aftöku var síðan sýnt tárvott í þáttarlok.
Þetta er ekki saklaus skemmtun. Þetta er sadismi og sjónvarpsstöðinni sem sýnir þetta ekki til sæmdar.   

Fréttabréf