HÁSPENNA FÆRIR ÚT KVÍARNAR VIÐ HLEMM


Spílavíti dótturfyrirtækis Háskóla Íslands, sem ber hið smekklega heiti Háspenna (nafn sem væntanlega á að höfða sérstaklega til fólks sem haldið er spennufíkn) er nú að stækka við sig við Hlemmtorgið í Reykjavík, auka á Gullregnið eins þeir nefna það m.a svo snoturlega. Ekki er beinlínis hægt að fagna þeim tíðindum enda hýsir Háspenna það sem Vilhjálmur Þ. borgarstjóri hefur réttilega kallað ógæfukassa.
Sjónvarpið flutti um þetta ágæta frétt. Eitt ætla ég þó að leyfa mér að efast um sem fram kom í fréttinni. Það er sú staðhæfing í lok hennar að spilavíti Háspennu séu í samræmi við landslög. Lengi vel voru Háspennu-spilasalirnir starfræktir án lögboðinna reglugerða. En skyldi þeirri reglugerð sem Stjórnarráðið seint um síðir drattaðist til að gera, vera fullnægt? Ég hvet Sjónvarpið og aðra fjölmiðla til að kanna það. Frétt Sjónvarpsins er HÉR.

Fréttabréf