Eldri greinar Janúar 2007

...Nýjasta dæmið um útrás landans er þó af allt öðrum toga. Sú
útrás snýr að því að nýta sér spilafíknina á alþjóðavísu. Hér á ég
við 28,10 % eignarhlut Straums-Burðaráss í Betsson netspilavítinu
en vel að merkja þá eru þessir íslensku fjárfestar langstærstu
eigendur spilabúllunnar! Þetta kemur mér upp í hugann nú þegar ég
sit við norskan sjónvarpsskjá á ferð minni til Noregs. Í auglýsingu
sem birtist á milli dagskrárliða er fólk hvatt til að heimsækja
heimasíður spilavítisins. Þegar það er gert geta menn valið um ein
átta tungumál, þar á meðal ástkæra ylhýra málið. Þegar komið er inn
á íslensku síðuna blasir nú aldeilis við gósenland. Þar erum við
frædd um að 6 milljón manns taki þátt í pókerspilinu enda sé þetta
"frábær skemmtun". Þarna erum við hvött til að setjast við
rúlettuborð með þessum orðum. "Þú leggur undir við látum þig
hafa peningana!" Hvílkt kostaboð! Spilavítið lýsir sér nánast
sem góðgerðastofnun sem lætur fé af hendi rakna. Auðvitað er þessu
þveröfugt farið. Hér er um að ræða frumstæða glæpastarfsemi sem
gerir út á...
Lesa meira
...Ekki man ég alveg hvað Egill Helgason sagði í sunnudagsleiðara sínum á Stöð 2. Mér fannst það þó vera eitthvað í þá veru sem Ólafur Teitur predikaði nema hvað Egill virðist helst óttast að of vel kunni að verða gert við Ríkisútvarpið ohf! Þá fannst honum ótækt hve ýmsir þingmenn nýttu málfrelsi sitt rýmilega. Kvaðst Egill eiga erfitt með að muna hvað menn segðu á þingi almennt og því meira sem menn töluðu á þeim bæ, því blankari yrði hann um málavexti. Maður gat ekki annað en fundið til með þessum ágæta stjórnanda Silfursins, þessum orðsins manni; að hann skyldi játa það frammi fyrir alþjóð að hann nánast lamaðist við að heyra aðra tala; maður sem sjálfur hefur atvinnu af því að ræða málin, fá til sín fólk til að tala og skiptast á skoðunum um þjóðfélagsmál...Og í framhaldinu er því rökrétt að spyrja: Getur verið að þessir menn séu ekki alveg fríir við fordóma, getur verið að blaðamannakokteill þeirra Ólafs Teits og Egils sé blandaður einhverjum hagsmunum? Ólafur Teitur er til að mynda því póltíska marki brenndur að vera almennt á móti öllu sem tengist ríkinu og ríkisrekstri. Og Egill Helgason virðist mér heldur ekkert gefinn fyrir slíkt, allra síst ef ríkisreksturinn stríðir gegn hagsmunum hans eigin vinnustaðar...
Lesa meira
Birtist í DV 19.01.07
...Síðan er hitt: Hér eftir verður að gera þá kröfu að þá aðeins
verði fjármunum veitt til meðferðaraðila eftir að áður hefur farið
fram ítarleg rannsókn á hæfi þeirra og fagmennsku til að sinna
slíkum verkefnum. Við megum ekki gleyma því að um er að ræða
meðferð fyrir sársjúkt fólk, einstaklinga sem eru í mikilli neyð,
háðir vímuefnum og oft án húsnæðis. Þetta fólk er varnarlaust
gagnvart umhverfi sínu. Það er ábyrgðarhluti hvernig að því er
staðið að fela það í hendur stofnunum eða samtökum.
Enda þótt kristilegir söfnuðir á borð við Samhjálp og aðra ámóta
aðila hafi unnið þarft starf þá er kominn tími til að spyrja hvort
það sé rétt að fela trúarsöfnuðum að annast á vegum hins opinbera
meðferð vímuefnasjúklinga. Finnst okkur rétt að...
Lesa meira
...Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur leitað eftir málamiðlun með
tvennum hætti. Í fyrsta lagi hefur það verið boðið að gerð yrði
lágmarksbreyting á lagarammanum um Ríkisútvarpið en hinu frestað
sem grundvallarágreiningur er um. Í öðru lagi hefur verið sett fram
það tilboð að greitt yrði fyrir því að frumvarpið kæmi skjótt til
afgreiðslu á þingi en lögin öðluðust hins vegar ekki gildi fyrr en
að afloknum kosningum. Þar með gæfist nýrri ríkisstjórn og nýjum
stjórnarmeirihluta ráðrúm til að endurskoða málið sem þá kæmi
einnig til umræðu í kosningabaráttunni. Þessi ákvörðun fengi þannig
lýðræðislegt vægi. Ríkisstjórnin hefur til þessa slegið á allar
tilraunir til samkomulags og sátta og hamrar á því að...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 15.01.07
...Staðhæfing um að hlutafélagavæðing Ríkisútvarpsins sé skref til
framfara er loddaraskapur af verstu gerð. Þetta er aðferð til að
ræna fólk réttindum, koma almannastofnun í skjól undan eðlilegu
aðhaldi og draga úr lýðræðislegri aðkomu. Hlutafélagavæðingin
byggist á botnlausri trú á markaðshyggju og ágæti
forstjóravalds....
Lesa meira
...Ég endurtek að Páll Magnússon má að sjálfsögðu tjá sig um
sínar skoðanir. En til hans eru gerðar kröfur. Mér þykir hann
ekki rísa undir lágmarkskröfum sem gera þarf til útvarpsstjóra
Ríkisútvarpsins með Morgunblaðsgrein sinni í dag. Er þetta það sem
koma skal í málflutningi frá RÚV o.h.f. ? Viljum við að þar ráði
ríkjum harðpólitískur útvarpsstjóri ríkisstjórnarinnar?
Við skulum ekki gleyma því að ein megingagnrýnin á frumvarp
ríkisstjórnarinnar er sú að yfir stofnunina er ætlunin að setja
stjórn sem ríkisstjórnarmeirihlutinn kýs. Þessi stjórn skal kosin
árlega þannig að aldrei verði langt í taumnum. Hin pólitíska stjórn
ræður síðan (og rekur eftir atvikum) útvarpsstjórann, einvaldinn
innan veggja RÚV. Er líklegt að þetta fyrirkomulag stuðli að
yfirvegaðri og málefnalegri umfjöllun fréttamanna og
dagskrárgerðarmanna RÚV o.h.f.? Vildi útvarpsstjóri ef til vill
sýna fordæmi með skrifum sínum...
Lesa meira
Birtist í Blaðinu 10.01.07.
Í Blaðinu sl. fimmtudag er fróðleg frétt um frumvarp
ríkisstjórnarinnar um háeffun Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni
Málið í sama hnút og áður. Rætt er við formann
menntamálanefndar Alþingis Sigurð Kára Kristjánsson, hinn geðþekka
og galvaska frjálshyggjumann, sem áður flutti frumvarp um að ganga
enn lengra og hreint til verks og selja RÚV þegar í stað. Sigurður
Kári er hinn ánægðasti með gang mála: "Ég er bara
hress. Málið er þó í sama hnút og áður fyrr og menn eru ósammála um
rekstrarformið." Hér talar formaður menntamálanefndar
Alþingis Íslendinga. Hann er hinn hressasti þótt málið sé í
bullandi ágreiningi. Einhvern tíma þótti skipta máli að...
Lesa meira
... Þannig er ástæða til að mæla með "Minnisbók"
Kristínar Halldórsdóttur, fyrrverandi alþingiskonu
og framkvæmdastjóra VG en þessa "bók" er að finna á vefsíðu hennar:
www.kristin.is. Í
nýlegum pistlum fjallar Kristín Halldórsdóttir um nýjan
bæjarstjóra á Akureyri, fyrirhugað álver í Helguvík og komandi
alþingiskosningar. Þar veltir hún vöngum yfir því hvort eldri
borgarar svo og Framtíðarlandið komi til með að bjóða fram í
kosningunum í vor. Þar segir m.a.:... Þessa dagana og
væntanlega næstu vikur er áhugaverðast að sjá hvernig málin þróast
hjá eldri borgurum og ekki síður hjá Framtíðarlandinu. Talsverður
áhugi virðist á framboði hjá hvorum tveggja hópum, en líka mikil
andstaða og alls óvíst hvað verður ofan á. Minni spenna er þó í
kringum ...
Lesa meira

...Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður UVG, kynnti síðan til sögunnar tvo flokksfélaga, annan sem fékk notið þeirrar náttúrudýrðar sem nú er komin undir lón og hinn sem mun aldrei fá hennar notið. Þetta voru þau Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Elías Jón Guðjónsson. Auður Lilja sagði jafnframt að þrátt fyrir sorglegt tilefni vildu Ung vinstri-græn jafnframt nýta það til að veita "ákveðnum hóp verðlaun fyrir ósérhlífna baráttu fyrir náttúru Íslands." Þetta reyndist vera þingflokkur VG og tók ég fyrir hans hönd við stórri ljósmynd eftir Christopher Lund. Það er Rauðaflúð sem sjá má á þessari tilkomumiklu mynd...
Lesa meira
Nýlega hafa birst hér á síðunni athyglisverðar greinar um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um álitamál samtímans. Jón Bjarnason veltir fyrir sér umfjöllun Ríkisútvarpsins um hlutafélagavæðingu opinberrar starfsemi, háeffun, og vísar í starfsemi sem nú er að ganga í gegnum þetta ferli: Flugumferðarstjórnina í landinu og rekstur flugvalla landsins og markaðsvæðingu matvælarannsókna og stofnun hlutafélagsins Matís.
Ólafur B. Andrésson skrifar síðan mjög athyglisverða grein um áhrifamátt fjölmiðla, Fjórða valdsins, í íslensku samfélagi. Ólafur spyr...
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum