Eldri greinar Mars 2007
Birtist í Morgunblaðinu 30.03.07.
...Í fyrsta lagi eru aðstæður allt aðrar á Íslandi nú en fyrir 12
árum. Þá voru framleidd 90 þúsund tonn af áli í landinu. Nú eru
komnar heimildir fyrir 916 þúsund tonnum og yrði talan 1.106 þúsund
tonn ef Alcan í Straumsvík fengi sínu framgengt! Læt ég þá ótalin
áformuð álver á Húsavík og í Helguvík. Á það er að líta að þau rök
sem áður voru sett fram um að við ættum ekki að reiða okkur um of á
sjávarútveginn, hafa ekki öll eggin í sömu körfunni, eru nú að
snúast upp í andhverfu sína. Nú eru menn að setja öll eggin í
álkörfu! Árið 1995 var heildarframleiðsla raforku...
Lesa meira

...Álrisinn hefur verið látinn komast upp með að ausa fé í
kosningabaráttuna; bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa því miður
ekki orðið við óskum um að févana grasrótarsamtökum - Sól í Straumi
- yrði veittur myndarlegur stuðningur til mótvægis auðhringnum.
Ríkisstjórnin hefur látið óátalið frekleg afskipti álrisans af
lýðræðislegum kosningum í Hafnarfirði og minnir það óþægilega á
undirgefni svokallaðra bananaríkja gagnvart auðhringum sem tekið
hafa sér bólfestu á þeirra landi. En það er ekki einu sinni svo
gott að ríkisstjórnin þegi. Hún tekur beinlínis þátt í áróðri
Alcans, bæði beint og óbeint. Runólfur skrifar
stórgott bréf til síðunnar sem ég hvet alla til að lesa. Hann setur
viðhafnarveislu Alcoa á Reyðarfirði í dag í samhengi sem vert er
að...
Lesa meira
Birtist í Fjarðarpóstinum 29.03.07.
...Framhjá hinu verður þó ekki horft að Hafnfirðingar eru þrátt
fyrir allt að taka ákvörðun um deiliskipulag sem snertir
sérstaklega þeirra byggð og framtíðarmöguleika hennar. Sumum finnst
að með því að reisa stærstu álverksmiðju Evrópu nánast inni í
Hafnarfirði sé verið að torvelda frekari byggðarþróun á þessu fagra
svæði og auka mengun fyrir stundarhagnað; ávinning sem auk þess
mætti ná með öðrum hætti. Aðrir líta á það sem mikla gæfu að hafa
þennan risastóra og stækkandi vinnustað innan bæjarmarkanna.
Sjálfur er ég á þeirri skoðun að atkvæðagreiðslan í Hafnarfirði
komi öllum landsmönnum við þótt ég sjái einnig sérstöðu
Hafnfirðinga og virði hana. Gefum okkur að Hafnfirðingar eigi einir
að útkljá málið með því að sannfæra hvern annan um rétt og rangt í
þessu efni og að engir aðrir eigi þar að koma að máli - hvorki með
áróður né með fjármagn. Fróðleg spurning að fá svar við væri þá
þessi...
Lesa meira
...Tilefni þessara hugleiðinga er ofurlítið langsótt. Það varð
mér umhugsunarefni í sumar þegar bæjarblaðið Jökull í Snæfellsbæ
neitaði mér um birtingu á grein um uppsagnir starfsmanna í
bæjarfélaginu. Þessar uppsagnir hafði blaðið fjallað um og birt
greinar um efnið. Ég vildi skýra mín sjónarmið í málinu en að því
kom ég sem formaður í heildarsamtökum launafólks. Ritstjóri
ætlaðist til þess að grein mín yrði skorin niður við trog - aðeins
þannig fengist hún birt - enda þótt hún væri talsvert styttri en
aðrar greinar sem birst höfðu um þetta tiltekna málefni í blaðinu.
Þetta kallast ritskoðun og varð til þess að ég sendi grein mína á
hvert einasta heimili í Snæfellsbæ með aðstoð okkar ágætu...
Lesa meira

Spílavíti dótturfyrirtækis Háskóla Íslands, sem ber hið
smekklega heiti Háspenna (nafn sem væntanlega á að höfða
sérstaklega til fólks sem haldið er spennufíkn) er nú að stækka við
sig við Hlemmtorgið í Reykjavík, auka á Gullregnið
eins þeir nefna það m.a. svo snoturlega. Ekki er beinlínis hægt að
fagna þeim tíðindum enda hýsir Háspenna það sem Vilhjálmur Þ.
borgarstjóri hefur réttilega kallað ógæfukassa. Sjónvarpið flutti
um þetta ágæta frétt. Eitt ætla ég þó að leyfa mér að efast um sem
fram kom í fréttinni. Það er sú staðhæfing ...
Lesa meira
Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, skrifar grein í Morgunblaðið um raforkuverð til stóriðju. Gústaf Adolf segir tal um að stóriðja búi við mjög hagstætt raforkuverð hér á landi vera ýkjur og spyr hvort menn "trúi því í alvöru að að íslensk orkufyrirtæki hafi áhuga á því að leggja út í miklar fjárfestingar og stofna til umfangsmikils rekstrar til þess að selja raforku með tapi. En auðvitað stenst slík ályktun ekki skoðun. Eða hvers vegna ættu íslensk orkufyrirtæki að hafa áhuga á því? Og hver ætti ávinningurinn að vera og fyrir hvern?" ...Þetta er vissulega til umhugsunar. Nú er það svo að æðstu fjármálastjóranr hjá Landsvirkjun hafa margoft lýst því yfir að...
Lesa meira

...Í bréfi Sigurðar Bjarnasonar til heimasíðunnar er spurt
þriggja grundvallarspurninga. Í fyrsta lagi telur
Sigurður að með stækkun álversins væri Hafnarfjörður að loka fyrir
þróun byggðar sem teldi 20 til 30 þúsund manns og "fórna
strandlengjunni og hraununum suður á bóginn fyrir álverið." Og
Sigurður spyr: Hvers vegna "tapa þróunarsamkeppni byggðarlaga á
höfuðborgarsvæðinu fyrir Gunnari Birgissyni?" Í
öðru lagi spyr Sigurður hvort ekki hafi verið settar
reglur um hámarksgreiðslur stjórnmálaflokkanna í kosningaáróður?
"Hvernig má það þá vera að auðhringurinn fær að sáldra um sig
gullinu eins og ekkert sé?" Í þriðja
lagi spyr Sigurður um lýðræðið.: "Er það lýðræði að
...
Lesa meira
Makalausasta ákvæðið var þó að finna í 4. grein frumvarpsins þar
sem sagði: "Vegagerðin skal við framkvæmd vegamála leitast við
að bjóða út alla hönnun, nýbyggingar, viðhald, þjónustu og
eftirlit." Takið eftir, hún skal svo fremi
sem kostur er einkavæða. Ekki bara sumt, heldur
allt. Ekki gerir VG athugasemdir við heimildir til
handa Vegagerðinni að bjóða út einstök verkefni og framkvæmdir. Ef
svona ákvæði væri hins vegar sett í lög væri hægt að kæra
Vegagerðina fyrir að bjóða ekki út starfsemi sem fyrirtæki á
markaði sæktust eftir. Þau hefðu á grundvelli þessa lagaákvæðis
getað knúið Vegagerðina til þess að láta af hendi verkefni
sem hún nú sinnir. Í greinargerð með ákvæðinu segir...
Lesa meira
Mér finnst DV eiga lof skilið fyrir að birta
grein Gests Svavarssonar sem birtist í
Morgunpósti VG í fyrradag og var vísað til hér á
síðunni í gær. Þar reifar Gestur málefni sem eru kjarnlæg
fyrir lýðræðið. Hann vekur athygli á því að stjórnmálmenn setji
skorður við því að fyrirtæki reyni að hafa áhrif á afstöðu
pólitískra flokka með því að reyna að kaupa þá með fjárframlögum
til fylgilags við sig. Á sama tíma horfi menn hins vegar
aðgerðarlausir og orðlausir upp á álrisann Alcan ausa fjármagni til
að hafa áhrif á lýðræðislega kosningu í Hafnarfirði! Þetta er
hárrétt ábending hjá Gesti Svavarssyni. Sannast sagna finnst mér
merkilegt að fjölmiðlar skuli þegja - nema DV. Ég hefði haldið
að fjölmiðlar sýndu þessu áhuga - ég leyfi mér að fullyrða að
fyrir þrjátíu árum hefði þjóðfélagið logað stafna á milli vegna
þessarar frekju og yfirgangs álrisans. Eða
skyldi Þjóðviljinn sálugi ekki
haft eitthvað við þetta að athuga? ...Hér að neðan er svo
bókun kröftugs oddvita VG í bæjarstjórn Hafnarfjarðar - hinnar
sömu og ritar grein á síðu mína í dag í Frjálsum pennum -
Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Í bókuninni
fjallar ...
Lesa meira
Gestur Svavarsson
skrifar í dag grein í Morgunpóst VG, sem
verður að fá umræðu í þjóðfélaginu. Greinin nefnist Svört
tíðindi í sögu lýðræðis. Í greininni vekur Gestur athygli
á því að stjórnmálamenn séu uppteknir af því að setja
stjórnmálaflokkum skorður um leyfilegan fjárhagsstuðning
fyrirtækja. Ég tek undir þá hugsun sem fram kemur hjá Gesti að
lýðræðið eigi að vera fjármagninu yfirsterkara og að ákvarðanir í
samfélaginu megi aldrei ganga kaupum og sölum. En hvað gerist nú?
Gestur Svavarsson segir: "Sá sögulegi atburður hefur nefnilega
orðið á Íslandi, sennilega í fyrsta sinn, að ...
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum