Fara í efni

AFMÆLI FFR OG NÝR VEFUR

Síðastliðinn föstudag fögnuðu félagsmenn í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins 60 ára afmæli félagsins en það var stofnað 13. desember 1946, sama ár og Íslendingar fengu yfirráðarétt yfir Reykjavíkurflugvelli frá Bretum og tóku um leið við flugstjórn á Norður-Atlantshafssvæðinu. Stofnfélagar FFR voru 26 en nú eru félagsmenn um 160 talsins. Í tilefni afmælisins var opnuð glæsileg heimasíða FFR og er slóðin á hana www.felagffr.is

FFR hefur átt aðild að BSRB allar götur frá 1947. Fyrsti formaður félagsins var Kristján Andrésson en núverandi formaður er Hallgrímur Hallgrímsson.