Hópar lögfræðinga liggja nú yfir stjórnarskrártexta þeirra Geirs
H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins og Jóns Sigurðssonar,
formanns Framsóknarflokksins. Sérfræðingar hagsmunasamtaka gera
slíkt hið sama. Það liggur við að maður hafi séð Friðrik
Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ klóra sér í höfðinu í
útvarpsfréttum í gær þegar hann sagði að þar á bæ væru menn að
reyna að átta sig á því hvort stjórnarskrárbreytingartillaga
Geirs/Jóns væri til þess fallin að styrkja kvótakerfið eða veikja.
Þetta þarf engum að koma á óvart. Bæði er...
...Ljóst er að nýr eigandi gæti verið sterkur fjárfestir eða
fyrirtæki hvar sem er á hinu Evrópska efnahagssvæði, þess
vegna fyrirtæki í orkubransanum. Hvað með Norsk Hydro? Væri það
ekki tilvalið, eða hvað? Eftirfarandi spurningar
vakna: 1) Er það réttlætanlegt að ríkisstjórn taki umdeilda
ákvörðun sem þessa í blálokin á kjörtímabili sínu?
2) Hvernig skýrir Framsóknarflokkurinn nýlegar yfirlýsingar um að
ekki standi til að einkavæða orkugeirann?
3) Hvers vegna er haldið út á þessa braut þegar hver skýrslan á
fætur annarri sýnir hve slæmt það hefur reynst skattborgurum og
neytendum að einkavæða...
Ég skal játa að þegar Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður og
knattspyrnukona með meiru, fékk aðeins örfá atkvæði í nýlegu
formannskjöri til Knattspyrnusambands Íslands fyrir skömmu þá kom
það mér á óvart og olli mér vonbrigðum, ekki hennar vegna heldur
vegna KSÍ, sem mér fannst vera að fara á mis við tækifæri til þess
að sækja inn í nýjar lendur með þessari kraftmiklu konu. Þetta segi
ég með fullri virðingu fyrir meðframbjóðendum Höllu Gunnarsdóttur.
Þegar ég svo horfði á Höllu í Kastljósþættti Evu Maríu í kvöld fann
ég að hún var þrátt fyrir allt sigurvegari þessara kosninga. Bæði
breytti hún einhverju með...
Í gær birtist í Blaðinu mjög athyglisvert
viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Ólaf Kvaran,
fráfarandi forstöðumann Listasafns Íslands. Víða er komið við í
viðtalinu og er Ólafur m.a. spurður hvort hann telji það heppilega
þróun að einkafyrirtæki styrki Listasafnið en sem kunnugt er hefur
ríkisstjórnin skorið niður við ýmsar ríkisstofnanir á sama tíma og
þeim hefur verið gert að leita á náðir markaðarins um
fjárframlög..."Það er að sjálfsögðu alltaf pólitísk spurning
hvað ríkisvaldið á að vera sterkt í þessari uppbyggingu eða
hvort á að láta hana alfarið í hendurnar á hinum frjálsa markaði
sem stofnanir eins og Listasafnið verða þá háðar. Af einhverjum
ástæðum hefur ekki orðið pólitísk umræða í samfélaginu um þessa
stöðu menningarstofnana og þá um leið rétt fólks til menningar sem
hluta af eðlilegum lífsgæðum. Í menningarumræðu þarf pólitíska
stefnumörkun."...
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa. Jóel A.
Björgólfur með barnslegt hjarta blygðunarleysi vill aumu skarta Þorstein vill verja mútur burt sverja og spillingu búa framtíð bjarta. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...
þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i]og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...
Ekki skal fella dóma fyrirfram í máli Samherja í Namibíu. En þáttur Kveiks og umfjöllun Stundarinnar um málið sýndist vel unnin, trúverðug og áhrifamikil. Málið er stórt hneyslismál í Namibíu ekki síður en hér og ráðherrar segja af sér svo það snýst áreiðanlega um raunverulega hluti. Hvað sem sannað verður um lögbrot og sekt í einstökum dæmum segir málið heilmikla sögu, m.a. um auð og arðrán, völd og valdaleysi. Eftir því sem meira rúllast upp þetta mál mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli...
Þann 10. október var forseti Bólivíu, Evo Morales, neyddur til að segja af sér, að kröfu yfirmanna hers og lögreglu, tveimur vikum eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninga. Það voru tvær vikur upphlaupa og ofbeldis. Íslenska ríkisútvarpið lýsti þessu sem sigri lýðræðisins: „Mikil fagnaðarlæti urðu á götum höfuðborgarinnar La Paz eftir að Morales tilkynnti um afsögnina.“ Sterkasti vitnisburður RÚV um þennan „sigur lýðræðisins“ var yfirlýsing ákveðinna samtaka: ...
Uppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum. Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...
... Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...